Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 11

Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 43 íslenzk auglýsingagerð er óneitanlega nokkurt metnað- armál hjá mér, því segja má að ég hafi beinlínis og óbeinlínis menntað flesta mína samkeppn- isaðila. Ég hef m.a. kennt aug- lýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann í 19 ár og þar hafa flestir farið í gegn sem nú starfa að auglýsingum. Þá hafa margir þeirra sem nú reka aug- lýsingastofur verið starfsmenn mínir hér á Auglýsingastofunni og öðlazt hér sína fyrstu starfs- reynslu. Það hefur eiginlega komið í minn hlut að vera eins konar lærifaðir þessa 70 til 80 manna hóps sem starfar að auglýsinga- gerð hér á landi og hafa for- göngu um fræðslu- og félagsmál í greininni. Þannig hefur Aug- lýsingastofan hf. staðið fyrir því undanfarin 7 ár að fá hingað til sýningar þær sjónvarpsauglýs- ingamyndir sem hlotið hafa bezta dóma á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Þá tekur Auglýs- ingastofan hf. þátt í alþjóðlegu samstarfi í gegnum tvö erlend samtök auglýsenda, Scan Vik- ing, sem starfar innan Norður- landanna, og AAAI, sem er al- þjóðlegt samband auglýsinga- stofa. Þá beitti Auglýsingastof- an hf. sér á sínum tíma fyrir stofnun Sambands íslenzkra auglýsingastofa og hefur það fé- lag t.d. staðið fyrir fjölmiðla- könnunum með tilliti til gildi auglýsinga í hverjum fjölmiðli fyrir sig. Auglýsingastofan hf. hefur einnig gefið út bækling á handíðaskólans frá 1974—’76. Þá gerði ég tilraun til að slíta mig frá framkvæmdastjóra- starfinu, sem mistókst, en nú er að sjá hvernig fer. Hvað er það sem framar öðru þarf til að vera góður auglýsinga- teiknari? Auglýsingateiknari þarf að hafa opinn huga og vera mót- tækilegur fyrir því sem er að gerast í kring um hann. Þolin- mæði og traust skapgerð eru gott veganesti í þessu starfi því það er krefjandi — menn verða að kunna að skipuleggja tíma sinn og geta unnið í náinni sam- vinnu við aðra. Þá má aug- lýsingateiknari alls ekki standa í stað — hann verður sífellt að endurnýja sig. Það er engin formúla til fyrir því hvernig góð auglýsing lítur út, og góð aug- lýsing fyrir tíu árum bar allt annan svip en góð auglýsing í dag. Menn verða að skynja þetta einhvernveginn — hvað við á — og til þess þarf maður að vera opinn. Auglýsingateiknarar hér eru margir frábærir teiknarar og þjálfaðir við hin margbreyti- legustu verkefni. í þessu starfi er maður að fást við teikningu meira og minna allan daginn, og alltaf að takast á við ný verk- efni. Oft kemur upp hjá manni löngun til að nota þessa reynslu og snúa sér að almennri mynd- list — á bakvið er það náttúru- lega alltaf draumurinn hjá manni, draumur sem hæglega gæti snúizt upp í martröð ef maður léti það eftir sér. Starfsfólk Auglýsingastofunnar hf. ensku, „Advertising in Iceland", og eru þar tölfræðilegar upplýs- ingar um Iand og þjóð og aug- lýsingaleiðir á Islandi. Nú hefur þú látið af störfum sem framkvæmdastjóri Auglýs- ingastofunnar hf. þegar hún hefur starfað undir þinni stjórn í 20 ár. Já, ég vildi nota þetta tæki- færi til að snúa mér að sérgrein minni, auglýsingateiknun og bókagerð. Yfirumsjón reksturs fyrirtækisins hefur oft tekið tíma minn allan og ég þar af leiðandi lítið getað sinnt teikn- ingunni. Halldór Guðmundsson hefur tekið við sem fram- kvæmdastjóri, en