Morgunblaðið - 17.03.1982, Side 5

Morgunblaðið - 17.03.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 5 Hvað er framundan í orkumálum Reykvíkinga? Landsmálafélagið Vörður efnir til fundar um orkumál í kvöld kl. 20:30 Hafskip fær nýja Rangá HAFSKII’ hf. hefur samið um leigu á öðru skipi í stað Rangár, sem fórst við Irlandsstrendur sl. föstudags- morgun. Gengið var frá samningum við eiganda spænsks skipafélags, kapt. Alvares, að morgni laugardags, en hann var staddur hérlendis er Kangá strandaði og er hið nýja skip sömu gerðar og mun bera sama nafn. Rangá var hið fyrsta af fimm skipum sömu gerðar sem smíðuð eru á Spáni og hefur Hafskip sam- ið um leigu á næsta skipi. Páll Bragi Kristjónsson hjá Hafskip tjáði Mbl. í gær að þegar sýnt var á föstudagsmorgun að mannbjörg hafði orðið hefðu strax verið hafn- ar viðræður við kapt. Alvares um annað skip á leigu og voru samn- ingar undirritaðir á laugar- dagsmorgun. Er skipið væntanlegt til landsins eftir 2—3 vikur og mun það strax hefja siglingar á áætlun Hafskips til Ameríku. Páll Bragi sagði að leigja þyrfti skip til að sigla eina ferð milli Ameríku og íslands og var í gær útlit fyrir að samningar væru að takast um leigu á bandarísku skipi. í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Rætt verður um stöðuna í orkumálum með tilliti til hags- muna Reykjavíkursvæðisins. Frummælandi verður Birgir ísl. Gunnarsson, alþingismaður og fundarstjóri Þórir Lárusson, formaður Landsmálafélagsins Varðar. KrélUlilkynning Þórður Harðarson. Þórður Harðarson skipaður prófessor við læknadeild HÍ FORSETI íslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað dr. Þórð Harðarson, yfirlækni lyfjadeildar Borgarspítalans, prófessor í lyflækningum við læknadeild Háskóla íslands og yfirlækni lyfjadeildar Landspítalans. Er embættið veitt frá 1. aprfl, en því hefur gegnt Sigurður Samúelsson prófessor. Þórður Harðarson hlaut flest at- kvæði er læknadeild greiddi at- kvæði um umsækjendur að feng- inni niðurstöðu dómnefndar. Hlaut Þórður 29 atkvæði, Bjarni Þjóð- leifsson og Snorri P. Snorrason 14 hvor og aðrir umsækjendur færri atkvæði, en þeir voru Jón Þor- steinsson, Guðmundur Þorgeirsson og Birgir Guðjónsson. Þórður Harðarson lauk stúd- entsprófi frá MR 1960 og kandíd- atsprófi frá læknadeild HÍ 1967. Hóf hann þá framhaldsnám í hjartalækningum innan lyflæknis- fræði, fyrst hérlendis en síðar á Hammersmith-sjúkrahúsinu í Lundúnum árin 1971 til 1974. Lauk hann doktorsprófi frá Lundúna- háskóla árið 1974. Eftir það var hann tvö ár í Bandaríkjunum, hið fyrra í Houston í Texas og það síð- ara í San Diego í Kaliforníu og gegndi hann einnig kennslustöðu við háskólann þar. Arið 1976 starf- aði Þórður Harðarson í hálft ár á lyfjadeild Landspitalans og í árs- byrjun 1977 var hann skipaður yf- irlæknir lyfjadeildar Borgarspítal- ans. Kona hans er Sólrún Jensdótt- ir sagnfræðingur og eiga þau 3 börn. Úrskurður um sérkjara- samninga 19 félaga f næsta mánuði KJARANEFND og Kjaradómur fjalla um þessar mundir um sér kjarasamninga nokkurra félaga inn- an BSRB og allmargra félaga innan BHM. Eiga dómstólar þessir að kveða upp úrskurði í byrjun aprfl. Sérkjarasamningar voru gerðir milli fjármálaráðherra og níu fé- laga af 13 innan BSRB án þess að málin færu til meðferðar Kjara- nefndar. Samningar þessir fólu í sér um 1% launahækkun, en þeir voru gerðir við kennara, tollverði, lögreglumenn, póstmenn, flug- málastarfsmenn, starfsmenn á sjónvarpi, útvarpi, í Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur og í stjórnarráð- inu. Ekki náðust sérkjarasamn- ingar við fjögur félög BSRB, þ.e. Hjúkrunarfélagið, Ljósmæðrafé- lagið, Starfsmannafélag ríkis- stofnana og Félag ísl. símamanna. Innan BHM eru 19 félög og náð- ust sérkjarasamningar við fjögur þeirra, þ.e. lögfræðinga, presta, dýralækna og félagið Utgarð, en innan vébanda þess eru þeir há- skólamenntaðir starfsmenn ríkis- ins, sem ekki eiga aðild að öðrum fagfélögum innan BHM. Sýnir í Ás- mundarsal JON Axel Björnsson mynd- listarmaður sýnir um þessar mundir olíumálverk í Ás- mundarsal í Keykjavík. Lýk- ur sýningu hans sunnudaginn 21. mars og er hún opin dag- lega kl. 16 til 22. Jón Axel Björnsson lauk námi frá málaradeild Mynd- lista- og handíðaskólans árið 1979. I Asmundarsal sýnir hann 10 olíumálverk sem mál- uð eru síðustu mánuði. Er þetta fyrsta einkasýning Jóns Axels, en hann hefur tekið þátt í tveimur samsýningum. Sunnudagskvöld, 21 mars kl. 19.00 Tískusýning ki. 21.00 Model 79 sýna frá 09 22/20 Kl. 19.00. Húsiö opnar fyrir matargesti. Big Band Svansins. Grísaveisluréttur, kjúklingar og grísakjöt aö hætti Spánverja. Verö kr. 150.00. glæsilega vor og sumar tísku ■ ■.. ... Kl. 20.15 Jass-sportf lokkurmn og 23.00 sem sannarlega hefur slegiö í gegn sýna nýtt atriðí. Dansflokkur sýnir dansa siðustu 60 ára. JJ-/. RJ Atriði sem allir verða Ungfrú Utsýn ki. 24.00 Forkeppni —- Glæsilegar stúlkur/ JtGQk valdar úr hópi gesta! toú&Á til þátttöku. Ferðakynning ki. 19.30 sýndar verða myndtr frá Costa del Sol, Torremolinos, Marbella og Mallorka. Spilað verður um 3 Utsýnarferðir að verðmætti kl. 18.00,- Happdrætti fyrir alla gesti Dregiö kl. 21.00. Dregiö kl. 23.00. Vinningar Útsýnarferö. Verölaun Útsýnarferð ^ til Spánar ^ j Miðasala og borðapantanir í dag kl. 16—19 í Uúbhur Kl. 22.35 Min nýja bráðskemmtitega hljómsvelt og 24.15 Örvars Kristjánssonar leikur fyrir dansi ásamt diskóteki. Alfabakka 8, sími 77500. Feróaskrifstofan Vinningar kvöldsins Utsýnarferðir til sex vinsælustu staða við Miðjarðarhafið WKARNABÆ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.