Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 KR-sigur í baráttuleik KR-INGAR báru sigurorí) aí stúd- entum i úrvalsdeildinni i korlu- knattleik eftir mikinn baráttuleik. Var stadan jöfn. 64—64, eftir að venjuieKum leiktíma var iokið og þurfti því að koma til framlenKÍnK- KK-innar reyndust sterkari í fram- lenKÍnKunni og tókst að sitjra með sjö stivra mun, 76—69. Staðan i hálf- leik var 31—25 ÍS i vil. Framan af fyrri hálfleik voru það stúdentar sem voru til muna spræk- ari. Beittu þeir svæðisvörn og var engu líkara en það kæmi KR-ingum í opna skjöldu. Náðu þeir fljótlega ágætu forskoti og var staðan t.d. 19—9 um miðjan hálfleikinn. KR- ingar voru að sama skapi heillum horfnir á þessum kafla, hittu afar illa i sókninni og réðu lítið við stúd- entana í sókninni. Þegar dró nær lokum hálfleiksins, tókst KR-ingum þó að saxa allnokkuð á forskotið, en staðan í hálfleik var, eins og áður segir, 31—25, stúdentum í hag. Varla voru liðnar nema tvær mín- útur af síðari hálfleik, þegar KR-ingar höfðu jafnað metin og uppfrá þessu skildu aldrei nema 4 stig liðin að. Stúdentar voru þó ekki á þeim buxunum að gefa sig og það var ekki fyrr en um miðjan síðari hálfleik, sem KR náði yfirhöndinni í fyrsta skiptið í leiknum. Undir lok venjulegs leiktíma virtist þó allt stefna í KR-sigur, en stúdentum tókst þó að jafna áður en tíminn rann út. í framlengingunni voru KR-ingar sterkari, en miklu munaði þó fyrir stúdenta að Gísli Gíslason, einn helzti baráttujaxl þeirra, fór út af með 5 villur í upphafi framleng- ingarinnar. Mikil barátta einkenndi leik lið- anna frá upphafi til enda og á stund- um keyrði harkan úr hófi. KR-ingar léku þennan leik án Stew Johnson, en hann er sem kunnugt er meiddur og mun verða frá keppni næsta mán- uðinn að minnsta kosti. Kristján Rafnsson var einna bestur KR-inga að þessu sinni. Jón Sigurðsson var hins vegar langt frá sínu besta, skor- aði t.d. ekki eina einustu körfu allan fyrri hálfleikinn og var óvenju mis- tækur í sendingum. Ágúst Líndal skoraði mikilvægar körfur í síðari hálfleik, en hitti illa í þeim fyrri. Jafntefli í Hafnarfirði HAUKAR og Afturelding gerðu jafntefli i 2. deild íslandsmótsins i handknattleik i Hafnarfirði i gærkvöldi, 23— 23. Afturelding hafði lengst af frumkvæðið i leikn- um. var yfir 14—11 i leikhléi, en Haukum tókst að bjarga stigi i höfn á siðustu mínútu ieiksins. Þegar leiktími rann út hafði Aft- urelding knöttinn en þrátt fyrir að vera einum fleiri, tókst ekki að nýta það. Þá fóru leikmenn Aftureldingar illa með marktækifæri, 4 víti fóru í súginn. Sigurgeir Marteinsson var markhæstur leikmanna Hauka með 9 mörk en Lárus Halldórsson var at- kvæðamestur hjá Aftureldingu með 5 mörk og Guðjón Magnússon, fyrr- um leikmaður Víkings og Vals, skor- aði 4 mörk. Tvöfalt hjá Víkingi ÍSLANDSMÓTIÐ í handknattleik kvenna hófst í gærkvöldi í Laug- ardalshöll með leik Víkings og Þróttar í 1. deild. Víkingur vann yfirburðasigur, 27—14, og fylgdi þar með eftir sigri karlaliðsins. Nýliðar Þróttar höfðu lítið í hend- urnar á ákveðnum Víkingsstúlk- um að gera. Birgir Mikaelsson átti góðan leik og er þar á ferðinni mikið efni. Bandaríkjamaðurinn í liði stúd- enta, Dennis McGuire, stakk við fæti allan leikinn og gat því ekki beitt sér sem skyldi. Engu að síður sýndi hann mikla seiglu og var stórhættu- legur undir körfunni, en ætlaði sér þó stundnm um of. Gísli Gíslason barðist allan tímann af krafti, kannski fullmiklum krafti á stund- um. Árni Guðmundsson og Gunnar Thors börðust vel í vörn, en hittu báðir illa. Leikinn dæmdu Val Brazy og Stef- án Kristjánsson, en þeir hlupu í skarðið fyrir rétta dómara leiksins, sem tafðist af þeim sökum um hálf- tíma. Leyfðu þeir félagar fullmikla hörku. STIGIN fyrir ÍS: McGuiro 31. Bjarni