Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981 Björn Kr. Jóns- son - Minningarorö Fæddur 24. nóvember 1911. Dáinn 1. október 1981. Björn lézt á Landspítalanum 1. okt. síöastl., tæplega sjötugur að aldri. Björn frændi minn hafði lengi átt við þrálátan sjúkdóm að stríða, sem að síðustu leiddi til dauða hans. I föðurætt var Björn kominn af gamalli og gróinni Reykjavíkur- ætt, Borgarabæjarætt, sem mikill fjöldi borgarbúa er kominn af, einkum Vesturbæingar. Faðir hans var Jón Björnsson, kaupmað- ur, sonur Björns Kristjánssonar, sem um áratugi var þingmaður fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu, og um skeið ráðherra, og konu hans Sigþrúðar Guðmundsdóttur frá Hól. Jón rak í áratugi eina stærstu smásöluverzlun borgar- innar, Verzlun Björns Kristjáns- sonar. Móðir Björns var Jakobína Guðmundsdóttir frá Grjótanesi á Melrakkasléttu, ákaflega falleg kona og með afbrigðum vel gerð. Björn ólst upp í föðurhúsum í Reykjayík ásamt 5 yngri systkin- um og uppeldissystur, frænku sinni, Nönnu Ágústsdóttur. Systk- inin voru Guðmundur Jóhann, stýrimaður, Hörður, efnaverk- fræðingur, Gunnar, verzlunar- maður, Úlfar, læknir og Sigþrúð- ur, starfsmaður hjá Hafrann- sóknastofnun ríkisins. Björn fór ungur í Menntaskól- ann í Reykjavík en hvarf frá námi og iagði fyrir sig verzlunarstörf, svo sem hann átti ætt til og beih- ast lá við. Unglingur var hann um tíma í Hamborg í Þýzkalandi og nokkru síðar í Glasgow í Skotlandi, að búa sig undir lífsstarfið. Hann var þegar heim kom við verzlun föður síns og tók við for- stöðu hennar að föður sínum látn- um. Hin síðari ár var hann fulltrúi hjá Elding Trading Co. Björn kvæntist 26. jan. 1934 Ingileif Káradóttur, sem ættuð var frá Vestmannaeyjum, mikilli mannkosta konu. Hjónabandið var eitt þeirra sem með sanni er sagt um, að séu hyrningarsteinn hvers þjóðfélags, fallegt heimili og menningarlegt, þar sem öllum leið vel, heimamönnum og gestum. Þau Ingileif og Björn eignuðust 3 börn, Kolbrúnu, læknaritara, Jón, apótekara, sem kvæntur er Önnu Ottesen og Björn, bifreiðastjóra, kvæntan Áslaugu Kjartanson. Björn var alltaf lifandi maður, bókhneigður og vel að sér um það sem telst til almennrar menntun- ar og fylgdist vel með málum inn- an lands og utan. Það var því ætíð fróðlegt að eiga við hann spjall. Ef ég væri spurður um persónu Björns, mundi ég segja að hann hafi umfram allt verið góður mað- ur eins og foreldrar hans báðir höfðu verið. Góðvild skein úr hverjum andlitsdrætti og viðmótið var svo notalegt. Þetta er ekki sagt út í bláinn, eins og oft virðist gert, enda auðvelt og útlátalítið. Heldur er þetta sagt af ævalangri og einstæðri reynslu. Þegar ég nú, að lokinni ævi hans, hugsa til nafna míns og frænda finnst mér því líkast að hann hafi allt sitt líf verið á sífelldum þönum við að uppfylla óskir annarra og eigin hagsmunir hafi þá stundum orðið útundan. Frændur og vinir senda Ingileif og börnum þeirra Björns og barnabörnum innilegar samúðar- kveðjur. Björn Steffensen í dag kveð ég hinstu kveðju elskulegan tengdaföður minn og vin. Með svo ótal margar minn- ingar í huga um góðan mann, er svo margt hægt að rita, en það hefði hann ekki viljað. Mín fyrstu kynni af þessum góða brosmilda manni var þegar ég fór í skóla 7 ára gömul. Fór ég þá með móður minni að verzla í verzl. Björns Kristjánssonar eða VBK, Vesturgötu 4. Það var þá að- alritfangaverzlun bæjarins í þá daga. Þar hitti ég hann fyrst. Oft var handagangur í öskjunni, eins og þegar skólar byrja, fullt út úr dyrum, og auðvitað hávaði eftir því. En Björn með sitt góða skap og léttu lund sýndi okkur alltaf sérstaka þolinmæði og elskuleg- heit. Alltaf heilsaði hann okkur krökkunum úti á götu, hann var einn af þeim mönnum, sem ein- hvernveginn allir heilsuðu og hann á móti, með sínu milda brosi. Svo 10 árum seinna varð ég tengdadóttir hans. Var mér svo