Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.12.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 11 Kristmann Guðmundsson Haustljóð eru heimild um aldrað skáld sem unir vel hag sínum og hefur varðveitt bernsku sína. Geðþekk eru ljóð til ungra dætra skáldsins og annarra barna, ekki síst Tólf ára strákur. Andi þjóðkvæða svífur yfir Hrafnistu. Nýrómantískan andar á Norðurbæ Hafnarfjarð- ar vonandi með einhverjum árangri fyrir nágranna skálds- ins. Það sem minnisstæðast verður eftir lestur Haustljóða eru ljóðin um börnin og óðirnir um kon- urnar. Bókina endar Kristmann á einum slíkum óði, vel orðaðri játningu: Skrýtin fiðrildi kitla hjarta mitt er ég hugsa um þig, — um hönd þína, sem er hlý og einlæg, — um rödd þína, sem gaf mér hugrekki og gleði, — um munninn þinn mjúka og heita, — um regnbláu augun þín, — nærveru þína, sem tók frá mér beiskan kaleik einverunnar, — um þig, vina. Haustljóð voru gefin út á átt- ræðisafmæli Kristmanns Guð- mundssonar 23. október sl. Nánast hvaða framstefnumaður sem er gæti skrifað undir þetta með Brynjólfi. Það ber að taka fram, að Brynjólfur aðhyllist ekki í þessari bók neina frumstæða endurspeglunarkenningu um þekkingu á borð við þá, sem Lenín hélt fram. Önnur kennisetning, sem Brynjólfur virðist trúa, er, að við beitum því hugtakakerfi, sem er mannfólkinu hjálplegast í iífs- baráttunni, því kerfi, sem sé nyt- samlegast. Það er ekkert því til fyrirstöðu að sumir framstefnum- enn samþykki þetta með honum. Ein merkilegasta ráðgátan, sem Brynjólfur fæst við, er ráðgátan um frelsi og löggengi, hvernig það má vera, að menn séu frjálsir að gera það, sem þeir vilja, en eru samt sem áður hlekkur í orsaka- samhengi efnisveruieikans. Hann telur sig leysa ráðgátuna og orðar lausnina svo, en þetta dæmi sýnir jafnframt helzta löst hans: „Jafn- skjótt og menn skilja það, að hið hlutverulega löggengi, sem vísvit- aðar ákvarðanir þeirra og athafn- ir ráðast af, er ekki nauðsyn, sem þeir verða að hlíta af hálfu fram- andi afla, heldur þeirra eigin vera, þeirra eigin ákvörðun séð frá öðru horfi, þá hverfur mótsögnin." (Bls. 220.) Þessi setning er myrk en ekki óskiljanleg, og það er þess virði að leggja á sig þá fyrirhöfn að kom- ast til botns í því, sem Brynjólfur vill halda fram. En þess er samt ekki að vænta, að allir, sem það gera, fallist á kenningar hans. Mótsögnin, sem hann leitast við að eyða, hverfur nefnilega ekki, þótt menn skilji. Það þarf meira til. Hvar er niðurlægingin Bókmenntír Jóhanna Kristjónsdóttir Hafliði Vilhelmsson: Sagan um Þráin, skáldsaga. Útg. Örn og Örlygur 1981. Á kápu er spurt: Hver er Þráinn? Mér kemur Þráinn svo fyrir sjónir að hann sé venju- legur sölukall, vinnur hjá fyrir- tækinu Molyester, nánar til- tekið í matvæladeildinni. Hann dreymir um stöðuhækkun, þeg- ar Ásgeir nokkur hættir sem deildarstjóri. Þráinn hefur ver- ið kvæntur Jóhönnu í allmörg ár, þau eru barnlaus og nú ligg- ur hún á spítala að heyja dauðastríð sitt. Þráinn horfir töluvert mikið á sjónvarpið, fer stundum út að skemmta sér og kemst þá í kynni við konuna Kristínu Dýrmundsdóttur, sem reynist nokkuð undarleg vera. Hann tekur frænku sína Stellu um skeið inn á heimili sitt, hún er að hefja sagnfræðinám við háskólann, en vendir sínu kvæði í kross og fer í Myndlistaskólann. Stundum kemur til hennar strákur og þá liggur Þráinn á gægjum við skráargatið og fylgist með at- ferli þeirra af mikilli græðgi. Lyktir eru þær að Jóhanna deyr, Þráinn fær líklega ekki stöðuna og er sendur út til Þýzkalands í skemmti/verzlun- arferð og kemst þar í kynni við tvo Þjóðverja, sem notfæra sér að hann er drukkinn og syfjað- ur til að afhafna sig á honum báðir tveir. Þar með telur Þrá- inn að niðurlæging sín sé full- komnuð, viðurkennir hana og lýkur þar með bókinni. Mér er að visu spurn — um hvaða niðurlæginguer svo sem verið að tala? Þráinn er kannski ekki stórmerkilegur persónuleiki, honum vegnar ekki sérlega vel í vinnunni, Kristín stingur af til Kanaríeyja með ótilgreind- um Ingólfi, en að þetta sé slík heimsniðurlæging, sem er látið liggja að, það fæ ég ekki séð. Hafliði Vilhelmsson hefur augsýnilega unun af því að skrifa og það er gott og gilt svo langt sem það nær. Frásagnir af vinnustað, heimilinu, spítal- anum — eiginlega er fæst af þeim áhugavert. Því er það þessi skriftargleði höfundar og ótvíræð ritgáfa sem úrslitum ræður