Morgunblaðið - 17.03.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 17.03.1982, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 Bæjarstjórn Keflavíkur um Helguvíkurmálið: Undirbúningur í sam- ráði við heimamenn segir í bókun bæjarfulltrúa Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks „Gagnstætt því sem áður hefur tíðkast, hefur undirbúningur þessa máls verið unninn í samráði við heimamenn og það tryggt að þeir geti fylgst með hönnun og framkvæmdum og komið þar sínum skoðunum að,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á fundi í bæjarstjórn Keflavíkur 9. mars þegar fjallað var um samning við varnar máladeild um leigu á landi undir staðsetningu olíubirgðastöðvar Varnarliðs- ins. Bæjarstjórn Keflavíkur sam- þykkti með 8 atkvæðum ofan- greindra bæjarfulltrúa gegn 1 at- kvæði bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins að leigja Varnar- máladeild 13 hektara lands á Hólmsbergi, eins og greint hefur verið frá í Mbl. Segir einnig í bók- un bæjarfulltrúanna að á sameig- inlegum fundi bæjarráða Kefla- víkur og Njarðvíkur hafi verið fallist á að heppilegasta staðsetn- ing olíuhafnar væri í Helguvík, eftir umræður um mengunar- hættu og skipulagsmál. Þá segir m.a. í umræddri bókun: 011 mannvirki skulu uppfylla ströng- ustu kröfur um búnað og frágang, umsjón, afgreiðsla og öll öryggis- gæsla á hafnarsvæðinu verður í höndum íslenskra aðila, staðið verði þannig að framkvæmdum að þær komi að sem fyllstum notum við frekari hafnargerð í Helguvík og að landrýmið sem Varnarmála- deild fái sé aðeins ræma meðfram bjargbrún, utan þess svæðis sem líkur séu til að nýtanlegt verði til Þorlákur Helgason verkfrœð- ingur látinn Þorlákur Helgason, verkfræðing- ur, lést í Reykjavík sl. mánudag 77 ára að aldri. Var hann fæddur 17. desember 1904 á ísafirði. Þorlákur lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1923 og prófi í bygg- ingaverkfræði í Noregi 1934. Arin 1926 til 1930 starfaði hann m.a. sem fréttaritari við norsk blöð. Þá var hann formaður Stúdentafé- lagsins í Þrándheimi árin 1925 og 1926. Frá árinu 1935 var hann verkfræðingur hjá Vita- og hafna- málastjórninni og starfaði ein- göngu að hafnamálum. Gerði hann mælingar að hafnasvæðum víða um land og hannaði og stjórnaði byggingu hafnarmann- virkja, m.a. á Olafsvík, Dalvík, Þorlákur Helgason Siglufirði, Húsavík, Neskaupstað og víðar. Þá stjórnaði hann árið 1953 framkvæmdum við stíflugerð í ós Bessastaðatjarnar. Þorlákur var tvíkvæntur og er síðari kona hans Elísabet Björgvinsdóttir. Lætur hann eftir sig 4 börn. Páll Pétursson í Tímanum: Höfum ekki efni á að vera landbúnaðarráð- herralausir í mörg ár „Páll er spaugsamur, tek þessar setning- ar ekki alvarlega“ segir Pálmi Jónsson Hjörleifur tæki við landbúnaðar- málunum, vegna þess að við höf- um ekki efni á því að vera land- búnaðarráðherralausir mörg ár í röð“. Fyrirsögn fréttarinnar sem birt er á forsíðu blaðsins er „Hjörleifur ræður sér ekki sjálf- ur“ og fjallar hún um viðbrögð formanns þingflokks Framsókn- arflokksins vegna undirritunar Blöndusamninga. Eftirfarandi er haft orðrétt og innan gæsa- lappa eftir Páli: „Ég hygg að Hjörleifur sé tæplega tekinn við embætti iðnaðarráðherra af Pálma síðan á Norðurlandaþing- inu sem haldið var nýverið. Hins vegar væri kannski rétt að Hjörleifur tæki við landbúnað- armálunum, vegna þess, að við höfum ekki efni á því að vera landbúnaðarráðherralausir mörg ár í röð,“ segir Páll Péturs- son.“ „ÞAÐ ER öllum kunnugt að Páll er spaugsamur. Ég tek þessar setn- ingar ekki alvarlega, fremur en aðrar slíkar," svaraði Pálmi Jóns- son, landbúnaðarráðherra, er Mbl. bar undir hann yfirlýsingar Páls Péturssonar, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í dagblað- inu Tímanum í gær, en þar segir Páll m.a., að Pálmi sé eiginlega orðinn allt annað en landbúnaðar ráðherra. „Hins vegar,“ segir Páll ennfremur, „væri kannski rétt að skipulegra bygginga og telja bæj- arfulltrúarnir að með samningn- um hafi fengist viðunandi lausn á mengunar-, slysa- og skipulags- vandamálum. Karl G. Sigurbergsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, bók- aði m.a.: „Þar sem ekki hefur verið valin fljótvirkasta leiðin til að hamla gegn olíumengun af völdum olíugeyma „Varnarliðsins" og samningsdrög þau er hér liggja fyrir til afgreiðslu, fela ekki í sér neitt sem réttlætir svo umfangs- mikla aukningu umsvifa Banda- ríkjahers og NATO hér á landi, sem samningsdrögin bjóða upp á, greiði ég atkvæði gegn þessu máli.