Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 16

Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981 Stöndum vörð um skólann!: „I»að er siðferðileg skylda Sjálfstæðisflokks- ins við lýðræðið og æsku landsins að hann tryggi að í skólum sé fjallað um hin ýmsu efni hlut- og hleypi- dómalaust, og að engum kennara sé liðið að draga taum sérstaks stjórnmála- flokks eða stjórnmála- skoðana. I>að er best tryggt með því að Sjálf- stæðisflokkurinn taki skóla- og fræðslumál til gagngerrar endurskoðun- ar.“ eftir Óla Björn Kárason Stöndum vörð um skólann! Meðal þeirra gæða, sem sóst er eftir í þjóðfélaginu, er menntun. Sérþekkingar og meiri menntunar er krafist eftir því sem þjóðfélagið þróast og verður flóknara. Þess vegna hefur hlutverk skólanna orðið þýðingarmeira. Forsenda þess að þjóð fái þrifist og þróast er að hún eigi gott skóla- og fræðslukerfi. Þetta hafa Islend- ingar gert sér ljóst og búið vel að námsmönnum, gert þeim kleift að nema það sem hugurinn girnist og þroska þá hæfileika sem í hverjum og einum búa. Þannig hefur ein- staklingurinn verið í hávegum hafður. En nú virðist sem breytinga sé að vænta. Völd og áhrif skipu- lagshyggjumanna hafa vaxið. Skipulagshyggju gætir í æ ríkara mæli og þar eru menntamál engin undantekning. Ekki aðeins skóla- stjórar, kennarar og nemendur eru orðnir áhrifalitlir, heldur hef- ur sjálfur menntamálaráðherra verið gerður valdalaus eða valda- lítill. Það eru kommúnistar sem ráða ferðinni, með Ragnar Arn- alds fjármálaráðherra í broddi fylkingar. Þróun skólamála hefur í reynd verið þróun ófrelsis og hafta. Skipulagshyggja er ekki réttlætanleg Forsvarsmenn skipulagshyggj- unnar hafa reynt að réttlæta hana með því að halda því fram að með skipulagi í skólamálum verði kom- ið í veg fyrir peningabruðl og offjölgun menntamanna. Það sé því ekki aðeins þjóðhagslega æski- legt heldur nauðsynlegt að skipu- lagshyggja ráði ferðinni í þessum efnum. En reynslan sýnir okkur allt annað. Miðstýring leiðir til spill- ingar og óhagkvæmni í rekstri. Engin einn maður, stofnun eða flokkur getur dæmt um það hvernig þessum málum sé best skipað, til þess er samfélagið allt- of margþætt og flókið. Þess vegna er lýðræðið það skipulag sem best hentar, þrátt fyrir alla galla. For- senda þess er frelsi einstaklings- ins til orðs og æðis og um það verður að standa vörð. Frelsi til framfara Vegna þessa hlýtur það að vera krafa allra lýðræðissinna að horf- ið verði frá miðstýringu í skóla- málum landsmanna. Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að heima- menn í hverju héraði, skólastjór- ar, kennarar og nemendur fái að ráða sínum málum sjálfir, innan marka ákveðinna reglna sem tryggja eiga lágmarksgæði menntunarinnar. Því hver er betri dómari á þarfir og langanir ein- staklingsins en hann sjálfur? Einnig er nauðsynlegt að búið verði þannig í haginn að einka- skólar geti starfað. Samkeppni milli skóla tryggir bestu gæði menntunar. Það er einnig nauð- synlegt að samkeppni sé á milli bókaútgefenda í skólabókaútgáfu, og að skólum verði gert kleift að kaupa þær bækur sem þeir telja bestar. Þannig er öruggt að góðar kennslubækur séu á boðstólum. Augljóst er að frelsi er besta trygging framfara. Við megum því ekki hefta það, hvorki í skóla- eða atvinnumálum, eða á