Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 12

Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 * spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS HÉR FARA á eftir spurningar, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál, og svörin við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin, að lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, klukkan 13 til 15 virka daga nema laugardaga og borið upp spurningar sínar um skattamál. Mbl. leitar síðan svara hjá Skattstofunni í Reykjavík og birtast þau í þessum þætti að nokkrum dögum liðnurn. Við minnum í að skilafrcstur skattframtals einstaklinga er nk. miðvikudagur, 10. febrúar, á mið- nætti. Jón Sturluson, Spóahólum 2, Reykjavík: Eg hætti sveitabúskap mitt árið 1980, en ég bjó félagsbúi og á ennþá minn hlut í jörðinni, úti- húsum og ræktun, sem ég læt mótbýlismanni mínum eftir til afnota leigulaust. Má ég fyrna þessar eignir mínar á sama hátt og ég gerði meðan ég notaði þær sjálfur til búrekstrar? Svar: Frádráttarheimildir, þar með taldar fyrningar, III. kafla skattalaganna, eru bundnar því að enn sé um að ræða gjöld til öflunar tekna við atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. Enn er námsfrádrátturinn til umræðu og margir spyrja hvort hægt sé að hækka hann vegna lengra náms en 6 mánaða og hvort hann sé misjafn eftir skól- um. í fyrra var hann 725 þús. kr. Svar: Fullur námsfrádráttur er nú kr. 10.875 og miðast við 6 mán- aða nám eða lengra á tekjuárinu. Sé nám stundað erlendis er frá- drátturinn 20.750 kr. Sé nám stundað skemur en 6 mánuði lækkar frádrátturinn hlutfalls- lega. Telst brot úr mánuði heill mánuður ef um reglulegt nám er að ræða og námsfrádráttur skal hækkaður í heila krónu. Ef um er að ræða óregluiegt nám eða námskeið skal náms- tími reiknaður í kennslustund- afjölda á tekjuárinu og telst þá 6 mánaða nám samsvara 624 klukkustundum. I öldungadeild- um menntaskóla eru 23 stig talin samsvara 6 mánaða námi. Elías Þórðarson, Akranesi, Gylfi Bjarnason, Hafnarfírði og Bjarni Gestsson á ísafirði spyrja um sjó- mannafrádrátt. Segja þeir mis- jafnt hvernig litið sé á skrán- ingu áhafna, hvort þær séu skráðar á skip alit árið, hvernig eða hvort sumarleyfi og vinnu- dagar við viðhald báts séu frá- dráttarbærir. Svar: Samkvæmt reglugerð nr. 310/1980 um sjómannafrádrátt skal dagafjölda ákvarða sem hér segir: „Hjá sjómanni á fiskiskipi, þ.m.t. sel- og hvalveiðiskipi, skal miða við þá daga sem hann er lögskráður á skipið að viðbætt- um þeim dögum þegar hann þiggur laun eða aflahlut sem sjó- maður, t.d. þá er skip liggur í höfn vegna tímabundinna tafa frá veiðum vegna viðgerða eða þegar skipt er um veiðarfæri, enda sé hann háður ráðningar- samningi og á launum sem sjó- maður við útgerðina á því tíma- bili. Sama á við þá daga sem sjó- maður fær greiðslur fyrir hjá út- gerðinni þegar hann er í orlofi eða veikur. Frídagar án launa teljast ekki með í þessu sam- bandi." Einhleypur Einstætt for. með tvö börn 8 og 6 ára Hjón barnlaus Hjón með tvö börn 8 og 6 ára Tekjusk. 25.635 23.207 14.220 14.220 Útsvar Kirkjug.- 15.870 15.560 15.100 14.800 gjald Gjald í fram- 365 357 347 340 kv.sjóð aldraðra Barnab. 200 200 200 200 (frádr.) 