Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 + Utför SIGRÚNAR ÁGÚSTSDÓTTUR OG BOGA PÉTURS THORARENSEN fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 6. febrúar klukkan 13.30. Jarðsett veröur í Hrepphólum. Blóm vinsamlegast afbeöin. Foreldrar og systkini. Jón Vattnes Kristjáns- son - Minningarorð + Utför föður okkar, JÓNS MAGNÚSSONAR, fyrrum kaupmsnns frá Stokkseyri, veröur gerö frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 6. febrúar kl. 14,00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hins látna, eru vinsamlegast beönir aö láta Stokkseyrarkirkju njóta þess. Ferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.15 sama dag. Börnin. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, STEFÁNS JÓNASSONAR, fyrrverandi skipstjóra, Akureyri. táuö blessi ykkur öll. Hugrún Stefánsdóttir, Benedikt Benediktsson, Hanna Stefánsdóttir, Anton Kristjánsson, Kristján Stefánsson, Kristín Jensdóttir, Guðný Stefáns, María Jónsdóttir og fjölskyldur. + Hugheilar þakkir flytjum viö ykkur öllum sem sýndu okkur samúö og vináttu og heiðruðu minningu bræðranna JÓNS ÓLA JÓNSSONAR OG HJALMARS HJALMARSSONAR viö fráfall þeirra 10. janúar sl. Sigurbjörg Björnsdóttir, Guðbjörg Ásta Jónsdóttir, Guójón Hjálmarsson, Jón Ó. Ólafsson, Guörún Jónsdóttir, Hjálmar Krístinsson, Halldóra Stefánsdóttir, Margrét R. Jónsdóttir, Guöjón Sígbjörnsson, Smári, Rósa, Snjólaug, Börkur, Jón Guðmann, Stefán, Elísa Vilhjálmsdóttir, Björn Jónsson, Ragna Björnsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Guöbjörg Magnúsdóttir, Gyöa Hjálmarsdóttir, Kristinn Guðjónsson. Fæddur 22. júlí 1945 Dáinn 26. janúar 1982 Oft er bilið milli lífs og dauða ótrúlega skammt. Daginn áður en vinur okkar, Jón Vattnes Krist- jánsson, eða Nonni eins og hann var ævinlega kallaður, varð fyrir því hörmulega slysi, sem á tæpum þremur vikum dró hann til dauða hafði hann litið við hjá okkur. Hann var að vanda hress í bragði og ræddi við okkur hjónin góða stund. Nokkrum dögum áður höfð- um við fest kaup á lítilli verslun í Kópavogi og var Nonni með þeim fyrstu úr vinahópnum sem gerðu sér ferð til okkar að athuga hvern- ig gengi og hvernig okkur líkaði nýja starfið. Ekki grunaði okkur þá að hér væri um kveðjustund að ræða sem reyndar varð raunin á. Leiðir okkar lágu fyrst saman er ég vann sem rafsuðumaður í Stálvík árið 1974. Þá var Nonni nýkominn frá Danmörku en þar hafði hann búið ásamt konu sinni í 5 ár. Nonni hafði góða reynslu að utan sem rafsuðumaður og fund- ust ekki margir betri hér í þeirri iðn. En þetta var aðeins upphafið á okkar kunningsskap og samstarfi því við ákváðum að ráða okkur til starfa í Mjólkárvirkjun þar sem það gæfi betur af sér. Eftir að framkvæmdum þar lauk áttu leið- ir okkar eftir að liggja mikið sam- an, því alls urðu vinnustaðirnir sjö sem við unnum saman á, og þó leiðir skildi um stund þá vorum við komnir saman aftur áður en varði. Yfirleitt var vinna okkar tengd hitaveitulögnum og var því árstíðabundin. Samstarfi okkar lauk fyrir tæpu ári og héldum við þá sinn í hvora áttina. En vinátt- an hélst óbreytt á milli okkar og leið varla sú vikan að við heyrðum ekki hvor frá öðrum eða sáumst. Ahugamál okkar beindust á sama veg og eru þær nokkrar veiðiferð- irnar sem farnai voru en þó ennþá fleiri handboltaleikirnir sem við fórum saman til að sjá. Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík t i Nonni var óvenju vel gerður maður, myndarlegur og hlýr í við- móti. Alltaf var hann boðinn og búinn ef á þurfti að halda og var mjög laghentur. Aldrei minnist ég þess að hafa heyrt Nonna halla á nokkurn mann, slíkt var honum ekki að skapi. Nonni hafði sér- stakt dálæti á börnum enda hænd- ust þau fljótt að honum og eru þau ófá skiptin sem hann sat með börnin okkar í fanginu og ræddi við þau. Árið 1968 gekk Nonni að eiga eftirlifandi konu sína, Sigríði Brynjúlfsdóttur, fóstru. Þau voru bæði úr Kópavoginum og höfðu þekkst frá því þau voru börn. Það var gaman að heyra Nonna og Siggu minnast skemmtilegra at- vika frá því þau voru leikfélagar nokkurra ára gömul. Við minn- umst skemmtilegra samveru- stunda með þeim heima og heiman. Þá var mikið spjallað og sungið og spilaði Sigga undir á pí- anó eða gítar af einstakri snilld. Já, þar var oft glatt á hjalla og erfitt er að trúa því að maður eigi ekki eftir að eyða fleiri stundum með þeim. Einn son áttu þau, Dag, sem verður fjögurra ára gamall í sumar. Hann var sannur sólar- geisli föður síns og átti Nonni ekki nógu sterk orð yfir hversu