nokkurn annan hátt. Skólinn og róttæklingar Róttæklingar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því hve mikil áhrif hægt er að hafa á ungt fólk. Vegna þessa hafa þeir kappkostað að koma sér fyrir í skólakerfinu, sem kennarar, skólastjórar eða í önnur þau störf þar sem hægt er að hafa áhrif á skólakerfið. Þetta hafa þeir gert, jafnvel þó þessi störf séu oft frekar illa launuð, enda ræður þar hugsjón bylt- ingarmannsins. Róttæklingum hefur orðið veru- lega ágengt í áróðri sínum, enda unnið mikið og fórnfúst starf. Kennslubækur, blöð og greinar, er flæða yfir nemendur framhalds- skólanna, eru allar því marki brenndar að í þeim er verið að út- breiða úreltar kenningar Karls Marx og annarra falsspámanna alræðishyggjunnar. Þær hug- myndir, sem nemandinn fær við lestur þessa áróðurs, á ekkert skylt við þjóðskipulag lýðræðis og frelsis, heldur „villutrú" úr hug- arheimi alræðishyggjumanna. Það er grátlegt til þess að vita hve sjálfstæðismenn og aðrir lýð- ræðissinnar hafa verið blindir fyrir þeirri þróun sem að á sér stað í skólum landsins. Þeir verða að vakna upp af þeim „þyrnirós- arsvefni" sem þeir sofa nú. Það er siðferðileg skylda Sjálfstæðisflokksins við lýðræðið og æsku landsins að hann tryggi að í skólum sé fjallað um hin ýmsu efni hlut- og hleypidómalaust, og að engum kennara sé liðið að draga taum sérstaks stjórnmála- flokks eða stjórnmálaskoðana. Það er best tryggt með því að Sjálfstæðisflokkurinn taki skóla- og fræðslumál til gagngerrar endurskoðunar. Að lokum „Eg er sannfærður um að mað- urinn tortímir menningu sinni ... Hann tortímir henni með því að ofmeta skynsemi sína — ofmeta skynsemi einhvers eins manns eða fárra og fela þeim því of mikil völd. Menn verða að læra af mis- tökum sínum, hætta þeim vinnu- brögðum, sem gefast verr, og taka upp önnur, sem gefast betur, þótt enginn hafi lagt á ráðin um þau. Vera kann, að eina vonin sé að menn læri af mistökum sínum." (Friedrich A. Hayek: Miðjumoðið, Frelsið, 1. hefti 1980, bls. 15.) Menning Islands hvílir á föstum grunni og það er hlutverk skólans að varðveita hana. Það er ein mik- ilvægasta trygging fyrir sjálf- stæði okkar. Við megum ekki láta samhyggjumenn ráða ferðinni. Snúum vörn í sókn. Hefjum ein- staklinginn aftur til vegs og virð- ingar og stöðvum miðstýringuna í skólamálum. Stöðvum framgang alræðishyggjunnar, verum ekki sofandi á verðinum, annars vökn- um við fyrr eða síðar undir ráð- stjórn. Óli Björn Kárason Samið um kjör öldungadeildakennara: Samningurinn fordæmdur og for- maðurinn víttur HIÐ ISL. kennarafélag samdi nýlega við fjármálaráðuneytið um greiðslu til kennara vegna kennslu í öldungadeildum fram- haldsskóla. Viðræður um kjör öldungadeildakennara hafa staðið yfir frá því í vor og var ekki í gildi samkomulag um greiðslu fyrir þessa kennslu á haustönn nema í MH og á Akureyri, og sagði Jón Hnefill Aðalsteinsson formaður félagsins hinn nýja samning gera ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi, m.a. nokkurri hækkun hjá þeim sem kenna fleiri en 20 nemendum, en lækkaðri greiðslu fyrir yfirvinnu svo og greiðslu til þeirra er kenna 19 eða færri nemend- um í hóp. Viðbrögð 28 kennara við öld- ungadeild MH eru þau að hefja ekki störf í öldungadeild eftir ára- mót og 19 kennara í fjölbrauta- skólum