Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 4 7
Snorri Magnússon, sá sem sér um blóöhundana fyrir Hjálparsveit skáta í Hafnarfiröi, Ole A. Moen frá Félagi norskra skriöuhundaleitareigenda og Tor Lökken, einnig frá Noregi, Einar
Strand, en hann á hundana tvo sem eru á myndinni, og Sumarliði Guðbjartsson, formaöur Björgunarhundasveitar íslands.
„Viss um að St. Bernard-hundurinn
hafí aldrei verið með viskí á pela“
Tveir menn frá Noregi, Tor Lökken og Ole A. Moen, voru staddir hér
á landi í viku tíma, nýfarnir út, í boði Björgunarhundasveitar íslands og
héldu þeir á vegum sveitarinnar námskeið og kennslu í þjálfun svokall-
aðra skriðuleitarhunda. Norðmennirnir eru þjálfarar hjá Félagi norskra
skriðuleitarhundaeigenda, en skriðuleitarhundur kallast hundur sá sem
þjálfaður hefur verið í að leita uppi menn sem hafa orðið undir snjóflóði
sérstaklega, en einnig í almennri leit. Tor og Ole eru sagðir mjög færir
í þjálfun hunda til þessara nota.
Björgunarhundasveit íslands var
stofnuð í desember í fyrra og var
stofnun hennar aö undirlagi Lands-
sambands hjálparsveita skáta og er
sveitin i því sambandi. Þeir voru
meö fundi og æfingar hjá hunda-
ræktarfélögum og hundaeigendum
á meðan þeir dvöldu hér og kom þá
meðal annars fram hjá þeim aö þaö
þurfi ekki aö vera nein sérstök
hundategund sem notuö er í leitum
í snjó hefdur getur þaö veriö hvaöa
hundur sem er, fái hann einungis
næga þjálfun og æfingu og umönn-
un. „Þeir þurfa aðeins aö hafa fjórar
lappir og nef, þá duga þeir," sögöu
Norömennirnir og hlógu. Blaöamaö-
ur Mbl. hitti þá Tor og Ole aö máli á
heimili Snorra Magnússonar hjá
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði en
hann hefur í umsjá sinni og þjálfun
tvo blóöhunda sem hafa reynst vel í
að rekja slóöir týndra manna jafnvel
þó þær séu orönar viku gamlar.
Norömennirnir fylgdust einmitt mik-
ið meö blóðhundunum og voru yfir
sig hrifnir af því sem þeir sáu þar.
Þeir voru aö því spuröir fyrst hvern-
ig þjálfunarnámskeiö fyrir skriöuleit-
arhunda úti i Noregi væru byggö
upp. Ole varö fyrir svörum.
„Þeir hundar, sem eru gersam-
lega óþjálfaöir og nýir ef svo má
segja, eru látnir byrja í C-flokki, en
flokkarnir eru þrír, A, B og C,“ sagöi
Ole, „Námskeiöiö í C-flokki tekur
viku tíma en halda veröur hundun-
um í þjálfun og æfingu áriö sem er i
næsta námskeiði og þá í B-flokki.
Viku námskeiðið fer þannig fram aö
fundiö er og búiö til visst afmarkaö
snjósvæöi. Einhvers staöar þar er
grafinn maöur niöur í snjóinn, ekki
djúpt. Siðan er hundurinn fenginn til
aö finna staöinn þar sem maöurinn
liggur og honum kennt aö merkja
staöinn með því að krafsa meö
löppunum eða gelta eöa annað.
Þegar hundurinn hefur lært aö
merkja þannig staöinn þá fær hann
skírteini upp á að hafa lokiö C-flokki
og staöist. Þaö er mikið um fall á
þessu námskeiöi og maöurinn sem
er aö þjálfa hundinn er ekki síöur
mikilvægur fyrir hvernig hundinum
tekst til og þaö er ekki síöur aö
maöurinn fellur á prófinu.
