Morgunblaðið - 05.02.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
Niðurgreiðslur 1982:
Þrefalt hærri en framkvæmdir
skóla, sfúkrahúsa, hafiia og flugvalla
Ráðherrar gagnrýndir fyrir
að vanrækja þingskyldur
„Skýrsla ríkis.stjórnar“ um efnahagsmál kom til framhaldsumræðu í fyrra-
dag. Kins og frá var sagt í Mbl. í gær töludu Lárus Jónsson (S), Birgir ísleifur
Gunnarsson (S), Eióur Gudnason (A) og Kjartan Jóhannsson (A) í fyrri hluta
umræóunnar, þ.e. fram að þingflokkafundum, en fjör færðist í leikinn síó-
degis, er forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, hóf svarræðu sína.
Ræðurnar ókomnar væru ákveðnar, væru þær þó ekki
í Morgunblaðinu hærri en verið hefði 1978, er
Gunnar Thoroddsen, forsætis- Kjartan Jóhannsson var ráðherra,
ráðherra, sagði m.a., að óvenjulegt e^a ^ ^ na móti 11% þá. Svo talaði
væri að halda útvarpsumræðum
áfram, eftir að útsendingu lýkur,
þó heimild væri til í þingsköpum.
Það er víst enginn vafi á því, sagði
ráðherra, að sumir sem töldu sig
sjálfkjörna til þátttöku í útvarps-
umræðunum, en komust ekki að,
hafa viljað láta ljós sitt skína.
Þá er það athyglisvert, sagði
ráöherra, að ræður þeirra tveggja,
sem þá töluðu fyrir hönd stjórnar-
andstöðu í Sjálfstæðisflokknum,
hafa ekki fundið náð fyrir augum
Morgunblaðsins, en nú eru liðnir 5
útkomudagar án þess að þar sjáist
tangur eða tetur af ræðum Friö-
riks Sophussonar og Ólafs G. Ein-
arssonar. (Kallað fram í: Veit for-
sætisráðherra skýringu á því?) Já,
það er dómur Mbl. og væntanlega
stjórnarformanns þess, að það sé
ekki fengur í að birta þessar ræð-
ur! Má vera að Mbl. beri fyrir sig
plássleysi, en vart er það fram-
bærilegt, því þessa daga hefur
Mbl. komið út í 256 blaðsíðum, auk
Lesbókar, svo nægt ætti rýmið að
hafa verið.
Forsætisráðherra sagði ræður
Lárusar Jónssonar (fyrr um dag-
inn) hafa verið „innihaldslitla".
Ymis atriði í efnahagsaðgerðum
væru sótt í stefnuskrá Sjálfstæð-
isflokksins, s.s. að draga úr af-
skiptum af verðlagsmálum, lækka
ríkisútgjöld og aukið svigrými
sveitarfélaga.
Rangt væri hjá Lárusi og Kjart-
ani Jóhannssyni að vísitöluspá
Þjóðhagsstofnunar á þessu ári
væri 40—42%. Þessi tala væri
byggð á því að ekkert frekar yrði
gert til áhrifa á efnahagsþróunina
en það sem þegar hefur verið
ákvarðað. Vitanlega þarf að gera
fleira, ef ná á því marki að verð-
bólguhraðir.n verði 30% í lok árs-
ins.
Forsætisráðherra sagði að með
þeim niðurgreiðslum, sem nú
Kjartan um vísitöluleik.
Þá þakkaði ráðherra Friðrik
Sophussyni fyrir að lesa upp
blaðagrein eftir sig, hvar raktir
væru annmarkar niðurgreiðslna
(kallað fram í: hvernig væri að
lesa hana aftur?) — ég meina
hvert orð sem í greininni stendur,
sagði ráðherra, en það þarf bara
að losna við höfuðannmarka vísi-
tölukerfisins, þá fæst rými til að
lækka niðurgreiðslur.
Gunnar Thoroddsen sagði fulla
samstöðu innan ríkisstjórnarinn-
ar (og raunar þjóðarinnar) um,
hverjir væru helztu ókostir vísi-
tölukerfisins, þ.e. sjálfvirknin og
víxlhækkanirnar. Úm stöðu at-
vinnuveganna, sagði ráðherra að-
spurður, að árangur í vísitölu-
hjöðnun næðist ekki, án þess að
um tíma herti einhversstaðar að.
Þá vék ráðherra að kenningunni
um stöðugt gengi og hverjar væru
að hans dómi orsakir þeirrar
þróunar á gengi nýkrónunnar,
sem orðin væri.