Akraness og Suðurnesja sagði Jón Hnefill hafa fordæmt samning þennan og samþykkt vít- ur á formann Hins ísl. kennarafé- lags. Jón Hnefill sagði að stjórn HIK hefði ákveðið að kanna sjón- armið fleiri kennara í þessu 800 manna félagi og því væri ráðgerð- ur félagsfundur 21. nóvember nk. þar sem samningurinn yrði til um- ræðu. Sagði Jón Hnefill viðbrögð manna skiljanleg, sumir sæju fram á nokkra tekjurýrnun, en mat manna hefði verið að ekki hefði verið unnt að ná meiru fram að svo stöddu. Fyrir dyrum stendur úttekt á kennslu i öldungadeild og síðan samningagerð í framhaldi af henni. Sagði Jón nokkurn ágrein- ing hafa ríkt um hvernig greiða ætti meðan þessi úttekt færi fram. Myndin er tekin í nýjum húsakynnum bakarísins Kornið að Engihjalla átta í Kópavogi. „Kornið“ flytur um set BAKAKÍIÐ Kornið, Hjalla brekku 2, hefur opnað nýtt bak- arí að Engihjalla 8, Kópavogi, í Kaupgarðshúsinu. Eigendur eru Jón Þorkell Rögnvaldsson og Kári Eyþórs- son. Vinnuplássið er hannað af Rögnvaldi Þorvaldssyni verk- fræðingi og innréttingar smíð- aðar hjá Hlyni og Valþóri Skemmuvegi 14. Bakaríið verð- ur opið alla daga vikunnar. Cable- hljódfæri hérlendis HAFINN er innflutningur Cable- hljóðfæra. Cable eru bandarísk hljóðfæri, hafa verið framleidd síðan 1875. I píanóinu eru sérstaklega hannaðar bakstoðir, hver þeirra er 4 sentimetrar á þykkt og er valinn viður í þeim, handunninn til að ná sérstakri áferð. Þrír pedalar eru á píanóinu, og eru skábrýr skrúfað- ar í hljómbotn með tréskrúfum en ekki járni til að ná betri tóni. Þá er svokallaður pulsator, sem dreifir tóninum hraðar og jafnar um hljómbotninn. Cable-hljóðfæri fást í Állandi, Álfheimum 6. Eig- endur eru Magnús Kjartansson, Gerður Sigtryggsdóttir, Teitur Eyjólfsson og Lovísa Viðarsdóttir. Aðalfundur Sambands iðn- fræðsluskóla AÐALFUNDUR Sambands iðn- fræðsluskóla á íslandi og Iðnskóla- útgáfunnar var haldinn í byrjun nóv- ember. Fundurinn var haldinn í Iðnskólanum í Hafnarfirði. Fundinn sóttu 28 fulltrúar frá 10 skólum víðs vegar að af landinu. Fundarstjóri var Steinar Steins- son en fundarritarar Guðmundur Hjálmarsson og Hallgrímur Guð- mundsson. í skýrslu stjórnar SIÍ kom fram að stjórnin fjallaði um mörg mál- efni tengd iðnfræðslunni á starfs- tíma sínum. Stjórn SIÍ hefur einn- ig rætt mikið um nýsetta reglugerð um iðnfræðslu. Á starfstíma stjórnarinnar var m.a. unnið að því að koma á jöfnu mati bóklegs og verklegs náms, reynt að koma á samstarfi milli stjórnar SIÍ og fræðslunefnda iðngreinanna, gefin út þrjú frétta- bréf sem fjölluðu um málefni tengd iðnfræðslunni o.fl. Á síðasta aðalfundi SIÍ var kos- in milliþinganefnd er semja átti ný lög fyrir sambandið og útgáfuna. Lagði nefndin fram tillögur sínar er samþykktar voru einróma. Sam- kvæmt nýjum lögum er heiti sam- bandsins nú Samband iðnfræðslu- og tæknimenntaskóla á íslandi — SIÍ. Eftirtaldir menn voru kosnir í stjórn SII, Ingvar Ásmundsson formaður, Jón Böðvarsson og Pálmar Ólason meðstjórnendur og varamenn Jón Fr. Hjartarson, Að- algeir Pálsson og Guðmundur Hjálmarsson. í stjórn Iðnskólaútgáfunnar voru kosnir Ólafur Ásgeirsson, Steinar Steinsson og Agúst B. Karlsson, til vara Björgvin Jó- hannsson, Ingólfur Halldórsson og Hjörleifur Þórlindsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.