Síöan líöur venjulegast ár þangaö
til tekiö er til viö B-flokksnámskeið-
iö. Á þessu ári veröur aö halda
hundinum í stööugum æfingum svo
hann gleymi því ekki sem hann hef-
ur lært. I B-flokki námskeiösins eru
kröfurnar miklu meiri þó þaö fari
mjög sviþaö fram og fyrra nám-
skeiðið. Nú er afmarkaöa snjósvæð-
iö mun stærra og maðurinn er graf-
inn á meira dýpi. Það reynir stund-
um á manninn sem grafinn er í
snjónum jafnvel þó hundurinn í
sjálfu sér sé fljótur að finna hann,
sem gerist ekki oft. Það tekur nefni-
lega 10 mínútur á hvern metra fyrir
líkamslyktina aö ná upþ á yfirborðiö
og ef maður er grafinn á þriggja
metra dýpi tekur þaö hálftíma áður
en hundurinn er farinn aö finna
snefil af lykt. Eftir B-flokksnám-
skeiðið líöur enn ár þar sem hund-
urinn er í stööugri æfingu og þjálfun
og svo kemur A-flokksnámskeiðiö,
sem er langerfiöast og reynir mest á
hundinn og þá ekki síður á þjálfara
hans.
I A-flokksnámskeiðinu notar
þjálfarinn töluvert stórt snjósvæöi
eins og 100 sinnum 100 metra og
maðurinn er grafinn á þriggja til
fjögurra metra dýpi. Þegar hundur-
inn hefur sannað og sýnt aö hann
lætur aö stjórn á þessu svæöi og fer
nákvæmlega eftir skipunum þjálfar-
ans, hleypur út og suður, til hliöa og
áfram til'allra átta og nákvæmlega
eins og þjálfarinn segir honum er
hann orðinn góður leitarhundur.
Námskeiöinu, sem hefur í sjálfu sér
tekiö þrjú ár, lýkur svo með dags-
ferö mannsins og hundsins þar sem
þeir fara tveir einir út á einhverja
snjóbreiðuna og til aö reyna enn á
úthald hundsins er hann látinn
draga sleða meö fargi á. Þeir grafa
sig niöur í snjóinn yfir nóttina eða
byggja sér snjóhús og dvelja þar.
Daginn eftir er strax haldiö á leitar-
svæöiö sem hundurinn haföi veriö
þjálfaður á og hann látinn finna þar
mann sem grafinn er í snjónum.
Hundurinn stenst prófiö ef hann er
jafngóöur eftir sieöaferöina og nótt-
ina i snjónum og hefur svo úthald án
hvíldar til aö finna mann grafinn í
snjónum á stuttum tíma. 85 prósent
hundanna falla á þessu prófi enda
eru ekki nema rétt 50 hundar í öllum
Noregi sem hafa staöist prófiö i
A-flokki og eru þar meö fullgildir
skriðuleitarhundar. Kostnaöur við
að koma sór upp slíkum hundi er
um 50.000 norskar krónur.“
Og er þá þjálfuninni lokið?
„Nei, hundurinn þarf á tveggja
ára fresti að fara í endurþjálfun auk
þess sem þarf alltaf aö halda honum
í forminu.“
Hvaða tegundir hunda eru hent-
ugastar í þjálfun fyrir leitir?
„í Noregi eru mest notaðir
Schaeffer-hundar. Það gerir hára-
lagið og þolið í þeim. Þaö eru líka
notaöir Dobermann- og Rattwoler-
hundar að ógleymdum Reddriver-
hundum. Það er oftast aö hundar
með þesss þjálfun sem ég var að
lýsa eru í einkaeign og eigendurnir
eru í hjálparsveitum um allan Nor-
eg“.
Þú nefndir ekki St. Bemards-
hundinn, með viskípelann.
„Nei, sögurnar um St. Bernards-
hundinn eru bara þjóösögur. Þeir
hundar hafa örugglega veriö ööru-
vísi þegar sögurnar af >þeim fóru
sem víðast og ég er viss um aö þeir
hafi aldrei verið með viski á pela."
Nú hafið þið veriö hér á landi í
viku og verið meö fundi og æfingar
og hafið fylgst meö islensku hund-
unum. Hvaöa álit hafið þiö á þeim
og aöstæðum hér á landi?
„Þeir hundar sem við höfum séö
eru margir hverjir ágætir og gætu
orðið góöir skriðuleitarhundar meö
réttri þjálfun. Þó held ég að þeir
sem eiga þessa hunda veröi aö
venja sig á aö vera meira og lengur
úti og uppi á fjöllum. Þaö er ekki
hægt aö þjálfa hund til leita inni í bíl.
