Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 X 5 Jón Ottar Ragnarsson heilaæðunum fær hann aftur á móti heilablóðfall eða nslag“. Gífurlegt átak hefur verið gert á þessari öld til þess að grafast fyrir um orsakir hjarta- og æða- sjúkdóma. Hafa þessar rann- sóknir sýnt að vissir þættir í fari fólks eiga mesta sök á sjúkdóm- unum. Þessir þættir eru einu nafni kallaðir áhættuþættir. Flestir vís- indamenn telja þó að þeir séu í raun og veru orsakaþættir, þ.e. að það séu þeir sem valda þessum sjúkdómum. Helstu áhættuþættir kransæða- sjúkdóma eru þrír: Há blóðfita, hár blóðþrýstingur og sígarettu- reykingar. Af þessum þremur þátt- um er blóðfitan talin mikilvægust. Allir þessir þættir spila sam- an. Þannig er manni með háa blóðfitu sem einnig reykir sígar ettur miklu hættara við að fá sjúkdóminn (að jafnaði) en þeim sem aðeins hefur annan þessara þátta. Sömu áhættuþættir verka á sjúkdóma í heilaæðum (heila- blóðfall). í þessu tilviki er það þó einkum hár blóðþrýstingur sem virðist hafa áhrif. Því hærri sem hann er þeim mun meiri er áhættan. Fituneysla og blóðfita En hvaða samband er á milli hjarta- og æðasjúkdóma og mat- aræðis? Hefur fitan í fæðinu einhver áhrif á blóðfituna? í stuttu máli er blóðfita í raun- inni kólesterol í blóði. Þegar hún fer yfir ákveðið mark (280 mg í 100 ml blóðs) er talað um að við- komandi sé kominn með „háa blóðfitu“. Margir virðast álíta að það sé beint samband á milli kólester- ols í fæði og kólesterols í blóði. Svo er þó ekki. Það eru aðrir þættir í fitunni sem einkum stjórna blóðfitunni. Önnur algeng bábilja er að blóðfitan hækki helst ef menn borða dýrafitu og lækki ef menn borða jurtafitu. Því miður á þessi einfalda regla engan rétt á sér. Hvaða samband er þá milli blóðfitu og fitunnar í fæðinu? Fyrst og fremst það að blóðfitan stjórnast einkum af því magni af fitu sem neytt er svo og af tegund hennar. Sú fita sem einkum stuðlar að lækkun blóðfitunnar er mjúk fita, en það er fita sem er auðug af svokölluðum fjölómettuðum fitusýrum. Slík fita kemur kröm eða fijótandi úr ísskápnum. Sú fita sem einkum stuðlar að hækkun blóðfitunnar er hörð fita (harðfeiti), en það er fita sem er auðug af mettuðum fitusýrum. Slík fita kemur hörð úr ísskápnum (getur orðið eins og vax). Mýkt feitmetis er hægt að mæla. Er þá notaður kvarði sem spannar frá núlli upp í 10. Fita sem hefur mýkt undir 0,1 er harðfeiti. Fita með mýkt yfir 0,3 getur talist mjúk. Myndin hér á síðunni sýnir mýkt í ýmsu feitmeti á markaðn- um. Nær hún frá 0,01 fyrir gervi- rjóma upp í 5,0 fyrir sólblóma- olíu. Til samanburðar er meðal- mýkt fitunnar í fæði íslendinga um 0,2. Á tímabilinu frá 1965 til 1980 fóru íslendingar að neyta mýkri fitu en þeir höfðu áður gert. Jókst FÆDA OG HEILBRIGÐI Fæða og heilbrigði er röð greina um tengsl mataræðis og heilsu- fars. Hver grein í þess- um flokki stendur fyllilega sjálfstætt. Greinin í dag fjallar um fituna í fæðinu og æðakerfið. þá mýktin úr um það bil 0,1 upp í 0,2. Talið er æskilegast að mýktin sé ekki undir 0,5. Myndin sýnir vel að harðasta fitan og mýksta fitan kemur úr jurtaríkinu. Hörðust er fitan í gervirjóma og steikarfeiti, en mýkstar eru hinar æskilegu jurtaolíur, þ.á m. sojaolían. Til þess að auka mýkt fitunnar í fæðinu er skynsamlegast að neyta minna af harðfeiti, þ.á m. minna af gervirjóma, djúpsteiktum mat, fitu utan á kjöti jórturdýra, pylsufitu og hertri fitu. Jafnframt er rétt að auka hóf- lega neyslu á mjúkri og fljótandi fitu, t.d. neyslu á hinum æskilegu jurtaolíum (sjá mynd), olíusósum, lýsi og feitum fiski, smjörva og mjög mjúku smjörlíki. I»ess verður þó að gæta að fitu- neyslan í heild aukist ekki, heldur minnki. Aðeins með því móti að draga mjög úr neyslu á harðfeiti er þetta mögulegt í reynd. Akureyri Það er barnaleikur að kaupa nýjan Skoda enda kostar hann aðeins frá63.000kr. Við kynnum árgerð ’82 á bflasýningu laugardag kl. 13-18 og sunnudag kl. 13-16 Skálafelt sf. Draupnisgötu 4 ^22255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.