Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 3 Hækkanir staðfestar: Veski með 13.500 krón- um stolið PENINGAVESKI með 13.500 krónum var stolið frá manni á bænum Kambi i Hofshreppi á laugardag, og uppgötvaðist þjófnaðurinn siðdegis þann dag, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá sýslumannsemhættinu á Sauð- árkróki í gær. Mál þetta er í rannsókn og hefur enn enginn verið hand- tekinn vegna þess. Farið var fram á aðstoð rannsóknarlög- reglunnar og komu menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins norður í gær. Sigríður Stanleysdóttir og Gunnlaugur Carl Nielsen voru í fyrrakvöld valin efniiegustu módelin i keppninni „Vikan velur modeI“. Keppni þessi hófst i júni siðastliðnum, en þá voru þau 10, sem til úrslita kepptu. valin. í verðlaun hlutu þau vikuferð til New York auk þess sem ýmis fyrirtæki færðu þeim gjafir. Nokkur loðnu- veiði þrátt fyrir kalda ÞRÁTT fyrir kalda á mið- um loðnuskipanna norður af Vestfjörðum, hafa loðnu- skipin fengið þokkalega veiði mörg hver síðustu tvo daga. Á miðvikudag tilkynntu sjö skip um veiði samtals 3460 lestir og eru þessi: Helga II RE 500 tonn, Sæ- björg VE 180, Harpa RE 530, Jón Finnsson GK 560, Sigur- fari 500, Guðmundur RE 900 og Ársæll KE 270 tonn. í gær, fimmtudag, til- kynntu tvö skip um afla, Pét- ur Jónsson RE 720 tonn og Hilmar II SU 520 tonn. Pylsur hækka um 15,2% STAÐFESTAR hafa verið nokkr- ar hækkanir af rikisstjórn, sem Verðlagsráð hafði gert sam- þykktir um. Unnar kjötvörur hækka 13,1 — 15,2%. Fiskniður- suða hækkar um 8%. Sömuleiðis hækka brauð um 8%, farmgjöld skipafélaga hækka um 13% og uppskipun hjá skipafélögunum hækkar um 5%. Sem dæmi um hækkun á unnum kjötvörum, hækka vínarpylsur úr 44,95 krónum hvert kíló í 51,80 krónur, eða um 15,2%. Fiskibollur í heildósum hækka úr 14,70 í 15,90 krónur, eða um 8%, og heilhveitibrauð úr 4,85 krónum í 5,25 krónur, eða um 8%. Rannsókn á drápi Rauðs 618 lokið RANNSÓKN er nú lokið á dauða stóðhestsins Rauðs 618 án þess að nokkur visbending hafi komið fram um, hver var valdur að dauða hestsins. Stokkhólma-Rauður, eins og hann var alla jafna nefndur, fannst dauður í haga í lok júlí og var skotsár á enni hestsins. Rauður var í eigu Halldórs Sigurðssonar og var notaður á búi hans í Stokkhólma í Skaga- firði. Athuganir á rekstri farþegaskips: __ JUNCKERS JM PARKET Junckers parket er massivt Junckers parket er 100% náttúruefni Junckers parket er auðvelt að leggja Junckers parket er auðvelt að þrifa Junckers parket er varanlegt Junckers parket er fáanlegt i Beyki, Ask og Eik. Hagstætt verð — góðir greiösluskilmálar. Kynning á Junckers-parket og Blitsa lökkum á pallborði Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands að Hallveigarstig 1 frá 12. — 23. október. Söluaðilar: Timburverzlunin Völundur Klapparstíg 1 Húsasmiðjan h.f. Súðavogi3 Egill Árnason h.f. Skeifunni 3g Tvö skip skoð- uð í síðustu viku „ÞAÐ er verið að vinna i málinu „Þessir hlutir hafa verið reikn- á fullu og niðurstaða mun liggja aðir fram og aftur og verið er að fyrir í þessum mánuði." sagði kanna til þrautar hvort við finn- Ilörður Sigurgestsson, forstjóri um skip, sem hentar í þessa flutn- Eimskipafélags tslands, í samtali inga. í því sambandi voru skoðuð við Mbl., er hann var inntur eftir tvö skip í síðustu viku,“ sagði athugun félagsins, færeyska fé- Hörður Sigurgestsson ennfremur. lagsins Skipafélagid Föroyar og Hafskips á rekstri farþegaskips Um er að ræða 500—600 far- milli lslands og Evrópu yfir þegaskip, sem búin eru öllum sumartimann i sameiningu. hugsanlegum lúxus, en hugmynd- in er að skipið yrði í siglingum milli íslands og meginlands Evr- ópu. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, sagði að síð- ustu, að ef niðurstaða athugana yrði jákvæð myndi þessi rekstur Pólska farþegaskipið Rogalin, væntanlega hefjast næsta vor. sem er eitt þeirra skipa, sem til skoðunar hafa verið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.