Gunnar Svoinsson 15. Gunnar Thurs 10. Gisli Gisla- sun 9. Arni Guömundsson i. STIGIN fyrir KR: Kristján Rafnssun 21. Jon SÍKurössun 10. Ájtúst Lindal H. Gardar Ji's hannssun 11. Hiritir Mikaclssun 8. Páll Kul- hcinsson 4, Bjarni Júhanncssun 2. GI Páll Björgvinsson, skoraði átta mörk gegn Þrótti og sýndi snilldarleik. Hér hefur hann snúið á vörn Þróttar og skömmu síðar lá knötturinn í nctinu. Mynd Mbi. Kristján Víkingur hafði betur í stórleik meistaranna VÍKINGUR og Þróttur mættust i sannkölluðum stórleik meistaraliða i 1. deild íslandsmótsins i handknattleik i Laugardalshöll i gærkvöldi. Eftir tvisýnan og harðan leik stóðu íslandsmeistarar Vikings uppi sem sigurvegarar, 18—16. En meistarar Vikings þurftu að hafa fyrir sigri sinum gegn bikarmeisturum Þróttar og það var ekki fyrr en á lokaminútum ieiksins að Vikingar tryggðu sér sigur. Þegar fjórar minútur voru til leiksloka fengu Þróttarar vitakast, sem Sig- urður Sveinsson tók, en Kristján Sigmundsson varði meistaralega og Guðmundur Guðmundsson innsiglaði sigur meistara Vikings með góðu marki þegar 26 sekúndur voru tii leiksloka. Vikingar léku með sorgarborða vegna fráfalls óla Björns Kærnested, sem um árabil lék með Vikingi og starfaði innan félagsins. „Þetta er góð byrjun en við þurfum að bæta okkur mikið ef okkur á að takast að verja ís- landsmeistaratitilinn," sagði Páll Björgvinsson, fyrirliði Víkings og besti maður liðsins ásamt Krist- jáni Sigmundssyni. „Við fáum tvöfalt meiri mót- stöðu í öllum okkar leikjum í vet- ur. Allir vilja jú vinna Víking og það verður erfitt að verja titilinn. Ég á því von á jöfnu og tvísýnu móti, eins og raunar þessi leikur í kvöld undirstrikar. Félögin koma flest mjög vel undir mótið búin,“ sagði Páll ennfremur. Nú varst þú markhæstur Vík- inga með 8 mörk. Ertu ánægður með eigin frammistöðu? „Já, ef góð frammistaða mín kemur lið- inu til góða, þá er ég ánægður. Aðalatriðið er að sigra." Páll með fyrsta mark íslandsmótsins Páll Björgvinsson skoraði fyrsta mark íslandsmótsins þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af við- ureign Víkings og Þróttar; lúmskt skot hans rataði rétta leið í gegn- um varnarmúr Þróttar og yfir axl- ir Sigurðar Ragnarssonar. Sigurð- ur Sveinsson svaraði með hörku- skoti og fyrstu 15 mínútur leiksins voru einvígi þessara snjöllu leik- manna; hvor á sína vísu. Páll skor- aði fjögur fyrstu mörk Víkings. Öll eins og honum einum er lagið, en Sigurður svaraði með þremur mörkum, þar af tveimur þrumu- skotum en hið þriðja skoraði hann úr vítakasti. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 5—3 Víking í vil, Steinar Birgisson skoraði en skömmu síðar var Þorbergi Aðal- steinssyni vísað af leikvelli. Gunn- ar Gunnarsson, Víkingurinn í liði Þróttar, minnkaði muninn í 5—4 úr vítakasti en Páll svaraði með marki eftir gegnumbrot. Ólafur H. Jónsson minnkaði muninn í 6—5 og Steinar skoraði sitt annað mark, 7—5. En í kjölfarið fylgdi besti leik- kafli Þróttara. Þeir skoruðu þrjú mörk i röð. Páll Ólafsson skoraði með þrumuskoti, 7—6, Jón Viðar Sigurðsson jafnaði, 7—7, og fjórar mínútur til leikhlés. Skömmu síð- ar var þeim Gunnari Gunnarssyni og Ólafi Jónssyni vísað af leikvelli, en síðasta orðið í fyrri hálfleik átti Jens Jensson þegar hann skoraði úr horninu. Á síðustu mín- útu fyrri háifleiks átti Páll skot í stöng úr vítakasti. Þróttur náði tveggja marka forustu Víkingar skoruðu fyrsta mark síðari hálfleiks, Árni Indriðason skoraði úr hraðaupphlaupi en í kjölfarið skoraði Þróttur tvö mörk, fyrst Jens og síðan Jón Við- ar, og Þróttur hafði náð tveggja marka forustu. En Víkingar gáfu ekki árar í bát og innan tveggja mínútna höfðu þeir jafnað, Þor- bergur Aðalsteinsson og Páll Björgvinsson, 10—10, og 5 mínút- ur liðnar af síðari