Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 37 Arni Helgason skrifar: Til hvers? Lífið hefir upp á margt að bjóða. Mörg þjóðfélög stefna að því að gera mönnum auðveldara að njóta þess betur en áður. Þau kjör, sem forfeður vorir bjuggu við, væru mörgum nútímamannin- um þannig að hann bókstaflega gæfist upp við að axla slíka byrði. Skólakerfið á að veita manninum þekkingu á tilverunni, skapa hon- um leið til betra lífs. I það er eytt gífurlegu fé. Tæknin eykst með hverjum degi og kemur oft og tíð- um í stað margra manna. Allt þetta á að vera til þess að gera manninn betri og hamingjusam- ari. En hvernig má svo vera að í allsnægtunum aukast kveinin og sjúkdómarnir og maðurinn snýr inn á alls konar villigötur, flýr sitt eigið líf og umhverfi? Eg var um daginn að lesa viðtal við ungan mann, sem ánetjast hef- ur eiturefnunum; og það var dap- urlegt. I stað hugsandi og vinn- andi manns mætir maður í þessu viðtali brunnu skari, þjóðfélags- vandamáli og byrði. Hann lætur hafa eftir sér þessa setningu: „Neytendur kaupa dauða- skammtinn. Og svo er lífinu lok- ið.“ Hvað skyldu vera margir sem slíka sögu hafa að segja, sem kaupa dýrum dómum það sem Árni Helgason eyðileggur þá og ekki einungis þá sjálfa, heldur taka þeir aðra með? Þetta eitrar að sjálfsögðu út frá sér. Og spurningin vaknar: Þarf meira fé og hærra kaup til að fá fleiri slíka? Það er vitað að vand- ratað er um velferðarþjóðfélagið, svo sem sést á þessu dæmi. En er þá ekki sæmra að biðja um minna af þeim auði sem mölurinn kemst í og auka þess í stað andleg verð- mæti, byggja sjálfæp sig upp til átaka fyrir hið besta í lífinu. Ég heyri oft talað um að „fara út að skemmta sér“. Er þá átt við að fara t.d. í vínveitingahús, eyða þar kvöldinu og nóttinni, breyta eða glata persónuleikanum, af- skræma guðsmynd sína. Og svo er komið heim að morgni og — ég þarf ekki að segja þessa sögu lengri; hún er alkunn. Dagurinn eftir fer svo í að jafna sig eftir þetta skemmtanabað. Já, flest má kalla skemmmtun! Og hvað kosta svo þessar „skemmtanir" í veraldlegum verð- mætum. Það reiknar víst enginn upp á krónu en athugulan og áreiðanlegan mann hefi ég- heyrt fullyrða að á Reykjavíkursvæðinu fari í þennan lifnað verðmæti góðs skuttogara yfir eina helgi og þarf ekki helgi til. Þessu má vel trúa þegar litið er á gróðann af þessu óskapa flóði. A meðan ekki er hægt að ljúka menningarbygging- um, svo sem kirkjum og sjúkra- húsum, rísa veitingahús á hverju horni með börum og öðrum ófagn- aði. Og það vantar ekki peningana. Þrælar áfengisauðvaldsins sjá fyrir því. Breiði vegurinn var lagð- ur á mettíma. Og til að halda þessari öfug- þróun við er hamast á atvinnuveg- unum. Þeir eiga að borga hærra kaup svo menn geti „skemmt" sér meira og lengur. Og svo tala menn um aukna menningu og bjartara líf! Hvílíkt ósamræmi! Þessir hringdu . . . Fyrirspurn til stjórnar SVR: Hvers vegna ganga ekki Breið- holtsvagnarnir niður Elliðavog? 