Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 JMfagtmÞliifttfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintakið. Raufarhöfn og Tíminn Athyglisverð forystugrein birtist í Tímanum í gær, þar sem fjallað var um atvinnuvandann á Raufarhöfn og látið að því liggja, að réði önnur stefna í landinu, mark- aðsstefna Árvakurs eins og Tíminn kallar hana, myndu „afskekkt byggðalög" leggjast í rúst „ef þau bjargist ekki án ríkisafskipta". í þessu felst málsvörn Tímans fyrir aðgerð- um ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum Raufarhafnar. „Rík- isstjórnin á að vaka yfir því, að mikilvægir útgerðarstaðir, eins og Raufarhöfn nýtist sem best, þótt þeir séu afskekkt- ir,M segir í Tímanum. Hvað er það, sem ríkisstjórnin hefur „gert fyrir" Raufar- höfn? Vegna vitlausrar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar, er byggir á öllu öðru en skilningi á því, að þá dafnar at- vinnulífið best, þegar almenn skilyrði eru skynsamlega mót- uð, hefur útgerð og fiskvinnsla stöðvast á Raufarhöfn. Heimamenn segjast þurfa 4 milljón króna fyrirgreiðslu til að forsendur skapist fyrir áframhaldandi atvinnurekstri, sem sé laus úr viðjum sífelldra smáskammtalækninga. Um nokkurra vikna skeið hefur vandi Raufarhafnarbúa verið til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Fyrir hálfum mánuði sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra, að Raufarhafnarbúum væri borgið: þrír ráðherrar hefðu fjallað um málefni þeirra á vegum ríkisstjórnarinnar og síðan falið Framkvæmda- stofnun ríkisins og Landsbankanum „að leita leiða til að leysa úr vandamálum Jökuls hf.“, stærsta vinnuveitanda á Raufarhöfn. Þrír ráðherrar gátu sem sé ekki orðið sammála um annað en fela tveimur ríkisstofnunum að leita þeirra leiða, sem þeir gátu ekki eða höfðu kannski ekki tíma til að finna. Er nokkur furða, þótt Raufarhafnarbúar velti því fyrir sér, hvaða tilgangi það þjónar að snúa sér til ríkis- stjórnarinnar? Síðustu fréttir herma, að þrátt fyrir störf ráðherranefndarinnar hafi vandanum á Raufarhöfn verið skotið inn á borð forsætisráðherra. Ekki er nema rúmur áratugur síðan Tímanum voru kær- ust orðin „móðuharðindi af mannavöldum", einkennilegt er, að höfundur forystugreinar blaðsins um markaðslögmálin og Raufarhöfn skyldi ekki nota þau, þegar hann lagði áherslu á mikilvægi þess, að ríkisstjórnin léti atvinnuvand- ann á Raufarhöfn sem mest til sín taka. Eins og alþjóð er kunnugt er það ein af meginforsendum framsóknarstefn- unnar, að byggðalögin um land allt eigi sem mest að lúta forsjá „æðri máttarvalda" hvort heldur þau birtast í gervi SÍS eða ríkisstjórnarinnar. Sé Framsóknarflokkurinn utan stjórnar er SÍS „vígi fólksins", sé Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn er hún „frumafl fólksins". Ríkisstjórnaraðstöðu sína notar Framsóknarflokkurinn svo til að færa ákvarðanir í atvinnumálum þjóðarinnar bæði í stjórnarráðið sjálft og hið raunverulega stjórnarráðshús Framsóknarflokksins, skrifstofubyggingu SIS við Sölvhólsgötu í Reykjavík. Hvað hefur ekki komið í ljós í sumar? SÍS-skrifstofurnar í Reykjavík láta sem minnstar upplýsingar um fjárfestingar- áform og fjármagnssviptingar berast til fulltrúa sinna úti á landi, það sambandsleysi þjónar þeim eina tilgangi að auð- velda höfuðstöðvunum að deila og drottna. Framsóknarmenn verða ávallt mjög viðskotaillir, þegar á þessar staðreyndir er bent, því að þá er komið við sjálfa