hann hefur áður gegnt því starfi hér um tíma. Það var þegar ég tók að mér skólastjórn Myndlista- og En allt um það. Það orð hefur lengi legið á að auglýsingateikn- un væri einhver strangasta deildin í Myndlista- og handíða- skólanum og sumir jafnvel látið að því liggja að ég gerði of strangar kröfur til nemenda minna. Það kann að vera satt að ég hafi verið strangur kennari og vænzt mikils af nemendum mínum, jafnvel svo að sumum hafi fundizt um of. En það hefur líka komið fyrir að eftir að nem- endur mínir hafa tekið til starfa í greininni og kynnzt þeim kröf- um, sem starfið gerir til þeirra, að þá hafi þeir gefið mér í skyn undir fjögur augu að þeir séu mér þakklátir fyrir þann stranga undirbúning sem ég veitti þeim á námsárunum. Tveir úr happdrættisnefndinni við bílinn, Árni Bjömsson og Stefán Gunnlaugsson. KA vann bílinn sjálft Ekkert álit komið frá þingnefndum SVERRIK Hermannsson, forseti neðri deildar Alþingis, gat þess í upphafi þingdeildarfundar í gær, að engin þingnefnd hefði enn skilað nefndaráliti, þó fjöldi mála væri hjá þeim til umfjöllunar. Stefnt er að því, sagði þingdeild- arforseti, að síðasti starfsdagur Alþingis fyrir jólahlé verði föstu- dagur 18. desember nk., þann veg, að aðeins eru tæpar þrjár vikur eftir af starfstíma þingsins á þessu ári. Beindi hann þeirri áskorun til þingnefnda að setja skrið á málaafgreiðslu. Þá minnti hann og ríkisstjórn á, ef hún vildi fá einhver mál afgreidd fyrir jóla- hlé, þá væri ekki seinna vænna að gera upp hug sinn í því efni.. ÞANN 15. október sl. var dregið í bfla- happdrætti KA, en vinningurinn var Suzuki-bifreið, árg. 1981. Var dregið hjá bæjarfógetanum á Akureyri, og kom upp númerið 3219. Reyndist það vera óseldur miði. Kom bfllinn því í hlut knatLspyrnudeildar KA, og verður hann notaður næstu árin fyrir þjálfara, eða annan starfsmann deildarinnar. Bifreiðin kostar í dag um 73.000,00 en vegna sérstakrar lipurðar umboðsaðil- anna, sem eru Sveinn Egilsson hf. f Reykjavík og Bflasalan hf. á Akureyri, fengum við bflinn allmiklu ódýrari, og má segja, að sala á miðum hafl dugað fyrir bflnum, og þar sem enginn kostn- aður varð við happdrættið, eigum við bflinn nú skuldlausan. Færum við öllum fyrirtækjum og einstaklingum, sem studdu okkur með kaupum á miðum, eða á annan hátt, okkar bestu þakkir og erum þess fullvissir að flestum þeirra, sem keyptu miða, finnst bíllinn vera vel kominn í okkar höndum, enda höfðu flestir látið að því liggja að þeir gæfu okkur bílinn, kæmi vinningur- inn á þeirra miða. (Frétt frá happdrættisnefnd knattspyrnudeildar KA.) NÝTT OG MEIRA VATNSNUDDTÆKI GROHE vatnsnuddtækið hefur breytst í útliti og aukið hefur verið við notagildi þess. Lögun nýja tækisins er nú þannig að fólk á mun betra með að stýra bununni á t.d. axlir og mjaðmir. GROHE vatnsnuddtækið hefur náð vinsældum hér á íslandi eins og erlendis. Það hefur reynst þeim sem þjást af gigt, vöðvabólgum og þess háttar sérstaklega vel. Hægt er að mýkja og herða bunu tækisins að vild, þannig að hver og einn getur haft vatnsnuddið eins og hann helst kýs. GROHE vatnsnuddtækið er hægt að tengja við gömul blöndunartæki jafnt sem ný. Leitið uþþlýsinga, verið ekki lengur án GROHE vatnsnuddtækisins. GROHE - brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd- unartækja. B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.