Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 31
íslenska knattspyrnulandsliðið á tímamótum? ____ o___________________________________ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 ÁRANGUR íslenska lands- liðsins í knattspyrnu í undan- keppni HM hefur vakið verðskuldada athygli víða um Evrópu. íslendingar náðu 6 stigum í 3. riðli keppninnar og er það besti árangur sem við höfum náð í þessari keppni hingað til. Einkum var það sigurinn yfir Tyrkjum í Izmir og jafn- teflin við Tékka og Wales sem athygli vöktu. Ef við rifj- um stuttlega upp leiki ís- lands í riðlinum, þá unnum við báða leikina við Tyrki (3—1 og 2—0), töpuðum báð- um fyrir Sovétmönnum (1—2 og 5—0) en náðum einu stigi af bæði Tékkum og Wales (1—1 og 6—1 gegn Tékkum og 0—4 og 2—2 gegn Wales). En hér er lokastaðan í riðlin- um: Rússland 7 6 10 19:1 14 Wales 8 4 2 2 12:7 10 Tékkóslv. 7 4 12 15:5 10 ísland 8 2 2 4 10:21 6 Tyrkland 8 0 0 8 1:28 0 Rússar hafa aðeins fengið á sig eitt mark, Árni Sveins- son var þar að verki á Laug- ardalsvellinum. Þessi glæsilegi árangur í keppninni nú setur mikla pressu á landsliðið í framtíð- inni og vekur upp margar spurningar í sambandi við skipulag landsliðsins í náinni framtíð, t.d.: Verður landslið- ið eingöngu skipað atvinnu- mönnum í framtíðinni? Hver er réttur leikmanna hér heima í samkeppni við at- vinnumennina? Verða teknar upp greiðslur til leikmanna fyrir að spila með landslið- inu? o.fl. Til að varpa einhverju Ijósi á þessar spurningar og marg- ar fleiri ræddum við við nokkra menn sem hafa kom- ið nálægt þessum málum á undanförnum árum. Þeir eru: Ellert B. Schram, for maður KSÍ, Helgi Daníels- son, formaður landsliðs- nefndar, Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari, og Mart- einn Geirsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins. Hverju var þessi góði árangur að þakka? Fyrsta spurningin sem við lögð- um fyrir þá alla var hverju eða hverjum þessi góði árangur væri að þakka? Állir voru sammála um að fyrst og fremst væri þetta leikmönnun- um sjálfum að þakka og þeirri vinnu sem þeir hefðu lagt á sig til að spila með íslehska landsliðinu. Helgi sagði: „Ég er mjög stoltur af íslenska landsliðinu eftir þessa keppni, en við verðum að athuga að það gekk á ýmsu í þessari keppni. Við unnum góða sigra en töpuðum einnig illa en það var eitthvað sem búast mátti við fyrirfram þar sem okkur tókst næstum aldrei að tefla fram sama liðinu. Það var ekki fyrr en í lok keppninnar sem okkur tókst það og það að ná 6 stigum í þessum erfiða riðli er auðvitað frábær ár- angur.“ Viðmælendurnir voru einnig sammála að Guðni ætti hrós skilið ÞAÐ FER ekki á tnilli mála að knattspyrnu- íþróttin er vinsælust hér á landi eins og víðast hvar annars staðar. Því er árangur íslenska landsliðsins jafnan mik- ið í sviðsljósinu svo og árangur íslenskra knattspyrnumanna al- mennt hvort sem þeir leika sem atvinnumenn erlendis eða sem áhuga- menn hér heima á Fróni. Þá eru þau mál sem tengjast knattspyrnu- íþróttinni oft rædd manna á milii. Um næstu helgi fer fram ársþing KSI. Þar má búast við að fjörugar umræður verði um mörg mál, ef af Ifk- um lætur. íslenska knattspyrnulandsliðið stóð sig mjög vel í síð- ustu undankeppni HM og vakti árangur liðsins mikla athygli. Næstu