Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Samstaða sjálfstœðismanna
- Forsendur sigurs í vor
Eftir Anders
Hansen blaóamann
Einum mikilvægasta og jafn-
framt erfiðasta áfanga á leið
Sjálfstæðisflokksins til valda í
Reykjavík á ný, hefur nú verið náð:
prófkjör vegna vals framboðslista
flokksins við borgarstjórnarkosn-
ingarnar að vori hefur farið fram,
og nú munu sjálfstæðismenn á ný
snúa bökum saman gegn sameig-
inlegum andstæðingum. Allar vær-
ingar, sem eðlilega koma upp í
stórum flokki í prófkjöri á borð við
það sem nú er lokið, verður að
leggja til hliðar; nú er markmið
okkar sjálfstæðismanna aðeins
eitt: borgina veður að vinna úr
höndum vinstri raanna í vor.
Sterk forysta
valin
Sú forysta, sem sjálfstæðismenn
í Reykjavík hafa nú valið sér, er
sterk og líkleg til stórra afreka.
Ungur og efnilegur maður hefur
enn einu sinni verið valinn sem
borgarstjóraefni Sjálfstæðis-
flokksins. I öðru sæti er maður
með langa reynslu og þekkingu á
málefnum borgarinnar að baki. I
þriðja sæti hafnar maður með
mikinn kraft og harðsnúið lið
stuðningsmanna. Allir mega þeir
vel við una, flokksmenn hafa sýnt
þeim ótvírætt traust.
Fleiri mega einnig vel við una.
Tveir verkalýðsforingjar eru í sæt-
um sem telja má örugg. Konur eru
nú að minnsta kosti tvær í sætum,
sem ættu að gefa borgarfulltrúa-
sæti, og sú þriðja fylgir fast á hæla
þeirra, hugsanlega í vonarsæti.
Varaborgarfulltrúar, er lengi hafa
unnið gott starf innan Sjálfstæðis-
flokksins og í nefndum borgarinn-
ar fá nú góða kosningu. Ungur
maður sem lengi hefur starfað inn-
an Sjálfstæðisflokksins fær góða
kosningu. . ,
Þannig mætti áfram telja, iist-
inn sem út úr prófkjörinu kom er
sterkur, og til þess líklegur að færa
Sjálfstæðisflokknum meirihluta í
höfuðborginni á ný. Takist það
ekki í vor, þá verður ekki við fram-
boðslistann að sakast, þá liggja
orsakirnar annars staðar. Vinstri
meirihlutinn verðskuldar ærlega
ráðningu fyrir fjögurra ára óstjórn
sína, og því verður ekki trúað að
innbyrðis deilur sjálfstæðismanna
komi í veg fyrir þá hirtingu.
Prófkjör
og framtíð þess
Vitaskuld eru þeir margir, sem
vildu að úrslit prófkjörsins hefðu
orðið á einhvern annan vcg en þau
urðu. Sumir kunna að hafa óskað
þess að ítök kvenna á listanum
yrðu meiri. Ungt fólk hefði mátt
vera ofar í prófkjörinu. Vantar
ekki fólk úr atvinnulífinu? Er eng-
inn verkamaður í öruggu sæti?
Vildu einhverjir fá annað borgar-
stjóraefni? — Þessara og þvílíkra
spurninga geta menn endalaust
spurt sig, bæði kjósendur og fram-
bjóðendur.
Átti frambjóðandi að auglýsa
meira en hann gerði? Er nauðsyn-
legt að gefa út bækling til að ná
góðri útkomu? Eða er kosninga-
skrifstofa og þrotlausar símhring-
ingar ef til vill það eina sem dug-
ar? Ágætt er fyrir fólk að velta
þessum atriðum fyrir sér, en
niðurstaðan verður alltaf sú sama:
hafi eitthvað það verið gert nú, eða
ekki gert, sem aukið hefði á sigur-
líkur viðkomandi manns eða
manna, þá verður að bíða eftir
næsta prófkjöri með lagfæringar á
því.
Frambjóðendur verða að hafa tik
að bera þann siðferðislega styrk,
og þann félagslega þroska, sem til
þarf, hvort heldur sem er: sigri
fagnað eða vonbrigðum tekið á
kosninganótt. Hið sama á að
sjálfsögöu einnig að gilda um þá,
sem studdu viðkomandi frambjóð-
endur. Styrkur Sjálfstæðisflokks-
ins í hálfa öld hefur legið í sam-
stöðunni, sundurlyndið hefur hins
vegar verið versti óvinur vinstri
manna. í þessum efnum geta sjálf-
stæðismenn lært af sögu eigin
flokks, en ekkert af klofnings- og
Anders Hansen
ósamkomulagssögu annarra
flokka.
Hitt er svo allt annað mál, að
þegar frá líður, og kosningarnar í
vor eru afstaðnar, þá er sjálfsagt
að gera vandlega úttekt á hlutum
eins og prófkjörum. Næstu ár verð-
ur að nota til að komast að endan-
legum niðurstöðum um fram-
kvæmd þeirra og fyrirkomulag.