0 13.594 0 9.354 Samtals kr. 42.070 25.730 29.867 20.206 í öllum tilfellum eru brúttótekjur kr. 140.000 og 10% eða lágmarksfrádráttur notaður. Þegar um hjón er að ræða aflaði aðeins annað þeirra allra teknanna. Dæmi um útreikning á skatti Einstætt foreldri: Tekj uskattsstofn: br. tekjur kr. 140.000 + lágmarksfrádr. kr. 20.935 Tekjuskattur: kr. 119.065 Af kr. 70.500 25%: kr. 17.625 af kr. 48.565 35%: kr. 16.997 kr. 34.622 + persónuafsláttur kr. 11.415 Útsvar: kr. 23.207 Útsvarsstofn kr. 140.000 Af kr. 140.000 reiknast 11,88%:kr. 16.632 + persónufrádráttur + persónufrádr. vegna kr. 762 tveggja barna kr. 206 kr. 15.560 Kirkjugarðsgjald er 2,3% af álögðu útsvari: 15.560 x 2,3%: kr. 357 Dæmi um skattlagningu af tekjum einstaklings Tekjuskattur: Skattstigar: Af kr. 0 til 70.500 reiknast 25% af kr. 70.500 til 135.000 reiknast 35% af kr. 135.000 og hærri reiknast 50% Aðrar upplýsingar: Persónuafsláttur er kr. 11.415 Lágmarksfrád ráttu r: Einhleypra, sé 10% reglan notuð, kr. 11.415 Einstæðra foreldra, sé 10% reglan notuð, kr. 20.935 Barnabætur: Með fyrsta barni kr. 3.263 með öðru barni og fleirum kr. 4.677 með barni einstæðs foreldris kr. 6.090 með hverju barni yngra en 7 árakr. 1.414 Útsvar: Útsvarsprósenta í Reykjavík er 11,88% (breytilegt eftir sveit- arfélögum). Persónuafsláttur vegna útsvars: Einstaklingar: kr. 762 Vegna 1., 2. og 3. barns kr. 153 (fyrir hvert) Vegna 4. barns og fleiri kr. 306 Dæmi um útreikning á skatti Barnlaus hjón: Tekj uskattsstof n: Br. tekjur kr. 140.000 + 10% kr. 14.000 Tekjuskattur: kr. 126.000 Af kr. 70.500 25% kr. 17.625 af kr. 55.500 35% kr. 19.425 kr. 37.050 + persónuafsláttur kr. 11.415 + ónýttur persónuafsl. maka kr. 11.415 Útsvar: Útsvarsstofn kr. 140.000 kr. 14.220 Af 140.000 11,88%: kr. 16.632 + persónufrádráttur kr. 762 + persónufrádr. maka kr. 762 kr. 15.100 Kirkjugarðsgjald er 2,3% af álögðu útsvari: 15.100x2,3%: kr. 347 Verzlunarráð íslands um skýrslu ríkisstjórnarinnar: Sumt er til bóta, en annað eyk- ur vanda atvinnurekstursins MORGUNBLAÐINU hefur borizt álit Verzlunarráds íslands á skýrslu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í efnahagsmálum. Alit Verzlunarráðs- ins er svohljóðandi: 1. Inngangur Þær aðgerðir, sem boðaðar eru í skýrslu ríkisstjórnarinnar, eru ekki efnahagsaðgerðir í þeim skilningi að tekizt sé á við vanda íslenzks efnahagslífs. Þær skjóta vandanum á frest fram yfir mitt árið, draga örlítið úr verðbólgu framan af, en í árslok stefnir aft- ur í um 60% verðbólgu að mati Verzlunarráðsins. Skýrslu ríkisstjórnarinnar má skipta efnislega í tvennt. Annars vegar óljósa stefnuyfirlýsingu í þýðingarmiklum málaflokkum efnahagslífsins og hins vegar niðurgreiðslur. Að mati Verzlun- arráðs íslands, gæti sumt horft til bóta -i stefnuyfirlýsingunni, - en annað eykur á þann vanda, sem fyrir er í atvinnurekstrinum. Þó veltur á mestu hverjar verða efnd- ir og endanleg framkvæmd á þeim framfaramálum, sem minnzt er á. 2. Helstu aðgerðir 2.1. Launaskattur. Lækkun launaskatts úr S'Æ% í 2'Æ% í iðn- aði og fiskvinnslu er fyrirtækjum í þessum greinum fagnaðarefni. Þessi aðferð við lækkun skattsins felur hins vegar í sér áframhald- andi mismunun, þar sem landbún- aður og fiskveiðar greiða ekki launaskatt, iðnaður