þrjá daga munu á íþróttasíðu Mbl. birtast greinaflokkur þar sem fjallað er um knatt- spyrnulandsliðið á tíma- mótum. Rætt er við þá Ellert B. Schram for mann KSÍ, Helga Daní- elsson formann lands- liðsnefndar, Guðna Kjartansson landsliðs- þjálfara og Martein Geirsson fyrirliða lands- liðsins. í þessum grein- um kemur margt athygl- isvert í Ijós. _ kd og við töldum að við ættum menn hér heima sem gætu komið í þeirra stað. Atvinnumennirnir eru bundnir sínum félögum og fá sig ekki alltaf lausa, þannig að það voru margar ástæður fyrir því að við gátum sjaldan teflt fram sama hópnum í landsleikina. Þetta er auðvitað afskaplega óþægilegt að geta sjaldan eða aldrei teflt fram sama liðinu í leiki. Ég held að það hafi verið í fyrsta skipti núna í haust, í landsleikjunum gegn Tékkum og Wales, að við gátum valið sama liðið tvo leiki í röð. Og árangurinn lét heldur ekki á sér standa.“ Við lögðum þá spurningu fyrir þá Guðna, Helga og Ellert, hvort það væri rétt að stefna að því að velja leikmenn sem ekki komast í eigin félagslið, jafnvel þó að þeir séu atvinnumenn? Getur þetta ekki valdið óánægju hjá leik- mönnum hér heima sem finnst að þeir séu hálfgerðar varaskeifur fyrir atvinnumennina, þ.e. að þeir eru einungis valdir þegar atvinnu- mennirnir geta ekki mætt. Svör þeirra voru nokkurn veg- inn samhljóða. „Ég held að fyrst og fremsjt sé stefnan að veljá sterkasta liðið hverju sinni, óháð þvi hvar menn spila. Við verðum líka að athuga það, að þó að þessir menn komist ekki í lið félaga sinna, þá spila þeir með varaliðun- um og þessir menn myndu komast í hvaða félagslið sem er hér heima. Þessi spurning um vara- skeifur er kannski skiljanleg en það verður að velja sterkasta liðið á hverjum tíma og þá verða menn að taka því ef einhver er tekinn fram yfir þá.“ • Pétur Ormslev skorar gegn tékkneska landslidinu í knattspyrnu í Laugardalsvellinum síðastliðið haust. Leik íslands og Tékkóslóvakíu lauk með jafntefli, 1—1. Það var frábær árangur sem íslenska landsliðið náði í þeim leik. Nú er lið Tékka komið í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar sem fram fer á Spáni næsta sumar. fyrir góðan árangur og stefna ætti að endurráðningu hans næsta keppnistímabil. Marteinn sagði það skoðun sína að Guðni hefði náð mun betur til liðsins en hinir erlendu þjálfarar sem hefðu þjálf- að liðið á undan honum. Hann tal- ar sama mál og leikmennirnir og Marteinn sagðist vera sannfærður um það að þegar Tony Knapp þjálfaði liðið hefði oft komið fyrir að einstakir leikmenn skildu hann ekki en létu sem þeir hefðu skilið allt, „ef þess væri kostur ætti hik- laust að endurráða Guðna,“ sagði Marteinn síðan. „Við höfum eignast marga góða knattspyrnumenn“ „Það er öruggt að ein aðal- ástæðan fyrir þessum góða árangri er að við erum búnir að eignast marga góða knattspyrnu- menn sem nú æfa við svipaðar að- stæður og á svipuðum „standard" og andstæðingar okkar. Þar á ég aðallega við atvinnumennina okkar í t.d. Þýskalandi og Belgíu," sagði Guðni Kjartansson lands- liðsþjálfari. Við spurðum Guðna þarnæst hvort hann ætlaði að gefa kost á sér sem landsliðsþjálfari áfram Hann sagði að ekkert hefði ver- ið rætt við sig formlega um hvort hann ætlaði að gefa kost á sér en eins og málin standa í dag hefði hann