kvikuna í því valdakerfi, sem þeim er kærast. Hafa verður í huga, að milli efnahags- og atvinnuófrelsis og stjórnmála- ófrelsis eru beir. tengsl. — Kaupfélagið sér um áskriftina á Tímanum, sögðu bændur áður fyrr. Með atvinnufrelsi og auknu frumkvæði einstaklinganna hefur útbreiðsla Tímans minnkað jafnt og þétt, blaðið kæmi ekki út, ef það þyrfti að lúta lögmálum markaðarins. í sjálfu sér væri það í lagi, hitt er ekki í lagi, hvernig framsóknarmenn og Tíminn vilja drottna yfir hinum ýmsu byggðarlögum. Undir stjórn fram- sóknarmanna og fyrir tilstilli Tímans skapast aldrei heil- brigðar forsendur fyrir atvinnurekstri á Raufarhöfn. Hvort vilja Raufarhafnarbúar smáskammta og forsjá „æðri mátt- arvalda" eða atvinnustefnu, sem byggist á trú á frumkvæði þeirra sjálfra við viðunandi almenn skilyrði? Fyrri stefnan, stefna Tímans, byggist á vantrú á Raufarhafnarbúum, seinni stefnan, stefna Morgunblaðsins, byggist á trú á Rauf- arhafnarbúum, á því að þeim sjálfum sé best treystandi fyrir því að viðhalda blómlegri byggð í heimahögum sínum. Ættjarðarást óháð landamærum ALMENNA bókafélagið hefur gefið út ritsafn Tómasar Guð- mundssonar skálds í 10 bindum, en efni þess hefur mestallt áður birzt í ýmsum útgáfum Ifelgafells, Almenna bókafélagsins og bókaútgáfunnar Forna, sem Sigurður Arnalds rak. Ritsafnið er unnið í nánu samráði við skáldið sjálft, en í því er að finna Ijóð hans og rit óhundins máls, sem „hann kærir sig um að verði í þessu heildarsafni“. Öllum þýðingum er sleppt. Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Almenna bókafélagsins, Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag., sem sá um útgáfuna, og Kristján Karlsson, bók- menntafræðingur, sem að ósk höfundar og útgáfu birtir í safn- inu ritgerð sína um skáldskap Tómasar, boöuðu blaðamenn á sinn fund í gær og kynntu rit- safnið. Fyrstu þrjú bindin eru ljóð skáldsins og er þeim þar skipað í sömu röð og þau komu út, nema ljóðaflokkurinn Mjallhvít, sem af hagkvæmnis- ástæðum hefur verið færður aft- ur fyrir Fljótið helga og kemur í upphafi þriðja bindis. Þar eru tvö ljóð, sem hafa ekki áður birzt í ljóðasöfnum skáldsins, Tunglskinsnótt í fyrsta bindi, áður prentað í Lesbók Alþýðu- blaðsins 1934 og Dagur Noregs í öðru bindi, prentað í Helgafelli 1942. Er þessum ljóðum skipað, þar sem þau eru talin eiga heima aldurs vegna. Fjórða bindið er Léttara hjal, greinasafn Tómasar Guð- mundssonar um málefni líðandi stundar, sem birtist í tímaritinu Helgafelli 1941—1945 og varð mjög frægt á sínum tíma fyrir mikla kímni og snjalla fram- setningu. Þessar greinar eru taldar hafa haft áhrif á íslenzka blaðamennsku, fengu henni létt- ara og kímnara yfirbragð, a.m.k. meðai sumra blaðamanna. Létt- ara hjal birtist í samnefndri bók 1975, en í ritsafninu er bætt við átta greinum, sem áður höfðu einungis birzt í blöðum eða tímaritum og eru taldar heyra þessu bindi til bæði með hliðsjón af efni, stíl og aldri. Fimmta bindið, Myndir og minningar, er samnefnt bók Tómasar Guðmundssonar um listmálarann Ásgrím Jónsson. í þessu bindi er auk ævisögu Ás- gríms ritgerð um listmálarann Paul Gauguin, sem birtist sem inngangur að ritinu Nóa Nóa, 1945. Sjötta bindi ritsafnsins kall- ast Menn og minni. Það er rit- gerðasafn um skáld og listamenn allt frá Jónasi Hallgrímssyni til Gunnlaugs Blöndals. Flestar þessara ritgerða birtust í bók- inni Að haustnóttum 1976, en hér er bætt við ritgerð um norska