Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 29 Jónína Emilsdótt- ir — Minningarorð Fædd 23. maí 1962 Dáin 23. nóvember 1981 Mig langar með nokkrum orðum að minnast og kveðja mína kæru frænku, Jónu, sem er dáin, aðeins 19 ára gömul. En hún lést snögglega vegna heilablæðingar. Jónína hét hún fullu nafni, dótt- ir hjónanna Sigríðar H. Arndal og Emils Emilssonar. Einn son eiga þau líka, Sveinbjörn Rúnar. Við hjónin ásamt börnum okkar bjuggum í húsi þeirra og Emils, afa Jónu, í 6 ár. Fluttum við þaðan á síðasta ári, áttum við mjög góð ár þar, sem við viljum af alhug þakka fyrir. Þegar við fluttum þangað var Jóna 12 ára, svo við fengum að sjá hana vaxa úr barni í unga stúlku og oft hugsaði ég þá og ekki síst nú, hvað ég er ánægð að hafa kynnst þeim svo vel og einnig Emil, afa Jónu, en hann lést 21. ágúst 1980. Við Jóna áttum margar góðar stundir saman, er hún leit við á heimili mínu á Fálkagötunni og einnig á núverandi heimili. Hún var einlæg og hændust börnin mín mjög að henni. Fyrir þremur vikum hittumst við Jóna síðast á heimili hennar við Fálkagötuna. Þá vorum við þar í fjölskylduboði, sem var í minn- ingu afa hennar og ömmu en þau hefðu átt 50 ára brúðkaupsafmæli. Var þetta mjög ánægjuleg sam- verustund og var Jóna þá kát og hress að vanda og geymum við öll þessa minningu sem fjársjóð í okkar huga. Nú eiga allir hennar ástvinir mjög erfiða daga, bið ég guð að styrkja þau nú sem alla tíð. Erfitt á maður oft með að skilja tilgang lífsins, en ekki síst nú er ung stúlka í blóma lífsins er hrifin í burtu frá ástkærum foreldrum, bróður, ömmu, föður og móður- systkinum, sem öll reyndust henni mjög vel, en í þessari miklu sorg eiga þau svo góðar minningar til að ylja sér við. Því Jóna var mjög einlæg og var mikill vinur vina sinna. Og ég veit að hún er nú í góðum höndum áður burtkallaðra ástvina, en hún missti báða afa sína á síðasta ári, og einnig hjá Minning: Fædd 21. mars 1903. Dáin 31. október 1981. yinkona mín er látin. Öllum þem er kynntust henni verður hún ógleymanieg — þannig var hún. Hún kom til búsetu í Súganda- firði með seinni manni sínum Aðalsteini Hallssyni skólastjóra, en hún var ráðin til að sinna hjúkrunarstörfum og kennslu á Suðureyri. Fyrr en varði bættust á hana ótal störf eins og fullorðins- fræðsla, þá aðallega í ensku, kirkjuorgelleikur og fleira. Það var eins og það væri bjart- ara yfir þessu sóllitla þorpi eftir að hún fluttist hingað. Hvar sem hún fór stráði hún um sig gleði og krafti sem náði til þeirra er hún mætti á förnum vegi og gerði þeim daginn bjartari og betri. Móðir mín var lömuð og kom það í hlut Asthildar að koma og sinna henni daglega. Þegar hún hafði lokið sínu verki, nærfærnum og æfðum höndum, hafði henni einnig tekist að gera sálinni til góða, ætíð skildi hún við móður mína glaða í lund og oft þannig að tárin streymdu niður kinnar hennar af hlátri og þá fyrst fannst þessari sérstæðu hjúkrunarkonu verki sínu lokið. Ásthildur aðstoðaði Ragnar Jónu, ömmu sinni, sem lést í mars 1965, er Jóna var aðeins tæplega 3ja ára. Ég vil nú að endingu þakka allar okkar góðu stundir. Ég, Gulli og börnin, móðir mín og systkini og þeirra fjölskyldur sendum einlægar samúðarkveðjur til Siggu, Millu og Rúnars, einnig til ömmu hennar og föður- og móðursystkina og þeirra fjöl- skyldna. Guð blessi minningu hennar. Ingibjörg Snertu, drottinn, hlýrri kærleikshönd hjörtu vor, sem titra