Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
27
„Undur ófreskra“
Ný bók eftir Ævar Kvaran
BÓKAÍJTGÁFAN Skuggsjá, Hafnar
firdi, hefur gefið út bókina „llndur
ófreskra" eftir Ævar Kvaran. „í bók-
inni eru frásagnir um dulræn efni,
sem allar eiga það sameiginlegt að
vera sannar," segir í fréttatilkynningu
frá útgefanda, og síðar:
„Síðan sögur hófust, hafa lifað
frásagnir um fólk, sem öðlaðist
þekkingu án aðstoðar skynfæranna.
Flestir vísindamenn hafa talið sér
skylt að álíta slíkar frásagnir hel-
beran hégóma, ef ekki annað verra.
Niðurstöður nútíma vísindarann-
sókna hafa hins vegar sannað, að
skilningarvit mannsins eru fleiri en
fimm, eins og kennt hefur verið, eða
með öðrum orðum, að maðurinn
fær skynjað fleira en hægt er með
hinum venjulegu skilningarvitum.
Þær niðurstöður vöktu skelfingu í
brjósti margra vísindamanna, sem
töldu, að þar með tæki að riðlast
grundvöllurinn undir vísindalegri
þekkingu þeirra.
Enginn íslendingur kynnt sér
þessi mál jafn ítarlega og Ævar R.
Kvaran, höfundur þessarar bókar,
og bera þessar óvenjulegu sögur því
vitni, hve víða hann hefur leitað
fanga og hve þekking hans á þess-
um málum öllum er yfirgripsmikil.
Undur ófreskra var sett í Acta
hf., prentuð í Prenttækni og bundin
í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýs-
ingastofa Lárusar Blöndal.
Ævar Kvaran
Einbjörn Hansson
Fyrsta skáldsaga Jónasar Jónassonar
EINBJÖRN Hansson heitir fyrsta
skáldsaga Jónasar Jónassonar. Hún
er nýkomin út hjá bókaútgáfunni
Vöku og er jafnframt fyrsta inn-
lenda skáldverkið, sem forlagið
sendir frá sér.
Saga Jónasar er nútímasaga og
sögusvið hennar Reykjavík. Að
sögn höfundar gæti aðalpersóna
sögunnar verið maðurinn í næsta
húsi, ég eða þú.
Á bókarkápu segir meðal ann-
ars: Jónas dregur upp einkar trú-
verðuga mynd af lífi Einbjörns
Hanssonar, draumum hans og
veruleika og tekst með lagni að
tengja lesandann og Einbjörn
traustum böndum. Þótt undirtónn
sögunnar sé alvarlegur er grunnt
á græskulausu gamni. Lipur stíll
Jónasar nýtur sín ekki síður í
ýmsum spaugilegum uppákomum
en ljúfri rómantík sögunnar.
Jónas Jónasson er kunnastur
fyrir áratugastarf sitt hjá útvarp-
inu, en hann er þó enginn nýgræð-
ingur á ritvellinum. Fyrsta bók
hans var um Einar miðil á Ein-
arsstöðum og vakti hún verulega
athygli. Barnabók hans, „Polli, ég
og allir hinir", hlaut verðlaun sem
besta barnabók ársins 1973. Þá
hefur Jónas skrifað nokkur leikrit
fyrir útvarp og svið, nú síðast
Glerhúsið, sem sýnt var í Iðnó og
hefur komið út í bók.
Einbjörn Hansson er rúmlega
140 síður að stærð; bókin er prent-
uð og bundin í Odda hf. Kápu-
mynd gerði Þorbjörg Höskulds-
Jónas Jónasson
dóttir listmálari, en útlitshönnun
annaðist Gunnar Baldursson
teiknari.
„Merkisdagar
a mannsæymm
Ný bók eftir Árna Björnsson
BÓKAFORLAGIÐ Saga hefur
gefið út bókina „Merkisdagar á
mannsævinni" eftir Árna Björns-
son.
„Bókin fjallar á léttan og lifandi
hátt um þær fjölmörgu venjur og
siðareglur sem tengst hafa ævi-
ferli fólks hér á landi gegnum ald-
irnar," segir í frétt frá útgefanda.
„Greint er frá margskonar þjóðtrú
og siðum sem hafðir voru um hönd
á helstu tímamótum ævinnar, allt
frá getnaði, fæðingu og skírn til
fermingar, trúlofunar, brúðkaups
og loks útfarar og erfisdrykkju.
Flestir kannast við fyrri bók
Árna Björnssonar „Sögu dag-
anna“, sem kom út fyrir fjórum
árum. Sú bók seldist fljótt upp, en
Sendiherrar
svindla í Höfn
Kaupmannahörn, 30. nóvember. AP.
SENDIHERRAR Úganda og
Lesotho í Kaupmannahöfn
hafa verið brottkallaðir vegna
meintrar þátttöku í ólöglegum
fasteignaviðskiptum. Danskur
fasteignasali er flæktur í mál
þeirra, en svo virðist sem
sendiherrarnir hafi keypt fast-
eignir í nafni stofnana sinna
fyrir mun lægra vefð en fram
kom í bókhaldi sendiráðanna.