Þegar þjálfa á svona skriðuhunda
verður samvinna allra aöila aö vera
góð. Þetta, aö þjálfa hunda í leitir,
er engin einstaklingsvinna. Jú, mér
list vel á íslenska hundinn, hann er
léttur og fljótur og hefur mikinn
kraft. Við höfum góöa reynslu af
svipuðum hundum í Noregi. Ég held
að þaö séu þó nokkrir hundar hérna
sem hægt væri aö nota ef skriöuföll
yrðu þó ekki nema væri vegna þess
að allt er betra en ekkert og þaö
getur verið hvaöa hundur sem er,
sem hægt er að þjálfa upþ. Aöstaða
til að þjálfa hunda í þessu skyni er
mjög góð hér á landi.“
Norðmennirnir voru viöstaddir
æfingu hjá Hjálparsveit skáta í
Hafnarfirði og uröu vitni aö afrekum
blóöhundanna tveggja sem eru i
umsjá Snorra Magnússonar þar hjá
sveitinni. Þeir þekkja ekki slíka gerð
sporhunda og uröu yfir sig hrifnir en
munurinn á sporhundi og skriöuleit-
arhundi er sá að hinn fyrrnefndi rek-
ur slóðir eftir fólk sem geta veriö
nokkurra daga gamlar en lág-
markskröfur, sem geröar eru til
skriöuleitarhunda meö próf í
A-flokki, eru að þefa upþi fimm tíma
gamla slóð utanbæjar svona 500
metra að lengd. Norömennirnir voru
á þeirri skoöun þegar þeir komu
hingaö að ekki væri hægt að rekja
slóö til dæmis á malbiki, en þeir
uröu þó vitni aö því hér á landi.
„Ég held,“ sagði Tor, „aö við höf-
um lært meira af strákunum hér í
Hjálparsveitinni í Hafnarfirði en
Björgunarhundasveitin hefur lært af
okkur.“
En hvers vegna hundar en ekki
önnur dýr?
„Þaö gerir fyrst og fremst þef-
skynið sem er mjög gott hjá hvaöa
hundi sem er. Auk þess hefur hund-
urinn þann eiginleika aö geta sett á
minniö lykt sem hann finnur þannig
aö hann þekkir hana þegar hann
finnur hana aftur. Einnig getur
hundurinn lært. Fram aö þessu hef-
ur ekki komið neitt betra en nefið á
hundinum til leitar enda hefur hund-
urinn í gegnum aldirnar þurft að
nota nefið á sér til aö komast af.“
Er mikið um snjóflóö og skriöur í
Noregi?
„Það eru svona aö meðaltali 30 til
35 snjóflóö á ári þar sem fólk er í
hættu. Og þaö eru í kringum átta
manns sem látast á ári hverju í
snjóflóöum. Þaö eru líka til dæmi
þess aö menn hafi legiö í allt að 17
klukkustundir undir snjó og bjarg-
ast,“ sagöi Ole og bætti við sögum
af snjóflóöum og björgunum. Hann
sagöi t.d. frá skátum nokkrum sem
voru með vetraræfingu upp til fjalla
þar sem þeir bjuggu sér til snjóhús
og þaö kom snjóflóö og fjórir létu
lífið. Þá björguöu hundarnir mörg-
um skátanna. Ole sagöi einnig frá
þvi að í mörgum fjallahótelum í Nor-
egi eru þrír menn á vegum björg-
unarsveita þar sem einn er læknir,
einn er frá Rauða krossinum og einn
þjálfari skriöuleitarhunda og eru
þeir til taks þar í fjöllunum ef eitt-
hvað skyldi koma uppá. Hann sagöi
frá því þegar Tor var lögreglumaöur
í smábæ í Norður-Noregi og Ole var
þá með hund sem hét Alex og með
þeim var læknir og saman mynduðu
þeir svona eftirlitsflokk. Tilkynnt var
um snjóflóö í nálægum fjöllum þar
sem talið var að menn heföu veriö á
skiöum. Þaö var flogið meö þá þrjá
og hundinn í þyrlu yfir aö staðnum
þar sem snjóflóðið hafði falliö og
hundurinn var látinn leita. Hann
fann mann á fimm mínútum sem þá
haföi legið í fimm klukkutima i
snjónum. Maðurinn lá hálfan metra
undir snjónum.
En hvaö eruö þiö fljótir á staöinn
meö hundana?
„Það fer allt eftir aðstæðum
hverju sinni. í flestum tilfellum verð-
ur maöurinn meö hundinn að
treysta á sjálfan sig til aö koma sér
á staðinn og oft getur þaö verið
býsna erfitt þegar járnbrautir, flug-
vélar, bilar og önnur farartæki kom-
ast ekkert áfram vegna snjóa. Þá er
allt undir manni sjálfum komið en
maður veröur aö koma sér á staö-
inn.“
— ai —