af djúpri sorg. Sendu Ijós frá lífsins björtu strönd, Ijúfan yl frá þinni friðar borg yfir tárin, yfír grafarhúmið, yfir hljóða, kalda le^urúmið. (WA) Snögg og óvægin skil eru í til- veru okkar mannanna. Margar spurningar koma fram, svör eru við sumum, öðrum ekki en blær kærleikans og minningar um ánægjulegar samverustundir hug- hreysta vini og fjölskyldur þess sem kvaddur er, skilnaður er oft sár en minningin græðir sárin. Mig langar til þess að minnast elskulegrar frænku minnar sem kvödd er í dag. Atvikin haga því svo til að ég get ekki fylgt henni, hennar síðasta spöl. Jóna var fædd í Reykjavík að Fálkagötu 32 þar sem hún dvaldi ætíð í foreldrahúsum, dóttir hjón- anna Sigríðar Helgadóttur Arndal og Emils Emilssonar. Þar ólst hún upp í faðmi fjölskyldu sinnar, naut ástúðar og umhyggju for- eldra og bróður. Jóna mín, eins og hún var alltaf kölluð á heimili mínu, dvaldi oft hjá okkur og eru minningarnar frá þeim stundum hugljúfar. Margar eru ferðirnar sem hún fór með syni okkar Hjalta honum til ánægju og áttu þau margar ógleymanlegar ánægjustundir saman, þó aldursmunurinn væri nokkur. Minnisstæðastar eru þó þær stundir sem þau eyddu við það hlusta á hljómlist sem þau höfðu svo ótrúlega líkan smekk á. Aldrei hef ég kynnst unglingi sem var eins fjölskyldurækinn og góð- ur við sína nánustu, og þá sérlega Ásgeirsson, sem þá var læknir á Flateyri, við að skera upp fársjúk- an, ungan mann, sem ekki var hægt að flytja á sjúkrahús vegna veðurs. Hann var skorinn upp á borðstofuborði á heimili sínu hér á Suðureyri. Við þennan uppskurð aðstoðaði einnig Sigríður Árna- dóttir hjúkrunarkona. Heyrði ég haft eftir þeim prúða manni, Ragnari lækni, að hann hefði verið vel settur með þessar frábæru hjúkrunarkonur sér við hlið, þó aðstæður væru erfiðar. Þessi ungi maður lifir enn við góða heilsu. Fljót var Ásthildur að samlag- ast aðstæðum hér og áður en varði var hún komin á kaf í félagsstörf- in. Hún tók þátt í leikstarfsemi hér í byggðarlaginu af fullum krafti og fannst þeim er sáu, sem hún væri fædd á leiksviðinu. Hún starfaði í kvenfélaginu Ársól og var ritari blaðs, sem gefið er út innan félagsins — skrifaði hún þá margt skemmtilegt frá eigin brjósti, leikþætti, sögur, vísur, minningar o.fl. og var það snilld- arlega samið. Ásthildar var minnst á kvenfélagsfundi mánu- daginn 9. nóv. og risu félagskonur úr sætum til heiðurs minningu hennar. Ásthildur var fengin til að koma fram sem prógram á kvikmynda- sýningum hér. Þá voru allar myndir ótextaðar og stóð hún þá við ömmu sína, sem hún aldrei lét hjá líða að heimsækja eins oft og hún gat við komið. Þarna kom fram hinn ríki andi, sem alltaf fylgdi henni, að gleðja aðra. Þó kannski hún hefði getað valið sér annan félagsskap, en þarna, naut fjölskylda mín hennar ríkulega. Umhyggja og skyldurækni varð- andi vini og fjölskyldu sína var ein af hennar sterku hliðum, hlýtt bros og fallegu brúnu augun henn- ar ásamt hlýlegu viðmóti verður ávallt eftirminnilegt. Síðastliðið sumar dvaldi hún við nám í sumarskóla í Englandi. Þá kom í ljós sterkur hugur hennar til vinanna hér heima. Sendibréf og kort bárust stöðugt, skrifuð af nákvæmni í hvívetna. Ferð þessi var prófsteinn henn- ar sjálfrar. Ánægðari og glaðari unga stúlku hef ég ekki hitt eins og þá er við fögnuðum heimkomu hennar. Eftir heimkomuna réðist hún í störf hjá Pósti og síma. Þar fann hún starf sem hún var ánægð með, jafnhliða