Eiga þau að vera opin eða lokuð, á
að takmarka fjármagn frambjóð-
enda eða áróður þeirra og hvenær
eiga þau að fara fram? Sjálfstæð-
ismenn hafa fjögur ár til að ræða
þau mál, og ástæðulaust að taka
þær umræður upp nú.
Málefnalegur
undirbúningur
Sjálfstæðismenn þurfa nú að
snúa bökum saman. í vor verður
það samstaða sem dugar til sigurs.
Við sjálfstæðismenn eigum að vera
óþreytandi við að gefa borgarbúum
upplýsingar um raunverulegt
ástand borgarmála undir vinstri
stjórn. Komi hið sanna í ljós, þurfa
sjálfstæðismenn ekki að kvíða úr-
slitunum.
En vandaður og ábyrgur stjórn-
málaflokkur á borð við Sjálfstæð-
isflokkinn þarf að gera meira en að
benda á það sem miður hefur farið
hjá andstæðingunum. Flokkurinn
þarf að leggja fram nýja, heil-
steypta og djarfhuga stefnu. Taka
verður atvinnumál, skipúlagsmál
og umhverfismál til gagngerrar
endurskoðunar, auk nær allra ann-
arra málaflokka er varða Reykja-
víkurborg. Enginn vafi má leika á
því að undir stjórn sjálfstæð-
ismanna verði afnumdir skattar
vinstri manna. Ástæðulaust er að
fjölyrða meira um það, sem ætlast
er til að sjálfstæðismenn geri,
komist þeir til valda í Reykjavík á
ný. Öllum má ljóst vera að til
væntanlegra borgarfulltrúa
flokksins verða gerðar miklar
kröfur.
Sá er þessar línur ritar er þess
fullviss, að frambjóðendur flokks-
ins munu standa undir þeim kröf-
um. Ástæða er til að óska sigur-
vegurum í prófkjörinu til ham-
ingju. Enn meiri ástæða verður
vonandi til að óska þeim tii ham-
ingju að loknum borgarstjórnar-
kosningum i vor.
Selás (norður)
Suðurhlíðar (efri)
Laugarás
270
30
32
1192
Að auki er verið að ræða skipulag
nýs íbúðarsvæðis við Suðurlands-
braut, austan Skeiðarvogs, en um
það er mikill ágreiningur.
Miklu þegar
ráðstafað
Á hinn bóginn er þegar búið að
ráðstafa stórum hluta þessara lóða
með úthlutunarloforðum. Eftirfar-
Þess vegna verður að fara í næstu
byggingarsvæði mun fyrr en áætlað
var. Ef vel á að vera þarf úthlutun
að byrja þar þegar á árinu 1983.
Gífurlegur kostnaður
Þá kemur upp spurningin: Hvað
kostar að gera svæðið byggingar-
hæft? Til að hægt sé að hefja bygg-
ingu á svæðinu þurfa tvær grund-
vallarframkvæmdir til að koma.
Leggja þarf aðalholræsi að svæðinu
frá botni Grafarvogs fyrir endann á
væntanlegu byggingarsvæði. Ef
komast á hjá því að byggja dælu-
stöð með rekstrarkostnaði um alla
Ný bygging-
arsvæði í Reykjavík
eftir Birgi ísleif
Gunnarsson
Þegar borgarstjórn Reykjavíkur
samþykkti við gerð aðalskipulags,
að næstu byggðarsvæði í Reykjavík
skyldu verða svæðin norður af
Rauðavatni og upp í Hólmsheiði,
vakti það miklar deilur í borgar-
stjórn. Sjálfstæðismenn voru alfar-
ið á móti þeirri hugmynd, m.a.
vegna þess, hversu mikill sá kostn-
aður væri miðað við að byggja nær
ströndinni. Því var þá til svarað að
dreifa mætti stofnkostnaði við að
gera svæðið byggingarhæft á mörg
ár, enda þyrfti ekki að úthluta í
Reykjavík lóðum nema undir um
500 íbúðir á ári. Ekki þyrfti að
koma til úthlutunar við Rauðavatn
fyrr en 1985.
Hvað eru margar
lóðir væntanlegar?
Nú nýlega hefur verið upplýst að
þessar forsendur standast ekki. Þau
svæði sem til greina kemur að gera
byggingarhæf á næstunni eru eftir-
farandi (hafa ber í huga að neð-
angreindar tölur geta breyst við
nánari útfærslu skipulags):
íbúðir
Ártúnsholt 410
Selás (suður) 450
„Ef vinstri meirihlutinn heldur
sér við þá áætlun, að ekki
komi til úthlutunar á Rauða-
vatnssvæði fyrr en 1985, þá er
Ijóst, að til almennrar lóðaút-
hlutunar verða ekki fleiri en
um 310 íbúðir á næstu 3 árum.
Sjá allir að það er að sjálf-
sögðu ófært. l»ess vegna verð-
ur að fara í næstu byggingar-
svæði mun fyrr en áætlað var.
Ef vel á að vera þarf úthlutun
að byrja þar þegar á árinu
1983.“
andi aðilar hafa fengið loforð.