sannarlega vel tekið af þeim hjón- um. Milli okkar tengdapabba var ólýsanleg vinátta, og tryggð. Oft sátum við tvö saman og töluðum um allt milli himins og jarðar. Síðustu árin átti hann fastan tíma hér á Grenimel, rétt fyrir hádegi áður en hann fór heim í mat, var þá rætt saman yfir smásætindum. Þegar Björn hætti að reka rit- fangaverzlunina fór hann að vinna hjá Máimsteypu Ámunda Sigurðs- sonar. Ámundi og hann voru einstakir vinir. Það var margur sem hefði viljað fá Björn í vinnu þar sem hann var bæði með verzlunar- skólamenntun frá Þýskalandi og Skotlandi, og því vel að sér í mál- um og allri verzlunarkunnáttu. Björn var kominn af miklu verzl- unarfólki í föðurætt, sonur Jóns Björnssonar kaupmanns, Björns Kristjánssonar kaupmanns og fv. ráðherra. Árið 1970 réði hann sig í vinnu hjá föður mínum, í Elding Trading Co. Þar starfaði hann af mikilli samviskusemi, og eftir að faðir minn dó, vildi hann allt gera okkur systkinunum í hag. Þótt hann væri Jmin að ganga með ólæknandi sjúkdóm í fjölda ára hætti- hann ekki vinnu fyrr en sl. vor, þegar annar ólæknandi sjúk- dómur kom í ljós. Hann var ekki bara duglegur verzlunarmaður, heldur átti hann marga aðra kosti, enda maður mikið lesin og bók- staflega inni í öilu. Ef mér lá eitthvað á hjarta sem ég þurfti að fá vitneskju um, gat ég bara hringt til hans, og svarið kom. Hann var eins og nokkurskonar alfræðiorðabók fyrir mig. Og ættfræði, ekki var hann síðri í henni. Hann vissi hverra manna þessi og hinn voru. Stundum v^r hann kominn heldur langt fyrir mig, og ég hló „Ha, hver var hann," „Æ, auðvitað“ þú varst ekki fædd þá, og við hlógum bæði. Ég gleymi ekki hve stoltur hann var þegar hánn gekk inn kirkju- gólfið með dóttur okkar hjónanna, þegar hún gifti sig, því viku áður hafði pabbi hennar fótbrotnað, og auðvitað kom engin nema afi til greina að taka þetta að sér. Vegna hans góða skaps og ástúðar hænd- ust börn að honum, hann hafði sérstakt lag á þeim. Börnunum okkar gekk hann stundum í föður stað, t.d. þegar við þurftum að fara erlendis, þá fluttu þau tengdaforeldrar mínir inn á heim- ilið okkar og tóku það að sér. Enda báru þau sérstaka virðingu fyrir afa sínum og ömmu. Ég er ekki sú eina í dag sem misst hef mikið. Elsku tengdamamma, sem bók- staflega var með honum öllum stundum, á spítalanum jafnt sem heima, hefur misst mikið. Enda ríkti milli þeirra ást og skilningur, og hjónaband þeirra alveg sér- stakt, og þá börn þeirra, Kolbrún, Jón og Björn, svo ég tali ekki um barnabörnin 13, og litla barna- barnabarnið. Tómleikinn hefur þegar gert vart við sig. Björn var sjúklingur sem kvart- aði aldrei, reyndi að leyna þján- ingum, sínum og tókst það stór- kostlega. Hann sofnaði frá þessu lífi og kvaddi okkur með sínu milda brosi, því nú var öllum þjáningum lokið. Guð blessi tengdaföður minn. Áslaug .Lækkar lífdaira sól. Löng er orðin min ferð. Fauk i faranda skjól. Feitinn hvildinni verð. Guð minn. Kefðu þeim frið Kleddu ok blessaðu þá. sem að IðKðu mór lið. Ljósið kveiktu mór hjá.“ Við urðum öll harmi lostin fimmtudagskvöldið 1. okt., þegar Guð kallaði elskulegan afa okkar til sín eftir langa og erfiða bar- áttu. Okkur fannst seinni hluti þessa fallega sálms minna okkur á hvernig afi hugsaði, því hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra. Hann var orðinn mjög þreyttur þegar yfir lauk og þó söknuðurinn sé mikill, þá er það þó léttir að vita að nú sé hann orðinn heill heilsu og Hður vel. Afi hefur gengið með mjög alvarlegan sjúkdóm í mörg ár. Þeir sem ekki þekktu vel til hans trúðu ekki að hann væri svo sjúkur, því hann var alltaf glaðlegur og hress í bragði, tilbúinn að „ræða málin" hvort sem það var pólitík, tónlist eða eitthvað annað. Hann var alla tíð mjög barngóður og öll börn hændust að honum, — sennilega vegna þess hvað hann var alltaf rólegur og frá honum stafaði svo mikið gott og það er jú það sem allir laðast að. Hann var elskaður af öllum, hvort sem það voru ættingjar, vin- ir, læknar eða hjúkrunarfólk, allir sögðu það sama: „Hann var alveg einstakur maður, það þyrfti víða að leita til að finna hans líka.