vænt honum þótti um hann. * Það er ekki ætlunin að rekja hér ætt Nonna eða uppruna, aðeins að leiðarlokum að þakka góðum vini samfylgdina og alla tryggðina sem hann sýndi okkur. Söknuðurinn er sár en sárastur er þó missirinn eiginkonu og syn- inum unga sem svo stutt fékk að njóta pabba síns. Við hjónin vott- um Siggu vinkonu okkar og Degi litla innilega samúð í þeirra þungu raun, einnig foreldrum og systkinum sem nú sjá á bak elsku- legum syni og bróður. Blessuð sé minning hans. kallirt er komið, komin er nú stundin, vinaskilnadur, vidkva m stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna er sefur hér sinn sídasta hlund. (Sálmur) Dóri og Inga Ungur maður er fallinn í valinn, aðeins 36 ára gamall. Á hinu ný- byrjaða ári 1982 hefur slysaaldan gengið yfir eins og fa.aldur, og margir eiga nú um sárt að hinda. Nonni, eins og hann var ávallt kaliaður, fór ekki varhluta af því. Hann var sonur hjónanna Lov- isu Heigadóttur og Kristjáns Vattnes Jónssonar, sem nú sjá á bak öðru sinni ungum syni í blóma lífsins. Hann kvæntist æskuvinkonu sinni, Sigríði Brynjúlfsdóttur. Þeim varð ekki barna auðið, en ættleiddu lítinn elskulegan syst- urson Sigríðar, Dag Thomas, sem nú er aðeins 3 ára gamall og sér á bak ástríkum föður. Drengurinn var litli sólargeislinn hans. Elsku Sigga, enn einu sinni sérð þú á bak ástvini þínum. Dagur litli, þú sem enn ert svo ungur að þú skilur ekki hve lífið getur verið fallvalt og hart. Nonni var einstaklega góður drengur, og mikill persónuleiki. Öllum þótti vænt um hann sem honum kynntust. Hann var sér- lega barngóður, enda hændust börn mjög að honum. Störf sín vann hann af sam- viskusemi og dugnaði, og vinsæll meðal sinna samstarfsmanna. Við systkinin vottum mömmu og pabba, Siggu og Degi litla okkar innilegustu samúð og biðjum al- góðan Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Læknum og hjúkrunarliði gjör- gæsludeildar Borgarspítalans vilj- um við þakka sérstaklega fyrir mjög góða umönnun. Elsku Nonna þökkum við allar þær stundir sem við höfum fengið að njóta hans. Við vitum að Heígi bróðir tekur á móti honum opnum örmum. Guð geymi Jón bróður okkar og varðveiti. Hvíli hann í friði. „Ég gcng til himins, hvar fer, «, hjarU, kvíð þú eigi, ég jungað kemst, sem endir er á öllum þraulavegi. (II.H.) Dottý, Binni, Gurra, Stella og Lillý. __ __ __Sólveig Stefáns- UMSOKNIR dóttir - Minning Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir umsóknum um kaup á 176 tveggja til fimm herbergja íbúðum, sem eru í byggingu við Eiðs- granda í Reykjavík. Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri íbúðir, sem koma til endursölu síðari hluta árs 1982. Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara íbúða gilda lög nr. 51/1980. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu V.B., Suðurlandsbraut 30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9—12 og 13—16. Umsóknum skal skila eigi síðar en 27. febrúar nk. Óafgreiddar umsóknir frá nóv.—des. 1981 verða einnig taldar gildar um þessar íbúðir, nema umsækjendur tilkynni um annað. I Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík Við andlát Sólveigar Stefáns- dóttur, ekkju Ólafs F. Ólafssonar hagleiksmanns, sem andaðist 30. maí 1980, sækja fram í hugann fagrar minningar um þau góðu hjón. Þau áttu sér hlýtt heimili, listrænt og menningarlegt, að Víðimel 32 hér í borg. Eg finn það vel nú, þegar ég skrifa fáein og fátækleg orð, hversu erfitt mér reynist að minnast þeirra hjóna, annars án hins, þannig vóru þau. Kynni okkar bar að fyrir fimmtán árum og hefi ég jafnan verið þakklátur þeim vini mínum, nú látnum, sem þeim kom á. Ólafur og Sólveig áttu eftir að reynast mér og mínum vel. Hann hjálpaði mér við smíðar og sitt- hvað annað. Hafði raunar ráð undir hverju rifi og varð ekki skotaskuld úr því að bjarga mál- um. Við unnum oft saman og ég bar gæfu til þess að læra af hon- um. Ég vissi ekki þá hve vel það átti eftir að reynast mér síðar. Ólafur var hamhleypa til vinnu og vel við aldur gaf hann sér yngri mönnum hvergi eftir. Það var því iðulega að hann kom þreyttur heim að kvöldi og þá var indælt að sjá hve vel hann naut þess að koma heim og hve vel var tekið á móti honum, enda stóð Sólveig vel fyrir nafni, það stafaði geislum af henni. Konan mín og ég ásamt börnum okkar þökkum þeim fölskvalausa vináttu og góða samveru og biðj- um þeim blessunar. Vænt þykir okkur um að vita af þeim saman aftur. í guðs friði. Haukur Heiðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.