4529—3300 hringdi: „Mig langar til að koma þeirri fyrirspurn á framfæri til stjórnar Strætis- vagna Reykjavíkur hvort ekki væri hægt að koma því þannig fyrir að Breiðholtsstrætisvagn- arnir færu niður Elliðavoginn," sagði hún. „Það kæmi mjög mörg- um til góða því fjölmargir sem eiga heima í Breiðholti sækja vinnu í fyrirtæki og stofnanir þarna á svæðinu. Þarna eru t.d. tvö sjúkrahús, Kleppsspítalinn og Hrafnista, og svo eru verksmiðj- urnar mjög margar. Eins og akstri strætisvagna úr Breiðholti er nú háttað þurfum við sem þar búum og vinnum á þessu svæði, að fara fyrst niður á Hlemmtorg og taka þar leið 4 inn- eftir. Með þessu móti tekur það heil þrjú korter að komast í vinn- una og stundum getur það tekið lengri tíma. P Þetta er búið að vera vandamál í mörg ár og það eru margir sem hafa kvartað undan þessu. Ég ætla að vona að þetta verði tekið til gaumgæfilegrar athugunar og ef það er ekki hægt að breyta þessu finnst mér að við eigum heimtingu á að fá að vita hvers vegna það er ekki hægt." „Nóvember ’21“ Fyrirtaks útvarps- þættir — þakkir til Péturs Eldri maður hringdi: „Mig lang- ar að koma á framfæri þakklæti til Péturs Péturssonar fyrir af- bragðsgóða útvarpsþætti — „Nóv- ember ’21“,“ sagði hann. „Ég hef hlustað á þá alla mér til mikillar ánægju og á Pétur mikið lof skilið fyrir hversu hann vinnur þessa Pétur Pétursson þætti vel. Ég vænti mér mikils af þessum þáttum strax og ég frétti hvað stóð til en ég hef svo sannar- lega ekki orðið fyrir vonbrigðum." að hægt sé að hella henni rak- leitt á lampann. Saltvatn í stað olíu Og úr því að minnzt er á olí- una, þá hafið þið ef til vill gaman að vita, að Danir hafa nú leitað olíu hjá sér hér um bil í ár. Þeir hafa borað og borað mörg hundruð metra niður, og vonuðu allt það bezta. Og loks var olí- unnar von fyrir viku, en því mið- ur varð ekki öðru dælt upp en saltvatni. En Danir eru ekki af baki dottnir. Sérfræðingar þykj- ast hafa gengið úr skugga um, að olíu sé að finna í jarðlögum á þeim slóðum, sem grafið hefir verið, og nú verður enn reynt á næstu grösum. Snjór útflutningsvara Um helgina var háð stökk- keppni í svigi fyrir utan Kaupmannahöfn. Snjórinn var fluttur inn frá Noregi eins og vanalega. Ekki liggja enn fyrir fullnaðarreikningar um snjó- verðið. Menn geta sér þess þó til, að það hafi verið í hærra lagi, því að mikill hörgull er á snjó í Noregi um þessar mundir. Kannski gætum við boðið Dön- um ódýrari snjó, og unnið svo markaðinn af Norðmönnum. SÖLUSYNING A NOTUÐUM DAIHATSUBÍLUM í DAG Vegna mikillar sölu á nýjum bílum að undan- förðu höfum við í sölumeðferð eftirtalda notaða bíla sem við sýnum og seljum í dag að Ármúla 23. Árg. Litur Ekinn Daihatsu Charade xle 81 Blár 15.000 Daihatsu Charade xg 81 Rauður met. 12.000 Daihatsu Charade xte 80 Rauður met. 50.000 Daihatsu Charade xte 80 Gulur 17.000 Daihatsu Charade xte 80 Brúnn 25.000 Daihatsu Charade xte 80 Silfur 34.000 Daihatsu Runaboul xte 80 Blár 22.000 Daihatsu Runabout xte 80 Silfur 17.000 Daihatsu Runabout xte 80 Blár 8.000 Daihatsu Runabout xte 79 Silfur 38.000 Daíhatsu Charade xte 79 Rauður 45.000 Daihatsu Charade xte 79 Silfur 33.000 Daihatsu Charmant 81 Blér 14.000 Daihatsu Charmant at. 79 SiHur 18.000 Daihatsu Charmant 79 Silfur 34.000 Daihatsu Charmant 78 Hvítur 41.000 DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, 85870 — 39179 /7i/n i n i uvvvV Bóka mark aóurinn Góöar bækur Gamalt veró Bokamarkaóurinn SÝNINGAHÖLLINNI ÁRTÚNSHÖFÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.