Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
Fjölsóttur atvinnumálafundur sjálfstæðismanna á Selfossi:
Hluti fundarmanna á Selfossfundinum, sem var fjölsóttur.
Verðlagshömlur þær sem hér
er búið við eru einn mesti vandi
íslenskra atvinnufyrirtækja
- sagði Þorsteinn Pálsson
Sjálfstæðisflokkurinn
efndi til fundar á Sel-
fossi um síðustu helgi,
og var fundurinn liður
í fundaherferð Sjálf-
stæðisflokksins síð-
ustu vikur um atvinnu-
mál, en yfirskrift fund-
anna hefur verið
„Leiðin til bættra
lífskjara“. Á Selfoss-
fundinum voru frum-
mælendur Salóme
Þorkelsdóttir, alþingis-
maður og Þorsteinn
Pálsson, framkvæmda-
stjóri, en hann á nú
sæti í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins.
Salóme l'orkelsdóttir, alþingis-
maóur, sagði í upphafi ræðu sinn-
ar, að hún fagnaði því tækifæri að
fá að koma austur á Selfoss á fund
sem þennan, æskilegt væri að
þingmenn hittu fleiri að máli en
kjósendur í eigin kjördæmum, og
mikilvægt væri að stjórnmála-
menn ættu þess kost að fá að
heyra sjónarmið fólks, ábendingar
og viðhorf í ýmsum málum, og
væri sá tilgangur fundanna ekki
síður mikilvægur en sá, að menn
hlýddu á það sem frummælendur
hefðu fram að færa.
Þingmaðurinn vék máli sínu því
næst að nýlega afstöðnum lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins, þar
sem hún sagði glögglega hafa
komið fram, að ekki væri um mál-
efnalegan ágréining að ræða um
höfuðstefnuatriði innan flokksins,
en ágreiningurinn stæði á hinn
bóginn um þátttöku í núverandi
stjórnarsamstarfi. Þar væri það
svo að stefna Alþýðubandalagsins
réði ferðinni, og „niðurtalning"
Framsóknarflokksins teldi verð-
lag nú upp í landinu. Verðbólgan
yrði um 50 til 55% á þessu ári, og
athyglisvert væri, að það væri sú
tala sem sveitarstjórnir víðs vegar
um land reiknuðu nú með í gerð
fjárhagsáætlana, hvað sem yfir-
lýsingum ráðherra og annarra
stjórnarliða um lægri verðbólgu-
spár segðu.
Salóme sagði, að ástand efna-
hagsmála væri nú þannig, að hver
nýr íslendingur sem liti dagsins
ljós, tæki um leið við 40 til 50 þús-
und króna skuldabagga. Erlend
lán væru tekin til að framlengja
eldri lán, greiða af þeim vexti og
afborganir, eða til að greiða halla
á ríkisfyrirtækjum. Flestir væru
þó í rauninni sammála um að er-
lendar lántökur væru því aðeins
réttlætanlegar, að þær fari í upp-
byggingu og framkvæmdir.
I atvinnumálum landsmanna
sagði Salóme, að ekki blési byrlega
um þessar mundir. Gott dæmi um
ástandið í atvinnulífi landsmanna
væri sú kreppa sem ríkt hefði í
sjávarútvegi framan af árinu, og
ekki væri raunar séð fyrir endann
á ennþá. Landsmenn hefðu beðið í
ofvæni eftir einhverjum aðgerðum
ríkisstjórnarinnar sem aldrei
hefðu komið. Rétt eftir að Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra,
hafði dásamað það í áramóta-
ávarpi í útvarpi og sjónvarpi, að
hér væri ekkert atvinnuleysi, þá
hafi þúsundir íslendinga verið
búnir að missa atvinnuna og
gengu um án atvinnu.
