Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Fræðslufundur
veröur í félagsheimili Fáks fimmtudaginn 3. des. kl.
20.30.
Fundarefni: Evrópumöt íslenskra hesta.
Myndasýning: Frá Evrópumótinu í Larvík í sumar.
Umræöur: Eiga íslendingar erindi á Evrópumót
íslenskra hesta? Ragnar Tómasson
stýrir óformlegum umræöum.
Þátttakendur í Evrópumótum sérstaklega velkomnir
á fundinn.
Fákur.
1 x 2 — 1 x 2
14. leikvika — leikir 28. nóv. 1981
Vinningsröö: 1 1 X-1 X 2-X 2 1-1 X 1
1. vinningur: 12 réttir — kr. 18.460.-
15878 29471* 28762* 69561**
16478 29472* 33052* 71133**
*=(4/11)
** =(6/11)
2. vinningur: 11 réttir — kr. 1.291.-
471 8044 14459 19022 24903 39471 67820+
2002+ 10567 16028 20972 36719 43670 30254*
3444 13536 18988 24786 37073 65064
*=(2/11)
Kærufrestur er til 21. desember kl. 12 á hádegi.
Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást
hjá umboösmönnum og á skrifstofu Getrauna í
Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef
kærur veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla(+) veröa aö framvísa
stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um
nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kæru-
frests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
7
Þrátt fyrir
hlunnindi
ríkisfyrirtækja
Staða idnryrirtækja í
landinu á líðandi stund
sést bezt af því, að þrátt
fvrir ýmis hlunnindi ríkis-
rekinna fyrirtækja, í sum-
um tilfelluni skattaleg, eru
þau flest rekin með bull-
andi tapi og skuldasöfnun.
Hjörleifur Outtormsson,
iðnaðarráðherra, svaraði
nýlega fyrirspurn á Alþingi
um þetta efni. Tvídálkur
inn í slakstcinum dagsins
er svar hans varðandi Kís-
iliðjuna. en áætlað tap
hennar í ár er talið vera 7,8
m. nýkr. Aætlað tap ann-
arra umspurðra fyrirtækja
var sem hér segir:
• Járnbk'ndiverksmidja:
Áætlað tap 45 m. kr., þar af
afskriftir um 40 m. kr. Að
því leyti sem greiðslu-
vandra-ði hafa orðið í ár
hafa þau verið leyst með
hluthafalánum.
• Álafoss: Áætlað tap
1—2 m. kr. Hallinn fjár
magnaður með því að
skerða ciginfjárstöðu.
• Sementsverksmiðjan:
Áætlaður rekstrarhalli
8—9 m. kr. Sementsverk-
smiðjan hefur þegar tekið,
með samþykki ríkisstjórn-
arinnar, erlent lán að jafn-
virði 10 m. kr. til að mæta
greiðsluhalla.
• Siglósíld: Áætlaður halli
1,2—1,7 m. kr. Halla mætt
með lántöku, samkvæmt
lánsfjáráætlun, og framlagi
ríkissjóðs.
• Norðurstjarnan: Halli
viðurkenndur en ekki til-
greindur og sagður koma
niður í rýrnun eiginfjár.
Framanritað er tekið úr
svörum iðnaðarráðherra
(sjá Alþingistíðindi, 3.
hefti, bls. 264-269).
HJORLEIFUR
GUTTORMSSON
Atvinnustefna
ríkis-
stjórnarinnar
Fyrirspvrjandi, Lárus
Jónsson, sagði undirstöðu-
atvinnugreinar (sjávarút-
veg og iðnað) reknar með
bullandi halla, sem kæmi
LARUS
JONSSON
fram í því að fyrirtækin
gengju á eiginfjárstöðu og
söfnuðu skuldum. Megin-
orsök væri röng atvinnu-
stefna ríkisstjómarinnar
— og röng skattastefna,
sem þrengdi hag alls at-
vinnurekstrar í landinu.
Því væri ekki úr vegi að fá
fram á Alþingi, hver væri
rekstrarstaða fyrirtækja,
sem ríkið ætti, alfarið eða
að hluta, og nytu sum hver
skattalegra fríðinda. Crun-
ur sinn væri sá, að rekstr
arleg staða þeirra speglaði
engu að síður árangurinn
af atvinnustefnu stjórn-
valds, sem að óbreyttu
stefndi í verulegan sam-
drátt í atvinnuhTinu og
röskun þess atvinnuörygg-
is, sem hér hefði ríkt allan
sl. áratug.
Byggingasjód-
ur ríkisins
Á árinu 1980 skerti rík is-
stjórnin markaða tekju-
stofna húsnæðislánakerfis-
ins um 5%. Kn mjór er
mikils vísir. Árið 1981
skerti hún tekjustofna
Hyggingasjóðs ríkisins um
hvorki meira né minna en
75% um leið og verkefni
hans vóru stórlega aukin.
Sjóðurinn er nú algjörlega
háður fjárlagaframlögum
og lánamöguleikum.
Um þetta efni svo og
Byggingasjóð verkamanna
komst Magnús H. Magn-
ússon, fyrrverandi félags-
málaráðherra, svo að orði á
Alþingi nýlega:
„Kíkisstjórnin scgist
hafa hækkað verulega
framlag til Byggingasjóðs
vcrkamanna ... en hún
skar alveg á framlög ríkis-
sjóðs til Byggingasjóðs
verkamanna, en stal í þess
stað helmingnum af
stærsta markaða tekju-
stofni Byggingasjóðs ríkis-
ins, þ.e. iaunaskattin-
um..." og færði yfir á
Byggingasjóð verkamanna.
