Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.12.1981, Qupperneq 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 Mannréttindi félagafrelsi verkalýdsfélög eftir Magnús Thoroddsen Hinn 13. ágúst 1981 kvað Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg, upp dóm í málinu, Young, James og Webster gegn Stóra-Bretlandi. Þar sem hér er um afar merkan dóm að ræða, sem á erindi til allra hugsandi manna, tel ég rétt að biðja yður, hr. ritstjóri, að birta þessa frásögn núna um dórainn í yðar ágæta blaði Morgunblaðsinu. Málavextir eru í stuttu máli þessir: Kærendur, þeir Young, James og Webster voru allir starfsmenn Bresku járnbrautanna („British Rail“). Young hafði byrjað að starfa hjá fyrirtækinu 1972, Jam- es 1974 og Webster 1958. Enginn þeirra var í verkalýðsfélagi, en innan bresku járnbrautanna voru starfandi þrjú verkalýðsfélög, þ.e. National Union of Railwaymen („NUR“), The Transport Salaried Staffs Association (,,TSSA“) og The Associated Society of Loco- motive Engineers and Firemen („ASLEF"). Árið 1975 gerðu þessi þrjú verkalýðsfélög samkomulag við Bresku járnbrautirnar („British Rail“) um að koma á tilteknu fyrirkomulagi, er kallast á ensku máli „closed shop“, sem þýddi, að hér eftir var það skilyrði fyrir at- vinnu hjá Bresku járnbrautunum, að starfsmenn, eins og Young, James og Webster, gengju í eitt- hvert af ofangreindum verkalýðs- félögum. Þetta neituðu þeir þremenn- ingarnir að gera, og árið 1976 var þeim öllum sagt upp störfum hjá Bresku járnbrautunum. Samkvæmt lögum frá 1974 („Trade Union and Labour Relat- ions Act“), er „closed shop“ sam- komulagið var byggt á, töldust uppsagnir þeirra þremenninganna sanngjarnar („fair"). Þeir fengu því engar skaðabætur, hvað þá endurráðningu. Þeir Young, James og Webster kærðu mál sín fyrst til Mannrétt- indanefndar Evrópu. Meirihluti Mannreítindanefndarinnar (14 at- kvæði gegn þremur) taldi í áliti, dagsettu 14. desember 1979, að brotinn hefði verið réttur þeirra kærenda til félagsfrelsis, skv. 11. grein Mannréttindasáttmála Evr- ópu frá 4. nóvember 1950. Mannréttindanefndin vísaði síð- an málinu til Mannréttindadóm- stóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn hinn 13. ágúst 1981, svo sem fyrr segir. Rök þeirra Young, James og Webster fyrir því að neita að ganga í verkalýðsfélag má draga saman á eftirfarandi hátt: 1. Hr. Young: a) Hann var ósammála pólitísk- um skoðunum verkalýðsfor- ingjanna hjá „TSSA“. b) Peningar úr sjóðum félagsins voru notaðir til að gefa út mán- aðarrit, sem studdi Verka- mannaflokkinn (Labour Party), og hann hafði ekki fengið tryggingu fyrir því, að sjóður félagsins væri ekki notaður í annars konar póli- tískum tilgangi. c) Hann var ósammála stuðningi „TSSA“ við þjóðnýtingu iðnað- arins og verðbólguaukandi kaupkröfum félagsins. Hann var einnig mótfallinn þvL að verða að taka þátt í verkföllum, vegna þess, að járnbrauta- starfsmenn væru í lykilaðstöðu sem þjónustu-iðnaður, og leit hann á verkföll af þeirra hálfu sem fjárkúgun gagnvart þjóð- félaginu í heild. d) Hann taldi „TSSA“ umburðar- laust gagnvart einstaklings- bundnum skoðunum og frelsi, þar sem félagið keppti að því að koma á hinu svonefnda „closed shop“ fyrirkomulagi og næði þar með óþolandi áhrifa- völdum varðandi mannaráðn- ingar og uppsagnir. 2. Hr. James. Hann hafði áður verið í verka- lýðsfélagi og var í sjálfu sér ekki mótfallinn því að ganga í „NUR“. Hins vegar hafði hann frestað að taka endanlega ákvörðun um það, þar eð hann var ekki sannfærður um að félagsaðildin yrði honum til hagsbóta. Hann hafði áður kvart- að undan því við félagið, að hann hefði langtum lægra kaup en vinnufélagi hans sem vann sömu störf. Kvörtun hans var ekki sinnt. Þar að auki hafði hr. James sterka trú á rétt hvers manns til að velja og hafna. 