Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MARZ 1982 39 „Biartsynn á að okkur takist að vinna bronsið" - sagði Leif Mikkelsen þjálfari Dana Krá Jóhanni Inga <>unnars.syni í Dortmund: „Ég er mjög bjartsýnn á að liði okkar takist að ná í bronsverðlaunin í þessari keppni. Ég hef trú á því að við vinnum Pólverja. I>að er mikil stcmmning í strákunum, og þeir koma til með að leggja allt í sölurn- ar til að ná sér í verðlaun. Það var mikil synd að okkur skildi ekki tak- ast að komast í úrslitaleikinn. Það stóð svo glöggt. Að hafa tvö mörk yfir, 18—16, þegar aðeins þrjár mín- útur voru til leiksloka gegn Ungverj- um og missa það niður í jafntefli, það var agalegt. En við getum vel við þennan góða árangur unað,“ sagði Leif Mikkelsen, þjálfari Dana, þegar ég spjallaði við hann í gierdag. Kuckta, þjálfari Pólverja, sagði að það væri mjög óvænt fyrir Pólverja að komast svona langt í keppninni. Undirbúningur pólska landsliðsins hefur aldrei verið slakari. En liðið hefur sýnt framfarir í hverjum leik. Við lékum aðeins 8 undirbúnings- leiki fyrir HM-kcppnina að þessu sinni og það er ekki nóg. Við munum ekki vanmeta Danina. Þeir hafa sýnt góða leiki til þessa, sagði Kuckta. Verður Stenzel látinn hætta? • Það er ekki eins hátt risið á Stenzel, þjálfara VesturÞjóðverja, núna og í síðustu HM-keppni. Þá dansaði hann um allt með kórónu á höfði eftir að hafa gert lið sitt að heimsmeisturum og sagði sig mesta þjálfara allra tíma. Nú er ekkcrt nema svartnætli framundan hjá karli. í GÆRDAG var fundur í v-þýska handknattleikssambandinu og jafn- framt voru allir þýsku leikmennirnir á fundi með þýskum blaðamönnum. Þar komu fram mjög mikil vonbrigði með undirbúning Stenzels með þýska landsliðið, fyrir HM-keppn- ina. Stenzel er mikið gagnrýndur í þýskum fjölmiðlum og sögur eru á kreiki um það, að hann verði ekki með þýska landsliðinu er það leikur um 7. til 8. sætið í dag. Vlado Stenzel er niðurbrotinn maður og heldur sig fjarri öllum blaðamönnum og talar varla við nokkurn mann. Rætt hefur verið um að Klaus Zöll, þjálfari Gross- wallstadt, taki við þýska landslið- inu. Mikil vonbrigði ríkja nú í Vestur-Þýskalandi með HM- keppnina. Ljóst er að fjárhagslegt tjón verður á keppninni, þar sem ekki hefur verið uppselt á alla leikina sem fram hafa farið. Þar spilar ntikið inní hvað v-þýska lið- ið hefur staðið sig illa. Handknaltlelkur Keppt í sjö þyngdarflokkum á íslandsmótinu í júdó Islandsmótið í júdó hefst sunnu- daginn 7. mars kl. 14 í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þennan dag verður keppt í öllum þyngdarflokk- um karla, þ.e. í sjö þyngdarflokkum. Mikil þátttaka er á mótinu, en þátt- taka er takmörkuð við lágmarks- gráðuna 5. kyu. Allir íslandsmeistararnir frá fyrra ári ætla að verja titla sína en margir fleiri hafa fullan hug á að ná heiðrinum til sín. Síðari hluti íslandsmótsins í júdó verður svo sunnudaginn 14. mars. Elnkunnagjöfln LIÐ FRAM: Björn Magnússon 6 Símon (tlafsson 6 Þorvaldur Geirsson 7 Viðar Þorkelsson 6 Ómar Þráinsson 4 llörður Arnarsson 4 Lárvs Thoriacius 5 Aðrir léku of iítið. LIÐ ÍR: Kristinn Jörnndsson 7 Jón Jörundsson 6 Renedikt Ingþórsson 4 Hjörtur Oddsson 4 Sigurður Þórisson 3 Helgi Magnússon 4 Rjorn Leosson 3 Ellert Magnúsnon 6 Aðrir léku of Iftið. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í dag Viö stuöningsfólk Richards Björgvinssonar skorum á Sjálfstæöisfólk í Kópavogi að tryggja kjör Richards í fyrsta sæti á lista Sjálfstæöisflokksins. Ástæöur fyrir áskorun okkar eru: 1. Richard hefur lengstu reynslu í bæjar- málum Kópavogs af öllum frambjóöend- um. 2. Richard er starfsamur, málefnalegur og gjörkunnugur málefnum Kópavogs. 3. Richard hefur sýnt ábyrgöartilfinningu í meöferö fjármuna bæjarbúa. 4. Richard á mikinn þátt í því, aö Sjálf- stæðisflokkurinn í Kópavogi er samein- aöur á ný. Tryggjum kjör Richards í fyrsta sætið Stuóningsfólk. Buxur kr. 299,- Blússur kr. 130,- kr. 45Ö,- Kjólar kr. 275,- Jakkar kr. 355,- VEBZIUNIH £/£/ Frakkastig 12, s. 11699.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.