Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 Tilraunastarfsemi áhugaleikfélags Leiklist Jóhann Hjálmarsson Leikfélag Ólafsvíkur: NÁLARGÖT Höfundur og leikstjóri: Hörður Torfason. Leikmynd: Rannveig Gylfadóttir. Ljós: Magnús Emanúelsson og Jón Arngrímsson. UJÁ Máli og menningu er komin út í nýrri og endurskoðaðri útgáfu skáldsagan Grænn varstu, dalur eft- ir Richard Llewellyn í þýðingu Olafs Jóhanns Sigurðssonar. Skáldsagan Grænn varstu, dal- ur kom fyrst út í Englandi um 1940 og á 10 árum var hún gefin út 30 sinnum. Nú er 46. útgáfan að sjá dagsins ljós í heimalandi höf- undar. Eru þá ótaldar útgáfur í öðrum enskumælandi löndum og þýðingar á fjölda erlendra tungna. í frétt frá útgefanda segir: „Grænn varstu, dalur segir frá námumannafjölskyldu í Wales skömmu fyrir síðustu aldamót. Hér er ljóslifandi lýsing á sér- kennilegu, litlu samfélagi sem er á hvörfum milli gamals tíma og nýs; Hörður Torfason mun hafa sett á svið þrjú frumsamin verk séu Nálargöt með í upp- talningunni, auk þess leikstýrt fjölda annarra verka. Kunn- astur er hann fyrir lög sín og söng. Formaður Leikfélags Ólafs- víkur, Hulda Sigurðardóttir, lætur þess getið, að Hörður eitt af einkennum hins nýja tíma er upphaf skipulagðra verkalýðs- átaka. I þessu umhverfi er sögð þroskasaga ungs drengs, hvernig hugur hans mótast og hvernig til- finningar hans sem fullvaxta manns vakna til lífsins. Sagan er í senn uppvaxtarsaga, þjóðfélagsleg skáldsaga og ástarsaga. Þýðing Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar var fyrst prentuð 1949 og hefur ekki verið endurprentuð fyrr en nú, í endurskoðaðri gerð. Grænn varstu, dalur er sjötta bók- in í nýjum flokki sígildra erlendra nútímaskáldsagna í úrvaldsþýð- ingum.“ Grænn varstu, dalur er 483 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda hf. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu. hafi samið Nálargöt á sjö dög- um: „Verkið ber það ef til vill með sér, að næstum engu hef- ur verið breytt frá því það kom á pappírinn, frekar bætt við. Þess vegna má kalla þetta tilraunastarfsemi og væri vel ef slíkt gæti þróast áfram.“ Tilraunastarfsemi Leikfé- lags Ólafsvíkur var kynnt fyrir áhorfendum höfuðborg- arsvæðis í Félagsheimili Kópavogs fyrir skömmu. I Nálargötum er sagt frá stúlku sem taldi stjörnurnar göt á hvelfingunni. Þetta er ósköp saklaus og heiðvirð stúlka að vestan sem kemur til Reykjavíkur og verður þar spillingunni aö bráð. Hún læt- ur sér ekki nægja áfengi og hass heldur grípur til sterkari efna. Að lokum finnst hún lát- in vestur í bæ. Þegar stúlkan kemur til Reykjavíkur venur hún komur sínar í sambýli, þar sem frænka hennar býr með öðru ungu fólki. Vanda sambýlisins er lýst í leikritinu. Fátt verður þar til gleði. Sundurþykkja eitrar sambýlið. Þetta unga fólk er furðu óþroskað, en leitt á lífinu. Það sem verra er, höf- undinum tekst ekki að sýna Leikhópur Leikfélags Olafsvíkur. áhorfandanum hvað leiðanum veldur, hvað það er í rauninni sem angrar það. Skýrasta dæmið er stúlkan ógæfusama. Eins og svo oft áður þegar menn vilja segja mikilvæga hluti er byggingunni ábóta- vant. Það vantar eitthvað til þess að unnt sé að skynja sárs- auka þessa unga fólks. Leikrit- ið er of langdregið, skortir alla hnitmiðun, en græddi hugs- anlega á