3. Hr. Webster: Rök hans fyrir því að neita ganga í verkalýðsfélag (hvort heldur „TSSA“ eða „NUR“, sem hann lagði að jöfnu) voru þessi: a) Hann var á móti núverandi starfsemi verkalýðshreyfingar- innar og taldi félögin ekki sanna fulltrúa verkalýðsins. Þau hefðu, með óréttmætum kaupkröfum, skaðvænleg áhrif á svæði efnahags-, iðnaðar-og félagsmála, og störfuðu því ekki með hagsmuni verka- manna og þjóðfélagsins í heild að leiðarljósi. Honum var það auk þess þvert um geð, að þurfa að taka þátt í verkföllum, sem skaðaði aðra verkamenn og al- menning í landinu. b) Hann var þeirrar skoðunar, að einstaklingurinn ætti að hafa frelsi til að velja um, hvort hann vildi ganga í verkalýðs- félag eða ekki. Ennfremur ætti hann að hafa rétt á því að láta' í ljós og standa við skoðanir sínar og sannfæringu án þess að vera ógnað með atvinnu- missi og missi lífsframfæris, en „closed shop“ fyrirkomulag- ið hefði slíkar afleiðingar i för með sér. Þetta fyrirkomulag sniði því ekki hina efnislegu agnúa af verkalýðsfélagakerfinu. Ég hefi nú stiklað á stóru varð- andi málavexti, en tel hins vegar rétt að þýða frá orði til orðs rök- stuðning Mannréttindadómstóls- ins (þó ekki tilvitnanir hans, ef einhver vildi kynna sér fordæmin nánar): Kökstuðningur Dómstólsins I. Ábyrgð hins stefnda ríkis 48. Hr. Young, hr. Jamés og hr. Webster halda því fram, að meðferðin, sem þeir hlutu, feli í sér brot gegn 9., 10., og 11. gr. Mannréttindasáttmálans, sér- staklega þegar þessar greinar væru lesnar í samhengi, og ennfremur brot á 13. grein. Áður en fjallað verður um sjálft málsefnið, þarf að taka til athug- unar, hvort unnt er að fella ábyrgð á hið kærða ríki, Stóra-Bretland. Ríkisstjórnin hefir gefið þá mál- flutningsyfirlýsingu, að ef dóm- stóllinn kæmi til með að líta svo á, að uppsagnir kærenda feli í sér brot gegn 11. grein og að það brot megi telja beina afleiðingu af Verkalýðsfélagalöggjöfinni „TULRA" (Trade Union and Lab- our Relations Act 1974) ásamt þeirri breytingu, er gerð var á þeim lögum 1976, þá sé ábyrgð hins kærða ríkis fyrir hendi vegna téðrar lagasetningar. Mannréttindanefndin leit einnig þannig á málið í úrskurði sínum. 49. Samkvæmt 1. grein Mannrétt- indasáttmálans ber hverju að- ildarríki „að tryggja sérhverj- um manni, sem staddur er innan lögsögu þess þau rétt- indi og það frelsi, sem skil- greind eru í Sáttmálanum". Þar af leiðir, að sé brotið gegn þessum réttindum eða frelsi með innlendri lagasetningu, bakar það viðkomandi ríki ábyrgð á brotinu. Þótt aðal- orsökin fyrir þessu máli sé samkomulagið frá 1975 milli Bresku Járnbrautanna („Brit- ish Rail“) og verkalýðsfélaga járnbrautarstarfsmanna, þá var það innanlands-löggjöfin er gilti á þessum tíma, sem gerði meðferðina á kærendum löglega, og sem þeir kvarta nú undan. Abyrgð hins kærða ríkis á brotum gegn sáttmál- anum grundvallast á þessu. Samkvæmt þessu er engin ástæða til að rannsaka — eins og kærendur héldu fram — hvórt ríkið kynni einnig að bera ábyrgð á þeim forsend- um, að líta mætti á það sem vinnuveitanda, eða að „British Rail“ væri undir umsjá ríkis- ins. H. Hið meinta brot gegn 11. grein 50. Aðalálitaefnið í þessu máli varðar 11. grein, sem hljóðar svo: ll.gr. „1. Rétt skal mönnum að koma saman með friðsömum hætti og mynda félög með öðrum, þar á meðal að stofna og ganga í stéttarfélög til verndar hags- munum sínum. 