Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Guðmunda Jóna Jóns-
dóttir og Gunnar Guð-
mundsson á Þingeyri
— Afmæliskveðja
Þann 19. nóvember 1981 eiga 60
ára giftingarafmæli, demants-
brúðkaup, þau hjónin Guðmunda
Jóna Jónsdóttir og Gunnar Guð-
mundsson frá Hofi, nú á Þingeyri,
Dýrafirði, en fyrrum búendur á
Hofi í Þingeyrarhreppi, þar sem
þau bjuggu mest allan sinn bú-
skap.
Guðmunda er fædd að Kirkju-
bóli í Valþjófsdal, Önundarfirði,
19. október 1905, en Gunnar 30.
maí 1898, fæddur að Skarði í
Lundarreykjadal, Borgarfirði
syðra.
Foreldra hennar, Marsibil
Kristjánsdóttur frá Breiðdal, Ön-
undarfirði og Jón Guðmundsson
frá Grafargili, Valþjófsdal, þekkti
ég nokkuð því þau voru miklir vin-
ir foreidra minna, afa og ömmu
meðan þau áttu heima í Val-
þjófsda! í Kirkjubóli. Þau Marsibil
og Jón fengu hálft Kirkjuból til
eignar og ábúðar þegar foreldrar
mínir fluttu að Hrauni á Ingj-
aldssandi. - Áður en ég minnist
húsfreyjunnar frá Hofi kalla
minningar foreldra hennar svo til
mín að ég verð að gera þeim nokk-
ur skil - Þau hjónin áttu margt
sameiginlegt ein eitt skar sig úr,
hvað þau voru hög í öllum störfum
sínum og margt unnið af fremstu
hagsýni.
Marsibil, ung stúlka, varð
starfskona hjá yfirmönnum Ell-
efsens hvalveiðimanns á Flateyri
og kynntist þar fyrirmyndarhús-
freyjum norskum og lærði þar
hinn mesta myndarskap í hús-
störfum og allskonar fatasaumi
sem var yndi hennar til dauðadags
í hárri elli. Við synir vinkonu
hennar, móður okkar Sigríðar
Finnsdóttur, nutum oft skemmti-
legra stunda, klæddir fötum sem
hún Billa (Marsibii) saumaði fyrir
móður okkar handa okkur í ýmsu
formi, stuttbuxur, síðbuxur og
blússur með dátasniði — þetta var
hennar yndi að sjá okkur bræður
hampa þessum fötum og auðvitað
var reynt að tylla sér á tá í augsýn
hennar.
Marsibil var vinaföst kona og
trygg. Jón faðir „Mundu" var
hæglátur og mjög brosmildur,
kátur og hjálpsamur með góðu
smíðatækin sín þegar einhver
þurfti með. Jón var lengi starfs-
maður hjá Ellefsen á Sólbakka,
Önundarfirði, fór með honum
utan til Noregs og kynntist mörgu
nytsömu, t.d. brúarsmíði, vega-
gerð og annarri daglegri smíði í
stöðinni. Fyrir þessa norsku kynn-
ingu af nefndum málum varð
hann oft verkstjóri við vegagerð
og brúarsmíði margra brúa í Ön-
undarfirði og víðar t.d. brúar yfir
Ósinn í Bolungarvík, brúar yfir
Sandsá og Ingjaldsá 1930 og var
hún sú síðasta. Veg inn Hvilft-
arströnd vann hann fyrir Ellefsen
og veg yfir Ófæruna innan við
Valþjófsdal. - Að sið vegagerð-
armanna nú smíðaði hann yfir sig
og hjálparmann sinn, sem þá var
Finnur í Dal, í vegavinnu á
Gemlufallsheiði. - Járnsmíði var
honum einnig handhæg og kær.
Hann smíðaði t.d. blöð í vasahnífa
sem þóttu bera af með bit. Þarna
hef ég dregið upp þær iðjumyndir
sem „Munda" ólst upp við hjá for-
eldrum sínum. Ríkur er þvi föður-
og móðurarfurinn og hægara að
bæta við og auka þegar iðnrík til-
finning býr í hjartanu og marg-
víslegar undirstöður hafa legið
fyrir frá fyrstu bernsku. Svo hefur
hún „Munda frá Hofi“ þroskað
hagleik með sér í tugi ára við
búskap og sem níu barna móðir
við uppeldisstörf og oft sem ráða-
maður heimilisins þá bóndinn,
Gunnar, vann svo tímum skipti
utan heimilis.
