Morgunblaðið - 05.02.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982 2 7
Mciría Guðmundsdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 12. maí 1930
Dáin 29. janúar 1982
Hún Didda mágkona mín er dá-
in aðeins 51 árs, og þá vaknar
spurningin: Hvers vegna hún?
Hún var búin að ala upp 6 börn og
þá finnst okkur að það sé kominn
tími fyrir móður að eiga tima
fyrir sig. Allt sitt líf var hún til
staðar, til hjálpar öðrum.
Ung giftist hún Arnmundi Jón-
assyni og eiga þau 6 myndarbörn
og góða þjóðfélagsþegna. Eg
minnist þess sérstaklega er ég
kom inn á heimili tengdafólks
míns aðeins 17 ára, og þar átti ég
mitt fyrsta barn, Ástu fædda 1952.
Ef ég þurfti að koma henni fyrir,
þá var það aldrei spurning hvar
hún ætti að vera, það var svo
sjálfsagt að hún yrði hjá „Diddu
frænku" og vil ég nú þakka henni
alla þá vináttu sem hún veitti mér
og börnum mínum í 30 ár, og báð-
ar vorum við kallaðar Didda.
Didda, eins og hún var kölluð af
öllum, var fædd í Reykjavík þann
12. maí 1930. Faðir hennar var
Guðmundur Guðnason og lifir
hann dóttur sína 89 ára gamall, og
dvelst hann nú á Dvalarheimili
aldraðra sjómanna. Móðir hennar
var Ingveldur Árnadóttir og lést
hún árið 1942. Didda var næstelst
fimm systkina en þau eru: Lúðvík
fæddur 1929, María fædd 1930,
Guðríður fædd 1934, Ása Inga
fædd 1940 og Ingveldur fædd 1942.
Þetta voru erfiðir tímar fyrir ein-
stæðan föður þeirra, að ala upp
börnin sín fimm án nokkurrar að-
stoðar, en mikið kom í hlut Diddu,
sem aðeins var 12 ára, og Lúðvíks,
þá 13 ára, að hjálpa til með yngri
systurnar. Veit ég að söknuður
systkinanna er mikill og sár, því
þau gátu alltaf leitað til „Diddu
systur" allt fram á hennar síðasta
dag.
Lífið heldur áfram og sú stund
kemur að við hittumst aftur, ég
kveð mína kæru mágkonu. Guð
blessi minningu þeirrar góðu
konu, sem vildi öllum gott gera.
Elsku Mundi minn, ég sendi þér
og börnum ykkar, tengdadóttur og
barnabarni, alnöfnunni Maríu
litlu Guðmundsdóttur, systkinum
hennar, föður og öðrum ástvinum
samúðarkveðjur mínar og barna
minna, sem öllum þótt vænst um
hana „Diddu frænku". Móðir mín
biður einnig góðan Guð að styrkja
ykkur öll í þessari miklu sorg, en
Didda var henni alltaf góð, sem og
öllum öðrum.
„Yaktu minn Jesú, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki, þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.“
(H.P.)
Kveðja frá Diddu mágkonu.
í dag, föstudaginn 5. febrúar
verður til moldar borin, María
Guðmundsdóttir, Hjaltabakka 12,
Reykjavík.
Það hefur verið trú mín í fjölda
ára að þeir deyji ungir sem guð-
irnir elska. Annað er ekki hægt en
að þeir hafi elskað hana Diddu,
eins og við öll kölluðum hana. Ég á
fáa en góða vini, sem ég er stoltur
af að eiga og í þeim hóp hef ég
lengi talið Diddu og Munda. Kynni
okkar hófust fyrir um 20 árum. Þá
bjuggu þau með börnum sínum í
lítilli 2ja herb. íbúð og það fyrsta
sem ég tók eftir í fari þeirra að
þar var alltaf endalaust pláss, ef
einhver þurfti mat, gistingu eða
aðra aðhlynningu. Hún Didda
mátti aldrei neitt aumt sjá, alltaf
tilbúin að rétta öðrum hjálpar-
hönd og það voru margir sem þáðu
það í orði og verki, þar á meðal ég.
