Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
Öll fangelsin
eru yfirfull
<)sló, 4. fehrúar. Krá Jan Krik Laurc,
fréllamanni Morgunhladsins.
ÖLL fanuolsi í SuðurNoregi eru nú
yfirfull og ástandið er svo slæmt, að
skápabrjótur nokkur, sem var hand-
tekinn, varð að bíða í 4 vikiir eftir
klefa í fangelsi.
Sé einhver handtekinn að degi
verður lögretjlan að gera svo vel að
hrinnja í alla huKsanlejía staði,
sem hafa yfir fangatjeymslum að
ráða, O)? athujía hvort e.t.v. leynist
einhversstaðar pláss fyrir einn til
viðbótar. Á miðvikudagskvöld
voru aðeins þrír fangaklefar laus-
ir í allri Oslóborg.
Mið-Austurlönd:
Erfiðleikar
vegna mikillar
snjókomu
Boirul, 4. februar, Al*.
STOKIR hlutar Líhanons, Sýr
lands og Jórdaníu voru í dag
undir snjó og olli það miklu um-
ferðaröngþveiti jafnt á vegum
sem í járnbrautarsamgöngum. í
ísrael, þar sem þurrviðri hafa
verið mikil að undanförnu, féll í
dag fyrsti snjórinn í Jerúsalem
og var borgin um tíma einangruð
vegna ófærðar.
I fréttum frá Beirut segir, að
í hríðinni hafi rafmagns- og
símastaurar brotnað niður í
nyrstu héruðunum og að til
fjalla séu mörg þorp einangruð
vegna mikillar snjókomu og
skafrennings. í Beirut-borg og
annars staðar við Miðjarðar-
hafsströndina rigndi hins veg-
ar eins og hellt væri úr fötu.
í norðanverðu Sýrlandi og
höfuðborginni, Damaskus,
snjóaði allmikið og var ógreitt
um samgöngur milli borgar-
innar og annarra landshluta.
Ekki var ástandið betra í Jórd-
aníu en þar skipaði Hussein
konungur hernum að koma til
hjálpar þar sem mest bjátaði á
vegna þessara óvæntu harð-
inda.
Þinghúsbruninn
aftur fyrir rétt
Krankfurl, 4. fehrúar. Al*.
HÆSTIRÉTTUR Vesturl>ýzkaland.s
varð í dag við tilmælum bandaríska
lögfræðingsins Robert M.W.
Kempner um ný réttarhöld og sýknu
í máli Marinusar van der Lubbe,
Hollendingsins sem dómstóll í Berl-
ín da-mdi til dauða 1933 fyrir Ríkis-
þinghúsbrunann, sem nazistar not-
uðu til að bæla niður andstæðinga
sína.
Dómstóll í Berlín tekur málið
aftur fyrir og Kempner mun reyna
að fá hann til að hnekkja úrskurði
dómstólsins sem dæmdi van der
Lubbe. Hann var líflátinn 1934.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
málið verður tekið fyrir.
Kempner sagðr að hann mundi
kveðja nokkiír vitni til að reyna að
sanna að Hermann Göring og Jos-
ef Göbbels hefðu gegnt mikilvægu
hlutverki í þinghúsbrunanum.
Hann kemur fram fyrir hönd
Markusar van der Lubbe, bróður
Marinusar Lubbe.
Nazistar notuðu þinghúsbrun-
ann 27. febrúar 1933 að yfirvarpi
til að setja svokölluð heimildarlög,
“Ermáchtungsgesetz“, til að leita
uppi kommúnista og sósíaldemó-
krata, sem síðan voru lokaðir inni
í fyrstu fangabúðunum.
■' f -v 3^^ ji *■» m f miv i
Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, er hafður í haldi á annarri hæð í þessu húsi, en það er í því hverfí Varsjárborgar þar
sem háttsettir embættismenn stjórnarinnar búa. Skammt frá er heimili Jaruzelskis hershöfðingja. AP-símamynd.
-V.-.—.---------------------------
IRA býður fram
skæruliðaleiðtoga
Dvflinni, 4. Tehrúar. Al*.
SEAMUS McElwaire, einn leiðtogi
írska lýðveldishersins (IRA) er bíð-
ur réttarhalda á Norður írlandi
ákærður fyrir morð á tveimur her
mönnum, er einn fímm frambjóð-
enda, sem Sinn Fein, stjórnmála-
hreyfíng IRA, hefur tilnefnt í þing-
kosningunum.