Ég minntist á iðnríka tilfinn-
ingu áðan. Það er satt. - Hún hef-
ur á þessum efstu árum leitað að
og fundið ýmis náttúruafbrigði,
jurtir, steina, tréstofna og margt
fleira og mótað margar sérstæðar
myndir úr ríki náttúrunnar sem
hafa vakið mikla eftirtekt og
margir hafa viljað eiga, enda hef-
ur hún sýnt þær og boðið á al-
mennum vettvangi, t.d. á Mokka í
Reykjavík.
Þarna er á ferðinni dugmikil
fjölhæf kona. - Leitum og sjáum
myndir úr störfum hennar. Aðstoð
við húsabyggingar bónda hennar,
ræktunarstörf, heyskap, hússtörf
öll og uppeldi níu barna þeirra, frá
sextán ára aldri að fyrsta barn
þeirra, Jón, fæðist 8. ágúst 1921.
Það hefur vel lærst leikurinn hjá
henni að lifa og njóta þegar svona
vel tekst til.
Gunnar er sonur Guðmundar
Einarssonar, þekktrar refaskyttu
frá Brekku á Ingjaldssandi, fædd-
ur á Heggstöðum í Borgarfirði.
Gunnar ólst mikið upp hjá fóst-
urforeldrum, Guðmundi Þórðar-
syni og Steinunni konu hans, að
mestu í Njarðvíkum. Gunnar kem-
ur til föður síns að Brekku um
1916. Við urðum strax kátir
náungar, enda næstir til að kynn-
ast nýjum dreng nýkomnum í dal-
inn. Við Marzellíus bróðir
skemmtum okkur við samræður,
átök ýmis og glímur, því Gunnar
var léttur og lipur. Enn þegar við
hittumst nú grípum við í handlegg
hvor annars og hristum duglega
tii að minna okkur á æskuleiki.
Á þessum árum var útgerð á
árabátum til kúfisktöku skammt
frá landi og kúfiskur seldur til
beitu við Isafjarðardjúp. Gunnar
gerðist starfsmaður við útgerð
Jóns Guðmundssonar á Kirkjubóli
og síðan við heyskap og vetrar-
störf. Þar var Guðmunda dóttir
Billu og Jóns um fermingaraldur
— sterkbyggð, skemmtileg og
dugmikil hnáta. Svo fór að þeim
fæddist barn 8. ágúst 1921 og giftu
þau sig 19. nóvember 1921, og þá
eiga þau 60 ára giftingarafmæli.
Síðan fluttust ungu hjónin að Hofi
í Dýrafirði og þar gerast sameig-
inleg og samhent störf þeirra í
þarfir afkomunnar og uppeldi
barnanna.
Þáttur Gunnars er mikill og
víðfeðmur, því að á flestum jörð-
um béggja vegna Dýrafjarðar átti
hann margar vinnustundir með
Fordson-dráttarvél við marg-
breytileg ræktunarstörf, vor og
haust. Jafnframt jarðvinnslunni
var Gunnar viðgerðarmaður véla
og verkfæra og var vel metinn við
það og hagsýnn. Furðaðist ég oft
hvað hann entist lengi við þetta
erfiða starf, en hann átti hagsýna
syni sem tóku í starfið til að læra
og hvíla föður sinn. - í þessu má
sjá aðra mynd frá Hofi —
„Munda" ein með börnin og bónd-
inn í kappi við tímann til þess að
koma sem flestum frækornum í
mjúka moldina fyrir fjölda bænda
og undir niðri réði gleðin að kom-
ast heim að Hofi til „Mundu" sinn-
ar, við erum þannig sem eigum
góðar konur heima. Nú fyrir
nokkrum árum fluttu þau að Þing-
eyri, hættu að mestu búskap, hafa
aðeins nokkrar kindur heima hjá
sér á Þingeyri. I húsi fyrrverandi
skólastjóra, Ólafs Ólafssonar, una
þau hag sínum með stórum trjá-
garði umhverfis og þar dvelja þau
við ræktunarstörf þá sólin skín og
veður er gott. En inni er hún þegar
rignir að raða og mylja glitrandi
steinabrot og festa í myndaskjöld-
inn sinn. En Gunnar tekur tækni-
pensilinn og keyrir með fullum
dráttarvélahraða yfir pappírinn á
teikniborðinu og óðar eru komnar
skýrar og fallegar myndir hvaðan-
æva að eins og hjá henni, myndir
sem margir vilja eiga og kosta til
að geta eignast. Gunnar hjálpaði
oft veikum búpeningi og þótti tak-
ast vel enda óspart til hans leitað.
