Morgunblaðið - 14.03.1982, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982
61
Þegar
aö gjöf
kafarar
stúlka nær sextán ára aldri, fær hún
frá móöur sinni þau tæki og tól sem
á þessum slóöum þurfa á aö halda
(SJÁ: ENDASKIPTI)
ENDASKIPTI
Karl stjórnar búi
og konan er kafari
Margt er á huldu um sögu
Kóreu, en hér og þar glittir á
heimildir og arfsagnir um forna
tíma, þá er konur stjórnuöu af
mikilli vizku, en karlmenn lutu
valdi þeirra í hvívetna. í vitund
Kóreumanna nútímans heyrir slíkt
mæðraveldi einkum þjóðsögunni
til, en þó er það ekki algilt. Á eynni
Cheju er samfélag karla og
kvenna, sem hefur atvinnu af köf-
un, en hún er aðeins stunduð af
konunum. Lifnaðarhættir þessa
fólks eiga margt sammerkt með
fornu mæðraveldi.
Konurnar sækja lífsbjörg sína
ofan í Japanshaf, en það er einkum
skelfiskur og þang. Á meðan sitja
karlar þeirra heima og gæta bús
og barna. Þegar fólkið iðkar sín
fornu trúarbrögð tilbiður það ekki
karlkynsgoðmögn, heldur flytur
það lofgjörð gyðjum hafsins.
Hvernig getur svona mæðraveldi
þrifist? Þegar nútíminn heldur
þangað innreið sína, eins og gerzt
hefur á Cheju-eyju, þrífzt það með
sínum eigin lögmálum. Þessu sam-
félagi hefur tekizt að láta líta svo
út sem það starfi samkvæmt fyrir-
myndum Konfúsíusar, og það svar-
ar einnig kröfum nútíma stjórn-
arhátta í landinu, en í raun réttri
hefur það sveigt þessa þætti að
sínum eigin þörfum.
Kafararnir virðast ekki sjá
neina mótsögn í því að trúa á
slönguanda og taka heils hugar
þátt í þróunaráætlunum. Stundum
virðast þær jafnvel vera í farar-
ÍLLUSTRATION BY PETER CLARKE
broddi í sókninni að þjóðfélagi
framtíðarinnar.
Mun Ok Sun er forseti sam-
vinnusambands fiskimanna. Árið
1976 hlaut hún verðlaun fyrir
framúrskarandi forystustörf. I þau
fimmtán ár, sem hún hefur verið í
forystu hafa kafararnir tekið upp
mikilsvert samstarf hvað snertir
geymslu á afurðum og markaðs-
mál. Þeim lék hugur á að bæta
löndunaraðstöðuna við eyna og í
því skyni sökktu þær 3.000 björg-
um í sjóinn.
Konurnar í samtökum kafara
hafa einnig haft frumkvæði að
ýmsum félagslegum endurbótum.
Til dæmis hafa þær látið reisa
baðhús fyrir almenning, keypt
land til ræktunar og látið lagfæra
vegi. Kafarar í þorpinu Seong-san
Po söfnuðu nýlega tugþúsundum
króna til þess að styrkja fyrirhug-
aða þjóðlagahátíð í þorpinu.
Köfun er einkum kvennastarf í
Kóreu, en það er ólíkt öðrum
hefðbundnum kvennastörfum, svo
sem heimilisverkum, að því leyti,
að það hefur jafnan verið hópstarf,
m.a. vegna þess að það er hættu-
legt. Kafararnir verða að vera
mjög vel á sig komnir líkamlega til
þess að geta kafað niður í djúpið og
haldið þar kyrru fyrir í eina og
hálfa mínútu. Að minnsta kosti
einu sinni árlega er kona enda
hætt komin við þessa iðju og þarf
björgunar við.
Hvers vegna stunda ekki fleiri
karlar köfun en raun ber vitni?
rannsókn ýmissa mála. Með
því að dáleiða sakborninga, sé
unnt að draga ýmislegt fram í
dagsljósið, er blundar í undir-
vitund þeirra. Lögreglan í Los
Angeles notar þessa aðferð í
rúmlega 150 málum á ári
hverju. Hins vegar eru dóm-
stólar mjög tortryggir á
vitnisburð, er náðst hefur með
þessari aðferð.
