Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 21 i í sterkum litum u - segir Einar Hákonarson um verk sín á Kjarvalsstöðum nyndir." Einar Hákonarson og „Umræður utan „Ég var lengi búinn að reyna að fá líf í þennan hest, en ekkert gekk fyrr en „Besta myndin á sýningunni," sagði Björn Th. Björnsson. „Situr í miklum (Ljósm. Mbi. Emiií».) ég notaði breiðan pensil eins og sjá má á pensilfarinu," sagði Einar um mynd hvfldarstellingum, en mikil spenna í umhverfinu". sína „Frjálst er í fjallasal". Einar segist ekki hafa stuðst við neinar fyrirmyndir. „Alveg saklaus af því að hafa farið niður á þing, ég nota aldrei beinar fyrirmyndir." Að lokum er staðnæmst fyrir framan mynd sem ber heitið „Frjálst er í fjallasal". „Ég var lengi búinn að reyna að fá líf í þennan hest hérna, en ekkert gekk fyrr en ég notaði breiðan pensil eins og þið sjáið hér á pensilförunum." Og það er vissulega líf í þessum hesti, á baki hans situr kona með gult hár. „Það er svo mikið líf í þessari mynd að maður er hálf hræddur um konuna," segir Björn Th. Hann bendir á aðra og segir „þetta finnst mér besta myndin á sýningunni." Það er mynd af stúlku sem situr á stól. „Stúlkan er í svo miklum hvíld- arstellingum þar sem hún situr, en litirnir í kringum hana skapa andstæðurnar, það er eitthvað að gerast, það er mikil spenna í andrúmsloftinu," segir hann ennfremur. Við spyrjum Einar hvort hann sé ánægður með aðsókn- ina. „Já, ég get ekki sagt ann- að." Sýningin verður opin fram á annan sunnudag. inu að tn að áfiram „Þetta þing hefur ekki verið stórátakaþing. Það geta heldur ekki öll þing verið," sagði Matthí- as, „en hins vegar finna þeir sem taka þátt í starfinu árangur. Af einstökum málum má nefna Nord- sat-málið, sem hafði tekið nokkuð aðra stefnu en við höfðum vonað, en tekist hefur á þessu þingi að tryggja samstöðu til að halda því áfram. Málefni norræna fjárfest- ingarbankans varðandi aðstoð við verktaka, var mjög á dagskrá. Það var tekið upp á síðasta þingi, og miðar að aðstoð við verktaka til að fá verkefni erlendis til að geta þannig aukið atvinnutækifæri á Norðurlöndum og dregið úr at- vinnuleysi. En ný stjórn í Noregi hefur breytt nokkuð viðhorfum Norðmanna og því miðaði málinu ekki eins mikið hér og nú. Full aðild Grænlendinga, Fær- eyinga og Álandseyinga fékkst ekki í gegn núna, en ég held að það mál fari nú að skýrast á næsta þingi og þeir fái þá aðild. Málefni eiturlyfja var í mikilli umræðu, en þar er um sameiginlegan vanda Norðurlanda að ræða og þau vilja sameiginlegt átak til lausnar. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hið þýðingarmikla samstarf, sem er milli landanna í Norður- landaráði er grundvöllum þess hvað Norðurlönd og afstaða þeirra er virt á alþjóðavettvangi og að Sverrir Hermannsson Mallhías Á. Mathiesen þau skipa þar þann sess sem raun ber vitni. Áhrifa þeirra mundi ekki gæta í jafn ríkum mæli þar ef svo væri ekki," sagði Matthias Á. Mathiesen að lokum. Norðurlandaráð hafnar stuðningi við ferju til íslands og Færeyja Helsinki, 5. marz. Frá Klími 1'álmadóUur blatamanni Mbl. AFSKIPTI Norðurlandaráðs af ferju- flutningum til Færeyja, íslands og fleiri landa á vesturkanti Norður landasvæðisins eru úr sögunni, þannig hlýtur að túlkast svar danska sam- göngumálaráðherrans, J.K. Hansens, fyrir