Morgunblaðið - 05.02.1982, Side 8

Morgunblaðið - 05.02.1982, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 Hvað segja þau um „sniffið? 66 Beittu hjartahnoði til að lífga við 14 ára strák Hann er 14 ára ){amall og var ásamt félðgum sípum í nýbyggingu nálægt Ölduselsskóla að „sniffa" gúmmílím. Það var mánudagur og þeir höfðu stundað þessa iðju frá því seinni hluta dags. Klukkan var að verða 11 og það sótti kuldi að honum og félögum hans. Þeir hlupu út úr byggingunni og í áttina heim til sín. En allt í einu datt hann niður. Félögunum brá, þarna lá hann meðvitundarlaus og bærði ekki á sér. Hann var dreginn inn í forstofu í fjölbýlishúsi þarna nálægt og hringt var á sjúkrabíl. Þegar sjúkraliðið og lögrelgan kom á vettvang var hafist handa við lifgunartilraunir á piltinum og meðal annars beitt hjartahnoði og smám saman komst hann til meðvitundar á ný og var loks fluttur á gjörgæsludeild. Þessi frásögn kom fram í yfirheyrslum Gísla Björnssonar lögreglu- manns yfir þeim félögum, sem þarna áttu hlut að máli, en þessi atburður gerðist nýlega. Að sögn Gísla koma svona mál ekki oft til kasta lögreglunnar en þó hefur það komið fyrir. Sagði hann að svo virtist, sem það gengju yfir öldur þar sem „sniffið" virðist tíðara en ella. Nefndi hann að síðastliðið sumar hefði gengið yfir „sniff“-alda og aftur nú um jólin. Mætti álykta af þessu að „sniffið" væri algengara, þegar krakkar hefðu minna fyrir stafni. Algengustu „sniff“-efnin eru kveikjaragas, þynnir, „skósprey" og bens- ín. Sagði Gísli að þegar þau neyttu efna eins og til dæmis líms, þá settu þau það í plastpoka og önduðu því síðan að sér. Gasinu sprautuðu þau gjarnan upp í sig. Lýstu þau áhrifunum þannig að þau vöruðu í 10—15 mínútur og gætti stundum ofskynjana við neyslu þeirra. Þegar krakkarnir „sniffa" eru þau oft mörg saman. Þau fara gjarnan út á leikvelli eða hafast við í húsbyggingum. Það kom fram í yfirheyrslunum að þeir félagar keytpu leysiefnin aðal- lega á bensínsölum. Þeir sögðu jafnframt að það væri erfiðara að kaupa þessi efni á bensínsölunni í Breiðholti og því hefðu þeir sótt lengra eða í bensínsölur í Kópavogi og í austurbænum í Reykjavík. Sagði Gísli, að þegar „sniff“-æðið gengi yfir þá væru það engin ákveðin hverfi þar sem þetta væri meira áberandi, heldur gengi þetta meira og minna yfir Stór-Reykjavíkursvæðið. Gísli sagði ennfremur, að svo virtist sem krakkarnir hugsuðu lítið um afleiðingarnar, sem „sniffið" getur haft í för me sér hvað heilsu þeirra varðar. Þó hefði komið fram að þeir hefðu fungið til ónotatilfinningar, séð bletti fyrir augunum og orðið hrædd og ákveðið að hætta „sniffinu". Að lokum sagði Gísli, að þau efni sem hér um ræðir, væru þess eðlis að erfitt væri að hefta sölu þeirra og útbreiðslu. Því yrði að vinna eftir öðrum leiðum en með boðum og bönnum. „Leysiefni geta orð- ið vanabindandi“ — segir Jóhannes Bergsveinsson yfirlæknir Hvaða tjón geta unglingar beðið á heilsu sinni af neyslu leysiefna? Þessa spurningu lögðum við fyrir Jóhannes Bergsveinsson yfirlækni sjúkradeildar ríkisins fyrir drykkjusjúka. Jóhannes sagði: „í fyrsta lagi getur neysla leysiefna valdið truflun á starfsemi hjartans, sem lýsir sér í alvarlegri hjart- sláttaróreglu og getur leitt af sér hjartastopp. Það fer eftir efnun- um, sem neytt er hve mikil hætta er á þessu og eftir því hve mikið magn er í líkamanum hverju sinni. í öðru lagi getur neyslan valdið lifrarbólgu, sem síðan getur leitt af sér lifrarbilun þannig að lifrin getur ekki sinnt lífsnauðsynlegu og fjölbreyttu hlutverki sínu í þágu eðlilegrar starfsemi líkam- ans. í þriðja lagi getur hún leitt til nýrnabilunar, sem getur haft lífshættu í för með sér en það getur lifrarbilun einnig. Efnin toluen og benzen eru al- gengustu leysiefnin í plastlími