skáldið Nordahl Grieg, sem skrifuð var fyrir Alþýðu- blaðið sama daginn og fréttist um lát Griegs. Auk þess ritgerð- in Kaj Munk og Nordahl Grieg, sem birtist í Almanaki Þjóðvina- félagsins 1945, og ritgerðin Að bókarlokum, sem kom sem eftir- máli við ljóðaúrvalið Á meðal skáídfugla 1978. Fjögur síðustu bindin nefnast Æviþættir og aldarfar og hafa að geyma ævisögur þær og ald- arfarslýsingar, sem Tómas Guð- mundsson birti í bókaflokknum íslenzkum örlagaþáttum, sem hann reit í samvinnu við Sverri Kristjánsson sagnfræðing og kom út í 10 bindum á vegum bókaútgáfunnar Forna á árun- um 1964—73. Er þessum sögum raðað eins og henta þótti með hliðsjón af því að bindin yrðu sem líkust að stærð. Kristján Karlsson bók- menntafræðingur hefur orðið við ósk höfundar og útgáfu um að prentuð yrði fyrir þessu safni ritgerð hans um skáldskap Tóm- asar Guðmundssonar, sem birzt hefur með öllum útgáfum Ljóð- safns síðan 1961. Féllst hann einnig á að semja fyrir þessa heildarútgáfu viðauka við rit- gerðina um skáldskap Tómasar eftir að ljóðabókin Fljótið helga kom út 1950. Þá ritar Eiríkur Hreinn Finnbogason, cand. mag., formála að Léttara hjali í ritsafninu. Prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Torfi Jónsson sá um útlit ritsafnsins. í ritgerð sinni um skáldskap Tómasar Guðmundssonar skilgreinir Kristján Karlsson ættjarðarljóð, sem hann kallar þar opinberan skáldskap, og seg- ir, að það sé skáldskapur, sem gefur þjóð eða stórum hópi, fremur en einstaklingum, rödd á stórum stundum. Þjóðskáld sé hins vegar það skáld, sem menn geta sameinazt um að fela það verkefni. Kristján Karlsson sagði á blaðamannafundinum í gær, að það væri afrek að yrkja ættjarðarljóð þau ár, sem Tómas hefði gert það, einkum vegna þess að tilfinning manna hefði mjög dofnað fyrir slikum ljóðum og þau hafi ekki gegnt sama hlutverki og á dögum sjálfstæð- isbaráttunnar. Skáld þurfi upp- örvun og hann kvað merkilegt, hvernig Tómasi hefði tekizt að gegna hlutverki þjóðskálds. Hann kvað Tómas vera eina skáldið í seinni tíð, sem ort hefði ljóð af þessu tagi, sem einhverju máli skiptu. Hann hafi oft verið kvaddur til í tilefni konungs- komu eða afmæla, og sagði Kristján, að að sínu viti hefði Tómas Guðmundsson aldrei ort vond kvæði við slík tækifæri. Kristján kvaðst ekki vita, hvað yrði um þessa tegund kveðskap- ar í framtíðinni, en ef hann yrði úr sögunni, væri þetta síðasta skeið hans mjög glæsilegt í höndum Tómasar Guðmunds- sonar. Hann hefði gert ljóðin persónuleg, þótt þau hafi á allan hátt gegnt sínu hefðbundna hlutverki í meðförum hans. Inntak ljóða Tómasar lýsti trúverðugri ættjarðarást, sem bundin væri litlum bletti óháð landamærum. í ljóðum Tómasar, sagði Kristján, er hvergi talað um landið allt og ást á því, held- ur er áherzla lögð á að menn séu bundnir ákveðnum bletti, menn geti ekki elskað ættjörðina, nema þeim þyki vænt um ein- hvern ákveðinn blett. Að því leyti væru kvæðin rótföst og ávallt kvað hann Tómas forðast andúð á öðrum þjóðum. Ritsafn Tómasar Guðmunds- sonar er í fyrstu prentun gefið út í 3000 eintökum og hafa þegar verið innbundin 1000 eintök. Það kostar 3000 krónur og er fáan- legt með afborgunarskilmálum. Ritsafn Tómasar Guðmundssonar kemur út: Ljósm. Mbl. Ól.K.M. Frá blaðamannafundinum hjá Almenna bókafélaginu i gær. Frá vinstri Kristján Karlsson, Eirikur Hreinn Finnbogason og Brynjólfur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.