2. Eigi skulu réttindi þessi háð öðrum takmörkunum en þeim, sem mælt er um í lögum og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi vegna öryggis al- mennings eða ríkis, til að koma í veg fyrir óspektir eða glæpi, til verndar heilbrigði eða sið- gæði eða til að vernda réttindi og frelsi annarra. Ákvæði þess- arar greinar skulu eigi vera því til fyrirstöðu að löglegar tak- markanir séu settar við því, að herliðar, lögreglumenn eða stjórnarstarfsmenn njóti þess- ara réttinda." I. Brot gegn réttindum skv. 11. grein 51. Verulegur hluti málflutnings- ins fyrir Dómstólnum var helgaður spurningunni um það, hvort 11. grein tryggði ekki aðeins félagafrelsi, þar með talinn rétt til að stofna og að ganga í verkalýðsfélag Ljá- kvæðum skilningi, heldur og hvort í ákvæðinu felist einnig „neikvæður réttur", þannig að menn verði eigi neyddir til að ganga í félög eða sambönd. Meiri hluti Mannréttindanefnd- ar, (hún fjallar ávallt fyrst um málin, innskot mitt), taldi ekki nauðsynlegt að skera úr þessu álitaefni, hins vegar hafa kærend- ur haldið því fram, að „neikvæður réttur," væri greinilega innifalinn í textanum. Ríkisstjórnin, sem leit á niðurstöðu Mannréttindanefnd- arinnar á þann veg, að hún viður- kenndi í raun takmarkaðan „neikvæðan rétt“, hélt því hins vegar fram, að 11. grein hvorki veitti né tryggði rétt, er bannaði að neyða menn til að ganga í félög. Ríkisstjórnin staðhæfði, að slíkum rétti hefði, af ásettu ráði, verið haldið utan við Mannréttindasátt- málann og það kæmi berlega í ljós í eftirfarandi kafla úr undirbún- ingsgögnum Mannréttindasátt- málans („travaux préparatoires"): „Sökum þeirra erfiðleika, sem í ljós hafa komið vegna „the closed shop system" (þ.e. að menn verði að vera i einhverju verkalýðsfélagi til að halda atvinnu) í tilteknum ríkjum, hefir ráðstefnan í þessu sambandi talið það óæskilegt að setja það ákvæði í Sáttmálann, að „enginn verði neyddur til að verða í félagi", eins og kveðið er á um í 20. gr. 2. mgr. Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðanna" (Report of 19 June 1950 of the Conference of Senior Officials, Collected Edition of the „Travaux Preparátoires", val IV., p. 262). 52. Mannréttindadómstóllinn tel- ur ekki nauðsynlegt að svara þessari spurningu í þessu máli. Dómstóllinn minnir hins vegar á það, að rétturinn til að stofna og til að ganga í verka- lýðsfélög er sérstakur þáttur í félagafrelsinu (See the Nat- ional Union of Belgian Police judgment of 27 October 1975, series A No. 19, p. 17, 38), við þetta er því að bæta, að hug- takið frelsi felur í sér valfrelsi að einhverju marki. Ef maður gengur út frá því sem gefnu, vegna þeirra ástæðna, sem getið er í fyrr- greindum kafla úr undirbún- ingsgögnum Sáttmálans (tra- vaux préparatoires), að alls- herjarregla eins og sú, sem sett er í 20. gr. 2. mgr. Mann- réttindayfirlýsingar Samein- uðu þjóðanna hafi af ásettu ráði verið haldið utan við Mannréttindasáttmála Evr- ópu, og því sé eigi unnt að líta á hana sem hluta af Sáttmál- anum, þá má allt að einu ekki álykta þannig, að hinn „nei- kvæði þáttur" félagafrelsisins falli gersamlega utan ramma 11. greinar, og að hvers konar nauðung til þess að knýja menn til að ganga í tiltekið verkalýðsfélag sé samrýman- leg tilgangi þessa ákvæðis. Ef 11. grein væri túlkuð þannig að hún heimilaði hvers konar nauðung í þessu skyni, þá væri þar með verið að ráðast að grundvelli þess frelsis sem grein þessari er ætlað að vernda. (sjá mutatis mutandis, the judgment of 23 July 1968 on the merits of the „Belgian Linguistic" case, Series A no. 6, op. 32, 5, the Golder judge- ment of 21. February 1975, Series A no. 18, p. 19, 38, and the Winterwerp judgment of 24. October 1979, Series A no. 33, p. 24, 60). 