og þynni og eru þau öðrum fremur slæm með að valda nýrnabilun. í fjórða lagi getur neyslan valdið lungnabilun, sem yfirleitt er tímabundin og gengur yfir. I fimma lagi getur hún valdið skemmdum í beinmerg, sem framleiðir rauð og hvít blóðkorn og blóðflögur. Mergbilun getur leitt af sér blóðleysi og blæð- ingarhættu, því blóðflögurnar sjá um storknun blóðsins og ef þeim fækkar óeðlilega þá getur það valdið blæðingum. Rauðu blóðkornin flytja súrefni um líkamann en þau eru nauðsynleg til að líf geti átt sér stað, svona yfirleitt. Hvítu blóðkornin eru svo aftur mikilvægur hlekkur í varnarkeðju líkamans. í sjötta lagi geta þessi efni valdið skemmdum á vöðvum og er toluen einkum nefnt í þessu sambandi. I sjöunda lagi geta leysiefnin valdið meltingartruflunum og í áttunda lagi taugaskemmdum. Sérstaklega getur bensín valdið blýeitrun og taugaskemmdum í sambandi við hana í níunda lagi getur neysla á leysiefnum valdið skemmdum á miðtaugakerfinu. Geta leysiefni valdið ávana? „Já, greinilegt er að menn geta orðið háðir þessum efnum á sama hátt og öðrum fíkniefnum." Hvaða aldurshópar eru það einkum, sem „sniffa"? „Sniffið er fyrst og fremst bundið við ungiinga og lítið þroskaða einstaklinga." Hver eru áhrif af þessum efn- um? „Ahrifin koma venjulega inn- an nokkurra mínútna og standa yfir í einn til þrjá stundarfjórð- unga. Fólki getur sundlað, finnst oft eins og það svífi, finnur fyrir sérkennilegum innri titringi eða heyrir hljóm fyrir eyrunum. Það finnur til vellíðunar tilfinninga- og hömluleysis en þessu getur fylgt höfuðverkur, einbeitingar- örðugleikar, syfja, svefndrungi og minnisleysi. Ef áhrifin verða meiri geta menn farið í dá, sem getur verið lífshættulegt ástand." Hvernig er hægt að sjá eða finna það út, hvort viðkomandi er undir áhrifum leysiefna? „Einkenni á þeim sem þefað hafa leysiefni, geta verið ljós- fælni, roði, erting í augum, tví- sýni, hljómur fyrir eyrum, ein- kenni um ertingu í öndunarfær- um svo sem hnerri, nefrennsli, hósti og jafnvel andþrengsli, ef áhrifin af leysiefninu hafa verið mikil. Auk þess finna ungl- ingarnir til ógleði, fá uppköst eða niðurgang og fylgir þessu einnig lystaleysi. Það getur komið verk- ur í brjóst og hjartsláttur getur orðið óreglulegur. Þá finna þeir til verkja í vöðvum og liðum. Einnig má finna fyrir ertingu í andlitshúðinni í kringum munn og nef, svo sem roða og sprungur í húðinni." Hver geta langtímaáhrif af neyslu leysiefna orðið? „Það getur verið þreyta, slapp- leiki, örðugleikar við að einbeita sér að námi. Taugapirringur og eirðarleysi. Ef alvarlegar heila- skemmdir hafa orðið, þá geta komið fram einkenni eins og truflun á greind og skapgerð- arbreytingar. En það er vert að taka það fram að við minniháttar mis- notkun er ekki líklegt að varan- legar geðrænar breytingar fylgi í kjölfarið." Hvernig telur þú að hægt sé að köma í veg fyrir að unglingar „sniffi". „Það er erfitt að koma við hömlum á sölu þessara efna með því að gera þau óaðgengileg, því þetta eru efni, sem eru mikið notuð í ýmsu skyni til daglegra nota. Það er ef til vill tvennt sem þyrfti að leggja áherslu á. Það þarf fyrst og fremst að fræða unglingana um skaðsemi þessara efna og þá lífshættu, sm fólgin er í notkun þeirra. Þá þarf ekki hvað síst að skapa möguleika til að veita unglingum betri geð- hjálp. Nauðsynlegt væri að skapa aðstöðu þar sem unglingarnir gætu ieitað ráðlegginga og farið í meðferð, því neyslu leysiefna má oft rekja til sálrænna örðugleika. Segja má í þessu sambandi, að almenn geðvernd í samfélaginu þyrfti að vera meiri og markviss- ari, ef ætti að vera hægt að fyrir- byggja þessa hluti. Að lokum vil ég segja það, að það er nauðsynlegt að foreldrar fylgist með börnum sínum og ungl- ingum og veiti þeim stuðning og aðhald. Það er hræðilegt að hugsa til þess að fíkniefni taka jafn mik- inn toll af lífi manna á besta aldri og ýmsir alvarlegir sjúk- dómar, sem nú hefur tekist að ráða bót á, gerðu hér áður fyrr, hjá fólki á þessum aldri." Kvikmyndahátíð 1982 tf'82 Kvlkmyndlr Ólafur M. Jóhannesson Sonarómynd lleiti á frummáli: Un Mauvais Fils. Krönsk, árgerð 1981. Leikstjórn: Claude Sautet. Ilandrit: (’lade Sautet, Saniel Biasini og J.P.