Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
11
Framtíðarskógar íslands
eftir Jón Isberg
Ég fór til Patreksfjarðar sl.
sumar, sem í sjálfu sér er ekki
frásagnar vert, að öðru en því að í
huganum ók ég um hluta af fram-
tíðarskógi íslands. Vafalaust
brosa nú einhverjir, sem þessar
línur lesa og halda að e.t.v. sé koll-
urinn að verða eitthvað skrítinn á
greinarhöfundi. En skoðum nú
málið hlutlægt.
í mörgum fjarða þeirra og dala,
er ganga inn úr Breiðafirði, allt
frá Reykhólum og vestur að Kleif-
arheiði, þar sem ekið er frá Barða-
ströndinni yfir til Patreksfjarðar
er mikið skógarkjarr. Að Skógum
í Þorskafirði eru barrtré, sem
virðast fara vel að, þótt þann
skógarreit þyrfti að hirða betur. A
Patreksfirði og Bíldudal eru mög
falleg og þróttmikil barrtré alveg
við sjó, þetta hvort tveggja sýnir,
að þarna vaxa barrviðir. Auk þess
má minna á það, sem í Sturlungu
stendur, Þorgilssögu og Hafliða:
„Á Reykhólum voru svo góðir
landkostir í þennan tima, að þar
voru aldrei ófrævir akrarnir" sem
ég skil þannig, að akuryrkja hafi
verið árviss þar í sveit. Enda sýrrrr''
það sig, að þirkikjarrið og jafnvel
einnig reynir lifir þarna. Lífsskil-
yrði skógarins virðast því vera
fyrir hendi og þá er fyrsta og
grundvallar skilyrðinu fullnægt.
Þarna er þröngt til ræktunar,
þótt sjá megi falleg tún og sléttur.
Aðallega yrði plantað út í hlíðar
dalanna og þá notað land, sem
annars nýtist ekki nema sem
beitiland en nota má það áfram
sem slíkt og þá einnig mikið betra
land með tímanum.
Stór svæði þarna eru óbyggð og
því tiltölulega fátt um sauðfé, sem
er versti óvinur skógargróðursins,
þótt það bíti ekki barrtré, þegar
möguleikar eru á öðrum gróðri.
En þetta þýðir, að sleppa má alveg
eða næstum alveg öllum girðing-
um. M.ö.o. allt það fjármagn, sem
í þessa skógrækt verður sett, nýt-
ist til plöntukaupa og gróðursetn-
ingar.
Á þessum svæðum hefur fólki
fækkað mikið og sums staðar er
öll eða næstum öll byggð horfin.
Þetta er ekki óeðlilegt. Þarna er
ekki gott undir bú og nú þurfa
menn ekki að búa við fiskimiðin
eða hlunnindastöðvarnar. Það er
auðvelt að nýta slíkt úr meiri fjar-
lægð, þar sem búsetan er auðveld-
ari og hægt er að fá þá þjónustu,
sem við nútímamenn gerum kröf-
ur til.
Stórfelld skógrækt þarna
heimtar fólk, svo þarna eflist einn
eða fleiri þéttbýliskjarnar af fólki,
sem hefir árlanga vinnu við skóg-
ræktina, bæði við plöntuuppeldi
og gróðursetningu, svo síðarmeir
við vinnu við skóginn, skógarhögg,
ef ég mætti nú nota það orð án
þess að hneyksla einhvern. Þá
krefjast aukin umsvif betri vega,
þannig að leiðin þarna vestur yrði
greiðfær allt árið um kring, m.a.
vegna þess, að firðir yrðu brúaðir
að verulegu leyti en gott vegasam-
band eflir byggðina.
Einhverjir kunna að leiða hug-
ann að eignarétti að jörðum þeim,
sem notaðar yrðu undir skógrækt.
Það ætti ekki að vera vandamál.