vinnunni stundaði hún tungumálanám sem lá svo ákaflega létt fyrir henni að læra, og það var eins og annað sem hún hafði ákveðið að gera og það skyldi framkvæmt. Og nú blasti framtíðin við hinni ungu stúlku. En hin snöggu og óvægu skil eru oft stutt undan, vinir kveðja, hugljúfar minningar kom í hug- ann. Kvedjur vorar kærlt iksvænnjum á klökkvar svífa yfir gröf lil þín þangaó, sem ad ekkert angra má, eilíf birU drottins fridar skín. Vertu sæl, það sé vor hinsta kveðja, sálir vorar skal þín minning gleðja. (Kinnbogi J. Arndal) Elsku vinir mínir, systir mín, Emil og Rúnar, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jóna, Helgi, Hjalti og Steini. „Margs er að minnast, margt er hér að þakka. (>uði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. (<uð þerri tregatárin stríð." (Vald. Briem.) Þegar góð vinkona fellur frá, verða hversdagslegustu atburðir fortíðarinnar að ómetanlegum endurminningum. Jóna var góð vinkona í orðsins fyllstu merkingu. Þess vegna er okkur ljúft að líta til baka í sporin henn- ar, þann stutta spöl sem við urð- um henni samferða. til hliðar í sal kvikmyndahússins og túlkaði allt talað orð um leið og því var sleppt. Það virtist sama á hvaða máli talað var, hún kom því öllu til skila, við mikinn fögnuð kvikmyndahúsgesta. Hún, þessi menntaði heims- borgari, var hér hjá okkur eins og innfæddur útkjálkabúi — tók þátt í öllum okkar athöfnum af lífi og sál, jafnt sorgum sem gleði. Þann- ig minnumst við Súgfirðingar hennar með þökk fyrir samfylgd- ina. Ásthildur átti sínar erfiðu stundir, en hún bar þáer ekki á torg, hún sneri bara við greiðslu- sloppnum sínum. Þegar hann var rauður, leið henni illa, en þegar hann var blár, var allt gott. Hún sagði eitt sinn að þessi~ár sín á Súganda hefðu að mörgu leyti ver- ið sín bestu. Nú er hún farin leiðina á enda, leiðina okkar allra og ég veit að hér eftir verður hjúpurinn hennar Ásthildar vinkonu minnar himin- blár. Inga Jónasdóttir Einn sólbjartan sumardag fyrir átján árum stóðum við tvíbura- systurnar á fjórða árinu fyrir framan nýja heimilið okkar á Fálkagötunni. Við systurnar vor- um að virða fyrir okkur þetta nýja framandi umhverfi, enda nýflutb- ar milli borgarhverfa, sem þá voru heilar heimsálfur í hugum okkar. Þessi sólbjarti sumardagur, var á sinn táknræna hátt, upphafið á vináttu okkar og Jónu, vináttu sem aldrei bar skugga á. Jóna var þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga góða og skilningsríka foreldra sem ætíð tóku okkur vin- um hennar opnum örmum. Við systurnar urðum því fljótlega daglegir gestir á heimili hennar. Það var oft glatt á hjalla á Fálka- götu 32, þegar ekki viðraði til úti- leikja. Þá var gott að koma inn úr votviðrinu eða vetrargaddinum og orna sér þar við ævintýraheima bernskunnar. Þeir tímar eru nú liðnir, en þeirra er gott að minnast. Það er ekki langt síðan við sátum saman allar þrjár og minntumst með gleði gömlu góðu daganna. Minn- ingin um bernskuna verður alltaf minning um þessa bernskuvin- konu okkar — hógværð hennar og glaðlyndi. Við, og fjölskylda okkar, send- um foreldrum hennar, bróður og öðrum ættingjum, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. „Far þú i friíi, friður (*uðs þig blessi. hafðu þökk fyrir allt og allt. (■ekkst þú með (*uði, (iuð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt." (Wald Briem.) Marta og Raggý Guðjónsdætur Drottinn gaf, og drottinn