Það væri svo margt hægt að
skrifa um manngæsku hennar en
það væri andstætt því, sem hún
hefði viljað, svo ég læt það ógert
hér.
Þetta eru fátækleg orð vinar
sem hefði viljað segja meira, en ég
fylgi Diddu í huganum yfir landa-
mærin miklu.
Megi sá almáttugi veita Munda,
Konna, Distu, Ingu, Jónasi, Ástu,
Svanhildi og öðrum ástvinum
styrk í sorg okkar.
tíunnar
Margur einn í aldurs blóma
undi sa*ll vid jjlaúan ha>»,
bráll þá froj;nin heyrðist hljóina:
lleill í K»*r, en nár í daj;.-
I dag kveðjum við elskulega
frænku mína, sem nú er farin yfir
í ríki friðarins, þar sem við mun-
um öll hittast að lokum. Það er
erfitt að trúa því, að hún Didda
frænka sé dáin, en Didda frænka
var hún alltaf kölluð af okkur
frændsystkinunum. Hún var ein
þeirra fáu, sem alltaf höfðu tíma
og pláss fyrir aðra, og alltaf fylgdi
góða skapið hennar með, þrátt
fyrir sitt stóra heimili, sem oft á
tíðum var bæði erfitt og þröngt.
Didda frænka og Mundi eiga sex
börn, það yngsta fermdist síðasta
vor, og missa þau ekki bara elsku-
lega móður heldur líka bestu vin-
konu sína og trúnaðarvin. Sjálf
var hún næst elst fimm systkina
og var hún aðeins ellefu ára þegar
hún missti móður sína, sem hún
hefur nú hitt aftur.
Alla tíð síðan ég man eftir,
hafði hún allan þann tíma í heimi,
allt til síðasta dags, fyrir afa
minn, föður sinn, sem í dag er há-
aldraður maður á elliheimili.
Já, það var gott og alltaf gaman
að skreppa til Diddu frænku, bara
til að sitja saman og spjalla um
allt og ekkert á meðan mikið kaffi
var drukkið, en tíminn flaug alltaf
of hratt í þeim heimsóknum, sem
undirstrikar hversu skemmtileg
og kát hún alltaf var.
Ekki er ætlun mín hér að fara
að rifja upp allar minningar mín-
ar um hana Diddu frænku, ég á
þær sjálf og mun þær vel geyma
en aldrei gleyma. Þetta eru aðeins
nokkrar línur í kveðjuskyni, því
eins og ég byrjaði: Þessu er erfitt
að trúa.
Elsku Mundi minn og börnin
ykkar öll, góður Guð veri með ykk-
ur öllum í þessari miklu raun og
um alla ókomna framtíð. Blessuð
veri minning frænku minnar.
„Kar þú í friói,
friður (*uðs þig blessi,
hafðu þokk fyrir allt uj; allt.
(■ekkst þú með <>uði,
(iuð þér nú fylj;i,
hans dýrðarhnoss þú hljóla skalt.“
Ásta
Engin orð fá lýst þeim mikla
harmi, sem grúfir yfir við lát
elskulegrar systur okkar, Maríu
Guðmundsdóttur, er lést 29. janú-
ar sl. og sem við í dag kveðjum
hinstu kveðju. Systurinnar, sem
við héldum að við hefðum alltaf
hjá okkur og við treystum á.
En svo kemur harmafregnin:
Hún Didda systir er dáin, burt
kölluð fyrst af okkur systkinun-
um. En Drottinn gaf og Drottinn
tók, við eigum minningarnar.
Þakka ber það.
Hún var okkur stoð og stytta
hvenær sem á þurfti að halda og
ævinlega boðin og búin okkur til
hjálpar og aðstoðar. Nú þegar að
leiðarlokum er komið og kveðju-
stundin runnin upp þökkum við
elsku Diddu allt sem hún hefur
verið okkur. Guð blessi hana.
„Kar þú í friói
frióur (iuds þij; blessi
hafdu þokk fyrir allt oj; allt.“
Systkini og makar.
