Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 6

Morgunblaðið - 02.12.1981, Page 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 Fjölþætt starfsemi SÁÁ: Áfengisvandamálið ekki einkamál bindindis- manna og alkóhólista Rætt við Björgólf Guðmundsson formann og Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson framkvæmdastjóra Aðalfundur SÁÁ, Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið, var haldin nú nýlega. Björgólfur Gudmundsson, fram- kvæmdastjóri var kjörinn for maður samtakanna, en Hilmar Helgason, sem verið hefur for maður frá upphafi, baðst undan endurkjöri. Björgólfur Guð- mundsson hefur átt sæti í fram- kvæmdastjórn SÁÁ allt frá því þau voru stofnuð, í október 1977. Á aðalfundinum voru Hilmari Helgasyni þökkuð fórn- fús og ómetanleg störf í þágu samtakanna. í nýkjörinni fram- kvæmdastjórn SÁÁ eru nú auk formanns, þau Hendrik Bernd- sen, varaformaður, Eggert Magnússon, gjaldkeri og Ragnheiður Guðnadóttir, ritari. Meðstjórnendur eru Ásgeir Hjörleifsson, Sæmundur Guð- vinsson, Gfsli Lárusson og Magnús Bjarnfreðsson. Fram- kvæmdastjóri samtakanna er Vilhjálmur I*. Vilhjálmsson. Þegar hefur verið skýrt frá aðalfundinum í fréttum Morg- unblaðsins, en forvitnilegt þótti að heyra nánar af starfsemi SÁÁ, og því leit blaðamaður við á nýrri skrifstofu þeirra að Síðu- múla 3 til 5 í Reykjavík, og ræddi við nýkjörinn formann, og framkvæmdastjóra. Húsnæðið í Síðumúla er eignarhúsnæði SÁÁ, en þar er einnig til húsa Áfengisvarnadeild Reykjavík- urborgar. Áhersla á fyrir- byggjandi starf „I upphafi, og raunar allar göt- ur frá stofnun Samtakanna, hefur aðaláherslan verið lögð á aðstoð við þá er á hjálp þurfa að halda, og aðstoð við aðstandendur alkóhól- ista, auk viðamikils fræðslustarfs i skólum og viðar," sagði Björgólf- ur, er hann var spurður hvort eðli starfsins hefði tekið einhverjum breytingum frá upphafi. „Þessu starfi er og verður að sjálfsögðu haldiö áfram," sagði hann enn- fremur, „Samtökin munu að sjálf- sögðu halda áfram að veita þeim aðstoð er hana þurfa. En á næst- unni verður hins vegar lögð aukin áhersla á fyrirbyggjandi störf, það er fræðslu um þann vágest sem við er að glíma, en það munum við gera með fundum og fræðsluferð- um í skóla og á vinnustaði, eins og raunar hefur þegar verið gert. Auk þess verður upplýsingum um áfengis og fíkniefnavandamálið komið á framfæri við fjölmiðla. Það má til dæmis minna á að um 10 þúsund manns úr skólum Reykjavíkur og nágrennis komu í fyrravetur á kvikmyndasýningu og fræðslufund, er Samtökin gengust fyrir." „Á þeim árum, sem liðin eru frá stofnun Samtakanna höfum við verið að þróa starfsemina, og prófa okkur áfram með hinar ýmsu hliðar starfsins," sagði Vilhjálmur. „Samtökin eru nú á þeim tímamótum, að við getum sinnt nær öllum þeim óskum er okkur berast um meðferð sjúkl- inga, þó einhverjir biðlistar séu að vísu alltaf á sjúkrastöðvar okkar. Við þurfum að útfæra starfið enn betur, og þroska það sem við þegar fáumst við, en um leið erum við teknir að horfa í auknum mæli til þeirra starfa er við köllum fyrir- byggjandi, eins og Björgólfur gat um. Meðferð áfengissjúklinga, eins og landsmenn hafa kynnst henni á undanförnum árum, er vissulega árangursrík, og flestir þekkja persónulega til einhverra er nu lifa öðru og betra lífi, en áður en þeir fóru í meðferð. En fleira starf þarf að koma til. Mik- ilvægast í því sambandi teljum við að reyna að koma í veg fyrir að eins margir og nú er raunin á verði áfengissjúklingar, og þar teljum við fræðslu um þessi mál mikilvægasta, svo og gott fordæmi foreldra og opinberra aðila í með- höndlun áfengra drykkja, svo tveir mikilvægir aðilar séu nefnd- ir.