Nú skal staðar numið að mestu.
En hver sem gengur um íbúð Guð-
mundu og Gunnars getur ei annað
en staldrað við og undrast verk
þessara öldnu hjóna. Hver veggur
skrýddur myndum húsbóndans og
hillur og skápar þéttröðuð mynda-
hlutum húsfreyjunnar. Eftir að
hafa farið um hús þeirra og séð
myndaeign þeirra, bjóða þau að
setjast að kaffiborði, svo þegar út
er farið eru hugurinn og maginn
fullmettir.
Gunnar, ég þakka þér allar
minningarnar frá æskudögunum,
sviptingar og átök í leikjum og
góða samvinnu í málum UMF Vor-
blóm, einnig samfylgd í ræktun-
arstörfum, og Munda, þakka þér
einnig fyrir góð kynni við systkini
þín og foreldra og marga dirfsku
og skemmtilega þætti í leik þínum
á bernskualdri.
Ég óska ykkur innilega til ham-
ingju með þennan 60 ára minn-
ingardag í lífi ykkar, hann minnir
á að vel hefur verið farið með orku
lífsins til hugar og handar þó
snemma væri lagt af stað og þið
þá ung að árum.
Börn Guðmundu Jónsdóttur og
Gunnars Guðmundssonar, frá
Hofi, eru: Jón Gunnarsson, f. 8.
ág.—1921, bóndi að Þverá Eyjahr.,
Snæf.n., Guðmunda S. Gunnars-
dóttir, f. 1. mars 1923, húsfr., í
Rvík., Gunnar R. Gunnarsson, f. 5.
ág. 1924, bifv., smiður og málari,
Rvík., Guðmundur A. Gunnarsson,
f. 17. jan. 1926, d. 15. júní 1927,
Aðalsteinn Gunnarsson, f. 2. mars
1928, vélsm. á Þingeyri, Björgvin
Hofs Gunnarsson, f. 23. nóv. 1931,
bifv.virki., Rvík., Marsibil G.
Gunnarsdóttir, f. 22. febr. 1933,
húsfreyja í Rvík., Katrín Gunn-
arsdóttir, f. 25. jan. 1941, húsfr. á
Þingeyri, Kristján Gunnarsson, f.
19. maí 1943, vélsm. á Þingeyri.
Þjóðin má þakka afrek ykkar og
handhögu börnin mörg, sem þið
hafið gefið henni. Áreiðanlega
njótið þið vel ávaxtanna af starf-
semi ykkar. - Lifið heil og sæl.
Guðmundur Bernharðsson
frá Ástúni, Ingjaldssandi.
GuUbrúðkaup:
Guðný og Arnþór
Jensen - Eskifirði
Gullbrúðkaup áttu 21. nóv. sl.
frú Guðný Pétursdóttir og Arnþór
Jensen, framkvæmdastjóri, á
Eskifirði. Það er ekki meira en svo
að maður átti sig á hversu tíminn
líður. Mér finnst t.d. ekki ýkja-
tangt síðan við vorum saman á
Eskifirði en þó fer það að nálgast
40 árin, en það sem gerir er að
vinátta okkar hefir haldist frá
fyrstu tíð og sambandið ekki slitn-
að. Það er einhver mesta gæfa
hvers manns að eignast góða vini
ogþað hefi ég sannreynt.
Ég minnist alltaf þeirra daga
þegar ný andlit birtust á götum
Eskifjarðar. Það voru tíðindi.
Samgöngur voru ekki miklar, og
eftir öllum hræringum var tekið.
Því er mér það minnisstætt þegar
frú Guðný kom til Eskifjarðar.