Landsmenn yrðu að hafa það
hugfast sagði þingmaðurinn, að
hér á landi yrði ekki um að ræða
sókn þjóðarinnar til bættra lífs-
kjara, hér yrði ekki byggt upp
betra þjóðfélag, nema með því að
styrkja atvinnulífið í landinu, án
þess væri allt annað nánast
óhugsandi ef grundvöllinn vant-
aði. Framtíðarmöguleika þjóðar-
innar væri að finna í orkuvinnslu,
en næg óbeisluð orka væri hér á
landi, og orkuna yrði síðan að nota
til að byggja hér framtíðarat-
vinnufyrirtæki. I þessu sambandi
minnti Salóme á tillögur 19 þing-
manna Sjálfstæðisflokksins í
orkumálum, landbúnaðarmálum
og fleiri málaflokkum, þar sem
leitast væri við að horfa aðeins
lengra en til næsta dags, og reynt
að marka framtíðarstefnu í svo
mikilvægum málaflokkum. Hún
minnti einnig á tillögur sjálfstæð-
ismanna um varanlega vegagerð,
sem væri tvímælalaust mjög arð-
bær fjárfesting. Talið væri að
oliumöl greiddi sig upp á fjórum
árum, og að endingartími bifreiða
lengdist um tvö ár, væri þeim ekið
á varanlegu slitlagi. Samgöngur
sagði Salóme því vera mikilvægan
þátt atvinnumála, sem ekki mætti
verða útundan þegar hugaö væri
að framtíðaruppbyggingu á því
sviði.
Þorsteinn Pálsson, framkvæmda-
stjóri, kvaðst vera kominn til Sel-
foss til að læra og fá upplýsingar
frá fundarmönnum, ekki síður en
til að flytja ákveðinn boðskap.
I efnahagsmálum sagði Þor-
steinn höfuðviðfangsefni flestra
ríkisstjórna einkum vera tvíþætt:
Annars vegar væri verið að fást
við leyndardóma gengisskrán-
ingarinnar, og hins vegar væri
viðfangsefnið það sem Þorsteinn
nefndi töframátt vísitölukerfisins.
Efnahagsstefnuna sagði hann svo
einkum hafa snúist um eftirtalda
þætti: Verðstöðvun, niðurgreiðsl-
ur, feluleik með gengi, vaxandi af-
skipti hins opinbera af rekstri
fyrirtækja með reglum og láns-
fjárskömmtunum. — Inn í þetta
blandistsvo utanaðkomandi hlutir
á borð við verðhækkanir á fisk-
mörkuðum erlendis og þróun doll-
arans, sem væru eins konar happ-
drættisvinningar er féllu ríkis-
stjórnum í té.
Öll þessi atriði sagði Þorsteinn,
að hlytu óhjákvæmilega að hafa
áhrif á afkomu atvinnufyrirtækj-
anna, og þar með afkomu þjóðar-
innar á hverjum tíma, og væri því
ástæða til að dæma þessar aðgerð-
ir og aðgerðir stjórnvalda af feng-
inni reynslu. Nú væri til dæmis
unnið að því að telja niður verðlag
að sögn stjórnarherranna. Það
væri norsk hugmynd er Fram-
sóknarflokkurinn hefði ákveðið að
taka upp og nota hér á landi. Al-
þýðubandalagið hefði á hinn bóg-
inn komið til sögunnar í núver-
andi stjórnarsamstarfi, og áður en
niðurtalningin svonefnda var
reynd, hafi alþýðubandalagsmenn
talið framsóknarmönnum trú um
að unnt væri að ná árangri í bar-
áttunni við verðbólguna með því
einu að setja verðstöðvun. Það
hafi verið gert með því, að á fyrsta
tímahili hafi verðhækkanir átt að
vera innan 7% marka. Á næsta
tímabili hafi svo átt að vera innan
8% marka, og á því þriðja innan
10% marka. Á fjórða tímabili
væri svo sagt að ekki væri unnt að
setja nein slík viðmiðunarmörk!