hálfleik. Páll ólafsson svaraði fyrir Þrótt með góðu skoti en Ólafur Jónsson jafnaði fyrir Víking með marki úr horninu eftir leikfléttu. Aftur náði Þróttur forustu, Gunn- ar Gunnarsson úr víti en Þorberg- ur jafnaði á nýjan leik. Skömmu síðar var Guðmundi Guðmunds- syni vísað af leikvelli og Sigurður Sveinsson kom Þrótti yfir, 12—13. En á næstu mínútum sigldu Víkingar framúr Þrótti; náðu þriggja marka forustu, skoruðu fjögur mörk í röð og þessi kafli réð úrslitum þegar upp var staðið. Sigurður Gunnarsson skoraði 13. mark Víkings með þrumuskoti, Guðmundur Guðmundsson kom Víkingi yfir þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi á 16. mínútu. Skömmu síðar var Páli Ólafssyni vísað af leikvelli og Páll Björg- vinsson nýtti það til hins ýtrasta. Skoraði tvívegis með gegnumbrot- um, staðan orðin 16—13 og 10 mínútur til leiksloka. Þróttarar börðust af krafti, Gunnar Gunnarsson minnkaði muninn í 16—14, Sigurður Sveins- son minnkaði muninn í 16—15 með marki úr vítakasti, en Sigurð- ur Gunnarsson lyfti sér upp fyrir framan vörn Þróttar og skoraði með þrumuskoti, 17—15, og sex mínútur til leiksloka. Páll Ölafs- son minnkaði muninn í 17—16 á 25. mínútu og mínútu síðar fengu Þróttarar vítakast. Kristján varði víti Sigurðar Sigurður Sveinsson tók víta- kastið en Kristján Sigmundsson, markvörður Víkings, varði meist- aralega og Víkingar fengu knött- inn. Þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka misstu þeir knöttinn og mínútu fyrir leikslok fór Jens Jensson inn úr horninu en skaut í hliðarnetið. Þegar svo 26 sekúndur voru til leiksloka átti Sigurður Gunnarsson snjalla sendingu á Guðmund Guðmundsson sem kom á ferð inn úr horninu og Guð- mundur skoraði af öryggi, 18—16, og sigur Víkings í höfn. Islandsmeistarar Víkings hófu því vörn titilsins með sigri. Þeir hafa tvö síðustu árin unnið ís- landsmótið með miklum yfirburð- um; ekki tapað leik. Mikil breidd er nú í liði Víkings, þar er valinn maður í hverju rúmi. Þeir Páll Björgvinsson og Kristján Sig- mundsson voru bestu menn liðs- ins. Hvor á sína vísu lögðu upp sigur liðs síns, Kristján með snjallri markvörzlu og Páll með því að skora helming marka Vík- ings, 8 talsins. Ólafur Jónsson, Steinar Birgisson, Árni Indriða- son og Guðmundur Guðmundsson áttu allir traustan leik og Sigurð- ur Gunnarsson kom sterkur út í síðari hálfleik. Hins vegar voru Þorbergi Aðalsteinssyni mislagð- ar hendur og náði hann sér aldrei á strik. Besti maður Þróttar var án nokkurs vafa Sigurður Ragnars- son, markvörður. Hann varði mark Þróttar af mikilli snilld. Þeir Sigurður Sveinsson og Páll Ólafsson náðu sér aldrei verulega á strik gegn sterkri vörn Víkings, þó þeir hafi skorað helming marka Þróttar. Gunnar Gunnarsson, Jens Jensson og Jón Viðar Sig- urðsson voru og traustir og Ólafur H. Jónsson batt vörnina vel sam- an. Dómarar voru Karl Jóhannsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. Áhorfendur voru um 800. Mörk Víkings skoruðu: Páll Björgvinsson 8, Steinar Birgisson, Þorbergur Aðalsteinsson, Sigurð- ur Gunnarsson og Guðmundur Guðmundsson 2 mörk hver, Árni Indriðason og Ólafur Jónsson 1 mark hvor. Mörk Þróttar skoruðu: Sigurður Sveinsson 5, 2 víti, Gunnar Gunn- arsson 3, 2 víti, Páll Ólafsson 3. Jens Jensson og Jón Viðar Jónsson skoruðu 2 mörk hvor og Ólafur H. Jónsson 1 mark. Il.IIalIs. VÍKINGUR: Kristján Sigmundsson 9, Páll Björgvinsson 9, Steinar Birgisson 7, Arni Indriðason 7, ólafur Jónsson 7, Þor- bergur Aðalsteinsson 6, Sigurður Gunnarsson 7, Guðmundur Guðmundsson 7. ÞRÓTTUR: Sigurður Ragnarsson 9, Sigurður Sveinsson 7, Gunnar Gunnarsson 6, ólafur H. Jónsson 7, Páll Ólafsson 7, Jens Jensson 6, Jón Viðar Sigurðsson 7, Lárus Lárusson 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.