Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 1
40 SIÐUR OG LESBOK
5(1. Ibl. 69. árg.
Yfirmanni
verkalýðs-
mála í Sovét
vikið frá
Moskvu, 5. mars. Al*.
ALEXANDER I. Shibayev, yfir
manni verkalýðshreyfingarinnar í
Sovétríkjunum undanfarin fimm
ár, var í dag vikið úr embætti án
nokkurra skýringa eftir því sem
TASS—fréttastofan segir. Shiba-
yev var af mörgum talinn skjól-
stæðingur Leonid Brésnev, for-
seta.
Stephan A. Shalayev, sem til
þessa hefur verið skógamála-
ráðherra landsins, var settur í
embættið í hans stað.
Shibayev var vikið úr embætti
á fundi æðstu stjórnar verka-
lýðshreyfingarinnar. Honum er
vikið frá á sama tíma og fram-
leiðni í sovézku efnahagslífi fer
minnkandi og skorin hefur verið
upp herör gegn spillingu sov-
éskra embættismanna. Eftir að-
eins 11 daga hefst 17. þing
verkalýðshreyfingarinnar.
Shibayev tók við embætti yf-
irmanns verkalýðsmála 18 mán-
uðum eftir að Alexander Shepel-
in var vikið frá 1975. Var Shep-
elin um tíma talinn helsti keppi-
nautur Leonid Brésnevs í valda-
baráttunni innan kommúnista-
flokksins.
Ráðist á
Mengistu
Nairohi, 5. mars. Al'.
ÓSTAÐFESTAR fregnir frá
höfuðborg Eþíópíu, Addis Ab-
eba, herma, að þjóðhöfðingi
landsins, Mengistu Haile Mari-
am, hafi orðið fyrir skotárás í
áhlaupi sem uppreisnarmenn í
norðurhluta Eritreu gerðu gegn
stjórnarherliði sem hann stjórn-
aði.
Mengistu hefur ekki sést
opinberlega undanfarnar vik-
ur, en bent er á að erlent
stórmenni hefur ekki komið í
heimsókn nýlega svo það gæti
verið skýringin, því að hann
sést sjaldan opinberlega.
En í tilkynningu Frelsis-
fylkingar Eritreu frá Kuwait í
gær var því haldið fram að
Mengistu hefði „særst alvar-
lega“ í árásinni þegar hún var
gerð snemma í mánuðinum.
Frelsisfylkingin hefur barist
fyrir sjálfstæði Eritreu und-
anfarna tvo áratugi.
LAUCiARDAGIJR 6. MARZ 1982
Prentsmiðja Morgunhlaósins.
Loftbelgjum með leiðbeiningum til Pólverja slcppt á Borgundarhólmi
Frelsisblöðrum til Póllands
sleppt frá Borgundarhólmi
Nexö, Korgundarhólmi, 5. mars. Al*.
MORG hundruð manns fylgdust í
dag með því er fyrstu 10.000 blöðr
unum var sleppt frá Borgundarhólmi
áleiðis til Póllands. Aðgerð þessa
skipuleggur frönsk hreyfing, sem
nefnir sig „Frelsisblöðrur handa
Pólverjum", og mun hún taka þrjá
daga.
Danska lögreglan tók niður
nöfn 40 Frakka og gerði þeim ljóst
að hér gæti verið um brot á dönsk-
um lögum að ræða. Talið var að
um 3.000 blöðrum hefði verið
sleppt í dag. Aðeins 60 sjómílur
eru frá Borgundarhólmi yfir til
Póllands.
Yfirvöld í Póllandi lýstu sig
andvíg þessum aðgerðum. I blöðr-
unum eru litlir bæklingar ætlaðir
almenningi í Póllandi með ýmsum
nytsömum upplýsingum um
hvernig bregðast eigi við kúgunum
og handtökum svo eitthvað sé
nefnt.
Danska utanríkisráðuneytið til-
kynnti pólska sendiráðinu í Kaup-
mannahöfn, að aðgerðir þessar
væru í trássi við fyrirmæli þess.
Sleppa átti blöðrunum fyrir
nokkru, en því var frestað þar sem
veðurskilyrði voru ekki nægilega
hagstæð. Ekkert var hins vegar að
veðri í dag.
Herdómstóll dæmdi í dag
rómversk-kaþólskan prest í
þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir
ummæli sem hann lét falla í garð
yfirvalda í guðsþjónustu. Þetta er
í fyrsta sinn sem vitað er til þess,
að látið hafi verið til skarar skríða
gegn prestum síðan herlög gengu í
gildi. Yfirmenn pólsku kirkjunnar
PLO tekur ummæl-
um Mitterrand fálega
Tel Aviv, 5. mars. AP.