því að vera stytt. Verkið er eiginlega ósamið, aðeins hugmynd þess birtist á sviðinu. Þetta verður skiljan- legt þegar haft er í huga að höfundurinn virðist ekki hafa fórnað miklum tíma í verk sitt. Það eru aðeins snillingar í leikritagerð sem geta leyft sér slíkt. Hinir verða að vinna. Það getur vel verið að Hörð- ur Torfason sé góður leik- stjóri. En vitanlega er hann ekki gagnrýninn á eigin fram- leiðslu. Leikararnir eru líka viðvaningar og þeim er ekki leiðbeint að marki. Eg skal játa að það er virð- ingarvert að glíma við ný verkefni, innlenda leikrita- gerð, í staðinn fyrir að herma eftir stóru leikhúsunum. Vafa- laust hefur Hörður Torfason gert gagn í Ólafsvík með áhuga sínum. En tilrauna- starfsemi Leikfélags Ólafsvík- ur átti ekki erindi yfir Fróðár- heiði að þessu sinni. „Grænn varstu, dalur“ Ný og endurskoðuð útgáfa Stúdentafélag Reykjavíkur 110 ára arra á menntun og framförum og styðja að þeim“. Jón biskup hlýtur að fara eftir annarra sögn varðandi þetta atriði, enda var hann sjálfur aðeins fimm ára, er fé- lagið var stofnað. Hann var nákunnugur ýmsum þeirra manna, sem þar komu hvað mest við sögu, m.a. sr. Lárusi Hall- dórssyni, síðar fríkirkjupresti, sem er skv. hefð talinn fyrsti formaður félags- ins. Þetta styrkir frásögn Jóns biskups sem heimild. Líklegt er, að stofnendur hafi allir verið við nám í fyrrnefndum háskóladeildum. Þetta mun hafa breytzt á næstu árum. Sr. Lárus Halldórsson lauk prófi 1873, en virðist hafa gegnt formennsku næstu ár a.m.k. Stúdentar efndu til blysfarar og álfa- dans á gamlársdag 1871, og kynni þetta að vera fyrsta viðfangsefni Stúdentafé- lags Reykjavíkur. Við þetta tækifæri var frumflutt hið þekkta kvæði Máninn hátt á himni skín. Textinn er eftir Jón Ólafs- son. Hann var félagi í Kvöldfélaginu, en vera má, að stúdentar hafi leitað til hans um gerð ljóðs fyrir þetta tækifæri. Fé- lagið hefur líka löngum verið orðað við svonefnt Landshöfðingjahneyksli hinn 1. apríl 1873. Þá var svört dula með áletr- uninni „Niður með landshöfðingjann" dregin að hún á fánastöng embættisins. Tilefnið var án efa stofnun embættis landshöfðingja, en sú ráðstöfun var illa séð af íslendingum. Hinn 13. marz 1874 var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 7 á fundi í Kvöldfé- laginu að bjóða stúdentum aðild. Sú sam- þykkt bar ekki árangur. Heimildir þegja um framvindu mála, en líklegt er, að stúdentar hafi talið Kvöldfélagsmenn á að leggja sitt félag niður og ganga í Stúdentafélag Reykjavíkur, enda fara engar sögur af starfsemi hins fyrrnefnda eftir mitt ár 1874. Víst er, að á næstu árum starfar fjöldi stúdenta í félaginu, sem ekki var í námi við háskóladeildirn- ar tvær. í þeim hópi er m.a. Björn Jóns- son ritstjóri, en hann er yfirleitt talinn hafa verið næstfyrsti formaður stúd- entafélagsins. Fram kemur í einkunnarorðum Stúd- entafélags Reykjavíkur, sem prentuð eru við upphaf þessarar greinar, að félaginu er ekkert mannlegt óviðkomandi. Við- fangsefnin hafa því verið allfjölbreytt, en hæst ber stjórnmál og menningarmál. Félagið skipaði sér í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisbaráttunni og skiptir þá ekki máli, hvort miðað er við átökin um upp- kastið 1908, fullveldið 1918 eða stofnun lýðveldis 1944. Félagar ræddu um að slíta