Morgunblaðið - 02.12.1981, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
51
(Ljósm. 6l.K.M»(-n.)
Gamla húsið, neðst á Skólavörðustígnum, þar sem verzlunin Kistan er til
húsa, er eitt hinna fáu í borginni sem hlaðin eru úr steini, en innréttingar eru
nýjar.
Laura Ashley-
búð í Reykjavík
KISTAN heitir ný verzlun að Skóla-
vörðustíg 4, en þar verða til sölu
vörur frá Laura Ashley í Bretlandi,
en það fyrirtæki er þekkt fyrir sér
stæða hönnun í rómantískum stfl.
Náttúruleg efni, einkum baðm-
ullarefni, hafa frá byrjun verið
uppistaða í framleiðslu frá Laura
Ashley, en á síðstu árum hefur
fyrirtækið lagt vaxandi áherzlu á
húsbúnað, svo sem veggfóður,
lampaskerma, borðlín og glugga-
tjaldaefni í sömu litum.
Einnig verður Kistan með tízku-
fatnað á börn og fullorðna frá
Laura Ashley, en eigendur verzl-
unarinnar eru Edda Ólafsdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir og Inga og
Rannveig Halldórsdætur.
Brúðarkjólar og samkvæmiskjólar
úr smárósóttum efnum frá Laura
Ashley.
Fulltrúafundur LKL
öruggur akstur
DAGANA 15. og 16. október sl. var
haldinn fulltrúafundur Landsamtak-
anna öruggur akstur að Hótel Sögu.
Kundinn sóttu 27 fulltrúar frá 33
klúbbum auk allmargra gesta, m.a.
forseta íslands, frú Vigdísi Kinnboga-
dóttur, dómsmálaráðherra, Kriðjóni
l*órðarsyni o.fl.
Formaður Landsamtakanna,
Hörður Valdimarsson, setti fund-
inn, og Friðjón Þórðarson dóms-
málaráðherra flutti ávarp, en aðrir
fyrirlesarar voru Ólafúr Ólafsson
landlæknir sem talaði um afleiðingu
umferðarslysa fyrir þjóðarheildina,
Bjarni Torfason læknir fjallaði um
niðurstöður rannsókna umferðar-
slysa ársins 1975, og Stefán
Jóhannsson, erindreki Áfengis-
varnaráðs, ræddi um akstur og
vímugjafa. Fyrirspurnir og umræð-
ur fylgdu í kjölfar erindanna.
Á fundinum voru samþykktar
ýmsar tillögur. M.a. var því fagnað
að lögboðin hefur verið notkun ör-
yggisbelta í bifreiðum, og skoraði
fundurinn á alla landsmenn að nota
bílbeltin eins og lög gera ráð fyrir.
Þá skoraði fundurinn einnig á
dómsmálaráðherra að beita sér að
því að Umferðarráð fái það fjár-
magn sem það þarf á að halda til
þess að geta haldið uppi þeirri
starfsemi sem því er ætlað lögum
samkvæmt.
Kosin var stjórn Landsamtaka
klúbbanna öruggur akstur og er hún
þannig skipuð:
Aðalmenn: Baldvin Ottósson,
lögregluvarðstjóri, Reykjavík, for-
maður, Gísli Björnsson, lögreglu-
fulltrúi, Reykjavík, frú Jónína Jóns-
dóttir frá Gemlufalli, Dýrafirði,
Daníel Oddsson, deildarstjóri, Borg-
arnesi, og Guðjón Einarsson, lög-
regluþjónn, Hvolsvelli.
Varamenn: Hermann Björnsson,
póstfulltrúi, Isafirði, og Magnús
Steinarsson, tryggingafulltrúi, Ak-
ureyri.
Formaður Landsamtaka klúbbanna öruggur akstur, Hörður Valdimarsson, í
ræðustól.
SUMIR VERSLA DÝRT -
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
Libbu>IIIB°DS
VERD
Ferskjur
Blandaðir
ávextir
21
1/1 dós
»95
1/1 dós
Perur Aprikósur Ananas
n',80 1730
1/1 dós X /1/1 dós
,95
1/1 dós!
Frá Búlgaríu: Jarðaiter 1 Q,80
Blönduð 1/1 dós X Z7
ávaxtasulta Jarðarberja
12,50 sulta 500 e-12,50
I jólabaksturinn:
Ljóma áZ >201 Sykur ^ ,00 Pr-
smjörlíkiVf stk 127 kg.pk.^ kg
PB. hveiti
5 lbs. tn,u- ^
10 Ibs.
15’60 2Q»80
JL v/ pr.pk. Maá ^ pr.pk.
Marzipan
3 litir.
Úrval af bökunarvömm á
SÉRTILBOÐSVERÐI.
Danskar smákökur í gríðarlegu úrvali.
STARMYRI 2 — AUSTURSTRÆTI 17