OPINBERRI heimsókn Francois Mitterrand Frakklandsforseta til ísrael
lauk í dag. Sagðist forsetinn vera sannfærður um að lagður hefði verið
grunnur að gagnkvæmu trausti landanna tveggja eftir áralangan stirðleika í
samskiptum þeirra.
Á meðan á heimsókninni stóð
lýsti Mitterrand því yfir, að hann
hygðist fara í opinbera heimsókn
til Jórdaníu.
Heimsókn forsetans var tíð-
indalítil ef undan eru skilin
skyndileg veikindi Begins í
kveðjuhófi, sem haldið var Mitter-
rand til heiðurs. Varð Begin að yf-
irgefa hófið, en var orðinn það
brattur í morgun, að hann gat tek-
ið á móti og rætt við utanríkis-
ráðherra Frakka, Claude Cheys-
son.
Háttsettir embættismenn innan
frelsishreyfingar Palestínu-
manna, PLO, létu litla hrifningu í
ljós yfir ummælum Mitterrands í
Israel. Sögðu þeir afstöðu Frakka
til Isralsmanna hafa breyst og
þeir hafa ákveðið einhliða stuðn-
ing við þá. Ennfremur sögðu þeir
hann hafa reynt að dylja afstöðu
sína með kurteislegum ummælum
um Araba og Palestínumenn.
hafa ekki látið hafa neitt eftir sér
vegna þessa máls.
Skýrt var frá því í dag, að leið-
togar stjórnmálaflokks, sem verið
hefur við lýði undanfarin fimm ár,
en aldrei hlotið fullkomna blessun
yfirvalda, hefðu verið handteknir
er herlög skullu á í desember
Yfirvöld segja að 100.000 manns
hafi brotið herlög á undanförnum
vikum. Þá var sagt að um 700
skotvopn hefðu verið gerð upptæk
frá því herlög gengu í gildi.
Tveir menn voru í dag hand-
teknir í Varsjá, grunaðir um
hlutdeild í dauða lögreglumanns,
sem lést eftir skotárás í almenn-
ingsvagni í síðasta mánuði. Að
auki handtók lögreglan þrjá
menn, þar af einn prest, sem
sakaður er um að hafa leynt
skotvopni.
Tveir Pólverjar fundust í dag í
vörugámi um borð í skipi í höfn-
inni í Middlesbrough á norðaust-
urströnd Englands. Höfðu þeir
smyglað sér um borð í skipið þar
sem það lá við hafnarbakka í
Gdansk. Þeir hafa báðir beðið um
hæli sem pólitískir flóttamenn.
Carlos setur frönskum
yfírvöldum úrslitakosti
l‘arís, 5. mars. Al*.
FRÖNSKU ríki.sstjórninni hefur borist hótun frá hryðjuverkamannin-
um Carlos þess efnis, að hann muni láta til skarar skríða gegn ráðherr
um stjórnarinnar verði tveir hryðjuverkamenn, sem hann tilgreinir,
ekki látnir lausir.
Hótun þessi var afhent
franska sendiráðinu í Haag á
miðvikudag. Var hún undirrit-
uð af Carlos og til frekari sönn-
unar fylgdu tvenn fingraför.
Var síðar staðfest að þau til-
heyrðu honum.
Þetta er fyrsta vísbendingin í
sjö ár um að Carlos sé á lífi.
Reyndar bárust óljósar fregnir
af þátttöku hans í libýskri
morðsveit, sem sett var til höf-
uðs bandarískum ráðamönnum
í fyrra. En síðasta „afrek“ hans
svo vitað sé með vissu, var
árásin á aðalstöðvar Samtaka
olíusöluríkja í Vín þegar þar
stóð yfir ráðherrafundur 1975.
Carlos, sem heitir réttu nafni
Ilich Ramirez Sanchez og geng-
ur einnig undir nafninu „Sjak-
alinn“, krefst þess að þau
Magdalena Kaupp frá V-Þýska-
landi og Bruno Breguet frá
Sviss verði látin laus. Ennfrem-
ur krefst hann þess að þau fái
flugvél til afnota og fái að
fljúga til ákvörðunarstaðar að
eigin vali. Verði ekki gengið að
kröfum hans hótar hann að
taka til sinna ráða, í eigin per-
sónu.