“ MeÖalaldur sjúkl- inga lækkar „Grundvallarbreyting hefur orðið á viðhorfi fólks til þessara hluta, á undanförnum árum,“ seg- ir Björgólfur. „Þessi breyttu við- horf koma meðal annars fram í gjörbreyttu viðhorfi alls almenn- ings til alkóhólista og áfengis- neyslu, og eins hefur orðið hugar- farsbreyting hjá mjög mörgum þeirra er eiga við áfengisvanda- mál að stríða. Þeir er eiga við ein- hver vandamál af þessu tagi að etja, koma nú í meðferð mun fyrr en áður, og má í því sambandi benda á, að meðalaldur þeirra er um aðstoð biðja, er nú um 35 ár, en var áður 45 til 50. Þetta teljum við ekki gerast vegna þess að fólk eigi fyrr við áfengisvandamál að stríða en áður, heldur vegna þess að menn vilja yngri reyna að ráða bót á vanda sínum, en alls hafa nú um 3500 manns leitað aðstoðar á meðferðarstofnunum SÁÁ á liðn- um árum.“ „Það er rétt að vekja athygli á því,“ sagði Björgólfur, „að komið hefur verið á fót sérstökum fræðslunámskeiðum aðallega fyrir fólk sem notið hefur meðferðar á stofnunum SÁÁ. Stendur hvert námskeið yfir í 3 mánuði með vikulegum fundum. Fyrstu nám- skeiðin hófust í byrjun október og hafa þau gengið mjög vel.“ Hinn stóri hópur vínneytenda - Margir álíta, að áfengis- vandamálið sé nánast einkamál bindindismanna annars vegar og áfengissjúklinga hins vegar. Hvað viljið þið segja um það? „Það er alrangt," sagði Vil- hjálmur, „fræðslustarfið á nefni- lega ekki síst erindi til hins stóra hóps vínneytenda í landinu, sem á ekki í, eða telur sig ekki eiga við áfengisvandamál að stríða. Trú- lega neyta um 100 þúsund íslend- ingar áfengis, a.m.k. öðru hverju, og ljóst er að engin grundvallar- breyting verður hér í þessum efn- um nema við náum með einhverj- um hætti eyrum þessa fólks, og fáum aðstoð þess. Áfengisvanda- málið á ekki og má ekki vera einkamál alkóhólista og bindindis- manna. Ekki svo að skilja að fyrr- nefndir tveir hópar telji að þannig eigi þetta að vera, heldur virðist stór hópur svokallaðra vínneyt- enda álíta þetta. Við viljum eiga sem mest sam- starf við þetta fólk, er kallar sig hófdrykkjumenn, enda hefur sá hópur úrslitaáhrif um framvindu þessara mála. Við lifum í áfeng- isneysluþjóðfélagi, og gerum ekk- ert til frambúðar nema með skiln- ingi og samvinnu allra hópa.“ „Ein helsta ástæða þess að við höfum enn ekki náð nægilega til þessa fólks er sú,“ sagði Vilhjálm- ur, „að margir telja enn, að innan SÁÁ séu aðeins menn er eigi við stór vandamál að stríða sjálfir, en svo er í rauninni ekki. í Samtök- unum eru alkóhólistar, virkir og óvirkir, bindindismenn og svokall- aðir hófdrykkjumenn, og allt þar á milli, samtals um 9 þúsund manns. Fólk sem vill vinna mál- efninu gagn, hvert á sinn hátt. Alkunna er, að áfengisvanda- málið snertir hverja einustu fjöl- skyldu í landinu með einum eða öðrum hætti, og það getur því eng- inn staðið hjá eða verið stikkfrí, er þessi mál ber á góma. Við verðum að færa umræðuna út í þjóðfélag- ið, umræður eru allar af hinu góða, og æskilegast er að ungl- ingar fái fræðslu um þessi mál þegar á 9 til 10 ára aldri, hvað ungur nemur, gamall temur. Heimilin eru tvímælalaust mikil- vægasti vettvangur fyrir þessa fræðslu. Eðlilegt er að vísu að hver unglingur og hver maður eigi sitt eigið reynslutímabil í þessum efnum eins og öðrum, en þekking á því sem um er að ræða getur þá einmitt orðið til ómetanlegs gagns, til dæmis ef gengið er of greitt um gleðinnar dyr. Stór orð og fullyrðingar eins og „ræfildóm- ur“, „aumingjaskapur", gagnvart ungum sem öldnum hafa engan árangur fært í baráttunni gegn áfengisvandamálinu. Áfengis- vandamálið verður ekki lagt að velli með slíkum stóryrðum." Skólarnir hafa brugðist Þið talið um stóraukna fræðslu í skólum landsins. Hafa skólar og yfirvöld menntamála ekki staðið sig í stykkinu í þessum efnum að ykkar mati? „Nei, því fer víðs fjarri," sagði Vilhjálmur, „skólarnir hafa ekki rækt sitt hlutverk í þessu efni, og allt fram á þennan dag hafa flest- ir nemenda gengið í gegnum allt skyldunámsstigið, og jafnvel framhaldsnám, án þess að fá nokkra fræðslu um áfengismál, svo snar þáttur sem áfengisneysla er þó í þjóðlífinu, og þrátt