Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 Nú er orðið nokkuð ljóst að menn eru almennt reiðubúnir til þess að leysa áldeiluna með samn- ingum. Alusuisse virðist setja það eina skilyrði, að samið sé um stækkanir á álverinu, nýtt raforkuverð og eldri deilumál um leið, allt í einum pakka. Þetta er auðvelt að gera með því einu að ýta fyrst deilumálum til hliðar, setjast síðan að samningaborði og semja um stækkun, nýtt raforku- verð og nýja stöðu skattareiknings í einum pakka. Þetta er hægt að gera, því aðfinnslur iðnaðarráð- herra varðandi súrálsverð, raf- skautaverð og afskriftir hafa ekki áhrif á neitt annað en skatta IS- AL. Þess vegna nægir að semja um nýja stöðu á skattareikningi ISAL sem báðir aðilar geta sætt ekki nema fyrir frumkvæði þeirra. Atorka einstaklingsins dugar ekki lengur. Mikil verkefni framundan Ef aðeins er hægt að losa um böndin og láta hjól framfaranna byrja að snúast, þá eru gifurleg verkefni framundan. Ef álfram- leiðsla í Straumsvík verður aukin um helming, þá þarf að stækka raforkukerfið, það veitir mörgum mönnum atvinnu. Stækkun ál- versins í Straumsvík er líka það hagkvæm að hún getur borgað hærra raforkuverð en álfram- leiðslan greiðir nú. Stærra álver skapar rekstrargrundvöll fyrir verksmiðju sem framleiðir raf- skaut úr olíukoksi fyrir álverið hér á landi. Olíukoksið þarf að Jónas Klíasson stöðvað frekari þróun stóriðju- mála í bili. Líklegast er að þessi deila hafi verið óþörf frá upphafi allra hluta vegna, ef undan er skil- ið pólitískt gengi iðnaðarráðherra innan eigin flokks. Það er allavega óþarft að halda henni lengur áfram. Alusuisse-menn virðast vera tilbúnir til að semja um stækkun á álverinu og nýtt raforkuverð. Skilyrðið, sem þeir setja, er að samið sé um eldri deilumál, og fallið frá ásökunum á hendur þeim. Einhverjum finnst ef til vill erfitt að ganga að slíkum skilyrðum, en í raun er opin leið til þess, því meintar misgjörðir Alu- suisse hafa í raun ekki áhrif nema á eitt, skattgreiðslur ÍSAL. Þeirra meinta sök er því aðeins ein, að hafa talið vitlaust fram til skatts. Ef nú semst um tvo fyrstu lið- ina, þá er þar með búið að semja um viðskipti upp á mörg hundruð milljónir Bandaríkjadala. Að því loknu skyldi maður ætla að samn- ingar um síðasta atriðið gætu tek- ist. En þegar slíkir samningar hafa tekist, þá eru skattgreiðslur ISAL fyrir liðin starfsár þar með endanlega gerðar upp og ekkert meira um að deila, hvorki súráls- verð, rafskautaverð eða afskriftir liðinna ára. Þetta er sú leið sem fær er og hana ber að fara. Ef hægt er að ná aðilum saman við samningaborð er varla hægt að trúa öðru en niðurstaða finnist í þessum málum sem báðir geta sætt sig við. En hvort sem hún finnst eða ekki, á auðvitað að láta reyna á það við samningaborðið hvort lausn finnst í stað þess að standa í opinberum deilum. Kíkisstjórnin verður ad ákveða sig Það er mál ríkisstjórnarinnar allrar hvort samningaleiðin verð- ur farin eða ekki. Hér er í fyrsta lagi um of mikilsvert mál að ræða til að hægt sé að fela það í vald einu ráðuneyti, auk þess sem ferð iðnaðarráðherra upp að samn- ingaborðinu yrði honum hrein Canosa-ganga ef hann þyrfti að fara einsamall. Ríkisstjórnin þarf að taka á þessu máli hið fyrsta, því ef það er ekki gert þá er fram- undan einhverskonar skot- grafahernaður milli iðnaðarráð- herra