Magnús sagði ennfremur:
„Skerðing markaðra tekju-
stofna Byggingasjóðs ríkis-
ins verður hvorki meiri né
minni en 82% (1982), sam-
fara mikilli aukningu verk-
efna, og heddarskerðing
sjóðanna beggja verður
38%...“
Spegilmynd af ástandinu
„Taprekstur fyrirtækisins hefur verið fjár-
magnaður þannig:
A) Með frestun á greiöslum til lánadrottna
vegna kaupa á vörum og þjónustu. B) Meö
því aö draga úr birgðahaldi eins og frekast
er unnt. C) Með frestun á greiöslu afborg-
ana og vaxta .. . D) Meö láni úr lánsfjáröflun
ríkissjóðs meö milligöngu iönaöarráöuneytis
og ríkisábyrgðarsjóðs ... E) Með bráöa-
birgðaláni úr ríkissjóöi . . . F) Meö yfirdrátt-
arláni hjá Landsbanka íslands."
(Úr svari Hjörleifs Guttormssonar, iönaö-
arráöherra, við fyrirspurn Lárusar Jónsson-
ar, alþingismanns, hvern veg rekstrartap
ríkisfyrirtækja og fyrirtækja með eignaraöild
ríkisins 1981 veröi fjármagnað. Ofanskráö á
viö Kísiliöjuna í Mývatnssveit.)
Björgvin
Gíslason
sendir frá
sér Glettur
STEINAR sendu fyrir nokkru frá
sér sólóplötu Björgvins Gíslasonar
gítarleikara, en Björgvin er kom-
inn til Islands á ný eftir dvöl í
Bandaríkjunum.
Þegar Björgvin dvaldi vestra
kynntist hann bassaleikaranum
Myron Dove og þegar það kom
til tals að Björgvin gerði sóló-
plötu fyrir Steina hf., þótti
sjálfsagt að fá Myron til að ann-
ast bassaleikinn. Björgvin fékk
síðan gamla vini sína Pétur
Hjaltested og Ásgeir Óskarsson
til að sjá um hljómborðs- og
trommuleik á plötunni. Upptök-
ur fóru fram í Hljóðrita í sept-
ember og var Gunnar Smári
Helgason við stjórnborðið, en
einnig komu Tony Cook og Sig-
urður Bjóla þar við sögu.
Hljómplatan ber nafnið Glettur
og eru lögin 11 talsins. Þar af
eru 5 lög við texta eftir Kristján
Hreinsmögur, 1 lag við texta
Guðbjargar Ragnarsdóttur en 5
lög eru eingöngu leikin (instru-
mental).
Björgvin hefur áður gefið út
sólóplötu á vegum SG-hljóm-
piatna.
Ernst Backman hannaði um-
slagið, Friðþjófur Helgason tók
ljósmyndirnar, Prisma prentaði
og Alfa pressaði plötuna. Platar.
Glettur er gefin út af Steinum
hf.
Margeir
teflir í
Ljubljana
ALÞJÓÐLEGT skákmót hefst í
Ljubljana í Júgóslavíu í dag og er
Margeir Pétursson, alþjódlegur
meistari, meðal þátttakenda. Þrír
stórmeistarar taka þátt í móti
þessu, þeir Bukic og Ostojic frá
Júgóslavíu og Ungverjinn Forintos.
Auk Margeirs og Ostojics taka þrír
aðrir útlendingar þátt í mótinu,
Pólverji og tveir Austurríkismenn,
en keppendur verða fjórtán talsins.
Fyrir nokkru lauk öðru alþjóð-
legu skákmóti í Júgóslavíu og
varð Margeir í öðru sæti í því
móti. Margeir sagði í gær, að
mótið í Ljubljana væri mun
sterkara. Mótinu lýkur um miðj-
an desember og kemur Margeir
þá heim eftir rúmlega tveggja
mánaða útivist og þátttöku á
þremur mótum í Grikklandi og
Júgóslavíu með viðkomu í Mer-
ano á Ítalíu.
Viku á undan þingmanninum
Athugasemd frá fréttastjóra sjónvarps
í MORGUNBLAÐINU í dag
spyr Karvel Pálmason alþm.,
hvers vegna ekki hafi í þing-
fréttum sjónvarps verið getið
umræðna á Alþingi mánudag-
inn 9. nóvember, um ófremd-
arástand í útsendingu sjón-
varps á Vestfjörðum að und-
anförnu, — hvort ekki hafi
þótt fréttnæmt að heill lands-
hluti byggi við slíkt svo vikum
skipti. Ennfremur spyr þing-
maðurinn, hvort fréttamenn
hafi fyrirmæli um að geta þess
ekki í frásögnum, sem miður
gæti talist fyrir stofnunina.
Svar: Það er Póstur og sími,
sem annast rekstur dreifikerf-
is sjónvarpsins. í fréttum
sjónvarps þriðjudaginn 3. nóv-
ember var viðtal við Harald
Sigurðsson, yfirverkfræðing
hjá Pósti og síma, um hinar
tíðu bilanir á Vestfjörðum og
Snæfellsnesi, orsakir þeirra og
leiðir til úrbóta. Þessu máli
voru sem sagt gerð skil í sjón-
varpsfréttum einni viku áður
en Karvel fór með það inn á
þing, — og getur fréttastofan
því varla talist hafa verið
svifasein í frásögnum sínum
af málinu, hvað þá að hún hafi
reynt að þegja það í hel.
Guðjón Einarsson,
varafréttastjóri.