fyrir það hve ofdrykkja er stórt vanda- mál hér á landi." „Fræðsla um þessi mál er nauð- synleg, og við vonumst til að hún verði stóraukin á næstunni" sagði Björgólfur, „en það er fleira en hrein fræðsla um áfengismál, sem við höfum í huga. Trúlega er engin fræðsla eins áhrifamikill, eins og kennsla í almennum umgengis- háttum og samskiptum fólk, þar ríkir hreint ófremdarástand hér- lendis. Við íslendingar erum dulir og förum einfari, og eimni og upp- burðarleysi er vandamál sem hrjáir fjölmarga unglinga. Þessi umgengnishöft viljum við reyna að kveða niður, og sannfæring mín er sú, að ef það tekst, þá mun áfengisvandamálið einnig minnka verulega. Allir kannast við feimni frá unglingsárum sínu, strákar þora ekki að bjóða upp, krakkar eru hræddir við að láta í ljós sjálfstæðar skoðanir og svo fram- vegis. Þá er oft gripið til áfengisins, vegna þeirra áhrifa er það hefur, fólk verður opið og óhrætt við að tjá sig. Með fræðslu, auknum um- ræðum um mannleg samskipti, ræðumennsku, dansnámskeiðum, og fleiri slíkum þáttum væri hægt að losa um höftin, og gera ungl- inga að hamingjusamara fólki." 30 samtök berjast við áfengið Talið berst að þeim aðilum hér á landi, sem einkum fást við barátt- una við áfengisbölið, og spurt er hvort nægilegt samstarf sé á milli þessara aðila. Þeir Björgólfur og Vilhjálmur sögðu, að hér á landi væru nú starfandi um 30 samtök, sem á einn eða annan hátt tengjast vinnu að þessum málum. SÁÁ hafi átt ágætt samstarf við þessa aðila, en of lengi hafi umræða um áfengismál ekki náð út í þjóðfélag- ið, þar varð á mikil breyting við stofnun SÁÁ. Þar sé að finna lyk- ilinn að velgengni samtakanna, og þar sé að finna helstu vonina um árangur í fyrirbyggjandi störfum, sem allir fyrrnefndir 30 aðilar þurfi að láta til sín taka. SÁÁ séu áhugamannasamtök, og starfsemi þeirra sé gleggsta dæmið um hvernig frjáls félaga- samtök geti lyft Grettistaki í þess- um málum. Þessir aðilar geti þó ekki einir leyst aðsteðjandi vanda- mál, þar verði opinberir aðilar einnig að koma til. Hingað til hafi þeir vanrækt þetta hlutverk, en góðar undirtektir forsætisráð- herra við hugmyndir og tillögur SÁÁ og fleiri aðila veki þó góðar vonir. Fjölþætt starfsemi SÁÁ Starfsemi Samtaka áhugafólks um áfengisvandamálið er í dag nokkuð viðamikil. Fjöldi starfs- fólk er tæplega 50 manns, rekin er ráðgefandi þjónusta, sjúkrastöð fyrir alkóhólista, sem tekur 30 manns, er rekin að Silungapolli, endurhæfingardeild fyrir 30 manns er rekin að Sogni í Ölfusi, endurhæfingarheimili fyrir 24 er rekið að Staðarfelli í Dölum, fjöl- skyldudeild er starfrækt í Reykja- vík í samvinnu við Áfengisvarn- ardeild Heilsuverndarstöðvarinn- ar, og er þá ótalin skrifstofa í Reykjavík er sér um alla yfir- stjórn og rekstur starfseminnar. Á síðasta ári nutu rösklega 1100 manns meðferðar að Silungapolli, en þar er sjúklingafjöldi frá upp- hafi orðinn 3500 manns. Frá Sogni hafa útskrifast um 1100 manns frá byrjun, þar af 408 á sl. ári og þannig mætti áfram telja. „í janúar 1980 festi SÁÁ kaup á 574 fermetra hæð við Síðumúla 3 til 5, eins og áður er að vikið,“ sagði Vilhjálmur. „Kaupverð var 110 milljónir gkr., og var húsið þá tilbúið undir tréverk. Húsnæðið hér dugir vel undir hina efldu starfsemi, og ætlunin er að koma hér á fót auknu námskeiðahaldi. Þar verður hægt að hafa tvo 70 manna fundarsali, sem ljóst er að verða fullnýttir alla daga vikunn- ar. Ennfremur batnar öll starfs- aðstaða starfsfólks til mikilla muna.“ Margt er því greinilega á döf- inni hjá SÁÁ um þessar mundir eins og áður, og mætti margt fleira nefna. Það verður þó að bíða betri tíma, en þó má minna á að sótt hefur verið um lóð í Reykja- vík fyrir sjúkrastöð er leysi stöð- ina að Silungapolli af hólmi. Úr- lausn í því máli er væntanleg nú í þessum mánuði og hefjast bygg- ingarframkvæmdir næsta vor. - AH.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.