Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Reykholtsskóli 50 ára:
400 manna hátíðarsam-
koma í tileftii af afinælinu
Frá Reykholti í Borgarfirði. Myndin er tekin 1947 á Snorrahátíð skömmu áður en Snorrastyttan er
afhjúpuð en hún er gjöf frá norsku þjóðinni.
Hvanneyri, 10. nóvember.
HINN 7. nóvember var 50 ára
afmælis Reykholtsskóla í Borg-
arfirði minnst með athöfn í
íþróttasal skólans að undangeng-
inni helgistund í Reykholts-
kirkju, þar sem sóknarpresturinn
sr. Geir Waage predikaði og
kirkjukór Reykholtskirkju söng.
Alls munu um 400 manns hafa
sótt staðinn heim á þessum tíma-
mótum.
Snorri Þorsteinsson fræðslu-
stjóri Vesturlands, formaður
skólanefndar Reykholtsskóla,
bauð gesti velkomna, setti sam-
komuna og stjórnaði henni.
Rakti hann í upphafi máls síns
sögu skólans og tilurð, gerði síð-
an grein fyrir þeim breytingum
sem orðið hafa á starfsemi og
umfangi hans til þessa.
Ingvar Gíslason menntamála-
ráðherra flutti ávarp og lagði
áherzlu á framtíð Reykholts sem
skólastaðar, einnig það að auð-
velt væri að fella skólann að
skólakerfi Vesturlands í framtíð-
inni. Ráðherra taldi Reykholts-
skóla nú kominn í forgangsröð
vegna verklegra framkvæmda á
staðnum.
Vilhjálmur Einarsson skóla-
meistari á Egilstöðum, fyrrver-
andi skólastjóri Reykholtsskóla,
minntist þeirra starfsmanna
skólans sem látnir eru og vottuðu
viðstaddir þeim virðingu sína
með því að rísa úr sætum. Vil-
hjálmur lét í ljós þá skoðun, að
hvað sem öllum kerfiskörlum
sýndist, væri Reykholtsskóli
ómissandi.
Ólafur Þórðarson alþingismað-
ur, skipaður skólastjóri, minntist
þess mikla og óeigingjarna starfs
sem allir þeir er unnið hafa vrð~
skólann hafa innt af hendi, og
lagði þunga áherzlu á mikilvægi
þess fyrir framtíð skólans um
ókomin ár. Sveinn Víkingur
flutti ávarp fyrir hönd kennara
skólans. Hann taldi að staðurinn
nyti ekki þeirrar umönnunar sem
hann ætti skilið vegna sögu stað-
arins. Jón Bjarni Guðsteinsson
form. nemendaráðs skólans sagði
m.a. að nemendum þætti miður,
að á þessum tímamótum væri
ástæða til þess að vekja athygli á
lélegu ástandi hluta húsnæðis
skólans og þörf fyrir aukið hús-
rými.
Einar Kristjánsson frá Her-
mundarfelli hafði orð fyrir nem-
endum 1. árgangs skólans og
færði Eysteini Jónassyni, settum
skólastjóra, ljósprentun
Skarðsbókar að gjöf frá nú-
lifandi Reykhyltingum af fyrsta
starfsári skólans. Þórir Jónsson,
Reykholti, hafði orð fyrir 20 ára
nemendum og færði skólanum
sparisjóðsbók. Skyldi peningun-
um ráðstafað í þágu bókasafns
skólans.
Friðjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra tók næstur til máls og
sagði m.a. að þeir ráðherrarnir
hefðu e.t.v. átt að færa skólanum
á þessum tímamótum loforð um
peninga til framkvæmda, en
málefni skólans væru nú öll til
meðferðar syðra. Ávöxtur þess
væri ekki enn kominn í ljós, en ef
þeir héldu áfram sætum sínum
yrði þess ekki langt að bíða!
Anton Kjernested, Reykjavík,
hafði orð fyrir 25 ára nemendum
og færði skólanum frá þeim rit-
safn Tómasar Guðmundssonar,
alls 10 bindi. Anna Bjarnadóttir,
ekkja sr. Einars Guðnasonar, en
þau hjón kenndu við skólann um
langan aldur, talaði síðust gesta
og minntist liðins tíma í Reyk-
holti og þakkaði öllum samskipt-
in, bæði nemendum og starfs-
mönnum. Risu samkomugestir úr
sætum að loknu ávarpi hennar og
hylltu hana með langvinnu lófa-
klappi. Formaður skólanefndar
tilkynnti að sýslunefnd Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu myndu færa
skólanum síðar ritsafn Þórbergs
Þórðarsonar í tilefni afmælisins.
Síðast tók til máls Eysteinn
skólastjóri, þakkaði góðar óskir,
gjafir og kveðjur, og setti síðan
skólann formlega starfsárið
1981-’82.