Hún hafði ung misst föður sinn en
verið svo lánsöm að eiga góða föð-
ursystur sem ekki brást henni. Ég
man líka hversu aðlaðandi og al-
úðleg hún var. Það má ef til vill
segja að tilviljun hafi ráðið því að
Arnþór ílentist á Eskifirði. Hann
átti að vísu sterkar rætur þar.
Faðir hans var þaðan og starfaði
þar sem kaupmaður um árabil.
Eskfirðingar voru um þessar
mundir, eða fyrir 1930, bjartsýnir
menn. Þeir höfðu byggt upp
snyrtilegt og fallegt þorp, stóran
barnaskóla sem enn stendur þar
og með fyrstu rafveitum á Iand-
inu.
Bátaflotinn eykst og véltæknin
heldur þar innreið. Fiskur var
mikill fyrir Austfjörðum og því
var ráðist í að stofna til togaraút-
gerðar sem var þá mjög vænlegur
útvegur. Menn bundust samtökum
og Andri hf. var stofnaður og til
þessa fyrirtækis valdist Arnþór
sem starfsmaður. Síðar bundust
bæjarmenn samtökum um verslun
og var þá Pöntunarfélag Eskfirð-
KOMIN er út ný bók eftir
Ármann Halidórsson,
„Geymdar stundir — Frá-
sagnir af Austurlandi“.
Á kápusíðu segir m.a. um efni
bókarinnar.
„í þessari bók eru nokkrir
frásagnaþættir af Austurlandi
— svæðinu milli Langaness og
Lónsheiðar. Þættirnir hafa allir
inga stofnað og var ekkert álita-
mál að þar færi Arnþór í forystu,
og þrátt fyrir kreppuna og ýmsa
erfiðleika gekk þetta vel í höndum
birst áður á prenti í bókum,
tímaritum og blöðum, og er þess
getið við hverja frásögn hvaðan
tekin er. Sagt er frá fólki og
högum þess á áðurnefndu
svæði, atburðum og aðstæðum,
Iífsbaráttu og hugðarefnum í
ýmsum myndum og á ýmsum
tímum. I elstu frásögninni segir
frá atburðum á 17. öld, en hinir
eru frá 19. öld og þeirri tuttug-
hans, enda lagði hann sig allan
fram um að gera félagið sem virk-
ast og sterkast fyrir bæjarbúa.
Þetta voru hin ytri skilyrði. Og
ustu fram á þriðja áratuginn.
Sumir þættirnir eru endur-
minningar höfundanna sjálfra,
en aðrir ritaðir eftir munnleg-
um og skriflegum heimildum.
Sumir eru eftir Austfirðinga,
aðrir eftir menn úr öðrum
landshlutum, einn danskur að
uppruna. Þeir eiga tvennt sam-
eiginlegt: Þeir gerast allir á
Austurlandi og í öðru lagi er í
farsældin hefir fylgt eftir. Gæfan
mætti þessum vinum mínum og
hefir ekki yfirgefið síðan. Ég man
vel fyrir 50 árum. Man þegar þau
settu á stofn heimilið sitt þar sem
það hefir enn staðið þrátt fyrir
alla tískuvinda, traust og elsku-
iegt. Þar kom ég oft og á margar
minningar sem er of langt að telja
upp. Gæfa Eskifjarðar felst í
mörgum slíkum hjónaböndum.
Það sést vel þegar litið er um veg.
Þau eignuðust fjögur mann-
vænleg börn, Gauta yfirlækni,
Val, framkvæmdastjóra, Hlíf,
húsfreyju, búsetta í Danmörku, og
Guðnýju, búsetta á Seltjarnarnesi.
Mér verður hugsað austur í dag
og óneitanlega hefði verið gaman
að geta deilt gleði með þessum
vinum mínum. Én ég vil með þess-
um fáu línum minnast þeirra með
þökk fyrir góða samfylgd og biðja
þeim áframhaldandi blessunar á
vegum lífsins. Hjartanlegar ham-
ingjuóskir.
þeim öllum um atburðarás að
ræða eða svipmyndir, hvergi
harðsnúin sagnfræði í ritgerð-
arformi."
Útgefandi er Víkurútgáfan.
ASIMINS KK:
22410 kjí
|B«r0unblnbib
Árni Helgason
„Geymdar stundir“ - frásagnir af Austurlandi