hönd forsætisnefndar ráðsins við fyrirspurn frá Norðmanninum Bjarne Mörk Eidem, varaformanni samninga- nefndar. Enda var ósk nefndarinnar um fé til að endurskoda fvrrí áætlun um slíka ferju vegna breyttra að- stæðna hafnað. En bæði Bjarne Eidem og Stefán Jónsson, sem á sæti í nefnd- inni, sögðust samt mundu halda mál- inu vakandi. Þau rök voru færð fyrir neitun- inni, að slíka ferju væri ekki hægt að reka nema með tapi, og að í engu Norðurlandanna væri vilji fyrir því að greiða slíkt tap. Benti ráðherr- ann á það að Færeyingar rækju nú ferju milli Bergen, íslands og Fær- eyja, og að tvö skipafélög á Islandi væru með ráðagerðir um slíka flutn- inga 1983. Sagði Stefán Jónsson að þarna væri um allt annað að ræða þar sem Smyrill sigldi aðeins á sumrin og fyrirtækin tvö væru að hugsa um flutninga á túristum að sumrinu og það mest frönskum og þýskum túristum. Norðurlandaráð aftur á móti hefði verið með í huga siglingar milli landanna allt árið til að stuðla að betri samskiptum Norðurlandanna. Fyrirslátturinn um fjárhagsaðstæður væri líka ógildur, þar sem engin endurskoðun á gömlum kostnaðaráætlunum frá 1978 hefði farið fram. Ola Olsen þingmaður frá Færeyj- um kvaðst líka eiga erfitt með að skilja hvers vegna Norðurlandaráð væri búið að vera með þetta mál í undirbúningi í heil 7 ár, ef því væri nú vísað frá vegna fjárskorts, og enginn vildi kosta neinu til. Var er- indinu um endurskoðun síðan vísað frá. Hægt miðar að samræma reglur um ökuskírteini llelsinki, 5. mar/ Krá Klínu Pálmadóttur bl*d«m»nni Mbl. Á ÞINGI Nordurlandaráðs var f dag Árið 1983 norrænt umferðaröryggisár lUlsinki, 5. mars. Krá Elinu l'álmadóttur blaðamanni Mbl. MNG Nordurlandaráðs samþykkti hér í dag að árið 1983 yrdi Ivsi norrænt umfcrðaröryggisár og er farið að undir búa það. I>egar er starfandi norræn allsherjarnefnd og farið að vinna að málinu í löndunum. Er athyglisvert að i meðan við Islendingar erum hér að kvarta yflr of lélegum samgöngum, og sambandsleysi á sjó við hin löndin, þá hafa þau mestar áhyggjur af of mikilli umferð. Hefur m.a. venð ákveðið að gefa út frímerki í tilefni ársins, í öllum löndunum, og að efna til kynningar og fræðslu á námskeiðum um um- ferðarmál, ásamt öryggismálum bíl- stjóra og farþega í bíl. Þó ekki sé búið að skipa sérstaka nefnd á íslandi vegna þessa umferð- aröryggisárs, þá hafa Oli Þórðarson og Ólafur Walter úr samgönguráðu- neytinu verið í samráði við sam- göngunefndina í Norðurlandaráði um aðgerðir. spurt hvers vegna allar Norður landaþjóðirnar hefðu ekki komið á hjá sér samræmingu, þannig að öll ökuskírteini giltu í hinum löndunum eins og í heimalandinu. M.a. var bent á, að spurt hefði verið um þetta í Reykjavík fyrir 2 árum og það hefðu allir verið sam- mála um gagnsemi þess og að lag- færa yrði löggjöfina ef þyrfti til að koma því í gagnið í löndunum. Kom fram í svari Jalmo Wahl- ström, samgöngumálaráðherra Finna, að nú væri þetta að komast í gagnið í löndunum fjórum, Nor- egi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan- mörku, en á íslandi væru ökulög í endurskoðun og yrðu líklega lögð fyrir þingið á næsta ári, og eftir það gæti ísland fyrst athugað um gildi þeirra á hinum Norðurlönd- unum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.