“ Við umræður á Alþingi í gær gerði Jóhann Einvarðsson bókun bæjarfulltrúanna 8 að umtalsefni, sem hann sagði spegla skoðun mikils meirihluta heimamanna og kvaðst hann ítreka stuðning þing- flokks framsóknarmanna við utanríkisráðherra. María Gísladóttir dansar Giselle FIMMTUDAGINN 18. mars, Töstudaginn 19. og sunnudaginn 21. mun María Gísladóttir dansa hlutverk Giselle fjórum sinnum sem gestur í sýningu Þjóðleikhússins á samnefndum ballett, ásamt Helga Tómas- syni. Sýningarnar á fimmtudag og föstudag hefjast klukkan 20.00, en sýningarnar á sunnudag klukkan 14.00 síðdegis og klukkan 20.00. Ilppselt er á allar kvöldsýningarnar. María Gísladóttir var hér síð- Sl. tvö ár hefur hún verið aðal- ast á ferð á Listahátíð 1980 og vakti þá mikla hrifningu þeirra sem sáu, en hún hafði ekki dans- að hér heima í rösklega tíu ár. dansari við ballettinn í Wiesbad- en í Vestur-Þýskalandi og fengið frábæra dóma, m.a. fyrir túlkun sína á Giselle. Arnarflug leigir Britannia Boeing 737 200-þotu til árs Munu væntanlega flytja 80—90 þúsund farþega í sumar frá Manchester ARNARFLUG hefur leigt brezka flugfélaginu Britannia Airways Boeing 737 200-farþegaþotu með fimm áhöfnum til eins árs, en að sögn Gunnars Þorvaldssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs, er þetta mjög sambærilegur samningur og samningur sá er félögin gerðu með sér á síðasta ári. Þá voru fimm áhafnir Arnar- flugs staðsettar í Manchester í Englandi og flugu þaðan með brezka sólarlandafarþega til Mið- jarðarhafslanda. — Við flugum 2—3 ferðir á dag, frá 1. maí og út októbermánuð, með fullar vélar, en við fluttum alls liðlega 82 þús- und farþega á þessu tímabili, sagði Gunnar Þorvaldsson enn- fremur. — Þetta flug fyrir Britannia gekk með afbrigðum vel síðasta sumar og við erum því mjög ánægðir með, að þessi samningur skuli nú vera í höfn. Arnarflug hefur leigt Boeing 737 200-far- þegaþotu frá írska flugfélaginu Air Lingus til verkefnisins, sagði Gunnar Þorvaldsson ennfremur. Gert er ráð fyrir, að flugið hefj- ist 1. apríl nk. og verði a.m.k. flog- ið út októbermánuð, en ekki hefur ennþá verið ákveðið hvernig flugi verður háttað eftir þann tíma. Gunnar Þorvaldsson sagðist gera ráð fyrir, að fjöldi farþega, sem fluttir yrðu frá Manchester í sumar, yrði eitthvað svipaður og á síðasta ári, eða 80—90 þúsund. Arnarflug hefur leigt Electruna til Kamerún SAMNINGAR eru nú á lokastigi milli Arnarflugs og Air Kamerún um leigu á Electra-flugvél Arnarflugs, sem félagið keypti af íscargó í síðustu viku. Pilturinn sem lést Myndin er af Garðari Inga Reynis- syni frá Keflavík, sem lést í bruna í Grindavík sl. sunnudagsmorgun. Garðar Ingi var fæddur 3. október 1%2. Samningurinn gerir ráð fyrir a.m.k. þriggja mánaða flugi milli Kamerún og Ítalíu með bygg- ingarefni. Að sögn Gunnars Þorvaldssonar verða væntanlega með vélinni tvær til þrjár áhafnir, en flugið milli Kamerún og Ítalíu er mjög langt, sjálft flugið tekur um 16 klukkustundir, en við það bætist svo umhleðslutími, þannig að gera má ráð fyrir, að hver ferð taki allt að sólarhring. Gunnar Þorvaldsson sagði í samtali við Mbl., að vélin hefði farið sitt fyrsta flug fyrir Arnar- flug í gærmorgun með hesta til Norðurlandanna og Hollands, en væntanlega myndi hún síðan fara beint í þetta flug fyrir Air Kamer- ún um eða eftir helgi, en þá yrði búið að ganga endanlega frá samningum. Helguvíkurmálið: Iðnaðarráðherra ætlar að athuga lögmæti samninganna - segir f bréfi orkumálastjóra til Almennu verkfræðistofunnar ALMENNU verkfræðistofunni barst í gær bréf frá orkumálastjóra, Jak- ob Björnssyni, þar sem tilkynnt er formlega, að iðnaðarráðherra ætli að láta fara fram athugun á lögmæti samninga milli Orkustofnunar og Almennu verkfræðistofunnar vegna áætlaðra framkvæmda við Helguvfk. Tilkynnt er einnig, að Orkustofnun muni því eigi vera til viðræðu um frekara samstarf fyrr en nánari fyrirmæli hafi borist frá iðnaðar ráðherra. Svavar Jónatansson, forstjóri Almennu verkfræðistofunnar sagði í viðtali við Mbl. í gær, að þeir hefðu ekki tekið ákvörðun um hver viðbrögð yrðu í málinu. Mbl. er kunnugt um, að bandarískir að- ilar hafa lýst sig reiðubúna til að taka starf þetta að sér, og munu þeir tilbúnir að hefjast handa svo til samstundis, ef þess verður óskað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.