og fiskvinnsla munu greiða 2lÆ%, en allur annar atvinnurekstur 3Vi%. Af þessu tilefni hlýtur Verzlun- arráðið að ítreka þá stefnu sína, að allur atvinnurekstur greiði sömu skatta og eftir sömu reglum. Æskilegt er að fella niður launa- skatt hjá öllum atvinnugreinum, en reynist það ekki unnt nú, er Verzlunarráðið sömu skoðunar og Starfsskilyrðanefnd, að allur at- vinnurekstur eigi að sitja við sama borð miðað við þá lækkun, sem möguleg er. 2.2. Verðlagsmál. Um sl. áramót rann skeið sitt á enda sú gagns- lausa og jafnframt skaðlega verðstöðvun, sem í gildi hefur ver- ið frá árinu 1970. Verzlunarráðið fagnar því, og einnig yfirlýstri stefnubreytingu í verðlagsmálum, og væntir þess, að innan skamms fái frjáls verðmyndun að njóta sín í fleiri greinum iðnaðar, verzlunar og þjónustu en varð með afnámi verðstöðvunarinnar. Ef rétt er á málum haldið, getur aukið frjáls- ræði í verðmyndun orðið áhrifa- ríkasta og varanlegasta aðgerðin til verðhjöðnunar af þeim, sem ríkisstjórnin boðar nú. 2.3. Gjaldfrestur á aðflutnings- gjöldum. Verzlunarráðið fagnar því, að ríkisstjórnin ætli að koma því framfaramáli í höfn að inn- leiða gjaldfrest á aðflutnings- gjöldum (tollkrít). Hins vegar er með öllu óverjandi að leggja um leið ný gjöld á innflutning. Hæg- lega má innleiða gjaldfrestinn í áföngum og sleppa því að skylda innflytjendur að taka gjaldfrest á allan innflutning sinn. Verði slíkt gert, benda athuganir Verzlunar- ráðsins til, að tekjutilfærsla hjá ríkissjóði verði óveruleg. 2.4. Aðstöðugjald. Verzlunarráð- ið vill taka undir nauðsyn þess að breyta álagningu aðstöðugjalds. Að lágmarki er nauðsynlegt að stemma stigu við óhóflegri notkun þess til tekjuöflunar. Á það eink- um við í Reykjavík, þar sem heim- ildir til álagningar gjaldsins voru nýttar til fullnustu á árinu 1978 af núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta. Olli það gífurlegri hækkun aðstöðugjalds í mörgum greinum. Verzlunarráðið vill hins vegar ítreka þá stefnu sína, að jafnmiklu skiptir að afnema aðstöðugjaldið eins og til stóð fyrir rúmum ára- tug. Er fyllilega tímabært, að þessi rangláti skattur verði af- numinn og sveitarfélögum fenginn eðlilegri tekjustofn. 2.5. Stimpilgjald. Með lækkun stimpilgjalda úr 1% í 0,3% af af- urðalánum er stigið stutt skref til að lækka þessa sérstæðu gjald- töku. Af þessu tilefni vill Verzlun- arráðið hvetja til þess, að reglur um innheimtu stimpilgjalda af lánsfé og hlutafé verði endurskoð- aðar í heild, í ljósi þeirra breyttu aðstæðna sem verðtrygging lána og gjaldmiðilsbreytingin hefur skapað. Núverandi reglur hindra að hlutabréf séu gefin út í minni félögum og eldri bréf sameinuð eftir gjaldmiðilsbreytinguna. Þeg- ar lánsfé er einnig orðið verð- tryggt, eru stimpilgjöld orðin verulegur skattur á uppbyggingu atvinnurekstrar. 2.6. Sparnaður í ríkisrekstri. Verzlunarráðið fagnar því að reynt skuli að skera niður útgjöld ríkissjóðs, þótt skammt sé gengið, en bendir jafnframt á, að fyrri ráðagerðir í þeim efnum hafa oftast reynzt nær orðin tóm. Er orðið brýnt að taka opinber út- gjöld til gagngerrar endurskoðun- ar og gera sömu kröfur til hag- ræðingar í opinbðmm rekstri emsf 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.