Á milli þess sem ræður voru
fluttar skemmtu tveir fyrrver-
andi nemendur skólans. Guðrún
Tómasdóttir söng við undirleik
Fríðu Lárusdóttur og Þorsteinn
frá Hamri flutti eigin ljóð. Að
lokinni samkomunni var öllum
viðstöddum boðið til kaffi-
drykkju.
Á þessum tímamótum í sögu
Reykholtsskóla er ástæða til þess
að rekja stuttlega sögu hans og
stöðu í dag. Hornsteinn skóla-
hússins, sem blasir við þegar ek-
ið er inn í Reykholtsdal, var lagð-
ur 17. júni 1930 á samkomu sem
þá fór fram. Hefur hornsteinn-
inn að geyma þessi orð: „Horn-
steinn Reykholtsskóla var lagður
17. júní 1930. Teikningar skólans
gerði Guðjón Samúelsson húsa-
meistari, en yfirsmiðir bygg-
ingarinnar voru Kristján
Björnsson og Magnús Jakobsson,
bændur í Borgarfirði, en verka-
menn flestir voru nemendur frá
Hvítárbakka. Byggingin var
kostuð að hálfu leyti af ríkissjóði
á móti Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum og Hugmenntasambandi
Elorgarfjarðar."
Vígsluhátíð héraðsskólans fór
fram 7. nóv. 1931 „að viðstöddu
fjölmenni og miklum fagnaði",
eins og segir í samtímaheimild-
um. Ungmennasamband Borg-
arfjarðar hafði forgöngu um
stofnun skólans og sagði Friðrik
Þorvaldsson þáverandi formaður
UMSB svo m.a. þegar skólinn var
vígður: „Sá skerfur sem UMSB
hefur langt til þessarar skóla-
byggingar, er fyrir mér orðinn
svo hversdagslegur að nærri læt-
ur að mér þyki ofaukið á hann að
minnast. Þó skal þess getið að 3.
febrúar 1928 fékk formaður
UMSB tækifæri til að flytja er-
indi á bændanámskeiði að
Hvanneyri um skólamál héraðs-
ins. Umræður urðu miklar. Til-
laga var samþykkt um að flytja
skólann (þ,e, Hvítárbakkaskóla)
á jarðheitan stað og stórgjafir
gefnar bæði í peningum og
vinnuloforðum. Bar mest á eitt
hundrað dagsverkum frá hinum
ágæta manni, Ludvig, þáverandi
skólastjóra á Hvítárbakka, eitt
þúsund krónum frá Halldóri
skólastjóra á Hvanneyri og fimm
hundruð króna loforði frá Vig-
fúsi Guðmundssyni og Jópi Guð-
mundssyni, auk margra annarra
smærri upphæða.
Árið eftir ákveð UMSB að
leggja fram tuttugu þúsund
krónur. Nokkru síðar ákveða
sýslurnar að leggja fram þrjátíu
þúsund krónur hvor eftir tillögu
Sigurðar Fjeldsted." Síðar í sömu
ræðu segir Friðrik: „Svo langt er
nú komið, jafnvel þótt ég hafi
stundum verið óþolinmóður út af
þessu máli, þá finnst mér nú að-
eins stutt stund síðan við stóðum
saman á Hvanneyri og sungum
„Þá hugsjónir rætast fer þrumu-
rödd um lönd“. Ég gleðst yfir því,
Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri:
„Verðum að halda
okkur við staðreyndir"
„FÆREYINGAR stunda mest lax-
veiðar sínar frá um 30 til 120 mílum
norður og norð-austur af Færeyjum.
í fyrra veiddust 1718 tonn, og í ár
var áætlað að veiða um 1000 tonn,
þar af tækju Danir um 200 tonn.
Færeyingar hafa haft þann hátt á, að
veita leyfi til veiðanna og er tak-
markað hvað hver bátur má veiða og
auðvitað er spurningin hvaðan kem-
ur laxinn sem Færeyingar veiða, þar
sem sáralítið er um lax í Færeyjum.
Það er því Ijóst að um aðkomufisk
er að ræða,“ sagði Þór Guðjónsson,
veiðimálastjóri í samtali við Mbl.
„Við byggjum upplýsingar um
hvaðan laxinn kemur á merking-
um, sem eru tvenns konar. Annars
vegar eru gönguseiði merkt og
merkjum af þeim er skilað. Við
höfum fengið þrjú merki endur-
send frá Færeyjum, þannig að
ljóst er að eitthvað af okkar laxi
fer þangað. Hitt er svo, að tregða
hefur verið á endursendingu
merkja og því gefur þetta ekki
rétta mynd; ætla má, að mikill
hluti merkjanna komist ekki til
skila.
Á árunum 1969—1976 var lax
merktur á Færeyjarmiðum og sá
lax síðan endurheimtur í heima-
löndum. Alls voru 1949 laxar
merktir og af þeim skiluðu 91 sér;
rúmlega þriðjungur skilaði sér í
Skotlandi, rúmlega þriðjungur í
Noregi og 17% á Irlandi. Þá skil-
aði nokkuð sér í Englandi, Svíþjóð
og Sovétríkjunum, en enginn lax
skilaði sér hér á landi. Þetta gefur
nokkra hugmynd um uppruna þess
lax sem veiðist á Færeyjamiðum.