Reiður ráðherra — rýr svör
Lárus Jónsson (S) sagði svör
ráðherra í rýrara lagi en reiði
hans þeim mun fyrirferðarmeiri. í
raun stæði það eitt eftir í efna-
hagsskýrslu ríkisstjórnarinnar,
þegar orðskrúðið væri skafið af,
að greiða ætti niður verðbætur á
laun um 6% samtals. Það hvort
niðurgreiðslur væru hrikalegar
eða -ekki gætu menn bezt séð af
því, að þær niðu'-greiðslur, sem nú
væri stefnt tii, m.a. með skattpen-
ingum fólks, næmi meira en þre-
faldri þeirri fjárhæð, sem ríkis-
stjórnin hygðist verja til fram-
kvæmda í landinu við skólabygg-
ingar, sjúkrahús, hafnir og flug-
velli o.s.frv. Þetta kalla ég hrika-
legar niðurgreiðslur.
Forsætisráðherra talar um 7%
niðurgreiðslur en sjávarútvegs-
Gunnar
ráðherra, sem er sýnilega betur
heima í heildardæminu, um 11%.
Niðurgreiðslur kosta nú mun
meira en þegar þessi sami maður
sagði í blaðagrein: „Niðurgreiðslur
úr ríkissjóði á landbúnaðarvörur
sem kosta nú milli 20—30 millj-
arða (að sjálfsögðu gkr. á ari) eru
komnar úr hófi." Hann talaði og
um að slíkar niðurgreiðslur
skekktu almennt verðlag, drægju
úr hvöt til að ráðast í nýjar bú-
greinar og biðu heim hættu á mis-
notkun. Þetta er það eina sem
hæstvirt ríkisstjórn er sammála
um að gera.
Framreiknuð verðbólga til árs-
loka er 40—42% (framfærsluvísi-
tala) og 45—47% (byggingarvísi-
tala), þrátt fyrir hinar hrikalegu
niðurgreiðslur og þó því aðeins
ekki hærri, að ekki sé reiknað með
neinum frekari grunnkaupshækk-
unum. Þetta eru fagaðilar sam-
Fyrirspurn um utanferðir:
Svarið heil bók
Matthías Bjarnason (S) bar
fram fyrirspurn á Alþingi 10. nóv-
ember 1981 um kostnað við utan-
landsferðir á vegum Alþingis, rík-
isstjórnar og ríkisstofnana. Fyrir
nokkrum dögum gerði hann
athugasemd utan dagskrár, vegna
þess að svar við þessari fyrirspurn
hafði enn ekki borizt. Hann beindi
fyrirspurn til forseta Sameinaðs
þings, hvar mál þetta væri á vegi
statt og hvað hefði tafið það, ein-
hversstaðar væri stífla í upplýs-
ingamiðluninni. Ég vona að forsæt-
isráðherra hafi ekki falið einhverj-
um þeim að vinna svar við fyrir
spurninni, sem hafa dvalið æ síðan
erlendis, sagði Matthías.
Jón Ilelgason, forseti Sþ., sagði
sér kunnugt um, að forsætis-
ráðuneyti hefði þegar sent út
beiðni um svör til þeirra stofn-
ana, er spurningarnar náðu til.
Borizt hefðu svör frá „allmörg-
um þessara aðila en ekki frá
þeim öllum og Alþingi er ein af
þeim stofnunum, sem svar liggur
ekki fyrir frá“, en skrifstofulið
Alþingis væri fámennt og anna-
tími frá því spurningin kom
fram.
Árni Gunnarsson (A) sagðist
hafa lagt fram spurningu um
viðvörunarkerfi í Mývatnssveit,
sem ósvarað væri enn, en í þing-
sköpum Alþingis stæði: „Fyrir-
spurn skal þó ekki tekin á
dagskrá síðar en 8 virkum dög-
um eftir að hún er leyfð."
Matthías Bjarnason (S) spurði,
hvort utanlandsreisum manna á
vegum þess opinbera hefði fjölg-
að svo mjög, að það þyrfti að
taka meira en ársfjórðung að
vinna svarið. Almennum
atvinnurekstri er gert að skyldu,
að settum viðurlögum, að skila
hvers konar upplýsingum innan
ákveðinna tímamarka, s.s.
launamiðum og ýmisskonar
framtölum. Ekki stendur á refsi-
ákvæðum, sektum í stórum stíl.
Þá er ekki spurt, hvort bæta
þurfi við starfsfóiki til að sinna
upplýsingaskyldunni.
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, sagði m.a. slíka fyrir-
spurn hafa verið borna fram
fyrir u.þ.b. 4 árum, og miðað við
prentuð svör þá, mætti búast við
að svarið við þessari fyrirspurn
yrði „á annað hundrað blaðsíður,
heil bók.“
„Það er einhver gróska í
þessu,“ sagði Matthías Bjarna-
Lárus
mála um. Það þarf því að standa
að 5% plús 5% verðbótaskerðingu
(kaupráni á máli komma), ef verð-
hjöðnunarmarkmið ríkisstjórnar-
innar á að nást. Er það trompið í
ermi hennar?
Olafur G. Einarsson (S) spurði
forsætisráðherra í framhaldi af
umsögn hans um þingræður og
birtingu þeirra í Mbl., hvort það
hefði verið til að þjóna stjórnar-
andstöðusjónarmiðum að ræða
hans sjálfs, forsætisráðherrans,
hefði birzt í heild í því blaði.