53. Dómstóllinn vill enn einu sinni leggja áherslu á það, að í máli sem einstakir menn hafa höfðað, verður Dómstóllinn, án þess þó að missa sjónar á hinni almennu hlið málsins, að einbeita athygli sinni, eins og mögulegt er, að því álitsefni, sem til úrslausnar er í hverju einstöku tilviki, (sjá inter alia, the Guzzardi judgment of 6. November 1980, Series A No. 39, 31-32, 88). Þar af leiðir, að í þessu máli er það ekki verkefni Dómstóls- ins að vega og meta þetta kerfi („the closed shop system") sem slíkt gagnvart Mannréttinda- sáttmálanum eða að láta í ljós skoðun sína á öllum þeim af- leiðingum og þvingunum, sem kerfið kann að hafa í för með sér, heldur takmarkar Dóm- stóllinn rannsókn sína við þær afleiðingar, sem það hefir í för með sér fyrir kærendur í þessu máli. 54. Sem afleiðing af samkomulag- inu, er gert var 1975, (sjá tölu- lið 29) stóðu kærendur and- spænis þeim vanda, hvort þeir ættu að ganga í verkalýðsfé- lögin, „NUR“ (in the case of Mr. James) eða „TSSA“ eða „NUR“ (in the case of Mr. Young and Mr. Webster) eða missa atvinnunna. Aðild að verkalýðsfélagi hafði ekki ver- ið skilyrði fyrir því að fá at- vinnu, þegar mennirnir réðu sig, og tveir þeirra höfðu gegnt störfum sínum um árabil. All- ir líta kærendur svo á, að það sé brot á rétti þeirra til félag- afrelsis, að setja það að skil- yrði fyrir atvinnu, að þeir gangi i verkalýðsfélag, svo sem gert var með samkomu- Iaginu frá 1975. Þar að auki eru þeir hr. Young og hr. Webster mótfallnir stefnu- miðum og starfsemi verka- lýðsfélaga, og til viðbótar þessu er hr. Young mótfallinn þeim pólitísku tengslum, sem hin tilteknu verkalýðsfélög halda uppi, (sjá töluliði 34, 37 og 43). Þar sem þeir neituðu að láta undan því, sem þeir töldu óréttmæta nauðung, voru þeim send uppsagnarbréf. Samkvæmt þeim lögum, sem þá voru í gildi (sjá töluliði 17 og 20-23) var uppsögn þeirra sanngjörn („fair"), þess vegna gátu þeir hvorki krafist skaða- bóta, né heldur endurráðn- ingar eða annars starfs. 55. Sú aðstaða, sm kærendur voru þar með komnir í, var greini- lega í mótsögn við hugtakið fé- lagafrelsi í hinum „neikvæða" skilningi. Ef gengið er út frá því, að 11. grein verndi ekki „neikvæða“ þátt þessa frelsis til jafns við hinn jákvæða, þarf nauðungaraðild að til- teknu verkalýðsfélagi ekki alltaf að brjóta í bága við Sáttmálann. Hins vegar er hótun á upp- sögn, sem felur i sér missi á Hfsframfæri, hið alvarlegasta form nauðungar og í þessu máli var henni beint gegn þrem mönnum, sem ráðnir höfðu verið í þjónustu Bresku Járnbrautanna, áður en nokk- urri skyldu til að ganga í til- tekið verkalýðsfélag hafði ver- ið komið á. Dómstóllinn álítur, að slíkt form nauðungar eins og það kemur fram í þessu máli höggvi -að rótum þess frelsis, sem 11. gr. er ætlað að vernda. Þegar af þeirri ástæðu hefir þessi réttur verið brotinn á kærendum. 56. Önnur hlið þessa máls varðar hið takmarkaða frelsi, sem kærendur höfðu til að velja af frjálsum vilja, hvaða verka- lýðsfélag þeir gengu í. Ein- staklingur nýtur ekki réttar til félagafrelsis ef í raun frelsi hans til athafna og vals er annað hvort ekkert eða svo takmarkað að það hefir ekkert raunhæft gildi (sjá, mutatis mutandis, the Airey judgment of 9. October 1979, Series A No. 32, p. 12, 24). Ríkisstjórnin hélt því fram í málflutningi, að löggjöf sú, sem hér um ræðir (sjá tölulið 26), gerði meira en að tak- marka athafna- og valfrelsið á þessu sviði, því að hún vernd- aði það einnig berum orðum, sérstaklega, þar sem það hefði staðið kærendum opið að stofna eða ganga í annað verkalýðsfélag til viðbótar við eitthvað af hinum tilgreindu félögum. Kærendur héldu því hins vegar fram, að þannig væri þetta ekki í raun og veru, því að slíkt skref hefði verið útilokað að taka vegna sam- komulagsins milli Bresku

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.