Á árunum 1969—1976 veiddust
6350 tonn af laxi. Veiðar íslend-
inga nema 3,45% af heildarveið-
inni. Noregur er með um 23%
heildarveiðinnar, Skotland um
25% og írland 29%. Þegar merki
eru athuguð kemur í ljós, að 35,6%
af merktum löxum hafa komið á
land í Noregi, 37,9% í Skotlandi,
17,2% í Irlandi, en meginpartur af
merktum laxi veiðist í þessum
löndum.
Þá hafa farið fram rannsóknir á
árunum 1969—1980 á hreistri, sem
hefur verið sent til aldursgreingar
í Skotlandi. í ljós kom, að 90% af
löxum sem veiðst hafa á Færeyja-
miðum hafa verið 1,2 og 3 ár í
vatni, þar af yfir helmingur í 2 ár.
Það er athyglisvert að á
N-Austurlandi er lax í 4—5 ár í
fersku vatni. Þessar rannsóknir
eru um margt athyglisverðar og
styðja þá skoðun, að laxinn sem
veiðist á Færeyjamiðum gæti ver-
ið frá heitari slóðum en héðan.
En auðvitað vaknar sú spurning
að hve miklu leyti okkar lax geng-
ur á Færeyjaslóðir. Nákvæm vitn-
eskja er ekki fyrir hendi, en ef hið
sama gildir um laxaseiði okkar og
laxaseiðin í Kyrrahafi, að þau
fylgi hafstraumum, þá myndu
80% af laxi hér á suð-vesturlandi,
frá Þjórsá vestur og norður í
Breiðafjörð, fara með golf-
straumnum vestur með landinu,
síðan í átt til Grænlands og þaðan
suður og vestur í haf. Sumt af
þessum laxi kemur í árnar eftir 1
ár, en sá lax sem er lengur en eitt
ár í sjó virðist bregða sér vestur
fyrir Grænland. Við höfum fengið
6 merkingar frá Grænlandi.
Þau 20% sem á vantar, frá Vest-
fjörðum, Norðurlandi og Austur-
landi færu þá með grein golf-
straumsins austur með Norður-
landi og austur í haf. En einnig fer
eitthvað af laxi frá Suðurlandi
þessa leið, og þá ályktun dreg ég
af því, að við höfum fengið frá
Færeyjum 2 merki af löxum, sem
voru merktir í Kollafirði.
Þór Guðjónsson
veiðimálastjóri.
Þannig að ætla má, að þriðjung-
ur af okkar laxi fari austur í haf
og um % fari í hringstrauminn
vestur af landinu. En auðvitað veit
þetta enginn, hér er aðeins um
áætlunartölur að ræða. Við getum
ekki vel sagt hvernig veiðum á
okkar laxi er háttað, en við höfum
merkt um 100 þúsund laxa með
áfestum merkjum og 250 þúsund
með svokölluðum örmerkjum.
Eg fór til Færeyja í fyrravor og
skoðaði ásamt aðstoðarmanni
5500 laxa, en við fundum engan
íslenzkan lax. Frekari rannsókna
þarf þó við og fyrirhuguð er al-
þjóðleg samvinna um rannsóknir
á vegum alþjóða hafrannsóknar-
ráðsins á laxi í N-Atlantshafi og
munum við taka þátt í þeim rann-
sóknum. Hér er um merkingar að
ræða, hreisturrannsóknir, blóð-
rannsóknir og fleira.
Menn geta auðvitað haft alls
konar skoðanir en sem opinber
starfsmaður, þá verð ég að halda
mig við þær upplýsingar sem fyrir
hendi liggja. Það er endalaust
hægt að rífast um hvað mikið
veiðist af okkar laxi við Færeyjar,
en ekkert er hægt að fullyrða þar
um að svo stöddu. Menn hafa talað
um minnkandi veiðar hér á landi
tvö síðustu árin og skilyrðislaust
kennt Færeyingum um, en málið
er ekki svona einfalt. Sumarið
1979 var hið kaldasta í áratugi og
vissulega hefur það haft áhrif á
uppvaxtarskilyrði laxsins. Það má
ekki horfa fram hjá þessari stað-
reynd. Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem rýr gönguseiðaárgangur kem-
ur fram í veiðunum, 1945 og 1946
datt veiði niður. Fyrra árið var
lítið um eins árs lax úr sjó, og
seinna árið var lítið um tveggja
ára lax í veiðunum.
Við verðum að halda okkur við
staðreyndir. Það er þó ljóst, að lax
frá okkur fer austur á Færeyja-
svæðið, sem er víðáttumikið en við
vitum ekki hvar á þessu svæði
okkar lax heldur sig. Við vitum
ekki í hve miklum mæli Færey-
ingar veiða okkar lax. Við þurfum
sannana við; það er mergur máls-
ins,“ sagði Þór Guðjónsson.