Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981
5
104. löggjafarþingið:
Alþingi sett á
laugardaginn
ALÞINGI íslendinga, 104. lög-
gjafarþing, verður sett með hefð-
bundnum hætti nk. laugardag.
Þingmenn ganga til guðsþjón-
ustu sem hefst í Dómkirkjunni kl.
1.30 miðdegis. Þar predikar séra
Sigurður Sigurðarson, sóknarpest-
ur á Selfossi. Að lokinni guðsþjón-
ustu setur forseti íslands, frú
Vigdís Finnbogadóttir, 104. lög-
gjafarþingið og kveður aldursfor-
seta til að stjórna fundi unz for-
seti Sameinaðs þings hefur verið
kjörinn, eins og þingsköp kveða á
um. Aldursforseti þingsins er dr.
Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra.
Regluleg þingstörf hefjast eftir
helgi. Gert er ráð fyrir að frum-
varp að fjárlögum næsta árs verði
lagt fram á fyrsta reglulegum
starfsdegi þings, svo sem venja er.
Lánsfjáráætlun, sem fylgja á fjár-
lagafrumvarpi, mun hins vegar
lögð fram eitthvað síðar.
Meðlimir hljómsveitarinnar Mezzoforte.
Sölulisti brezka blaðsins „Blues & Soul“. Eins og sjá má er Mezzoforte
í 18. sæti á fyrstu viku.
Mezzoforte f ær góðar
undirtektir í Bretlandi
IIUÓMSVEITIN Mezzoforte hef-
ur nú lokið upptöku á þriðju
hljómplötu sinni og var hún tekin
upp i London. Platan hefur feng-
VR7W V\W-MöW/\/ON0H /VflóO
Wnu Hír wmr koöt-
mmumviN m m %m
\immi VKffi vm
\wm wm11
ið góðar undirtektir í London og
hefur selzt nokkuð vel í verzlun-
um þar. Þá er platan komin i 18.
sæti á sölulista i brezka blaðinu
„Blues & Soul“ þann 6. október.
Þar sem meðlimir Mezzoforte
hafa ekki atvinnuleyfi í Bretlandi,
reyndist þeim ókleift að koma
fram til að kynna plötu sína
„Mezzoforte", en þeir Eyþór
Gunnarsson og Jóhann As-
mundsson fengu viðtöl í brezkum
útvarpsstöðvum, þar sem platan
var jafnframt kynnt. Upptöku á
plötunni stjórnaði Simon Hey-
worth, sem meðal annars hefur
starfað með Mike Oldfield. Útgef-
andi er Steinar hf.
Eskifjörður:
Aðeins að
lifna yfir
síldveiðinni
Kskifirði. 8. október.
HELDUR lifnaði yfir síldveiði
reknetabáta siðustu nótt, en veið-
in hefur verið mjög treg að und-
anförnu. Hér lönduðu 10 bátar
um þúsund tunnum i dag.
Mestan afla hafði Garðey SF,
250 tunnur, og Ólafur Bjarnason
SH var með 150 tunnur. Nótaskip-
in veiddu lítið sem ekkert, en síld-
in sem verið hefur í Reyðarfirðin-
um að undanförnu hefur verið
mjög smá. Bátarnir hafa fengið
góð köst, en orðið að sleppa öllu
aftur vegna smæðar síldarinnar.
Nú er búið að salta í tæpar 8 þús-
und tunnur hér á Eskifirði.
— Ævar