Sumar myndi skógræktin kaupa
eða leigja til lengri tíma, aðrar
myndu félagasamtök eða sveitar-
félög eiga og svo myndu vafalaust
margir einstaklingar, landeigend-
ur, vilja taka þátt í uppgræðslu
skóganna. Sá ættliður, sem leggur
fram land og vinnu, kemur aldrei
til að bera neitt ur býtum, nema
ánægjuna af góðu þjóðþrifaverðu
„Þegar land er þurrkad,
er verið að vinna fyrir
framtíðina að vissu
marki, en þegar verið er
að planta skógi er öll sú
vinna til hagsbótar
komandi kynslóðum.“
starfi. Allír, sem þarna vildu
leggja hönd á plóginn, ættu að fá
plöntur, án endurgjalds gegn því
að koma þeim óskemmdum í jörð-
ina. Ef menn hneykslast á þessari
tillögu, vil ég benda á, að ríkið
greiðir 70% af öllum skurðgreftri
til landþurrkunar og stórfé til
ræktunar og jafnvel girðinga og
það alveg án tillits til, hvort við-
komandi bóndi er sterkefnaður
eða á ekki bót fyrir rassinn. Þegar
land er þurrkað, er verið að vinna
fyrir framtíðina að vissu marki en
þegar verið er að planta skógi er
öll sú vinna til hagsbótar komandi
kynslóðum.
Ef farið verður í aukna skóg-
rækt og á ég þá ekki við það dútl,
sem fram að þessu hefur verið
viðhaft, heldur unnið markvisst að
því að græða upp landið og rækta
nytjaskóg, þá fengi fjöldi manns
vinnu yfir sumarmánuðina. Alveg
kjörið verkefni fyrir skólaæsku
landsins. Þarna ynnu nokkur
hundruð ungmenna á sumri
hverju við hoil útistörf og kæmust
í snertingu við náttúru landsins og
uppbyggingu þess. Einmitt þeir
ungu menn og konur, sem taka
eiga við forustu í landinu í fyll-
ingu tímans; slíkt fólk fyllist ást
og virðingu til okkar góða en harð-
býla lands og ekki er hætta á því,
að það flýji í sólaryl suðlægari
landa.
Ég veit að flestir, sem nenna að
lesa þessa grein, hrista kollana yf-
ir fáránlegri draumsýn en þrátt
fyrir það fullyrði ég að þetta er
hægt. Við höfum allt sem þarf,
land, nothæft loftslag, hóp af
skógfræðingum, sem klæja í lóf-
ana að takast á við raunverulegt
verkefni, fólk til þess að vinna
verkið og fjármagn. Vilji er allt
sem þarf.
Fjármagn er ekki til segja ein-
hverjir. En það er ekki rétt. Við
íslendingar erum að verða auðug
þjóð. Fyrst og fremst eigum við
mikið ónotað land og takmarka-
litla orku og duglegt fólk, sem nú
er að vísu verið að reyna að fjötra
og hefta með alls konar reglum og
bönnum. Fjárlögin eru hörmung,
þau eru aðeins verk þeirra manna,
sem semja þau og bera vitni hæfi-
leikum þeirra. Eyðsla skapar aldr-
ei auð, heldur sparsemi og nýtni.
Þetta á við um einstaklinga og
þjóðarheildina. Fjármagninu á að
beina til þess að efla atvinnuveg-
ina í bráð og lengd, sem svo standa
undir aukinni menntun æskunnar
og fullorðinna, sem svo skila þjóð-
inni meiri andlegum og veraldleg-
um verðmætum er tímar líða.