mestan áhuga á að taka sér frí frá þjálfun og snúa sér meir að ^jölskyldu sinni. Þó sagði hann að hann væri ekki búinn að taka neina endanlega ákvörðun í þessu máli og myndi bíða með það þar til hann hefði rætt við stjórn KSÍ um þessi mál. „Enginn hefur verid útilokadur“ Hvað viltu segja um þær raddir sem heyrst hafa að þið (þ.e. lands- liðsnefnd) hafið útlokað leikmenn Víkings frá landsliðinu vegna þess að þeir fóru í keppnisferð með liði sínu. Lárus Guðmundsson segir t.d. að gera verði greinarmun á því hvort leikmenn fara í sólarlanda- Wales. Annars er ég að vissu leyti ánægður að Lárus skuli vera óánægður að hafa ekki verið val- inn því að það sýnir að hann hefur metnað og áhuga að spila með landsliðinu. Það eru einungis þannig leikmenn sem við viljum fá í landsliðið þ.e. þeir sem hafa áhuga og eru stoltir af því að spila fyrir ísland." „Frábær hópur“ í sama streng tók Heigi Daní- elsson og sagði: „Þegar hópurinn stendur sig svona vel væri það al- gert óréttlæti að fella einhvern úr honum.“ Helgi sagðist einnig vilja láta koma fram að þetta væri frábær hópur að starfa með og ís- lendingar ættu að vera stoltir af þessu landsliði sínu. Þeir væru sannir „ambassadorar" lands síns, bæði innan vallar og utan. Hann sagði orðrétt: „Þessir menn leggja gífurlega vinnu á sig að spila með landsliðinu. Þeir ferðast langar vegalengdir til þess að spila með landsliðinu og fá ekki krónu fyrir. Þeir fá að sjálfsögðu allan ferða- kostnað greiddan en aldrei hefur komið krafa frá neinum þeirra um að fá eitthvað greitt fyrir að spila.“ Sjaldan sami hópurinn Nú spiluðu mjög margir leik- menn meö islenska landsliðinu í þessari HM-keppni. Voru t.d. að- eins tveir leikmenn sem spiluðu gegn Tyrkjum í Izmir enn í lands- liðinu þegar spilað var gegn Tékk- um og Wales núna í haust. Þýðir þetta að við getum teflt fram tveimur sterkum landsliðum í keppni? Guðni sagði: „Þetta er ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera, því að það er svo margt sem spilar inn í þetta. Ef við tökum t.d. mann eins og Guðmund Þor- björnsson, þá átti hann við meiðsli að stríða og náði sér aldrei á strik. Ef hann hefði gengið heill til skóg- ar þá hefði hann hiklaust átt heima í landsliðinu. Albert Guð- mundsson fór til Kanada og Sig- urður Grétarsson til Þýskalands • Ég hef mestan íhuga í því að taka mér frí frá þjálfun og snúa mér meir að fjölskyldu minni, segir Guðni KjarUnsson, sem náð hefur frábærum árangri með íslenska landsliðið í knattspyrnu. ferð eða í erfiða keppnisferð eins og Víkingarnir fóru í. „Ég vil taka það skýrt fram,“ sagði Guðni, „að ekki einn einasti maður hefur verið útilokaður frá landsliðinu. Það er enginn þvingaður til að spila með lands- liðinu. Við spyrjum einungis leikmenn hvort þeir gefi kost á sér þennan eða þennan landsleik og þeir gefa svar. í þessu tálfelli gáfu Víkingarnir ekki kost á sér fyrir landsleikinn gegn Tékkum. í þeim leik gekk mjög vel og allir þeir leikmenn sem voru þá í hópnum gáfu kost á sér áfram þannig að við töldum það ekki stætt að fella einhvern af þeim úr hópnum. Vík- ingarnir voru því ekki valdir í hópinn, og ekki heldur t.d. Pétur Pétursson (sem gaf ekki kost á 9ér gegn Tékkum) sem spila átti gegn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.