“ Við hans nánustu,. erum innilega þakklát læknum og hjúkrunarliði sem stunduðu hann núna síðustu daga. Þeim þótti greinilega mjög vænt um hann og einn læknir lét þaú orð falla að þeim þætti sem þau væru að missa góðan vin, því hann hafi verið svo sérstakur maður.Það var í vor sem afi veikt- ist mjög alvarlega og var tvísýnt um líf hans. Kraftaverk gerðist enn einu sinni, hann hresstist og fór heim. Það má þó segja, að frá þeim tíma hafi hann barist fyrir lífi sínu og margar voru ferðir hans á Landspítala, alltaf nokkra daga í senn. Margir, þ. á m. lækn- arnir dáðust og furðuðu sig á þrautseigju hans, en við sem bezt þekktum til vitum vel hvaðan hann fékk þann kraft sem hann þurfti. Við höfum aldrei kynnst eins ástríku hjónabandi og hjá afa og ömmu. Þau voru hvort öðru allt. En það er Guð almáttugur sem ákveður hvenær við förum og þar sem þeim var ekki ætlað að fara saman, þá vitum við að afi bíður eftir Libbu sinni og hún fær beztu móttökur, þegar þar að kemur. Við finnum öll fyrir nálægð hans og trúum því að hann haldi yfir okkur verndarhendi. Þetta stóra skarð sem myndast hefur verður aldrei bætt að fullu. Líf hans snerist allt um okkur, ömmu, börnin, barnabörn og Björn Gunn- ar, sem var fyrsta barnabarna- barnið hans. Alltaf var hann til reiðu þegar við þurftum á að halda, hvort sem var við nám eða annað. Hver á nú að svara öllum spurn- ingum sem vakna hjá okkur? Við sem eldri erum eigum erfitt með að skilja þetta, hvað þá yngri krakkarnir. Bjössi litli Kristján grét mikið og sagði í sífellu: „Ég vil fara til afa.“ Við reyndum að segja honum að það gæti hann ekki strax. Honum virtist alveg Birting afmœlis- og minningar- greina ATIIYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig gctið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili. t Elskulegur unnustl, faöir, sonur og bróðir, ELÍAS VALUR BENEDIKTSSON, er lést af slysförum 4. október síöastliöinn veröur jarösunginn iaugardaginn 10. október kl. 11 fyrir hádegi í Selfosskirkju. Ása Gréta Einarsdóttir, Þórunn Berglind Elíasdóttir, Benedikt Sígurbergsson, Hanna Brynjólfsdóttir, Guðjón Örn Benediktsson, Logi Benediktsson, Fjóla Benediktsdóttir, Hreggviöur Davíösson, Birna Benediktsdóttir, Símon Viggósson, Freyja Benediktsdóttir og aðrir aðstandendur. t Eiginkona mín, SIGRÚN EINARSDÓTTIR, Hofstööum, Stafholtstungum, er lést 1. október veröur jarösungin frá Gilsbakkakirkju, laugar- daginn 10. október kl. 2.00. Bílferö verður frá Umferöarmiöstöö kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaóir. En þeim er vildu minnast hennar er bent á líknarstofnar.ir. Ingvar Magnússon og fjölskylda. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, BJARNI ÓLAFSSON, bifreiöastjóri, Eyrarvegi 14, Selfossi, verður jarösunginn frá Selfosskirkju, laugardaginn 10. okt. kl. 4 síðdegis. Margrét Friöriksdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, faöir og tengdafaöir, BJÖRN KR. JÖNSSON, fv. verzlunarmaöur, Sólheimum 23, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni, föstudaginn 9. okt. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ingileif Kéradóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Jón Björnsson, Anna Ottesen, Björn Björnsson, Áslaug Kjartansson. Innilegustu þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúö og vin- áttu vegna andláts og útfarar elskulegrar dóttur okkar ÓLAFAR RÚNAR HJÁLMARSDÓTTUR. Soffía Jóhannsdóttir, Hjélmar Sveinsson. t Þakka innilega auösýnda samúö viö andlát og útför fööurbróöur míns, SIGURÐAR ERLENDSSONAR, fyrrverandi bónda Stóru-Giljé. Erlendur Eysteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.