Ég sagði í upphafi, að ég hafi
orðið fyrir hugljómun og séð inn í
framtíðina. Draumsýnir eru oft
fagrar og geta orðið að veruleika,
ef þær eru ekki of fjarstæðu-
kenndar. Þessi stendur báðum fót-
um á traustri jörð. Auðvitað má
benda á aðra staði á landinu eins
og skóg- og kjarrlendi í Þingeyj-
arsýslu, t.d. hlíðar Bárðardals, en
þarf þarf miklar girðingar. Svo er
ég ekki alveg viss um að allir
bændur verði yfir sig hrifnir af að
bíða í 30 ár eftir því að geta farið
að beita í skóginn. Raunverulega
verður ein kynslóð að detta út eða
öðruvísi sagt, kynslóðin sem hefur
Jón ísberg
verkið fær ekki notið annars en
gleðinnar yfir að vinna landi sínu
gagn og ánægjunnar að sjá skóg-
inn vaxa en ungskógurinn er einna
fegurstur. Þess vegna eru Vest-
firðirnir alveg kjörnir fyrir þetta
verkefni. Þar er engu fórnað, held-
ur verður um að ræða hreinan
ávinning, bæði við að græða upp-
landið og búa auknum íbúafjölda
atvinnutækifæri og fegurra land.
En hvernig á að standa að þessu
máli? Ég skora á þingmenn Vest-
firðinga að taka málið í sínar
hendur, flytja það inn á Alþingi og
kjósa framkvæmdastjórn, ekki til
þess að kanna málið, heldur til
þess að koma því í framkvæmd.
E.t.v. verða ekki allir með, þeir
trúa um of á rollur og þorsk, sem
ég í sjálfu sér ber einnig virðingu
fyrir. En þá ber að hafa í huga að
framtíðarskógar vestfirsku fjarð-
anna koma til með að veita bless-
aðri sauðkindinni meira skjól en
hún nýtur nú og þorskarnir í sjón-
um ættu ekki að fælast skóginn
eða hafa andúð á honum.
Fræg er sú setning úr bók-
menntunum, sem segir að vera eða
vera ekki. Hér má betrumbæta
hana og sega að gera eða gera
ekki, það gerir gæfumuninn, vilji
er allt sem þarf.
Umhverfi
og
heilsufar
I)r. Jón Ottar Ragn-
arsson, dósent
Hefur umhverfið mikið áhrif á
heilsufar? Er ekki búið að fjar-
lægja helstu hættur sem að
manninum steðja frá umhverf-
inu? Hversu stór þáttur er um-
hverfið nú á tímum?
Heilsan, eins og annað í okkar
fari, ræðst af tveimur þáttum,
crfðum og umhverfi. Frá örófi
alda hefur maðurinn velt því
fyrir sér hvor þessara örlaga-
valda ráði meiru um líf hans,
hamingju og heilsu.
„Þetta hefur kann fengið frá
föður sínum," er setning sem
flestir kannast við. Eru það erfð-
ir? Eða er umhverfið hér að
verki, þ.e. þær lífsvenjur sem
lærast kynslóð fram af kynslóð?
Eftir því sem vísindum hefur
fleygt fram hafa áhrif umhverf-
isins á líf okkar orðið augljósari.
Margir sjúkdómar sem áður fyrr
voru raktir til erfða hafa t.d.
reynst eiga rætur í umhverfinu.
En hvað er umhverfi? Allt
sem er í kringum okkur. Ekki
aðeins sýklar og aðrar hættur
sem ávallt er að finna á næsta
leiti, heldur og það menningar-
og félagslega umhverfi sem við
hrærumst i.
Einn þáttur umhverfisins er
fæðan. Þú ert það sem þú borðar
segir máltækið. Oft er það hún
sem ræður úrslitum um heilsu-
farið. Sá sjúkdómur er tæpast til
þar sem hún kemur ekki við
sögu.
Það er sjaldgæft að það sé ein-
göngu umhverfi eða eingöngu
erfðir sem ræður ferðinni, held-
ur tvinnast þetta tvennt saman.
En æ ofan í æ gerist það að farg
umhverfisins verður slíkt að
erfðaáhrifin eru hverfandi.
Til þess að stuðla að bættri
heilsu er mest um vert að koma í
veg fyrir sjúkdóma. Af þessum
sökum er nú vaxandi áhersla
lögð á fyrirbyggjandi heilsu-
vernd og umhverfisvernd.
Þeir sjúkdómar sem mest hafa
hrjáð mannkynið frá öndverðu
eru smitsjúkdómar, hörgul-
sjúkdómar og hrörnunarsjúk-
dómar. Alla þessa sjúkdóma má
að meira eða minna leyti rekja
til umhverfisins.
