Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 35 Sagt frá íslendingum í Minneapolis Eftir Valdimar Björnsson Söngur Lanuholtskirkjukórs í Central Lutheran Church í Minneapolis sunnudagskvöldið, 30. ágúst, vakti hylli og hrifningu um 700 áheyrenda er viðstaddir voru. Er sú kirkju að nokkru leyti „Dómkirkja Norðmanna“ hér um slóðir, og veittist tækifæri á eftir að hitta söngfólkið er kaffj og veitingar voru bornar fram í sal tengdum kirkjunni. Kórinn kom hingað frá Winnipeg eftir söng- kvöld þar í stórum húsakynnum nær miðborginni og rétt á undan komuna til Minneapolis var sung- ið í Eau Claire og Madison, Wisconsin. Greinar um kórinn minnast þess hve ungir meðlimirnir séu og hve frískur og líflegur blær sé yfir framkomu þeirra. Það reyndist dómur fólks hér og fengu þau lofsyrðin óspart, kórmeðlimir, Jón Stefánsson söngstjóri þeirra og einsöngvarinn, kona hans, Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Sérstök at- hygli margra hér beindist að lögum Þorkels Sigurbjörnssonar, er útskrifaðist frá Hamline Uni- versity í St. Paul fyrir nokkrum árum, og voru mágkona Þorkels og dóttir hans og Barböru Powell sem átti heima í Waseca, Minne- sota, viðstödd. Heitir hún Mist og er sjálf nú við nám í Hamline, þar sem foreldrar hennar útskrifuðust bæði. Hekla klúbburinn, félag íslenzkra kvenna í Minneapolis og St. Paul, undir forystu Matthildar Kvaran, konu Jóns Björnssonar, aðstoðaði við veitingarnar á eftir og Minnesota-deild American Scandinavian Foundation var með í því að koma út tilkynningum fyrirfram. Annars kom Lang- holtskirkjukórinn hingað sam- kvæmt boði John Ferguson, organista og söngstjóra Central Lutheran Church Baldur Möller ráðuneytisstjóri og frú Sigrún Markúsdóttir kona hans voru í Minneapolis nýlega í heimsókn hjá syni þeirra, Mark- úsi, sem er langt kominn með það að fá doktorsgráðu í hagfræði við Minnesota-háskólann. Júlía Ingv- arsdóttir Helgasonar, kona Mark- úsar, hefur líka sótt nám við háskólann; drengur þeirra heitir Baldur Helgi, eftir afa og langafa, og var sá síðarnefndi Helgi læknir á Vífilsstöðum. Það er ekki oft að kvenmenn nema vélaverkfræði, en hér er stúlka sem nær doktorsgráðu í þeirri grein við Minnesota-háskól- ann í haust, Sigrún Pálsdóttir; faðir hennar er Páll Theodórsson, Jakobssonar. Hún var lærlingur Valdimars Jónssonar við Háskóla íslands. Á sínum tíma fékk Vald- imar doktorsnafnbót í vélaverk- fræði við Minnesota-háskólann og var ritgerð hans um „Heat Trans- ference", sama efnið sem Sigrún tók að mestu leyti til meðferðar í doktorsritgerð sinni. Annar lærlingur Valdimars Jónssonar í vélaverkfræði sem er langt kominn með framhaldsnám í greininni við Minnesota háskól- ann er Pétur Thors, sonur Thors Ólafssonar Thors og Stellu, dóttur Bjarna Bíó — Bjarna Jónssonar á Galtafelli og Sesselju konu hans. Kona og sonur Péturs eiga heima í St. Paul á meðan hann er við námið — Anna af Asjælunds- ættinni sem settist að á ísafirði, og Axel sonurinn. Friðrik Guðbrandsson læknir er við starf og framhaldsnám hér við Háskólann; áttu hann og Sóley Bender hjúkrunarkona son rétt fyrir lok ágústmánaðar. Sóley hefur starfað sem hjúkrunarkona, aðallega á St. Mary’s spítalanum; er hún ættuð úr Berufirði og Kelduhverfinu. Bernharður Hannesson og Sig- urlaug kona hans voru hér nýlega í heimsókn hjá Jóhönnu dóttur þeirra sem starfar hér sem hjúkr- unarkona; er