Fyrir milligöngu fasteignasal-
ans eiga þeir síðan að hafa
stungið ágóðanum í eigin vasa.
er nú fáanleg í nýrri útgáfu. Oft
hefur verið vitnað í Sögu daganna
á tyllidögum og er hún notadrjúgt
uppsláttarrit á mörgum íslenskum
heimilum. Eflaust á „Merkisdagar
á mannsævinni" ekki siður eftir að
verða mörgum forvitnilegt lestr-
arefni, því margir af þjóðsiðum
okkar eiga sér skemmtilega sögu.
Sumir þessara siða eru enn við
lýði — en margir eru horfnir."
Árni Björnsson
Bókin er 159 blaðsíður. Auglýs-
ingastofan hf. sá um útlit hennar,
en prentun fór fram hjá Prent-
stofu Guðmundar Benediktssonar.
Innilegustu þakkir færi ég öllunt þeim sem glöddu mig á
svo margvíslegan hátt á 80 ára afmæli mínu 8. nóvem-
ber síöastliöinn.
Guö blessi ykkur öll.
Aöalheiöur Jónsdóttir,
Hjaltabakka 2.
íbúðir í verka-
mannabústöðum
Stjórn verkamannabústaöa í Hafnarfiröi mun á næst-
unni ráöstafa 9 íbúöum sem eru í smíðum aö Víöi-
vangi 3. íbúðirnar eru 2ja, 3ja og 4ra herb. G^rt er
ráö fyrir aö íbúöirnar veröi tilb. til afhendingar í 'sept.
—okt. 1982. Umsækjendur þurfa aö uppfylla skilyröi
47. gr. laga nr. 51/1980 til aö koma til greina.
Umsóknareyöublöð liggja frammi á félagsmálaskrif-
stofu, Strandgötu 6 og ber aö skila umsóknum þang-
aö eigi síöar en 27. desember nk. Eldri umsóknir þarf
ekki aö endurnýja.
Hafnarfiröi, 30. nóvember 1981.
Stjórn verkamannabústaða, Hafnarfirðí.
Danmörk:
Föröya Fiskasala reisir
frystigeymslu í Hirtshals
DÓTTURFÉLAG Föroya Fiskasölu í Danmörku Föda-fisk er um þessar
mundir að byggja frystigeymslu í Hirtshals í Ilanmörku, að því er blaðið
Dimmalætting segir. Haft er eftir Birgi Danielsen forstjóra Föroya Fiska-
sölu, að húsið í Hirtshals verði bæði frystihús og jafnvcl vcrksmiðja til
framleiðslu fiskrétta í framtíðinni. „Með því að hafa miðstöð í llirtshals
eigum við betra með að ná til markaðarins hverju sinni og allur dreifingar
kostnaður verður minni.“
Birgir Danielsen segir að fyrir-
tækið hefði aðstöðu í Hirtshals
fyrir sjávarafurðir, sem eiga að
fara til Evrópu og í fyrra hefðu
sjávarafurðir að verðmæti 300
millj. d.kr. frá Færeyjum farið í
gegnum Hirtshals inn á Evrópu-
markaðinn. Á sl. ári keypti Föroya
Fiskasala 1500 fermetra hús í
Hirtshals, en það hús sem nú verð-
ur byggt er 1000 fermetrar. Gert
er ráð fyrir, að 25 manns muni
vinna við fyrirtækið og áætlaður
kostnaður við nýju bygginguna er
14-15 millj. d.kr.
Þess má geta að Föroya Fiska-
sala er með frystigeymslu og fisk-
réttaverksmiðju í Grimsby í Eng-
landi og hefur fyrirtækið nýlokið
við bygginu nýrrar fiskréttaverk-
smiðju þar.
*
Alyktun myndmenntakennara:
Ekki fleiri en 14 nemendur
í túna í myndmenntakennslu
FÉLAG ÍSL. myndmenntakennara hélt nýlega aðalfund sinn. í frétt frá félaginu
segir að þar hafi orðið miklar umræður um þann vanda, sem myndmenntakennar
ar eigi við að glíma vegna hins mikla fjölda nemenda í myndmenntatímum.
Segir að miðað við nemendafjölda
í dag fái hver nemandi 1,3 mín. af 40
mínútna kennslustund í beina að-
stoð. Þegar um svo fjölmenna hópa
sé að ræða verði það til þess að
myndmenntakennarar geti ekki unn-
ið samkvæmt námsskrá. Aðalfund-
urinn samþykkti ályktun þar sem
segir að brýnasta mál myndmennta-
kennslunnar sé að ekki verði fleiri en
14 í hóp í myndmenntatímum án
þess þó að kennslustundafjöldi nem-
enda skerðist. Einnig var samþykkt
ályktun þar sem lýst er yfir sam-
stöðu með Myndlistaskólanum í
Reykjavík vegna húsnæðisvanda
skólans og er skorað á ráðuneyti
fjármála og menntamála að láta
skólann ekki hverfa úr núverandi
húsnæði fyrr en annað jafngott sé
fengið.
Ný stjórn félagsins var kosin á
fundinum og skipa hana Sólveig
Helga Jónasdóttir, formaður, Ing-
unn Stefánsdóttir, ritari, Katrín
Briem, gjaldkeri, Sigurbjörn Helga-
son og Steindóra Bergþórsdóttir,
meðstjórnendur, en Steindóra var
áður formaður og gaf ekki kost á sér
til endurkjörs.
HTH
FATASKÁPAR
Eigum til vandaóa hvrta, ódýra fataskápa
Hæö 224 cm 224 cm 1 Breidd 80 cm 100 cm Dýpt 60 cm 60 cm Verö 1.600 1.800