Smitsjúkdómarnir voru mann-
inum þyngstir í skauti. Loks um
miðja síðustu öld tókst að sanna
að þeir stafa af sýklum í um-
hverfinu. Siðan hefur flestum
þeim skæðustú verið rutt úr
vegi.
Hörgulsjúkdómar hafa fylgt
manninum frá upphafi vega. í
Jón Óttar Ragnarsson
byrjun þessarar aldar kom ioks í
ljós að þeir stafa af skorti á til-
teknum bætiefnum í fæði. Hefur
þeim nú að mestu verið útrýmt.
Hrörnunarsjúkdóma ætti
frekar að nefna langvinna sjúk-
dóma. Þeir hafa og ranglega ver-
ið kailaðir menningar eða vel-
ferðarsjúkdómar. Eru krabba-
mein og hjarta- og æðasjúkdóm-
ar algengastir.
Margt er á huldu um orsakir
hrörnunarsjúkdóma. Sumar teg-
undir krabbameins stafa líklega
af eiturefnum í fæðu og tóbaki.
Hjarta- og æðasjúkdómar stafa
líklega einkum af röngu matar-
æði og reykingum.
Annar sjúkdómaflokkur sem
mjög er háður umhverfi eru
geðsjúkdómar. Enda þótt erfðir
komi þar líka við sögu eiga
sjúkdómar af þessu tagi oft ræt-
ur að rekja til óheppilegs félags-
legs umhverfis.
Þessi upptalning sýnir hve ná-
in og margþætt tengsl eru milli
umhverfis og heilsufars. Hún
synir líka að oftast er það nánast
umhverfi okkar sem hefur mest
áhrif á heilsufarið.
En hvers konar umhverfi
hentar best? Án efa umhverfi
sem er fjölbreytt og hvetjandi.
En jafnframt þarf að feta hið
vandrataða einstigi milli of mik-
illar og of lítillar verndunar.
Ofverndun leiðir til ófarnaðar.
Sú hugmynd að einstaklingurinn
FÆDA
OG
HEILBRIGDI
þurfi ekki að skeyta um heilsu
sína og geti svo hlaupið til „stóra
bróður" þegar syrtir í álinn er
auðvitað út í hött.
Þjóðfélag sem réttir fullfrísk-
um lausnirnar á silfurbakka fær
það eitt fyrir sinn snúð að draga
úr sjálfsbjargarviðleitni og eðli-
legri samkeppni og ýta undir
heimtufrekju og sjálfseyð-
ingarhvöt.
Það umhverfi sem helst virðist
stuðla að vellíðan og betri heilsu
kennir einstaklingnum að
treysta á sjálfan sig en stendur
svo með honum í blíðu og stríðu
þegar þrekið þverr og heilsan
bilar.
Á undanförnum árum hefur
átt sér stað viðhorfsbreyting til
fyrirbyggjandi heilsugæslu. En
betur má ef duga skal. Er mikið
í húfi að þessi þáttur sé marg-
faldlega efldur.
Undirstaða fyrirbyggjandi að-
gerða í heilbrigðismálum er
fræðsla og aftur fræðsla. Ef
neytandinn veit ekki sjálfur
hvað honum er fyrir bestu ná
nauðsynlegar umbætur aldrei
fram að ganga.
Því miður hefur það færst í
vöxt að ruglingslegar, óvandaðar
og oft illa þýddar greinar og
„fréttir" á þessu sviði birtist í
tímaritum og jafnvel í dagblöð-
um.
Til þess að fræðsla um heil-
brigðismál nái tilgangi sínum
þarf að leita miklu meira til inn-
lends, sérmenntaðs fólks og
koma nákvæmum upplýsingum á
framfæri í íslenskum fjölmiðl-
um: bókum, blöðum, útvarpi og
sjónvarpi. Aðeins ef það tekst er
von á betri tíð með blóm i haga.