Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
28
+ Hjartkær eiginkona mín og móöir okkar, LILJA KRISTJÁNSDÓTTIR, ÁlfaskeiAi 64, HafnarfirAi, andaöist í Landspítalanum 29. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Jóhannesson og börn.
+ Eiginmaður minn, JÓN EINAR BJARNASON, vélstjóri, Hringbraut 85, Keflavík, lést í Landspítalanum aöfaranótt 30. nóvember. Fyrir hönd aöstandenda, Kristín Þóröardóttir.
+ Faðir okkar, HALLDÓR SIGURDSSON, beykir, Kirkjuhvoli, Fossvogi, lést Þann 30. nóvember. Krjalín Halldór8dóttiri AuAur Halldórsdóttir, Halldór Geir Halldórsson, Unnur A. Halldórsdóttir.
+ Útför móður okkar og fósturmóöur, REBEKKUINGVARSDÓTTUR, Merkurgötu 7, HafnarfirAi, fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfiröi fimmtudaginn 3. desember kl. 2 e.h. Börnin.
+ ÁLFHILDUR RUNOLFSDÓTTIR frá Kornsá, Gnoöarvogi 72, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 3. desember kl. 15.00. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beönir aö láta líknarstofn- anir njóta þess. Systkiní hinnar látnu.
+ Eiginmaöur minn, HANS WÍUM VILHJÁLMSSON, Hagamel 33, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. desember klukkan 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Land- spítalans. Fyrir hönd vandamanna, Eygló GuAmundsdóttir.
+ Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og útför móöur okkar GUÐRÚNAR MATTHIASDÓTTUR, Sólvallagötu 52, Reykjavík. Ragna Samúelsson, Erla Poschmann.
+ Við þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför JÓNS ÓLAFSSONAR frá Ytri-Bakka. Steinunn J. Steinsen, Eggert Steinsen, Gíslína Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.
+ Þökkum vinsemd vegna andláts BJARNEYJAR S. GUDJÓNSDÓTTUR, fyrrverandi Ijósmóöur, Borgarvegi 19, Ytri-Njarövík. Erlingur Gunnarsson, Bryndís og Richard Rondeau, Bunny og Halldór Gunnarsson, Steinunn og Halldór Guömundsson, Oddný Halldórsdóttir, Dórothea Jóhannsdóttir, Snæbjörn Reynisson og fjölskyldur.
Minning:
Séra Friörik A.
Friðriksson Húsavík
Séra Friðrik Aðalsteinn Frið-
riksson, fyrrum prófastur á Húsa-
vík, er látinn og var til moldar
borinn 28. nóv. Hann andaðist í
sjúkrahúsinu þar 16. nóvember
síðastliðinn eftir nokkurra vikna
legu vegna afleiðinga heilablóð-
falls, fullra 85 ára að aldri. Á
Húsavík hefur hann dvalið ásamt
konu sinni hin seinustu ár meðal
vandamanna og vina, að loknu
löngu prestsstarfi þar og síðar í
nokkur ár á Hálsi í Fnjóskadal.
Mannfræðirit, svo sem Guðfræð-
ingatal, Kennaratal og Islenskir
samtíðarmenn geyma heimildir
um ætt hans og æviferil fram á
efri ár. — Margir munu geta hans
að verðleikum. Sá er þetta ritar
lætur eftir sér að rifja upp í fáum
orðum persónuleg kynni og minn-
ast frábærra hæfileika hans og
mannkosta.
Á útmánuðum 1934 sá ég séra
Friðrik í fyrsta sinn. Það var
messudagur á Hálsi, og kirkju-
gestir sátu í stofu að lokinni guðs-
þjónustu. Presturinn, Ásmundur
prófastur Gíslason, var þá kvadd-
ur fram vegna gestkomu. Brátt
kom hann inn aftur og vísaði á
undan sér ókunnum manni. Við
litum öll upp. í dyrum stóð ungur
maður, en þó fullþroska, dökkur á
hár, en þó yfirlitsbjartur, þrátt
fyrir auðsæjan þreytusvip eftir
langa göngu í þungri færð. Tein-
beinn og upplitsdjarfur ávarpaði
hann kirkjugesti alla í senn, ein-
arður en látlaus. Séra Ásmundur
kynnti gest sinn, Húsavíkurprest-
inn nýja, er komið hafði þangað
frá Ameríku á liðnu vori, en væri
nú á leið til Akureyrar og vænti
bíls á móti sér að Skógum. Prest-
arnir ræddust einir við yfir borð-
um og við hlýddum á. En brátt
reis séra Friðrik úr sæti og kvaðst
verða að halda för sinni áfram. Ég
bauð samfylgd mína og að bera
tösku hans.