Jóhanna skroppin heim til Reykjavíkur í fríi. Séra Guðmundur Óskar Ólafs- son prestur í Nessókn er hér áfram á Luther Theological Sem- inary í St. Paul — prestaskóli norsks lútherskra hér um slóðir; búa þau hjónin þar nálægt, Ingi- björg Hannesdóttir, kona hans, og Guðbjörg dóttir þeirra; Holger P. Clausen hefur verið í heimsókn hjá þeim. Gunnar Pétursson kom hingað ekki alls fyrir löngu með konu sína, Guðnýju, sem kom í annað skipti á vegum Arnar Arnar læknis, til uppskurðar á höndinni. Jón Óttar Ragnarsson, sonur Ragnars í Smára og Bjargar Ellingsen, er komin hingað aftur og verður í nokkra mánuði við Minnesota háskólann, þar sem hann fékk sína doktorsgráðu í næringarefnum ekki alls fyrir löngu. Honum hefur verið veitt kennarastaða í greininni á meðan. Með honum er dóttir hans, Sól- veig, og kona, Sigrún Stefánsdótt- ir, vel þekkt á íslandi fyrir sjónvarpsþætti sína; svo eru þau hér líka móðir fyrri konu Jóns Óttars sem lést, frú Sólveig Búa- dóttir og Héðinn Björnsson sonur hennar. Við nám hér nokkuö lengi hefur verið Eva Hallvarðsdóttir; maður hennar og ungur sonur með, Ás- geir Valdimarsson af Arnardals- ættinni í Hnífsdalnum. Afar Evu eru Valgeir Björnsson, fyrrv. hafnarstjóri og Tryggvi Ófeigsson útgerðarmaður. Rannveig, dóttir Tryggva og móðir Evu, var hér nýlega í heimsókn, ásamt systur sinni. Aðrir við nám siðasta árið og meir, hafa verið Erlingur Magnússon, kominn heim til Is- lands í fríinu frá Hamline Uni- versity í St. Paul, og Ingibjörg Björnsdóttir við Hubert Hum- phrey Institute of Governmental Affairs við Minnesota háskólann. Kona á skrifstofu C. Peter Magrath, rektors Minnesota há- skólans, lagði af stað til íslands fyrir skömmu að ráðgast við kennara í Háskólanum í Reykja- vík um sitt starf sem ráðgjafi eða „consultant" námsmanna, að sjá hvort skipað embætti væri ekki æskilegt við Háskóla Islands. Magrath rektor sagði undirrituð- um á dögunum að þegar þetta mikla verður 1982 og 1983, „Scandinavia Today", þá kemur Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands til Ameríku, og um leið til Minneapolis að hausti næsta árs. „Ég tek á móti henni,“ sagði Magrath, „og hún gistir hér á vegum Háskólans." Magrath hefur nokkrum sinnum lýst hrifningu sinni á íslandi síðan hann fór þangað í vor að ræða aukin sambönd milli háskólans hér og í Reykjavík. — Valdimar Björnsson ® niONEER það nýjasta í sólkerfi okkar Pioneer hefur nú bætt fimm nýjum stjörnum í sólkerfið, og þú getur meira að segja náð til þeirra allra. Ótrúlegt en þó ískyggilega satt. Þessi nýja magnaða magnaralína hefur náð þeim eiginleikum að sameina fullkomnustu tækni sem völ er á, fallegt útlit og stærðar- hlutföll sem koma skemmtilega á óvart. Þess vegna leyfum við okkur að halda því fram, að það nýjasta í sólkerfinu séu fimm stjörnur, sem ekki geta hrapað. A-LÍNAN Magnarar: Gerð Mögnun Tíðnisvið Bjögun A9 2x110w RMS 5-200.000 HZ 0.003% A8 2x 90w RMS 5-200.000 HZ 0.005% A7 2x 70w RMS 5-200.000 HZ 0.007% A6 2x 60w RMS 20-20.000 HZ 0.008% A5 2x 35w RMS 20-20.000 HZ 0.009% áfgl^ HLJÓMTÆKJADEILD ffijj) KARNABÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portió Akranesi — Patróna Patreksfirði — Eplið ísafiröi — Álfhóll Siglufirði — A. Blöndal Ólafsfirði — Cesar Akureyri — Bókav. Þ.S. Húsavík — Hornabær Horna- firði — M.M.h/f Selfossi — Eyjabær Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.