tók. Það er alltaf sárt að sjá á bak sínum nánustu, yfir landamæri lífs og dauða. En þegar svona ungt fólk er kallað í burtu í skyndi, þá setur mann hljóðan. Það kom yfir mig eins og reið- arslag þegar Jóna var kölluð svona skyndilega frá okkur, þessi lifs- glaða stúlka, sem framtíðin virtist blasa við. Þessar fátæklegu línur, eru skrifaðar til þess að reyna að þakka henni allt sem hún var mér, og allt það sem hún gerði fyrir mig. Hún var mér mikill styrkur alla tíð, í blíðu og stríðu. Hún var allt- af tilbúin til að hjálpa mér, hve- nær sem ég þyrfti með, ekki síst eftir að ég var orðin ein. Þá fann ég best hvern mann hún hafði að geymá. Hún var alltaf vön að koma og hjálpa mér fyrir jólin, og eins var það enn, að hún var búin að ákveða að koma núna um helgina til að hjálpa mér eins og vant var, en áður en til þess kom, var hún kölluð svona skyndilega frá okkur. Það er huggun í harmi, að eiga minningarnar um svo elskulegt ömmubarn sem hún var. Fyrir allt þetta, vil ég þakka henni af alhug, og ég bið góðan guð að launa henni ríkulega allt þetta með sinni himnesku blessun. Alska, bíd hér eina stund. Ó, hvert stefnir fjörið bráða? Ilvað sem þinni liður lund, leið mun þinni dauðinn ráða, engum hlífir aldri manns ógnarsterka valdið hans. (Stefán Thorarensen). Foreldrum hennar og bróður votta ég mína dýpstu samúð, og bið góðan guð að styrkja þau í þeirra sorgum. Þeirra er missirinn sárastur, en eftir Iifir ininningin um elskulega dóttur og systur. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Amma. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Loksins hef eg áttað mig. Faðir minn var predikari, og eg hét sjálfum mér þvi, þegar eg hafði yfirgefið söfnuð minn, að eg skyldi aldrei framar fara i kirkju. En tilveran var óblíð, og núna nýlega hef eg beygt hné fyrir Jesú Kristi, og eg hef reynt að fylgja honum siðan. Eg á erfitt með að koma orðum að þvi, hvað eg er glaður. Eg vildi óska. að allur heimurinn vissi, hvilik hamingja og friður fylgir þvi að vera lærlsveinn Jesú Krists. Vinsamlegast, takið þetta í dálkinn yðar. Þegar eg lít á öll vandamálin, sem rætt er um í bréfunum, er fólk sendir mér, þykir mér sérstaklega vænt um bréf eins og yðar. Mér er ljúft að birta það í dálkinum mínum. Reynsla yðar minnir mig á sögu, sem eg heyrði í Oklahoma. Fátæk, roskin hjón áttu heima á jarðar- skika, sem þau höfðu kaypt á kreppuárunum. Þau ráku svolítinn búgarð og voru bjargálna, en bjuggu sannarlega ekki við neinn munað. Einn góðan veðurdag ber verkfræðing að garði. Hann spyr þau hjónin, hvort hann megi bora holu undir eldhúsgólfinu hjá þeim, hann langi til að leita að olíu. Þetta var mikilvæg ákvörðun, því þau áttu ekki annað en kotið. En loks féllust þau á það. Maðurinn kom niður á æð, og olían tók að renna í stríðum straumum upp úr holunni. Fyrr en varði höfðu hjónin eignazt nútímalegt heimili, þau óku um í gljáandi bíl, og hagur þeirra var betri en þau hafði nokkurn tíma dreymt um. Og gamli maðurinn sagði íbygginn við konu sína — og brosti: „Hugsaðu þér, olían var alltaf undir fótum okkar, við þurftum ekki annað að gera en hleypa henni upp.“ Kristur bíður þess albúinn að veita af andlegum auði sínum hverjum þeim, sem vill veita honum viðtöku. Hið eina, sem við þurfum að gera, er að opna hjartað fyrir auðæfum himinsins. Ásthildur Bríem hjúkrunarkona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.