Lögreglan segir, að dáleiðsla
hafi sannað gildi sitt sem
rannsóknaraðferð. í hundruð-
um tilvika hafi vitni í dá-
leiðsluástandi geta munað
númer á horfnum bílum, gefið
nákvæma lýsingu á grunuðum
mönnum eða munað atvik, er
tengjast glæp, sem horfin eru
úr vitund þeirra vegna andar-
tataksskelfingar þá er glæpur-
inn var framinn.
Dómarar eru á móti dá-
leiðslu vegna þeirra hliðar-
verkana sem hún hefur. Minni
manna getur verið brenglað og
þeir skáldað upp sögur. Bern-
ard Diamond, lagaprófessor og
sálfræðingur við Kaliforníu-
háskóla segir, að vitnisburður
manna í dáleiðsluástandi sé
mjög vafasamur. „Fólk getur
blandað saman því sem það
man og því sem dávaldurinn
vill láta það muna, hvort sem
hann heldur því fram vísvit-
andi eða ekki.“ Diamond telur
að banna eigi vitnisburð frá
fólki í dáleisluástandi.
Eprhaim Margolin, lögfræð-
ingur í San Francisco, er sama
sinnis. Hann segir frá 18 ára
gamalli stúlku, sem játaði á
sig morð í dáleiðslu, en var
hreinsuð af glæpnum, þegar
hinn rétti morðingi gekkst við
verknaðinum. „Hún sagði lög-
reglunni það sem hún hélt að
hún vildi heyra," segir Margol-
in um þennan unga skjólstæð-
ing sinn.
Sex geðlæknar, sem horfðu á
myndbandaupptökuna, þar
sem Bianchi játaði á sig morð-
in, höfðu skiptar skoðanir um
þýðingu vitnisburðarins. Tveir
sögðu að Bianchi væri að leika,
tveir héldu því fram, að hann
væri í raun réttri margklofinn
persónuleiki og hinir tveir
voru í vafa. Bianchi tókst að
komast hjá dauðadómi með því
að lýsa yfir sekt sinni og sam-
þykkja að vitna gegn frænda
sínum, Angelo Buono. Þeir
frændur bjuggu saman, þegar
a.m.k. níu af umræddum
morðum voru framin.
Verjendur Angelo Buono
hafa sagt fyrir rétti, að
ákvörðun dómarans um
myndböndin sýni, að annað
hvort ljúgi Bianchi eða hann
sé geðveikur og því ómarktækt
vitni. Þetta mál kann að valda
því, að vitnisburður í dáleiðslu
verði ekki oftar tekinn góður
og gildur.
— WILLIAM SCOBIE.
Hávaxin kjálkabreið kona verður
fyrir svörum og segir: „Þeir geta
ekki haldið pógu lengi niðri í sér
andanum, en þeir gætu það, ef þeir
legðu sig fram.“ Mæður sjá um
uppeldi dætranna. Þegar stúlkan
er 16 ára að aldri fær hún að gjöf
frá móður sinni þau tæki og tól,
sem kafarar á þessum slóðum
þurfa á að halda. Utbúnaðurinn er
oft fornfáleg kafaragleraugu,
korkflá með neti og nýtízku
kafarabúningur. Þessi tengsl milli
móður og dóttur rofna yfirleitt
ekki síðar á ævinni, jafnvel ekki
þótt dóttirin gangi í hjónaband. Og
stúlkur frá Cheju njóta þeirra for-
réttinda fram yfir kynsystur sínar
á meginlandi Kóreu, að geta verið
um kyrrt á sínum bernskuslóðum
og haldið á fram að starfa með
systrum sínum. Börn systranna al-
ast svo upp saman. Oft eru konur
höfuð fjölskyldunnar, þar sem
þrjár kynslóðir búa saman, og
helztu fyrirvinnur.
Þessi verkaskipting á heimilum
á sér líklega langa sögu, en fyrir
mörgum öldum tóku konur að
sækja sjóinn í smáhópum og voru
þá stundum að heiman um allt að
sex mánaða skeið.