Rangt væri hjá ráðherranum að
talsmenn Sjálfstæðisflokks hefðu
engar ábendingar sett fram, varð-
andi efnahagsúrræði, og mætti
hann gjarnan kanna ræðurnar
nánar, ef hann vildi holl ráð
þiggja á þeim vettvangi, ekki
myndi af veita.
Þá mætti ráðherrann og, að
ósekju, lesa yfir stefnumörkun
landsfundar Sjálfstæðisflokksins í
atvinnu- og efnahagsmálum, ef
hann tryði því sjálfur, er hann
héldi fram, að ríkisstjórnin fylgdi
fram stefnu Sjálfstæðisflokksins í
þessum málaflokkum.
Stjórnarandstaðan saman-
stendur af tveimur stjórnmála-
flokkum, sagði Ólafur, svo það
þarf ekki að koma forsætisráð-
herra á óvart, að þeir skili hvor
sínu nefndaráliti í umsögn mála,
en það nýtir ráðherrann sér til að
tala um „klofna stjórnarand-
stöðu".
Forsætisráðherra segist ekki
vilja ná niður verðbólgu með því
að skapa atvinnuleysi. Veit hann
ekki að allir helztu atvinnuvegir
þjóðarbúsins eru reknir með tapi
og skuldasöfnun, m.a. vegna
skammsýni stjórnvalda, og ganga
á svokölluðum kreppulánum til
þess að stöðvast ekki. Ekki styrkir
slík rekstrarstaða undiratvinnu-
vega atvinnuöryggið, þvert á móti
hefur stjórnarstefnan teflt því í
algjöra tvísýnu, án þess að ná
nokkrum frambúðarmarkmiðum í
verðbólguhjöðnum, samanber
framreiknaða vísitölu 1982. Ráð-
herrann ætti að kynna sér þann
lánsbeiðnalista hjá Byggðasjóði,
sen^ þar liggnr fyrir frá fjölda at-
Ólafur G.
vinnufyrirtækja, sem jafnframt
mætti kalla lista um neyðarköll
fyrirtækja.
Skýrsla sú, sem hér er nú rædd,
er lögð fram í nafni ríkisstjórnar-
innar allrar, og spannar mála-
flokka, er heyra undir hin ýmsu
fagráðuneyti. Það er því óvirðing
við Alþingi að nær állir þessarra
ráðherra eru fjarstaddir þessa
umræðu, þó þingmenn vildu
gjarnan beina til þeirra ýmsum
fyrirspurnum um þá málaflokka,
er þeir leiða í ríkisstjórninni. Ég
tek undir þá almennu kröfu þing-
manna, að einstakir ráðherrar
gegni þingskyldum sínum betur
hér eftir en hingað til, en fjarvist-
ir þeirra eru allt of tíðar. Það þótti
sérstakt fréttaefni í útvarpi í gær,
að þingmenn Sjálfstæðisflokks
sáu ekki ástáeðu til athugasemda
við svar utanríkisráðherra við til-
tekinni fyrirspurn, þ.e. tóku ekki
til máls í þeirri umræðu. Það þyk-
ir hinsvegar ekki fréttaefni á þeim
bæ að hvorki ráðherrar Alþýðu-
bandalags né Framsóknarflokks
vóru viðstaddir umræðu um eigin
skýrslu um efnahagsmál. Það er
jú hægt að gæta „virðingar Al-
þingis" með ýmsum hætti.
Og hvað á forsætisráðherra við,
er hann þvær hendur ríkisstjórn-
arinnar í vísitölumálum. Er hann
að reyna að koma syndum póli-.
tískra stjórnvalda yfir á Kaup-
lagsnefnd?
Skýrt og skorinyrt:
Megn óánægja
kom fram ...
STJORNARLIÐAR í sjávarút-
vegsnefnd neðri deildar hafa
lagt fram nefndarálit um stjórn-
arfrumvarp um tímabundið olíu-
gjald til fiskiskipa. Þar segir
m.a.:
„Nefndin hefur rætt frum-
varpið á fundi sínum í dag og
samþykkt að standa að af-
greiðslu þess.“
Venjulegt orðalag er að
„mæla með samþykkt" en ekki
að „standa að afgreiðslu", ef
umsögn er jákvæð.
Næsta málsgrein hljóðaði
svo:
„Megn óánægja kom fram í
nefndinni þar sem nefndar-
mönnum sýnist þeir standa
frammi fyrir orðnum hlut.“
Undir þetta rita Garðar Sig-
urðsson (Abl.), Páll Pétursson,
formaður þingflokks Fram-
sóknarmanna og Halldór Ás-
grímsson, varaformaður
Framsóknarflokksins.
Garðar Sigurðsson verður
framsögumaður fyrir þessu
nefndaráliti.
t, . .. . r
jl( ö2 .< 11 i vait Jiii 1 úS *Jel *