sambandinu við Danmörku þegar árið 1908, en svo langt vildu þá fáir ganga. Flest stórpólitísk mál voru tekin til umræðu á fundum félagsins, og einu sinni a.m.k. kom til orða, að félagið byði fram sérstakan lista við bæjarstjórnar- kosningar. Af því varð þó ekki. Fáninn var Islendingum tákn þjóð- frelsis. Stúdentar létu því að vonum til sín taka í fánamálinu. Þeir tóku fálka- merki Sigurðar Guðmundssonar málara upp í merki sitt, og hið sama gerðu skóla- piltar Lærða skólans. Fálkamerkið var notað á Þingvallafundi 1873 og þjóðhá- tíðinni á Þingvöllum næsta ár. Þjóðólfur greinir frá tjaldi stúdenta í lýsingu sinni og tekur fram, að það hafi verið auð- kennt með bláu merki á stöng með „þjóð- fálka vorum“. Síðar vörpuðu stúdentar fálkamerkinu fyrir róða, en öðru máli gegnir um skólapilta. Merkið er enn skólamerki MR. Laust eftir aldamótin fylktu stúdentar sér um Hvítbláinn. Það kom fyrir ekki, enda þekktist hann ekki frá velktum sænskum fána í sjónauka. Menningarmál af ýmsu tagi voru ofarlega á dagskrá. Stúdentafélagið beitti sér fyrir leiksýningum fyrir al- menning, t.d. í Glasgow 1873, en þar voru Otilegumenn (Skugga-Sveinn) Matthías- ar sýndir og Nýársnótt Indriða Einars- sonar. Þessi starfsemi hélt áfram fram á þriðja tug þessarar aldar, með nokkrum hvíldum þó. Leiksýningunum var yfir- leitt vel tekið, enda voru þær kærkomin tilbreyting. Sýningin 1913 var þó undan- tekning, þótt ætla megi, að ýmsir hafi þá hlegið hjartanlega. Þá sýndu stúdentar revíuna Allt í grænum sjó, en þar var gert miskunnarlaust grín að ýmsum for- ustumönnum í þjóðlífinu. Einkum var veitzt að oddvitum svonefnds Bræðings, en stúdentar munu hafa grunað það lið allt um undanlátssemi gagnvart Dönum í sjálfstæðismálinu. Andóf gegn slíku hafði lengi verið iðkað af stúdentum, enda höfðu þeir þegar 1873 talið skyldu sína að berjast gegn oddborgurum bæj- arins, ófrelsi og útlenzkun landsins. Þá átti ekki að gleypa erlend áhrif. Sjónleik- urinn var bannaður. Félagið efndi til fyrirlestrahalds fyrir almenning 1895. Tveimur árum síðar var samþykkt að reisa stúdentaskáldinu Jón- asi Hallgrímssyni minnisvarða. Einar Jónsson myndhöggvari var ráðinn til verksins, en varðinn var afhjúpaður á aldarafmæli skáldsins, hinn 16. nóvem- ber 1907. Fyrirlestrar hafa oftar verið á dagskrá félagsins og minnisvarðar líka. Mun síðar að því vikið. Útgáfustarfsemi hefur verið nokkur. Söngbók stúdenta var gefin út árið 1894. Þar voru prentaðar nokkrar drykkjuvís- ur, en slík ljóð hafa stúdentar oft sungið á góðu dægri. Ljóð þessi þóttu ósiðleg og ollu hneykslun, enda var bindindishreyf- ingunni tekinn að vaxa fiskur um hrygg. Tvö afmælisrit hefur félagið gefið út, annað á hálfrar aldar afmælinu og hitt þremur áratugum síðar. Þessi afmælisrit eru heimild að ýmsu því, sem hér hefur verið sagt, auk gagna Kvöldfélagsins. Viðfangsefnin þrjá síðustu áratugina hafa verið með svipuðu sniði og í fyrri tíð. Félagið hefur fengið þekkta fyrirles- ara til landsins og efnt til borgarfunda um þau mál, sem efst hafa verið á baugi hverju sinni. Sem dæmi skal nefnt, að árið 1957 kom danski rithöfundurinn og ævintýramaðurinn Peter Freuchen til landsins á vegum félagsins og hélt hér fyrirlestur. Stúdentafélagið minntist þessarar heimsóknar með því að gefa út