Verðlagshömlur, þær sem ís-
lenskt atvinnulíf býr við, sagði
Þorsteinn vera einn mesta vanda
atvinnufyrirtækjanna. Tilkostn-
aður hækkaði, en framleiðendur
fengju ekki að hækka vörur sínar í
samræmi við það, vegna vísitölu-
leiksins. Hækkunarbeiðnum væri
ýtt áfram án þess að þær fengjust
afgreiddar, og í níu manna verð-
lagsráði sætu menn og skömmt-
uðu mönnum hækkanir, oft án til-
lits til raunverulegrar þarfar, þar
væru aðrir hagsmunir oft settir
ofar. I kerfi sem þessu sagði
Þorsteinn „gróða" raunverulega
vera bannorð. Um leið og eitthvert
fyrirtæki sýndi hagnað, gæfi það
mönnum um leið tilefni til að
koma í veg fyrir að slíkt fyrirtæki
fengi eðlilegar hækkanir. Þetta
væri gert til að halda vísitölunni
niðri, en í rauninni væri mönnum
sama um lífskjör almennings í
þessu samhengi, aðeins væri um
að ræða að koma verði einhverrar
ákveðinnar vöru niður. Þannig
gæti innlendur framleiðandi feng-
ið synjun á eðlilega verðhækkun-
arbeiðni, en danskt eða sænskt
fyrirtæki sem flytti inn sömu vöru
mætti hækka verðið að vild. Gott
dæmi um vísitöluhræsnina sagði
hann einnig vera hin svonefndu
vísitölubrauð. Þar væri verið að
halda verði niðri á nokkrum
brauðtegundum, en síðan mættu
bakarar hækka önnur að vild!
Vísitöluna sagði Þorsteinn í
upphafi aðeins hafa verið vinnu-
tæki hagfræðinga, sem hafi notað
hana til að fylgjast með þróun
efnahagsmála. Síðar hafi mönnum
svo dottið í hug að reikna mætti
vísitöluna út í margvíslegum öðr-
um tilgangi, þannig hefðu bændur
Kirgir Viðar Halldórsson, matreiðslumeistari, (annar frá vinstri) ásamt starfsfólki
sínu á hinum nýja stað, Uóðborgaranum. Þar munu starfa fjórir starfsmenn, og
rúm er fyrir 40 manns í sæti. Ilm helmingur viðskiptavinanna kýs þó að taka mat
sinn út og snæða heima hjá sér, segir Birgir í spjalli við blaðamann.
Ljó.sm.: Kmilía BjörnsdúUir.
Nýr veitingastaður:
Góðborgarinn við Hjarðarhaga
„NKI, ég óttast það ekki að mikil
samkeppni á þessu sviði valdi okkur
erftðleikum hér, enda erum við í
rauninni ekki að bæta við nýjum
stað, heldur erum við að betrum-
bæta það sem fyrir er,“ sagði Birgir
Viðar Halldórsson, matreiðslumeist-
ari, í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni, er hann opnaði nýjan veit-
ingastað í Vesturbænum. Góðborg-
arinn heitir hinn nýji staður, og er í
húsakynnum þeim er áður hýstu
veitingahúsið Vesturslóð, sem Birgir
hefur nú keypt.
„Fyrsta verk okkar hér var að
leggja vínveitingarnar niður,“
sagði Birgir Viðar ennfremur,
„enda er það fjölskyldufólk fyrst
og fremst sem við viljum fá
hingað inn. Það hefur sýnt sig að
það fer ekki saman, að fólk með
börn borði á einu borði, og víns sé
uéytl-méð ni4tnum á því næsta. —
Ég er ekki fanatískur á vínveit-
ingar, en við höfum ekki áhuga á
þeim hér,“ sagði Birgir.
Á Góðborgaranum verður fyrst
og fremst hægt að fá ýmsa fljót-
lega rétti, svo sem allar gerðir
hamborgara, fiskborgara, roast-
beef borgara og fleira, og kjúkl-
ingar munu bætast á meðseðilinn
um mánaðamótin. Þá eru einnig
seld salöt, sósur, kartöflur og
fleira.