Sinn Fein hóf kosningabarátt-
una í gærkvöldi með yfirlýsingu
MAUNO KOIVISTO Kinnlandsforseti
fól í dag Veikko Helle varaþingforseta
úr flokki sósíaldemókrata að kanna
moguleika á myndun meirihlutastjórn-
ar á sama grundvelli og áður.
Koivisto bað Helle að skýra sér frá
niðurstöðum sínum snemma í næstu
viku þegar hann hefði rætt við full-
trúa allra átta þingflokka.
Allir flokkarnir nema Lands-
byggðarflokkurinn eru hlynntir
stjórn á núverandi grundvelli fram
að næstu þingkosningunum. Koiv-
um stuðning við „rétt þjóðarinnar
til að heyja vopnaða baráttu fyrir
þjóðfrelsi sínu“.
McElwaine er tvítugur Belfast-
búi og verður í framboði í kjör-
dæminu Cavan-Monaghan rétt hjá
landamærunum þar sem „Provo“-
armur IRA nýtur mikils stuðn-
ings.
Dæmdur IRA-maður, Kieran
Doherty, vann þingsætið í síðustu
kosningum. Doherty lézt í ágúst.
isto var sjálfur leiðtogi fráfarandi
stjórnar, sem sósíaldemókratar,
kommúnistar, Miðflokkurinn og
Sænski þjóðarflokkurinn stóðu að.
Þar sem enginn ágreiningur er um
stjórnargrundvöllinn snúast deilur
flokkanna um menn en ekki málefni.
Sósíaldemókratar og Miðflokkur-
inn vilja ekki forsætisráðherraemb-
ættið einu ári fyrir kosningar á tíma
atvinnuleysis og versnandi efna-
hagskreppu.
Koivisto sagði að ef skjót lausn
fyndist ekki yrði þjóðin að búa sig
undir skjótar þingkosningar.
Hann var einn 10 dæmdra skæru-
liða, sem sveltu sig í hel í Maze-
fangelsi, á Norður-Irlandi.
Meðal annarra frambjóðenda í
kosningunum 18. febrúar er gam-
alreyndur baráttumaður IRA, Joe
McGirl, sveitarstjórnarfulltrúi
Sinn Fein í Sligo-Leitrim, sem var
kosinn á írska þingið 1957, en neit-
aði að taka sæti á þingi. Frændi
hans, Francis McGirl, var hand-
tekinn vegna tilræðisins við
Mountbatten jarl, en seinna sýkn-
aður.
Vopn fundust
Lögreglan í Irska lýðveldinu
lagði í dag, fimmtudag, hald á 100
pund af sprengiefni í vopna-
geymslu IRÁ nálægt landamær-
unum eftir bendingu sem hún
hafði fengið, trúlega frá uppljóstr-
ara.
Þetta er 12. vopnageymsla
skæruliða sem hefur fundizt síðan
17. janúar meðfram landamærun-
um. Þetta hefur verið meiriháttar
áfall fyrir IRA.
Uppljóstrarar hafa verið skæru-
liðum skeinuhættir á síðustu mán-
uðum og afleiðingin hefur orðið sú
að aðgerðir skæruliða hafa næst-
um því algerlega stöðvazt í Belfast
og á öðrum svæðum. Hreinsun
uppljóstrara stendur yfir í IRA.
Sjöunda barn
Walesa
N arsjá, 4. fehrúar. Al*.
DANUTA Walesa, eiginkona
Lech Walesa, leiðtoga Sam-
stöðu, sem nú er í haldi, er orð-
in léttari og átti stúlku,
sjöunda barn þeirra hjóna.
Danuta ól barnið í Gdansk 27.
janúar og er það óskírt enn.
Walesa hefur verið í haldi síð-
an 13. desember sl. og er talið,
að hann hafi enn ekki fengið
að sjá dóttur sína.
36 farast
í flugslysi
l'arís. 4. febrúar. Al*.