Nú á tímum hafa karlar meira
að sýsla við á eynni en áður fyrr,
en eigi að síður gegna þeir stóru og
veigamiklu hlutverki við heimilis-
reksturinn. Þeir ganga enn að
vinnu úti á ökrum með smábörn á
bakinu. Afarnir eru oft heima við
að gæta barna. Karlar sjá enn-
fremur um eldamennsku, þurrka
korn og gæta veikra barna. Þeir
eru jafnvel vel liðtækir við yfir-
setustörf.
Konurnar á Cheju hafa þurft að
greiða fyrir sérstöðu sína með
ýmsu móti. Víða eru þær stimplað-
ar lauslátar og óverðug konuefni
fyrir Kóreumenn af æðri stéttum.
Þær virðast þó kæra sig kollóttar.
Að þeirra mati eru það ekki þær,
sem fara vitlaust að hlutunum
heldur allir hinir í landinu.
— S.Y. YOON
('olosseum, hringleikahúsið forna. Gestirnir f leikhúsinu höfðu ekki flóafrið.
HERFERDIR
Eru kettirnir í Róm að
mjálma sitt síðasta?
Borgaryfirvöld í Róm láta íbúum í
té, eftir beiðni, sérstakar málmgr-
indur til að veiða ketti. Ef húsvörð-
ur í sambýlishúsi eða jafnvel ein-
staklingur, fyllir út skriflega um-
sókn og sendir hana á skrifstofu
borgaryfirvalda fær hann afhenta
gildru. Hann þarf þó að verða sér
úti um agnið sjálfir.
Kettir í Rómaborg hafa lengst af
verið látnir óáreittir. Margar bækur
og milljónir ljósmynda, sem bæði
atvinnumenn og áhugaljósmyndar-
ar hafa tekið, eru til vitnis um það
eðlilega samband, sem virðist vera
milli kattaog borgarinnar eilífu.
Rómverskir kettir og rómverskar
rústir hafa jafnan farið álíka vel
saman og spaghetti og ostur.
En fyrir um það bil fimm árum
hurfu kettirnir í grennd við hið
forna torg og hringleikahús í hjarta
borgarinnar og „rómönsku hofin“,
sem fasistar létu reisa þar í grennd.
Þessar byggingar eru við Largo
Argentina og standa allmiklu lægra
en götur og aðrar byggingar í ná-
grenninu. Skammt frá þessum fornu
rústum er leikhúsið Teatro Argent-
ina, og hefur stjórn þess skýrt frá
því, að kettir hafi fundið neðanjarð-
argöng, liklega hluta af Pompey
leikhúsinu forna, þar sem Júlíus
Cesar var veginn. Fyrir bragðið hafi
svalir leikhússins fyllzt af flóm, sem
angra starfsfólk jafnt sem gesti.
Kettirnir í Largo Argentína, sem
jafnan drógu að sér mikla athygli
gesta og gangandi hurfu skyndilega
sporlaust og án nokkurra skýringa.
Ef til vill eiga kattagildrurnar sinn
þátt í hvarfi þeirra.
Fulco Pratesi hjá World Wildlife
Fund vill ekki skeha allri skuldinni
á gildrurnar. „Því miður iíta ýmis
veitingahús, rannsóknarstofur og
sadistar á ketti sem ákjósanlegt
hráefni fyrir sitthvað, sem þeir taka
sér fyrir hendur. Svo að ekki sé
minnzt á lítil hringleikahús og far-
andhópa sem hvetja litla krakka til
að veiða ketti til að hafa sem fóður
handa dýrunum sínum, en uppvíst
varð um slíkt mál í Napolí fyrir
skömmu. Ymsir virðast gleyma því,
að kettir hafa ákveðnu hlutverki að
gegna, í Rómaborg, þar sem hol-
ræsakerfið er mjög svo ófull-
nægjandi. Ef kettirnir hyrfu á braut
úr borginni eilífu myndu rottur
tröllríða henni á skömmum tíma.
— GEORGE ARMSTRONG