Aldrei gleymist mér þessi för
okkar um berangurinn milli Háls
og Skóga. Ég spurði, hann svaraði.
Hann færði umræðuefnið út og á
hærra svið. Honum var gefið að
láta aðra sjá sýnir undir hönd sér.
— Bíll beið við Skógahlið og lagði
þegar á brattann. Ég stóð einn eft-
ir og fannst sem eitthvað sérstakt
hefði skeð. Ég var annar en áður.
Er ég kom heim á Skógahlað hélt
ég enn á tösku séra Friðriks.
Árin liðu, og það heyrðist sitt
hvað um nýja prestinn á Húsavík.
Hann gekk stundum í vinnuföt-
um og vann eins og víkingur.
Hann safnaði um sig ungum og
gömlum og stýrði bæði karlakór
og kirkjukór. Hann orti ljóð og
söngtexta. Hann samdi lög. Hann
skrautritaði og skrifaði nótur, lík-
lega fegur en nokkur annar ís-
lendingur á þeirri tíð. Hann bjó
bækur undir prentun, ýmist einn
eða með öðrum. Nefna má: Þing-
eysk ljóð, Afmælisdagabók sér-
+
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samuö og vinar-
hug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur og afa
HEIÐDALS JÓNSSONAR.
Fyrir hönd ættingja,
Gyöa Jóhanneadóttir.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa,
JÓHANNS FRIORIKS VIGFÚSSONAR.
vélstjóra,
Krosseyrarvegí 1.
Sérstakar þakkir til hf. Eimskipafélags Islands og skipstjóra og
skipshafnar á ms. Skeiðsfossi.
Steinunn Jana Guöjónsdóttir,
Frímann Jóhannsson,
Jóna S. Jóhannsdóttir, Kristinn E. Guönason.
stæða, og skráði til ljósritunar
kórlög og lög við Passíusálmana.
Síðar á árum þýddi hann merka
skáldsögu: „Hún Antónía mín“, er
ber þýðanda sínum ljósara per-
sónulegt vitni en venjulegt er um
þýðingar.
Áður en langt leið var séra Frið-
rik orðinn fyrirliði nýrrar presta-
kynslóðar í héraðinu, frjálshuga,
starfsglaðra manna, er kenndu til
í þrautum sinnar tíðar og voru
ákveðnir í að láta gott af sér leiða.
Þeim tókst að gera hugsandi,
gagnrýnan almenning kirkjunni
vinveittari en áður og glöggsýnni
á að í siðalögmáli og kærleiksboð-
un Krists felast allar þær mann-
bótahugsjónir, sem mannkynið
hefur eignast og haldbestar hafa
reynst.
Um annasaman áhugamann
leika jafnan vindar úr ýmissi átt,
og tíð séra Friðriks á Húsavík var
engin undantekning hvað það
snerti. Þar skiptust á skin og skúr-
ir, sársauki og sæld. Auk starfa
prestsins var hann hlaðinn öðrum
störfum fyrir bæjarfélag sitt og
sýslu.
Ég sá hann oftast um langt
skeið í lok hvers sýslufundar á
Húsavík. í kveðjuhóf, er sýslu-
maður var vanur að halda í fund-
arlok, var hann ávallt boðinn. Með
honum kom hressandi gustur.
Lund manna léttist og gladdist.
Karl Kristjánsson, sem þá var
enn sýslunefndarmaður Húsavík-
ur, gat þess eitt sinn við mig, að þá
á útmánuðunum hefðu þeir séra
Friðrik gert sér það til gamans að
yrkja daglega sína vísuna hvor.
Ein þessi vísa prestsins var svona:
„Skynjun h«-lg og hugsjón gód,
hoim og líf Nom fograr,
viólag sé vid yndi.sóó
idju hvfrsdagsl<*(írar.“
Hversdagsiðja hins dugandi,
heiðvirða manns er yndisóður
hans til lífsins. Dýpri skilningur
og hærri skal vera honum lífsfyll-
ing.
Þannig fór séra Friðrik á kost-
um.
Hugurinn hvarflar einnig til
konu séra Friðriks. — Á námsár-
um sínum kynntist hann ungri
menntakonu, Gertrud Estrid El-
ise. Foreldrar hennar voru Holger
Nielsen ríkisskjalavörður í Kaup-
mannahöfn og kona hans, Dag-
mar, fædd Thomsen.