og Alusuisse sem einungis mun vinna iðnaðarhagsmunum þjóðarinnar skaða með því að tefja fyrir iðnþróun í landinu og spilla áliti á þjóðinni útávið. Það er skylda ríkisstjórnarinnar að grípa af alefli inn í þetta mál og beita sér fyrir lausn þess á ein- hvern þann hátt að engum dyljist að samningaleiðin hafi verið reynd til þrautar í fullri alvöru. íslend- ingar hafa reynst giftudrjúgir samningamenn í samskiptum sín- um við útlendinga og nægir því til sannindamerkis að benda á land- helgismálið. Það er mikið alvöru- mál, ef núverandi ríkisstjórn ætl- ar hér að hverfa af þeirri braut. í landhelgismálinu var samið til sigurs, og sama á að gera í álmál- inu. Alusuisse er ekki jiólitískur andstæðingur okkar Islendinga heldur samstarfs- og samningsað- ili. Með því að sparka í Alusuisse, rakka niður ÍSAL og álsamning- inn er iðnaðarráðherra að koma höggi á þá stjórnmálaflokka, sem að þeirri samningsgerð stóðu á sínum tíma. Auðvitað verður iðn- aðarráðherra að fá að heyja sína stjórnmálabaráttu eins og hann kýs sjálfur, en hann má ekki ganga svo langt, að hann stöðvi iðnþróun í landinu og skaði veiga- mikil hagsmunamál Islendinga. Leysum áldeiluna Eftir Jónas Elíasson prófessor sig við og eftir það hefur engan tilgang að halda deilunni áfram. Litlar frantfarir í iðnaði Síðan 1978 hafa mjög litlar framfarir orðið í iðnaði. Kísiljárn- 'verksmiðjan tekur til starfa 1979 og 1980, en byrjað var á henni löngu fyrir þann tíma. Allt of lítil umsvif í íslenskum framleiðslu- iðnaði hafa þrennskonar áhrif á íslenskan þjóðarbúskap sem öll eru mjög óhagstæð. í fyrsta lagi er útflutningsframleiðslan eftir sem áður mjög einhæf, í öðru lagi hef- ur of miklum og óæskilegum fjár- festingum verið beint inn í land- búnað og sjávarútveg, og í þriðja lagi hefur þjónustuiðnaðurinn ekki fengið nægileg verkefni og er því mjög veikburða, á sama tíma og öll nágrannalönd okkar hafa mjög öflugan þjónustuiðnað sem sparar viðkomandi löndum mik- inn innflutning. Til að mæta þess- um vanda hafa stjórnvöld síaukið afskipti sín af vinnumarkaði og fjárstreymi. Er nú svo komið að öll nýmæli í atvinnurekstri eru uppá náð og miskunn ríkisvaldsins komin. En leyfi stjórnvalda eitt nægir ekki til að koma nýjum at- vinnugreinum á legg, stjórnvöld þurfa líka að taka frumkvæðið til að skapa þeim viðunandi starfs- skilyrði. Til dæmis ná nefna, að útilokað er að koma upp orkufrek- um iðnaði í samvinnu við útlend- inga nema Alþingi setji sérstök lög um þá starfsemi. Ábyrgð stjórnvalda í þessu máli er því mikil, framfarir í iðnaði verða kaupa frá olíuhreinsunarstöð og markaður fyrir oliukoks hérlendis mundi áreiðanlega gera íslenska olíuhreinsunarstöð hagkvæma. — íslensk olíuhreinsunarstöð er lík- lega hagkvæm hvort eð er, en tölu- vert áhættusamt fyrirtæki. Olíu- hreinsunarstöð er ákjósanlegur staður til að framleiða tilbúið eldsneyti úr innlendum hráefnum. Gas og önnur aukaefni frá olíu- hreinsunarstöð eru ákjósanleg hráefni fyrir plastframleiðslu, og þá þarf einnig að nota til þeirrar framleiðslu efni sem framleiða má úr jarðsjó með jarðhita. En verk- smiðja sem framleiðir salt úr jarðsjó með jarðhita er þegar í byggingu á Reykjanesi. Af þessu má sjá hvernig ein framleiðslu- greinin skapar skilyrði fyrir aðra, þannig að úr verður heil hagkeðja sem veitir mörgum tugum