-Tor ok. Myndataka: Jean Boffey. Tónlist: Philippe Sarde. Dreifandi: Joker Films. Kvikmyndahátíð ’82. — Regnboginn. Enn er allt á fullu á kvikmynda- hátíðinni, hvert hnossgætið af öðru rekur á fjörur kvikmynda- unnandans. Og kvikmyndagagn- rýnandinn á fullt í fangi með að velja og hafna. En án franskra mynda væri kvikmyndahátíð óhugsandi og því verður nú fjall- að um eina slíka. Er það myndin „Un mauvais fils“ sem hinn margreyndi kvikmyndaleikstjóri Claude Sautet stýrir. Mynd þessi er að hluta til fjármögnuð af franska sjónvarpinu. Er slíkt í samræmi við stefnu yfirvalda, en fram að þessu hafa þrjú fyrir- tæki svo til einokað kvikmynda- starfsemi í Frakklandi, UGC, Parfrance og Gaumont. Flkki verður séð að Sautet hafi kostað miklu af peningum skattborgaranna við gerð þess- arar nýjustu myndar sinnar. Myndin gerist við hinar hvers- dagslegustu aðstæður einhvers- staðar í Parísarborg. Er þessi hversdagsleiki undirstrikaður með skotum af aðalpersónum í gráu mannhafi stórborgarinnar. En þar rneð er ekki öll sagan sögð því myndin fær á sig næsta ævintýralegan blæ undir lokin. Þar sjáum við hin óhamingju- sömu ungmenni er hafa fallið fyrir hinu hvíta eitri lyftast í æðri veröld, slíka sem aðeins veitist endurreistum syndurum. Þannig nær sonarómyndin Brúnó fótféstu í virðulegri borg- aralegri iðngrein og unga stúlk- an sem við upphaf myndarinnar líkist helst fórnarlambi Dracula er sýnd á seinustu mínútunum hoppandi alsæl í unaðsreit endurhæfingarstöðvar eitur- lyfjasjúklinga. Hvílíkur boð- skapur! Eða geta menn gert sér í hugarlund hverja merkingu blá- saklausir unglingar leggja í slíka frásögu? í þeirra huga er dóp- ævintýri þeirra skötuhjúa aðeins saklaust hliðarspor sem ekki fylgir nein áhætta. Með góðum ásetningi og vist á yndislegu af- vötnunarhæli geti menn þurrkað burt áhrif heróínsins. Þannig verður heróínævintýrið spenn- andi og lokkandi í myndinni og fellur saman við ástarævintýri þeirra Yves Robert og Birgitte Fossey. Varla hefur Claude Sautet ætlað að taka málstað hins Sonarómyndin „hvíta arms dauðans" í „Un mauvais fils“. En svona geta vopn snúist í höndum manna. Raunar finnst mér hinn lúmski áróður myndarinnar svo víta- verður að kvikmyndaeftirlitið ætti að láta málið til sín taka. Væri raunar ekki fráleitt að fuli- trúar fíkniefnadómstólsins sæju hverja þá mynd sem á einhvern hátt fjallar um fíkniefni. Hver veit nema hinir ógnvoldugu fíkniefnadreifendur eigi hlut í kvikmyndaframleiðslunni? Ætli krumlur þeirra seilist ekki víða ef að er gætt? Af framangreindri lýsingu gætuð þið ályktað að „Un mauv- ais fils“ fjalli einvörðungu um heróínvandamálið. Að vísu snýst myndin um þetta þjóðfélagsböl en þar er þó ieikið á fleiri strengi. Þannig sjáum við í hnotskurn þá tilfinningalegu röskun sem fangelsisvist hefur ætíð í för með sér. Tjá þeir Patr- ick Dewaere og Yves Robert á eftirminnilegan hátt í „Un mauvais fils“ þá spennu sem get- ur myndast milli sonar og föður er sonurinn kemur heim eftir af- plánun dóms. Þá er í myndinni lýst einni af þessum yndislegu bókabúðum sem gefa París seiðmagn umfram aðrar borgir. Verður þessi litla skonsa troðfull af gömlum skræðum einskonar vin í eyðimörk atvinnuleysis og hvíts eiturs. Lífgaði syfjulega veröld „Un mauvais fils“ og léði myndinni svip vonar fremur en vonleysis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.