Sigrún Ásmundsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 4. júní 1904
Dáin 11. maí 1981
„Nú til þín, fadir, flý éj;
á fbðurhjartað kný éj;,
um aðstoð éj; bið þij;.
Æ, vert með mér í verki,
ég veit þinn armur sterki
í stríði lífsins styður mig.“
((■uðm. (•uðm. Sb. nr. .'195.)
Páll postuli ritar þessi orð:
„Berið hver annars byrðar og upp-
fyllið þannig lögmál Krists" (Gal.
6:2). „Því að allt lögmálið er upp-
fyllt með þessu eina orði: Þú skalt
elska náunga þinn eins og sjálfan
þig“ (Gal. 5:14). Amen.
Eitt sinn var Jesús Kristur
spurður af lögvitringi, hvað hann
ætti að gera, til að hann öðlaðist
eilíft líf. Jesús spurði á móti, hvað
hann læsi sjálfur í orði Guðs.
Lögvitringurinn svaraði að bragði:
„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn,
af öllu hjarta þínu og af allri sálu
þinni og af öllum mætti þínum og
af öllum huga þínum, og náunga
þinn eins og sjálfan þig“ (Lúk.
10:27). Síðan hefur þetta boðorð
verið nefnd hið tvöfalda kær-
leiksboðorð eða lögmál Krists.
Jesús benti á, að vegur kærleik-
ans væri vegur eilífs lífs, og gekk
þann veg á undan okkur. Allt hans
iíf speglaði takmarkalausan kær-
leika Guðs til okkur. Það sýnir
Biblían okkur. Guð mætti okkur í
Jesú Kristi og í honum sýndi Guð
okkur, hvernig við skyldum mæta
hinu illa í veröldinni, sjúkdómum,
óréttlæti, synd og dauða. En
Kristur Jesús var ekki aðeins for-
dæmi í góðum orðum og verkum,
heldur gaf hann sjálfan sig dauð-
an. Lét hið illa vald, óréttlætið og
syndina kremja sig og deyða á
krossi, til að sigra það. í nýju lífi,
upprisu frá dauðum, feist sigur
Guðs í Kristi. Sigur yfir öllu illu,
öllu, sem niðurbrýtur Guðs góðu
sköpun. Og fyrir trú á Jesú, guðs
son, eigum við allt með félaginu
við Krist Jesúm, er allt komið
undir trú, sem starfar í kærleika.
Það er trúin, sem er tengiliður
milli Guðs og manns, og mikilvæg-
ast alls frá Guði komið til okkar
mannanna, er kærleikur hans í
Jesú Kristi.
Því er það mikil Guðs blessun að
fá að kynnast og þekkja mann-
eskjur knúnar kærleika Krists.
Þær þurfa ekki að vera fullkomn-
ar, heldur einstaklingar, sem lifa í
náð Guðs í fyrirgefningu. Ein-
staklingar, sem bera byrðar ann-
arra, byrðar þjáningar og sárs-
auka, byrðar veikinda og sjúk-
dóma. Einstaklingar, sem setja sig
í annarra spor, af næmni þess,
sem sér Krist Jesúm í hverjum
manni, sínum minnsta bróður.
Slíkar manneskjur eru hendur
Krists á jörðu, tilbúnar að líkna
og græða, bæta úr hverju böli.
Slíkar manneskjur uppfylla lög-
mál Krists. Þannig verður trú,
sem starfar í kærleika, lofsöngur
Guðs til dýrar.
Þetta hef ég í huga, er ég heiðra
minningu Sigrúnar Ingveldar
Ásmundsdóttur, sem lést 11. maí
1981. Hún fæddist í Garpsdal í
Austur-Barðastrandasýslu hinn 4.
júní 1904. Foreldrar Sigrúnar voru
þau Ólöf Pálsdóttir og Ásmundur
Guðmundsson. Ung að aldri var
hún tekin í fóstur af Ólafi Egg-
ertssyni og Þuríði Runólfsdóttur á
Króksfjarðarnesi. Þar ólst hún
upp við góða aðhlynningu og at-
læti. Er hún missti fóstru sína
gekk Bjarney, eldri uppeldissystir
hennar, henni í móður stað. Tæp-
lega tvítug að aldri veiktist Sigrún
af berklum í baki. Var það erfiður
sjúkdómur hverjum, sem hann
fékk, ekki sízt ungri stúlku í
blóma lífsins. Var hún vistmaður
á Vífilsstöðum í um það bil 7 ár.