valda kafla úr bók Freuchens Æskuár mín á Grænlandi. Rúmum áratug síðar eða í marzmánuði 1968 bauð félagið Dan- anum Tyge Dahlgaard að flytja fyrirlest- ur um EFTA og horfur í viðskiptasam- starfi álfunnar. Dahlgaard-þá boðið, en ræddi auk þess við ýmsa aðila, sem fjöll- uðu um undirbúning umsóknar íslands að EFTA, og tók þátt í hringborðsum- ræðum um Island og EFTA ásamt sér- fræðingum í efnahagsmálum, fulltrúm atvinnurekenda og verkalýðs- og forustumönnum stjórnmálaflokka. Talið er, að fundur þessi hafi auðveldað ákvarðanatöku og eytt tortryggni. Borg- arafundir hafa verið haldnir af og til, er tilefni hefur gefizt. Arið 1968 var t.d. fjallað um umræðuefnið „Eru verkföll úrelt" á borgarafundi og 1979 um stjórn- arslitin. Má segja, að kosningabaráttan fyrir haustkosningarnar það ár hafi haf- izt á fundi Stúdentafélagsins. Á sjötta áratugnum gekkst félagið nokkrum sinn- um fyrir sérstökum kvöldvökum með vandaðri dagskrá, en sú viðleitni til að auka fjölbreytni skemmtanalífsins í borginni hlaut ekki hljómgrunn. Kvöld- vökur þessar virðast einkum hafa verið haldnar á þrettándanum og í dymbilviku. Árið 1965 beitti félagið sér fyrir fjár- söfnun í því skyni að kaupa höggmynd Ásmundar Sveinssonar Sæmundur á selnum og færa Háskóla Islands að gjöf. Undirtektir voru góðar, og árið 1970 var styttan afhjúpuð í skeifunni fyrir fram- an aðalbyggingu háskólans. Gengið var frá fótstalli til bráðabirgða, og við það stendur enn. Þetta er naumast vanza- laust. Næsta verkefni á þessu sviði hefur þegar verið ákveðið. Aðalfundur Stúd- entafélags Reykjavíkur 1981 samþykkti að hefja fjársöfnun til að reisa Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, minnisvarða. Ónefnt er enn það viðfangsefnið, sem félagið hefur rækt af mestri kostgæfni, fullveldisfagnaðurinn. Slíkur fagnaður hefur verið haldinn ár hvert um mánaða- mótin nóvember-desember. Þar hafa menn skemmt sér á sígildan stúdenta- máta og hlýtt á vandaða dagskrá. Sumir hafa gagnrýnt þessa samkomu fyrir að vera ekki í takt við tímann og valið henni lýsingarorð í samræmi við það, en naum- ast verður sagt, að það fólk reiði í þver- pokum viljann til að setja sig í annarra spor. Aðsókn að hátíðarhöldum þessum hefur farið minnkandi undanfarin ár. Er það í samræmi við ákveðna þróun, enda á allt það, sem ber sígilt svipmót, í vök að verjast fyrir kröfunni um samsvörun við nútimann, tuttugu ára gömul listaverk á sviði kvikmyndagerðar eru léttvæg fund- in fyrir aldurs sakir og af auglýsingum og umsögnum mætti ætla, að augna- bliksmyndir skákuðu verkum Shake- speares að gæðum og „lífsreynslusögur“ verkum Cervantesar. Gæðamatið hefur sýnilega breytzt, svo ekki sé sagt brengl- azt. Slík tímabil hafa svo sem komið áður, og þau hafa liðið. Því er engin ástæða til að hafa uppi meira svartagallsraus. „Seinna koma sumir dagar og koma þó,“ segir Matthías Joch- umsson í Skugga-Sveini. Að lokum skal á það minnt, að Stúd- entafélag Reykjavíkur annaðist út- varpsdagskrá í tilefni fullveldisdagsins árlega fram um 1970, en þá var háskóla- stúdentum falið þetta verkefni. Sá hátt- ur hefur haldizt, en ekki munu þó allir útvarpshlustendur vera á einu máli um ágæti breytingarinnar. Reykjavík, 29. nóvember 1981.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.