ÞRJÁTIU og sex menn úr
frönsku útlendingahersveit-
inni fórust í gær þegar her-
flutningaflugvél flaug á fjall í
Djibouti, að því er franska
varnarmálaráðuneytið skýrði
frá í gær. Slysið varð þegar út-
lendingahersveitin var að æf-
ingum í Djibouti, fyrrum
franskri nýlendu við Rauða-
haf, en þær fara þar fram
reglulega fjórða hvern mánuð.
Sendiráðs-
maður dæmdur
fyrir morð
AJx-nu, 4. febrúar. Al*.
DÓMSTÓLL í Aþenu hefur
dæmt belgískan sendiráðs-
mann í 15 ára fangelsi fyrir að
hafa orðið konu sinni að bana
og tók þá ekkert tillit til þeirr-
ar ástæðu, sem maðurinn til-
greindi fyrir manndrápinu, að
eiginkonan hefði haldið fram
hjá honum með mörgum
mönnum. Belginn var hand-
tekinn í apríl 1980 þegar hann
hafði skotið konu sína í leigu-
bíl fyrir utan Aþenuflugvöll en
hann hafði komið til borgar-
innar frá Bagdad, þar sem
hann gegndi störfum, til að
vera samvistum við hana um
páskana.
Fjörutfu
fallnir
í Napólí
Napólí, 4. febrúar. Al*.
FJÓRIR menn hafa fallið síð-
asta sólarhringinn í hjaðn-
ingavígum glæpaflokkanna í
Napólí og hafa þá 40 verið
drepnir það sem af er árinu. Á
liðnu ári félíu í valinn 200
menn í þessum átökum, sem
snúast um yfirráðin yfir
glæpastarfseminni, einkum
eiturlyfjasölunni. ítalska lög-
reglan hefur verið að sækja í
sig veðrið að undanförnu í bar-
áttunni við glæpalýðinn og nú
síðustu dagana hafa 32 verið
handteknir fyrir ýmsar sakir
og ákærur þyngdar á hendur
öðrum 16, sem þegar sitja í
fangelsi.
Stjórnarmyndun
reynd í Finnlandi
llelNÍnki, 4. febrúar. Al*.
Árangurslitlar viðræður
Papandreous og Schmidts
Bonn, 4. febrúar. Al*.
ANDREAS Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, hélt í dag heim eftir
fjögurra daga heimsókn í VesturÞýskalandi þar sem hann reyndi að fá
Helmut Schmidt kanslara til að fallast á þá hugmynd sína, að tengsl
Grikkja og Kfnahagsbandalagsins yrðu með nýjum og sérstökum hætti.
Svo virðist sem hann hafí ekki haft erindi sem erfíði í þeim efnum.
Papandreou kom til Vestur-
Þýskalands sl. mánudag og hef-
ur síðan átt viðræður við helstu
frammámenn í vestur-þýskum
stjórnmálum og iðnaði, en
Grikkir skipta ekki meira við
áArá. Júpþ. „sn, V.-t>jóðY«yjíi..qgi
hafa farið fram á það að þeir
auki fjárfestingu sina í Grikk-
landi. Þetta er fyrsta meirihátt-
ar utanferð Papandreous síðan
Sósíalistaflokkur hans komst til
valda í október sl., en fyrir kosn-
ingar hét hann því að taka til
endurskoðunar aðild Crikkja að
NATO og Efnahagsbandalagi
Evrópu.
Papandreou vill að sérstakt
tillit verði tekið til Grikkja inn-
an EBE til að auðvelda þeim
samkeppnina við önnur aðild-
arlönd en á þessa hugmynd mun
Schmidt ekki hafa viljað fallast
enda hefur hann ætíð verið and-
vígur slíkum tillögum áður, t.d.
frá Bretum. Papandreou hefur
svipaðar hugmyndir um stöðu
Grikkja innan NATO en
Schmidt mun einnig hafa vísað
þeim eindregið á bug.
í viðræðum þeirra Papandr-
eous og Schmidts bar sambúð
Grikkja og Tyrkja mjög á góma
og vildi Papandreou, að Vestur-
Þjóðverjar beittu áhrifum sín-
um til að finna lausn á Kýpur-
deilunni. Grikkir hafa einnig
farið fram á það við NATO, að
það ábyrgist öryggi þeirra gagn-
vart Tyrkjum en á það hefur
ekki verið fallist þar sem það
væri ósvífni í garð þeirra síðar-
nefndu.