þús- unda manna atvinnu með því að virkja aðeins lítið brot af undir- stöðuauðlindinni, orkunni í vötn- um landsins. Mikid í húfi Það eru engin ný sannindi sem hér er verið að boða, einungis áréttingar á löngu þekktum stað- reyndum. Má í því sambandi benda á ritgerð Jóns Þorláksson- ar, Vatnsorka á íslandi, frá árinu 1919, en svo langt er síðan að verk- fræðingum og vísindamönnum var Ijóst hvernig á að hagnýta orkuauðlindir landsins. í þessari ritgerð Jóns er sérstakur kafli um raforku — stóriðju og skilyrði fyrir hcnni hér á landi. í þeim kafla gerir Jón grein fyrir fram- leiðslu á áli, kísiljárni, köfnunar- efni og salti — allt er þetta nú orðið að raunveruleika — ásamt ýmiskonar rafbræðslu og efnaiðn- aði af öðru tagi. Hefur skýrari og skilmerkilegri ritgerð ekki verið skrifuð um þessi efni í annan tíma, og er hér með skorað á Morgunblaðið að birta hana við tækifæri. Allan tímann síðan þetta var hafa verkfræðingar og vísindamenn unnið að rannsókn þessara mála, að vísu í skorpum með löngum hléum á milli, en nú er svo komið, að þjóðin á tækni- menn og sérfræðinga í virkjana- gerð sem eru með þeim fremstu í heiminum í dag. I iðnaði hefur þróunin gengið alltof hægt. Þar eigum við enn eftir að læra margt og verða okkur úti um ýmiskonar háþróaða tækni. En svo mikið er þó vitað, að einungis með því að halda uppi núverandi hraða á orkuframkvæmdum, og láta hana ekki detta niður, þá skapast at- vinnutækifæri fyrir fólksfjölda sem nemur 20.000—30.000 manns og álitleg aukning þjóðartekna. Slík aukning þjóðartekna hefur ekki einungis áhrif á þá sem henn- ar njóta beint, heldur bætir stöðu allra framleiðslugreina sem fyrir eru. Það er gríðarlega þýðingar- mikið fyrir okkar þjóðarbúskap að þessi þróun nái fram að ganga. Þetta skilst kannski betur ef haft er í huga að fram til aldamóta mun fólki í landinu fjölga um líklega 30.000 manns og landbún- aðurinn og fiskveiðarnar eru al- gerlega ófær um að sjá þessu fólki fyrir lífsviðurværi nema taka það frá þeim sem fyrir eru vinnandi í þessum greinum. Oþörf deila Núverandi deila milli iðnaðar- ráðherra og Alusuisse hefur „Með því að sparka í Alusuisse, rakka niður ÍSAL og álsamninginn er iðnaðarráðherra að koma höggi á þá stjórn- málaflokka, sem að þeirri samningsgerð stóðu á sínum tíma. — Auðvitað verður iðnað- arráðherra að fá að heyja sína stjórnmála- baráttu eins og hann kýs sjálfur, en hann má ekki ganga svo langt, að hann stöðvi iðnþróun í landinu og skaði veiga- mikil hagsmunamál Is- lendinga.“ Auðvelt að semja Venjuleg meðferð yfirvalda á vafasömum skattaframtölum er að úrskurða og semja. Iðnaðar- ráðherra virðist búinn að úr- skurða, þá er eftir að semja. Áður virðist hafa orðið samkomulag milli aðila um að leggja deilumál til hliðar, ef þetta er nú fram- kvæmt má setjast að samninga- borði og semja um: 1. Stækkun álversins með ís- lenskri aðild og rafskautaverk- smiðju. 