að maður les bókina. Hér er ekki á ferð þjóðfélags- ádeila og má út af fyrir sig þakka fyrir það, ekki heldur uppgjör milli kynja — einnig þetta er kostur. En ég hnaut um málskyn höfundar; það liggur ljóst fyrir frá byrjun, að Hafliði Vilhelmsson gengst upp í því að nota slettur og sérvitringslegt orðfæri og út af fyrir sig finnst mér allt í lagi þótt taska sem stendur undir rúmi brosi og luxorlampi bæti á sig klísturmerkjum og það má væntanlega vel segja að „hugur hans er blankur eins og hvít pappírsörk" og Þráinn er vís til að höggva höfðinu sam- þykkjandi og böggla út úr sér orðunum og fleira í þeim dúr. Aftur á móti meiðir það mál- kennd mína þegar höfundur tekur svo til orða: „Síðan hafði hann legið spenntur yfir hrollvekjunni eftir Hitchcock. Syrgði endinn, því að myndin var svo góð“, talað er um að segja eitthvað „spennandi röddu“, og þó Þráinn sé að mati höfundar óvenjulegur maður, finnst mér líkingin „Þráinn ískraði af meinfýsinni gleði" ekki gott mál né heldur að „ræða Ásgeirs sveif í loftinu allan daginn". Auk þess fékk ég ekki botn í eftirfarandi (nema Þórný sé enn verr að sér í ís- lenzku en Þráinn). „Þórný þurfti margs að spyrja, þess sama og í gær og í fyrradag. Þráinn svaraði að Jóhönnu elnaði sóttin. Elna? spurði Þórný van- trúuð. Þú sagðir í gær, að henni færi hnignandi. Er hún að koma til?“ í rituðu máli fer af- ar illa á að segja að kaupfé- lagsstjórar og forsvarsmenn verzlana geri sér tíðreist í bæ- inn og einnig að ísskápur sé ekki gæfulegur af því að þar er lítið um matföng. Af nógu slíku er að taka en ég nefni aðeins eitt í lokin: ég hef ekki heyrt fyrr svo að orði komizt sem Stella frænka hér, þegar Þrá- inn stingur upp á að hún fái sér kærasta: „Ó, nei sko, þakka þér fyrir. Mér dettur ekki í hug að binda frelsi mitt við aðra mann- eskju.“ Sumt af þessu og afar mörgu fleiru kann að standast, en sums staðar tekur höfundur sér meira skáldaleyfi en ég get sætt mig við hvað málfar og notkun orða snertir. Síðasti kafli bókarinnar finnst mér svona á mörkunum að vera birtingarhæfur, eink- um og sér í lagi, þar sem ég get ekki komið auga á samhengi hans við söguna að öðru leyti. Klám eða djarfar lýsingar eiga rétt á sér, svo fremi það sé til framdráttar sögunni eða í tengslum við hana. Hér fannst mér bara vera riðið út í bláinn. Verða óskila- kettir úr sögunni? Kattavinafélagið gengst fyrir eyrna- merkingum katta um allt land Kattavinafélagið hefur ákveð- ið í samráði við hérað.sdýralækni, Brynjólf Sandholt, að taka upp eyrnamerkingar á köttum frá og með næstu áramótum. llm er að ræða tattóveringu í hægra eyra kattarins, sem samansett er úr bókstöfum og tölustöfum, fyrsti stafurinn í merkinu verður bókstafur og tákn þess umdæmis sem kötturinn er skráður í. í samtali við Mbl. sagði Svanlaug Löve hjá Kattavina- félaginu að landinu yrði skipt upp í umdæmi á svipaðan hátt og gert er við merkingu bif- reiða. Eins og áður sagði verð- ur fyrsti stafurinn bókstafur, staðsettur dýpst i eyranu, næsti tölustafur táknar síðari tölu þess árs er kötturinn er merktur. Þriðji, fjórði og fimmti tölustafurinn verða síð- an númer kattarins. Köttur sem merktur er í Reykjavík 81 og fær númerið 48 verður þannig merktur R-1048. Sagði Svanlaug að jafnframt yrðu prentuð nafnskírteini, sem fyllt verða út af þeim dýralækni sem sér um merkinguna, en þar kemur fram nafn kattarins, dagsetn- ing er merking fer fram, nafn, heimilisfang og símanúmer eiganda og að lokum eyrna- merki kattarins. Nafnskírteini þessi verða í þremur eintökum, eigandi fær eitt, Kattavinafé- lagið eitt og dýralæknir heldur einu. Með þessu móti heldur Kattavinafélagið skrá um alla merkta ketti á landinu, og upp- lýsingar um þá sem finnast verður því hægt að fá hjá Kattavinafélaginu og full- trúum þess úti á landsbyggð- inni. -4Í LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 P0LAR0ID 1000 SUPERC0L0R Verö frá kr. 494 með filmu. Ein mest seida myndavél í heimi Einkaumboö fyrir POLAROID: POLAROID filmur og vélar færöu í flest- um Ijósmyndavöruverslunum og mörgum öörum verslunum um land allt. Með öðrum myndavélum tekur þú bara og tekur, en meö POLAROID færðu myndirnar á augabragðil POLAROID er ekki aðeins hrókur alls fagnaöar, því POLAROID býöur einnig mikiö úrval fullkominna myndavéla sem einfalda verkefnin í atvinnulífinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.