Tók það hana mörg ár að ná sér af
berklaveikinni og afleiðingum
hennar.
Sigrún kom heim að Króks-
fjarðarnesi á nýjan leik 1932. Þá
kyntist hún mannsefni sínu,
Helga Jónssyni, sem var þar í
vegavinnu. Felldu þau hugi saman
og gengu í hjónaband. Árið 1934
eignuðust þau svo dóttur, Maríu
Elísabetu. Sigrún og Helgi flutt-
ust til Reykjavíkur og bjuggu á
Hlíðarenda undir Öskjuhlíð fyrstu
árin. Árið 1942 eignuðust þau svo
sitt annað barn, Jón Gylfa. Stuttu
síðar festu þau kaup á húseigninni
við Reykjavíkurveg 23 í Skerja-
firði, þar sem þau bjuggu síðan.
Helgi vann hjá Sambandi ís-
lenskra Samvinnufélaga, þar til
hann lést í apríl 1971.
Sigrún bjó börnum sínum gott
heimili og þegar barnabörnin
fæddust í heiminn og uxu úr grasi,
tók hún þau að sér með þeirri
hlýju, sem einkenndi hana alla tíð.
Sigrún var gáfuð kona og hafði
skarpa dómgreind. Veikindi henn-
ar og mótlæti mörkuðu líf hennar
og þorska. Hún þekkti þjáningar
og veikindi af eigin raun. Því var
hún mikil styrkur ástvinum í
þeirra eigin raun. Þrátt fyrir mót-
læti og erfiðleika æðraðist hún ei.
heldur tók hlutskipti sínu og sinna
í auðmýkt. Sigrún var einlæg
trúmanneskja.
Alla tíð hélt hún tryggð við
bernskustöðvarnar, því sveitin var
henni kær. Sjálf heimsótti hún oft
venzlafólk á Króksfjarðarnesi og
Staðarfelli. Þar voru börn hennar
einnig í sveit.
Allir, sem kynntust Sigrúnu
hrifust af henni. Sjálfur fékk ég
að ganga með henni lítinn spöl.
Minnist ég þeirra ára með þakk-
læti til Drottins. Mér kom hún
fyrir sjónir, sem einlæg öldruð
kona með gnótt mannkosta.
Ávöxtur þess manns, sem hefur
heilagan anda Krists, leynir sér
ekki. Heilagt orð segir: „En ávöxt-
ur andans er: kærleiki, gleði, frið-
ur, gæzka, góðvild, langlyndi,
trúmennska, hógværð, bindindi"
(Gal. 5:22).
Síðustu árin jukust smám sam-
an veikindi hennar, þó svo til
langvarandi legu drægi ekki fyrr
en á síðasta ári. Sjálf vissi hún að
hverju stefndi og áður en hún dó,
fékk hún sjúkrahúsprestinn til sín
og neytti heilagrar kvöldmáltíðar.
í sátt við Guð og menn dó hún 11.
maí 1981 í Landspitalanum í
Reykjavík.
Ég votta börnum hennar, barn-
abörnum og ástvinum öllum mína
dýpstu samúð með þessum orðum
Jesú Krists frelsara okkar og
Drottins: „Ég er upprisan og lífið,
sá sem trúir á mig mun lifa þótt
hann deyi" (Jóh. 11:25).
Vinur
(Magnús Björnsson, Seyðisfirði.)
80.41
Veisbi hvaða litsjónvaipstæki
feest meö útborgun fiá
kr.2-3bUS.og eftirstöðvum til alltað8 mánaða?
¥