2. Nýtt raforkuverð 10—20 US mills/kwst. 3. Nýja stöðu skattareiknings á bilinu 1.0—5 millj. $. Er nú fokið í öll skjól hjá Árna Johnsen? Eftir Hjálmar R. Báröarson siplinga- málastjóra Það er greinilega von Árna Johnsen, að með því að endurtaka rangfærslurnar nógu oft í nógu mörgum greinum í Morgunblað- inu, fari einhverjir að trúa þeim. Nú vefengir Árni einnig frásögn Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, skólastjóra Stýrimannaskólans í Reykjavík, þar sem hann skýrir frá ágætu samstarfi mínu við Vestmannaeyinga í upphafi notk- unar gúmmíbátanna hér. Þó verð- ur Guðjón Ármann vart talinn síðri Vestmannaeyingur en Árni Johnsen. Árni Johnsen móðgaður fyrir hönd Vestmannaeyinga I þættinum „við sjóinn" spurði stjórnandi þáttarins, Guðmundur Hallvarðsson, mig spurninga um nýtt húsnæði og endurskipulagn- ingu Siglingamálastofnunar ríkis- ins, um yfirbyggða fasta björgun- arbáta farmskipa, um björgunar- og flotgalla og um neyðarradíó- baujur í gúmmíbjörgunarbáta. Nú hneykslast Árni Johnsen á því, að ég skyldi ekki nefna Vestmanna- eyinga á nafn í svörum mínum. Ég veit hinsvegar ekki til, að Vest- mannaeyingar hafi öðrum lands- mönnum fremur komið við sögu þeirra atriða, sem spurt var um, og því tel ég mig engan hafa móðgað. „... að vera lengi, lengi á döfinni“ „... að vera lengi, lengi á döf- inni“, notar Árni sem fyrirsögn greinar sinnar, en þessi orð telur hann sig hafa eftir mér í svari mínu í þættinum „við sjóinn", varðandi endurskipulagningu Siglingamálastofnunar ríkisins. Þessi fyrirsögn er því að sjálf- sögðu alveg út í hött og harla langsóttur útúrsnúningur hjá Árna, eins og hann notar orðin. „Rýrt er orðið ádeilu- efniÖ í sídustu grein Árna, að mestu endur- tekningar á fyrri rang- færslum, sem þegar hefur verið svarað.“ Endurskipulagning Siglinga- málastofnunar hefur lengi staðið til, en til skamms tíma strandað á því, að hvorki hefur fengist heim- ild til að fjölga í starfsliði, né að fá aukið rekstrarfé. Fjárveitingar liggja ekki á lausu, jafnvel þótt um sé að ræða atriði, sem varða öryggi sjófarenda. Fyrirspurn á Alþingi Fyrirspurn þingmanna Stefáns Jónssonar og Péturs Sigurðssonar Hjálmar K. Káröarson á Alþingi um staðfestingar Is- lands á alþjóðasamþykkt frá 1974 um öryggi mannslífa á hafinu, var gagnleg og efnisleg. Þar kom fram á Alþingi, að Siglingamálastofnun hefur ár eftir ár verið synjað um fjárveitingu til þýðingar þessarar samþykktar og reyndar fleiri ann- arra, og því hefur ekki verið hægt að staðfesta þessa samþykkt af Is- lands hálfu, þótt hún hafi þegar tekið gildi alþjóðlega. Vonandi er, að þessi fyrirspurn á Alþingi beri þann árangur, að fjárveiting fáist til þessa verkefnis. Víst ber að þakka þeim Með grein sinni birtir Árni myndir af átta Vestmannaeying- um og telur upp marga fleiri. Ég hefi margoft þakkað Vestmanna- eyingum áhuga þeirra á þróun ör- yggismála sjófarenda, og skal fús- lega endurtaka það. Við ýmsa þessara manna og reyndar fleiri Vestmannaeyinga, hefi ég átt ágætt samstarf, og Ólafur T. Sveinsson, skipaskoðunarstjóri, fyrir mína tíð. Hitt er svo annað mál, að ég er þess fullviss, að þess- ir menn hafi alls ekki óskað lið- sinnis Árna Johnsen til að rægja Siglingamálastofnun ríkisins og siglingamálastjóra, og veit reynd- ar, að sumir þeirra hafa harmað birtingu fyrstu ádeilugreinar Árna Johnsen, sem kom af stað þessum ritdeilum. Þessir menn munu flestir meta meira málefnalegar umræður og raunhæfar aðgerðir í öryggismál- um á sjó, heldur en ósvífnar per- sónulegar árásir. Ekki efast ég heldur um, að þessir Vestmanna- eyingar séu mæta vel færir um að koma málefnalegum sjónarmiðum sínum á framfæri, án aðstoðar Árna Johnsens. 28. febrúar 1982.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.