Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 37

Morgunblaðið - 14.03.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. MARZ 1982 85 n ^ VELVAKANOI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS ÉtffHtéa MM í Velvakanda fyrir 30 árum Ekki alltaf feitan gölt að flá Þegar vorar er eðlilegt, að menn fari að bollaleggja um tekjurnar, sem megi hafa af erlendum ferðamönnum. Því er þá eðlilega á lofti haldið jafn- framt, hvað við eigum erfitt með að taka á móti ferðamönn- unum vegna gistihúsaskortsins og annarrar vöntunar undir- búnings. — Eitthvað ætti þó að rætast úr, ef stúdentagörðunum verður breytt í sumargistihús fyrir útlendinga. En það er svo sem ekki allt fengið með að fá erlendu gest- ina inn í landið, því að þar er sannarlega ekki feitan gölt að flá sums staðar. Veida engan lax í sumar Norðmönnum hefir tekizt að gera land sitt eftir- sóknarvert fyrir ferðamennina og hafa af því drjúgar tekjur. í fyrra skruppu 30 þúsundir Breta til Noregs, og horfur eru ekki á, að sú tala lækki á sumri komanda. . með veiðistöngiua uin öxl En Bretarnir hafa ekki mik- inn eyðslueyri, ein 25 pund á móti 250 pundum áður. Þessa gætir svo m.a. í þvi, að gestirnir standa skemur við, velja ódýr- ari gistihús, eða verja miklu minna fé í minjagripi og annan varning o.s. frv. En líklega fell- ur Norðmönnum þyngst að Bretarnir geta ekki tekið lax- árnar þeirra á leigu í sumar. Sem sagt: Þó að ferðamenn- irnir séu eftirsóknarverðir, þá getur verið mismikill slægur í þeim. Hvers vegna ekki hjúskaparskóla? Margir hafa orðið til að fetta fingur út í, að hér á landi skuli eitt hjónaband vera leyst upp með hjúskapar- slitum á móti hverjum tíu, sem stofnað er til. Og svona rétt eins og til að undirstrika þetta þá er fjórða hvert barn óskírgetið. Það er hvort tveggja, að menn eru tiltölulega tregir til að ganga i heilagt hjónaband og eins óðfúsir að komast úr því eftir þessum tölum að dæma. En hvers vegna er ekki settur hér á stofn hjúskaparskóli, til að veita nýgiftum nauðsynlega fræðslu svo og þeim, sem eru á leið í hjúskapinn? í Danmörku hafa ýmsir ágætismenn gengizt fyrir þess konar skólum á veg- um KFUM. Þar er fjallað um hússtjórnarmál, kynferðisleg og efnahagsleg vandamál og allt þar á milli. Frá yfirdýralækni í Reykjavfk: Lögum samkvæmt skal lóga dýrum, sem flutt eru ólöglega til landsins í dálkum „Velvakanda" 11. þ.m. beinir E.K. þeirri fyrirspurn til yf- irdýralæknis, hvort smithætta stafi af skjaldböku, sem hann á og var smyglað til landsins fyrir all- löngu síðan. Ekki er hægt að svara spurn- ingu E.K. nema að hafa kynnt sér mál hans sérstaklega. Hins vegar vil ég benda á að mörg ár eru nú síðan sýnt var fram á í grannlöndum okkar að skjaldbökur gætu verið hættulegir smitberar langtímum saman og þá einkum að því er varðar salmon- ella-sýkla og smitberar af þessu tagi eru stundum nokkuð algengir. Hér á landi mun dr. Guðni Al- freðsson fyrstur manna hafa ræktað Salmonella paratyfi B frá skjaldböku fyrir 2—3 árum. Lögum samkvæmt skal lóga dýrum sem flutt eru ólöglega til landsins og gildir það jafnt um skjaldbökur sem önr.ur dýr, t.d. ketti, hunda og fugla. Því ætti E.K. að farga skjaldböku sinni sem fyrst, og það ættu aðrir þeir, sem eiga smygluð gæludýr líka að gera, því af þeim getur alltaf staf- að smithætta bæði fyrir önnur dýr en líka fyrir börn, sem í leik hafa oft náin skipti við þessi dýr, en gleyma þá oft að gæta nægilegs þrifnaðar. Páll A. Pálsson Hraðfermiskip Mig langar að leggja smávegis orð i belg í dálkum þínum Velvakandi. Er það út af bréfi „Jóns á Klappar- stígnum“ um orðskrípið fjölhæfni- skip. Er ég sammála Jóni þessum í einu og öllu. En mig langar að koma með tillógu um samheiti þessarar tegundar flutningaskipa, íslenzkt samheiti, sem að minni hyggju nær að lýsa þessari skipagerð í einu og sama orðinu: Hraðfermiskip. Hvað segir þú um þetta heiti, Velvakandi góður? Kunningi „Jóns á Klapparstígnum". 83? SlGGA V/ÖGA í A/LVERAW AV V1V5R50 ViiVl/«0(J í)VDA/A Í/N5 0G vo m ans og moGov y ( v uMzövmwuúim Pí-U 1 Fyrir þvottahús fjölbýlishúsa VANDLÁTIR VEUA WESTING HOUSE Westinghouse þvottavélin og þurrkar- inn eru byggð til að slanda hlið við hlið, undir borðplötu eða hvort o/an á öðru við enda borðs t eldhúsi eða þvottahúsi, þar sem golt skipulag nýtir rýmið til hins ýtrasta. Trauslb vggðar vélar með 30 ára reynstu hér á landi. Þiö getiö veriö örugg sé vélin Westinghouse KOMIÐ — HRINGIÐ — SKRIFIÐ! við veitum allar nánari upplýsingar. Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Fteykiavik Simi 38900 HUSGAGNA- ÝNING ÍDAG kl.2-5 u k V A \ r • 1 Smiðjuvegi 6 - Simi 44544 'HWUttXJ A0 Vl) [m wq w mi \fclNL\MS M mWl (M WlTAl EINA Sítf 'íMtf “bMNSINN A ty mA'XOLWSfc wvoaotf a WOtGNAWA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.