Ung ferðaðist hún um vegleysur
Islands nær hálfhring um landið
til móts við örlög sín. Ung lifði
hún síðan með manni sínum
þeirra frumbýlingsár í annarri
heimsálfu, Ameríku, þar sem
hann var þjónandi prestur frjáls-
lyndra íslenskra safnaða um
skeið. Fullþroskuð kona skóp hún
þeim heimili að nýju við nyrsta
haf, er þau fluttu til Húsavíkur
1933, og gegndi þar vandasömum
störfum utan heimilis og innan í
þrjá áratugi af sínum kunna
dugnaði. Sá einn, sem reynir, veit
hvað það er að eiga maka af öðru
þjóðerni, skipta um föðurland og
leitast síðan við af alúð að verða
honum og þjóð hans samstiga í
blíðu og stríðu. Það tókst henni
með ágætum.
Aldur færðist yfir þessi hjón
sem aðra og eðlilegum starfstíma
lauk á Húsavík. Beint lá við að þau
flyttu til Reykjavíkur, þar sem
margs var að njóta og aðstaða
best til að sinna fjölþættum hugð-
arefnum að frjálsu vali. En sú för
var aldrei farin. Þess var óskað við
séra Friðrik, að hann tæki að sér
um stundarsakir að þjóna Háls-
prestakalli, þar til annar prestur
yngri leysti hann af hólmi.
Hann fékkst ekki um, þótt við-
brigðin yrðu mikil, að hverfa frá
hinni hátimbruðu Húsavíkur-
kirkju til litlu sveitakirknanna í
Fnjóskadal. Og dvölin þar varð
ekki aðeins tvö misseri eða svo,
heldur átta og hálft ár.
Ég sannfærðist brátt um, að hér
undu þessi rosknu hjón sér vel og
kallaði í gamni þetta tímabil Indí-
ánasumarið þeirra. „Indíánasum-
ar, hvað er átt við með því?“, kann
einhver að spyrja. Það er sumar-
aukinn ljúfi, sem enginn getur
fulltreyst að komi að liðnum
anna- og uppskerutíma, en getur
orðið allra stunda bestur. Sumarið
er þá að ljúka hlutverki sínu, skila
ávöxtum liðins þroskaskeiðs í fang
framtíðar.
En hafi þessi tími á Hálsi verið
prestshjónunum góður, þá var
hann safnaðarfólkinu það ekki
síður. Þau miðluðu því af þekk-
ingu sinni og lífsreynslu, en þó
fyrst og fremst af kærleika sínum
og góðhug. í fersku minni þess er
prestskonan roskna, er kenndi
börnunum sönginn, æfði kirkjukór
á heimili sínu og spilaði án endur-
gjalds við guðsþjónustur manns
síns á annexíunum, vann sér vin-
arhug á hverju heimili presta-
kallsins og prjónaði í tómstundum
fatnað til þess að gefa litlum börn-
um, sem voru að rísa á legg.
Barnaskóli sveitarinnar naut
starfskrafta hjónanna beggja. Þar
var þeirra ávallt beðið með
óblandinni gleði.
Séra Friðrik var bæði óvenju-
legur kennari og prestur. Boð-
skapur hans var háleitur og fagur.
í hrífandi ræðu, sem hann eitt
sinn flutti á bændadegi Suður-
Þingeyinga á Laugum og kallaði
Draumsól, komst hann meðal ann-
ars þannig að orði: „Draumsólirn-
ar leita stöðugt ljóssins. Það ætt-
um vér líka að geta gjört. Því að
yfir oss skín ljósið, sem „upplýsir
hvern mann“, — ljósið Krists, sem
kom til að sýna oss kærleika, og
hjálpa oss að vaxa í elsku, þekk-
ingu og allri greind. — Getur það
dulist nokkrum þeim, er um það
hugsar, að draumur Guðs býr í
hverri mannssál?"
Við fráfall þessa hugljúfa
manns leitar þrátt á hugann er-
indi Sigurðar Sigurðssonar frá
Arnarholti:
,,l*ungl er Upið, þad er vissa —
þó vil ég kjósa vorri móðir:
ad ætíð megi hún minning kyssa
manna, er voru svona jjóðir —
að ætíð eigi hún menn að missa
meiri og betri en aðrar þjóðir.“
Blessuð sé minning séra Frið-
riks A. Friðrikssonar.
28. nóvember 1981,
Jón Kr. Kristjánsson.