Verkamannabústaðir 200 íbúðir.
Byggingarsjóður Reykjavíkur 175
íbúðir. Gunnar Jensson vegna
landakaupa borgarinnar 270 íbúðir
í Selási (norður) og 162 íbúðir í Sel-
ási (suður). Einar Birnir o.fl. vegna
uppgjörs á landi við Grafarvog 75
íbúðir. Samtals hafa því ofan-
greindir aðilar fengið loforð fyrir
882 íbúðum.
Ef vinstri meirihlutinn heldur sig
við þá áætlun, að ekki komi til út-
hlutunar á Rauðavatnssvæði fyrr
en 1985, þá er Ijóst, að til almennrar
lóðaúthlutunar verða ekki fleiri en
um 310 íbúðir á næstu 3 árum. Sjá
allir að það er að sjálfsögðu ófært.
framtíð, þarf að sprengja ræsið á
kafla 18 m niður í jörðina. Á verð-
lagi ársins 1982 mun sá kostnaður
verða 33 millj. króna. Þá telja sér-
fræðingar nauðsynlegt að gera
ákveðnar ráðstafanir til að forða
Rauðavatni frá mengun og óhreink-
un, en vatnið er sérstaklega við-
kvæmt, þar sem það hefur lítið
frárennsli. Þær aðgerðir munu
kosta 20,2 millj. kr. Samtals er því
hér um að ræða kostnað að upphæð
53,2 millj. kr. (5,3 milljarða g.kr.).
Stokknir fyrir borð
Til samanburðar má geta þess að
011 fjárveiting ársins 1981 til ný-
byggingar gatna og holræsa nam á
sama verðlagi 81,5 m.kr. Hér er því
um að ræða % af fjárveitingu eins
árs til allrar nýbyggingar á götum
og holræsum. Af þessu má sjá,
hversu gífurlegar fjárhagsbyrðar er
verið að leggja á borgarsjóð með
þessum ákvörðunum. Þrátt fyrir
þessar staðreyndir felldi vinstri
meirihlutinn á dögunum tillögur
um að snúa sér frekar að bygging-
um nær ströndinni, sem eðli máls-
ins samkvæmt er mun ódýrari kost-
ur.
Þessi ákvörðun vinstri meirihlut-
ans er nánast óskiljanleg og er engu
líkara en að þeir séu þegar stokknir
fyrir borð og ætli öðrum að leysa
þennan mikla vanda.
Þrautgóðir á
raunastund
13. bindi Björgunar- og sjóslysasögu íslands
BÓKAÍJTGÁFAN Örn og Örlygur
hf. hefur sent frá sér 13. bindi
bókaflokksins Þrautgóðir á rauna-
stund eftir Steinar J. Lúðvíksson,
en bókaflokkur þessi hefur að
geyma björgunar og sjóslysasögu
Islands. Fjallar 13. bindið um at-
burði áranna 1900—1902 að báðum
árum meðtöldum, en auk þess eru í
bókinni viðbætur við fyrri bindi
bókaflokksins. Með bók þessari
hefur sagan verið rekin frá alda-
mótum fram til ársins 1958, en
fram kemur í formála bókarinnar
að ætlun útgáfunnar sé að taka síð-
an til við söguna frá 1958 og rekja
hana fram undir nútímann.
í bókinni er sagt frá ýmsum
stórviðburðum er urðu á fyrstu ár-
um aldarinnar. Þannig er t.d. ít-
arleg frásögn af hörmulegu sjó-
slysi er varð við Vestmannaeyjar
á uppstigningardag árið 1901, en
þá drukknuðu 27 manns þar í
höfninni er bát hvolfdi, og komst
aðeins einn maður lífs af. Þá segir
einnig frá öðru slysi er aðeins einn
komst af, en það var er togarinn
Cleopatra strandaði við Loftstaði í
ársbyrjun 1901, sagt er frá
mannskaðaveðrinu mikla 20. sept-
ember árið 1900 og ítarleg frásögn
er af undarlegum örlögum togara-
skipstjórans Nilssons, þess er varð
þremur mönnum að bana á Dýra-
firði laust fyrir aldamót.
Þrautgóðir á raunastund er sett,
filmuunnin og prentuð hjá
Prentstofu G. Benediktssonar, en
bundin hjá Arnarfelli hf. Káput-
eikning er eftir Pétur Halldórss-
on.
Frændi segir frá
villtu spendýrunum
ísafoldarprentsmiðja hefur nú
sent frá sér aðra bókina í viðræðu-
sagnasafni Sigurðar Gunnarssonar
fyrrverandi skólastjóra. Nefnist hún
Ævintýraheimar og ræðir frændi þar
einkum við börnin um villtu spen-
dýrin á heimaslóðum hans og segir
ýmsar sögur í sambandi við þau.
í fyrri bókinni, Ævintýri allt
um kring, ræddi hann hins vegar
við börnin um fuglana.
Ævintýraheimar er 152 blaðsíð-
ur í stóru broti með fjölda mynda.
Kápumynd og ýmsar myndir í
lesmáli gerði Bjarni Jónsson
listmálari.