Morgunblaðið - 05.02.1982, Page 32
7 Sími á ritstjórn “10100
ogskrifstofu: IU IUU
Síminná QQnQQ
afgreiðslunni er OOUOO
|«orx5iml>Inbií> *
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1982
Mynd Mbl. Krisiján.
Björgunarmenn koma með l>orberg litla á lögreglustöðina í Árbæ laust fyrir klukkan tvö í nótt.
„Svo komu þeir aftur, heyrðu
í mér og okkur var bjargað“
Feðgar fundust í hesthúsi í Víðidal eftir víðtæka leit 100 manna
„VIÐ grófum okkur í heyið og sá litli sofnaði", sagði Sigurjón Þorbergsson, sem giftusamlega var bjargað ásamt sjö
ára syni sínum úr hesthúsi, skammt frá Brú í Víðidal, skömmu eftir klukkan 1.20 í nótt. Þeir feðgar lentu í
crfiðleikum á heimleið frá Keykjavík
Nokkurt vatn var þá á veginum
á þessum slóðum og fór bifreið
þeirra út af. Sigurjón tók þann
kost að reyna að ösla vatnselginn
heim á leið og bar sjö ára son sinn.
Vatn flæddi yfir veginn og fljót-
lega lenti Sigurjón í skurði svo
vatnið tók honum í mitti. Þorberg-
ur sonur hans missti af sér skóinn
og leituðu þeir því inn í næsta
hesthús, komust inn um glugga á
gafli þess. Þar dvöldu þeir til
klukkan 1.20 í nótt, að björgun-
armenn heyrðu hróp Sigurjóns og
fundu þá feðga í hesthúsinu.
Björgunarsveitarmenn komu
með Sigurjón og Þorberg í Lög-
reglustöðina í Árbæ nokkru fyrir
klukkan 2 í nótt og þar sagði Sig-
urjón meðal annars í samtali við
Morgunblaðið:
„Fyrst eftir að við komum inn í
húsið var okkur báðum mjög kalt,
en eftir að Strákurinn hafði náð úr
sér kuldanum sofnaði hann dá-
góða stund. Mér fannst þessi tími
í rauninni ekki lengi að líða, það
fór vel um okkur í heyinu í húsinu.
Okkur hefði ekki liðið illa þó við
hefðum orðið að vera þarna til
morguns, en það sem olli okkur
áhyggjum var að engin vissi hvar
við vorum og konan beið okkar
heima.
Flg varð var við björgunarmenn-
ina nokkru áður en þeir heyrðu í
okkur, en þá lýstu þeir hesthús-
gaflinn upp. Þegar þeir svo fóru
framhjá hélt ég að þeir væru að
bjarga einhverju öðru fólki. Svo
komu þeir aftur, þeir heyrðu í mér
og okkur var bjargað."
Þorbergur Iitli var ekki marg-
máll, hann sötraði heitt kaffið,
viðurkenndi að það hefði verið
svolítið kalt fyrst eftir að þeir
komu inn úr vatnsflaumnum, en
m klukkan 19.30 í gærkvöldi, en þeir
neitaði því, að hann hefði orðið
mjög hræddur. Hann hugsaði
greinilega fyrst og siðast um að
komast heim.
Það var klukkan 01.20 í nótt að
feðgarnir fundust heilir á húfi í
hesthúsi í Víðidal, skammt frá
sumarbústaðnum Brú, eftir víð-
tæka leit, sem um hundrað manns
tóku þátt í. Miklir vatnavextir
hlupu í Elliðaárnar í gærkvöldi og
flæddu þær yfir bakka sína, svo
stór svæði voru undirlögð vatni.
Feðgarnir voru á ferð á Lada
Sport-jeppa í Víðidal og festist
jeppinn skammt fyrir vestan
sumarbústaðinn Brú.
Það var klu.kkan 19.41 að lög-
reglunni barst tilkynning um, að
maður ætti í erfiðleikum við bif-
reið sína. Lögreglumenn fóru á
staðinn og fundu jeppann, sem þá
var mannlaus. Klukkan 21.30
hafði kona samband við lögregl-
una, og lýsti áhyggjum sínum af
afdrifum eiginmanns síns og son-
ar, þar sem þeir væru ókomnir
heim. Þá kom á daginn að þeir
höfðu verið á jeppanum. Þá var
farið að svipast um eftir þeim og á
ellefta tímanum voru björgun-
arsveitir kallaðar út; Björgun-
arsveit Ingólfs, hjálparsveit skáta
og allt tiltækt lögreglulið.
Þegar björgunarmenn komu að
jeppanum á tólfta tímanum, var
vatnsflaumurinn að grafa undan
jeppanum, allt að metershátt vatn
umlukti hann og var sem hafsjór
væri. Mikill straumþungi var í án-
um og var óttast að feðgarnir
hefðu villst í náttmyrkrinu og
jafnvel lent í ánum. Þá þegar var
hafin leit í næstu hesthúsum, sem
öll voru umlukt vatni. Þeir fund-
ust svo þegar leit hafði staðið í um
tvær klukkustundir. Kafari úr
úa við Vatnsendablett.
Björgunarsveitinni Ingólfi fann þá
í hesthúsi og voru þeir við góða
heilsu og höfðu látið fyrirberast í
húsinu.
Mestu flóð í Elliðaánum
um langt árabil
Flóðin í Elliðaánum í gærkvöldi
eru hin mestu um langt árabil.
Stór svæði í Víðidal voru undir
vatni og gífurlegur straumþungi
var í ánum og voru menn sammála
um, að vatnavextirnir í ánum
væru hinir mestu um langt árabil,
meiri en 1968, þegar miklir vatna-
vextir hlupu í árnar. Sem dæmi
um vatnavextina má nefna, að um
klukkan 17 í gær var vatnsyfir-
borðið metra fyrir neðan eystri
brúna yfir Elliðaárnar, fyrir neð-
an Ártúnsbrekkuna. Á níunda
tímanum var vatnsyfirborðið hálf-
an metra frá brúnni og um klukk-
an eitt í nótt var farið að flæða
yfir brúna og voru árnar enn í
vexti í nótt.
Vegir skemmdust
Verulegar vegaskemmdir urðu
víða annars staðar á landinu,
einkum þó sunnan lands og vest-
an, en þær voru ekki að fuilu
kannaðar í gærkvöldi. Krýsuvík-
urvegur og Grafningsvegur lokuð-
ust vegna skemmda og á nokkrum
stöðum rann úr Þingvallavegi. Að
bæjunum Laxnesi og Lundi í
Mosfellsdal voru brýr taldar í
hættu. í Mosfellssveit komst vatn
inn í kjallara eins húss a.m.k. og í
Hvalfirði hrundi á veginn. I Kopa-
vogi flæddi yfir veginn og brúna í
Fífuhvammi innan við gryfjur.
I gærkvöldi var fólk varað við að
ferðast um Ólafsfjarðarmúla. Auk
hvassviðris og rigningar var þar
grjóthrun og talin hætta á snjó-
flóðum.
Heilir á húfi — feðgarnir Sigurjón Þorbergsson og Þorbergur, sem sötrar
heitt kaffið, í lögreglustöðinni í Arbæ.
Kafarar úr björgunarsveitinni Ingólfi við jeppann, en þá var vatnsflaumurinn
farinn að grafa undan honum. Talsvert íshröngl var í ánum og hafði fram-
hluti bflsins dældast nokkuð.