Morgunblaðið - 02.12.1981, Síða 30
62
Iðnaðardeild Sambandsins:
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981
Krefst rannsóknar
vegna gruns um ólög-
legan innflutning
IÐNAÐARDEILD Sam-
bandsins á Akureyri hyggst
krefjast opinberrar rann-
sóknar vegna gruns um
ólöglegan innflutning frá
löndum Austur-Asíu. Grunur
Akranes:
Víkingur með
fullfermi af loðnu
Akranesi, 30. nóvember.
TOGARARNIR Haraldur
Böðvarsson AK 12 og Kross-
víkin AK 300 voru hér í lok
síðustu viku með afla, sem
samanstóð að mestu af með-
alstórum karfa. Haraldur var
með 115 lestir og Krossvíkin
var með 132 lestir.
Línuveiðibátarnir Grótta og
Sólfari hafa verið með 4—6 lestir í
verðiferð að undanförnu. Uppi-
staðan í afla þeirra var væn ýsa,
en ennfremur var um „þokka-
legan" þorsk að ræða.
Vélskipið Víkingur er á leið
hingað með fullfermi af loðnu af
norðurslóðum til vinnslu í SFA.
Verksmiðja SFA hefur nú tekið á
móti liölega 17 þúsund lestum.
— Júlíus
hefur vaknað um að fatnaður
frá Hong Kong og öðrum
stöðum í A-Asíu sé fluttur
tollfrjáls hingað til lands.
Er þessi varningur, til dæm-
is skór og gallabuxur, þá flutt-
ur inn í gegnum hollensk eða
þýzk heildsölufyrirtæki, sem
breyta vörumerkjum og afla
nauðsynlegra gagna svo hægt
sé að flytja þennan varning
inn samkvæmt fríverzlunar-
samningum og er þá látið líta
svo út, sem varan sé framleidd
í Evrópu.
Lausleg könnun fyrirtækis-
ins bendir til að talsvert magn
af t.d. skófatnaði og gallabux-
um sé flutt hingað til lands á
þennan hátt og selt í verzlun-
um hérlendis. Þessum brögð-
um mun einnig beitt við inn-
flutning til hinna Norðurland-
anna.
Hjörtur Eiríksson hjá Iðn-
aðardeild Sambandsins sagði
að við athugun hefði komið í
ljós að mál þetta væri flókn-
ara en menn hefðu haldið í
upphafi. Hins vegar væri
grunur ráðamanna Iðnaðar-
deildar hinn sami og áður og
ýmsir hefðu tjáð sig sama
sinnis.
Kodak
Ektralite400
myndavél sem
vekurathygli
Falleg og stílhrein myndavél með linsu f/6.8
— Ijósopi 24 mm. — Innbyggðu flassi —
Föstum fókus frá 1,2m til óendanlegt.
í fallegri gjafaöskju. Verð kr.:
E2 HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
GLÆSIBÆR
S: 82590
AUSTURVER
S: 36161
Umboðsmenn
um allt land
Frá æfingu Litla leikfélagsins á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson. 24 leikarar taka þátt í sýningunni, þar af
nokkur börn. Ljósm. Arnór.
Litla leikfélagið í Garði:
Sýnir Gullna hliðið í
tilefni 5 ára afmælis
(iarói, 30. nóvember.
FIMMTUDAGINN 3. desember
frumsýnir Litla leikfélagið leikritið
Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns-
son, en þetta verk er tekið til sýn-
ingar í tilefni 5 ára afmælis félags-
ins sem var sl. fdstudag. Gullna
hliðið var fyrst sýnt hjá Leikfélagi
Reykjavíkur fyrir tæpum 40 árum,
eða annan í jólum 1941.
Sex stór hlutverk eru í leikrit-
inu. María Guðfinnsdóttir leikur
kerlinguna, Ólafur Sigurðsson
Jón bónda, Margrét Snæbjörns-
dóttir leikur Vilborgu, óvininn
leikur Unnsteinn Kristinsson,
Viggó Benediktsson Lykla-Pétur
og Gisli Eyjólfsson leikur Pál
postula.
Mjög mörg hlutverk eru í
Gullna hliðinu, eða alls 24. Jón
Júlíusson leikari hjá LR leik-
stýrir verkinu, en leikmyndir
hefir Hjördís Bergsdóttir teikn-
að. Tónlistin er eftir Pál ísólfs-
son.
Eins og fyrr sagði verður
frumsýningin á fimmtudag.
Hefst sýningin kl. 21 í samkomu-
húsinu. Önnur sýning verður svo
sunnudaginn 5. desember kl. 16.
Litla leikfélagið hefir ætíð
farið með leikrit sín á flakk ef
svo má að orði komast, þ.e. sýnt
verkin í nágrannabyggðum og
verður væntanlega svo einnig
nú, en ekkert hefir þó verið
ákveðið enn í þeim efnum.
Formaður litla Leikfélagsins
er Sigfús Dýrfjörð.
Arnór.
Framfarafélagið kynnir
Ártúns- og Seláskipulag
Framfarafélag Seláss- og Ár
bæjarhverfis heldur aðalfund sinn
í félagsheimilinu Árseli við Rofa-
bæ nk. fimmtudagskvöld 3. des-
ember kl. 20.00.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa munu verða kynntar til-
lögur að deiliskipulagi á Ár-
túnsholti og austurhluta Seláss.
Arkitektarnir Knútur Jeppesen,
sem er höfundur að skipulagi
Ártúnsholts, og Hrafnkell
Thorlacius, höfundur skipulags
austurhluta Seláss, munu mæta
á fundinum og skýra hugmynd-
ir sínar og svara fyrirspurnum
fundarmanna.
Mun því þarna á fundinum
gefast einstakt tækifæri til að
kynnast frá fyrstu hendi hug-
myndum um byggð á þessum
umdeildu svæðum. Eru allir Ár-
bæjar- og Selássbúar hvattir til
að mæta.
Stjórn FSÁ