Morgunblaðið - 17.03.1982, Page 12

Morgunblaðið - 17.03.1982, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 ÍC'u^n 'í ■ f ■ y» ■ • ■' *. •»* ' V . vy* , *,,•< - , . " ' VARNARMÁIADEILD UTANRfKiSRADUNEYTISINS. A • ’;í LElGULAND ÚR LANDl KEfLAVÍKUlRe/EJAR a. * . ? .*•; '#■ \ K 9 vt ' HELGU VIK SKIPU- LAGIÐ OG HELGUVÍK í varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna frá 1951, sem hefur lagagildi hér á landi, segir í 2. grein: „ísland mun afla heimilda á landsvæðum og gera aðrar nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að í té verði látin aðstaða sú, sem veitt er með samningi þessum, og ber Bandaríkjunum eigi skylda til að greiða Islandi, íslenskum þegnum eða öðrum mönnum gjald fyrir það.“ í samræmi við þetta hefur íslenska rfkið aflað lands fyrir starfsemi varnarliðsins þar. Og í varnarsamningn- um er slíkt land nefnt „samningssvæði“ en á síðari tímum hefur verið rætt um slíkar landspildur sem „varnarsvæði“. Samkvæmt lögum frá 1954 og reglugerð um stjórnarráð Is- lands frá 1969 fer utanríkisráðherra með forræði mála á þessum svæðum, þótt forræðið sé hjá öðrum ráðherrum utan svæðanna. Á þessari loftmynd sést afstaða Helguvíkur bæði gagnvart Keflavíkurflugvelli, Njarðvík og Keflavíkurkaupstað og því svæði, þar sem ráðgert er að reisa hina nýju eldsneytisgeyma varnarliðsins. Neðst í vinstra horni sést flugskýlið stóra á Keflavíkur- flugvelli, sem er fyrir norðan flugstöðvarbygginguna. Fyrir ofan Njarðvík, sem er neðsta samfellda byggðin hægra megin, eru gömlu eldsneytisgeymar varnarliðsins, sem valda meng- unarhættu fyrir byggðina í Njarðvík og skapa erfiðleika í skipulagi milli Njarðvíkur og Keflavíkur, sem á land fyrir norðan svörtu línuna, sem dreg- in er í sjó út. Inn á loftmyndina er fyrir norðan Helguvík merkt hið 13 hektara svæði á Hólmsbergi, sem bæjarstjórn Keflavíkur samþykkti hinn 9. mars sl. að leigja varnarmáladeild utanrík- isráðuneytisins afnot af gegn af- notum Keflavíkur af 100 hekt- ara landi á umráðasvæði varn- armáladeildar annars staðar. Á Hólmsbergi er varnarmáladeild heimiluð mannvirkjagerð, sam- kvæmt samþykkt bæjarstjórnar Keflavíkur, svo sem bygging hafnargarðs, olíuleiðslu og vega og fleira. Fellst Keflavíkurkaup- staður á að heimilt sé að byggja umræddan hafnargarð í Helgu- vík. Varnarmáladeild er heimilt að leyfa öðrum aðilum afnot landsins í ofangreindu skyni, segir og í samþykkt bæjar- stjórnar Keflavíkur frá 9. mars. Þar er meðal annars sett það skilyrði, að þannig verði staðið að hafnargerðinni, að hún komi að sem fyllstum notum við frek- ari hafnargerð í Helguvík Áform munu vera uppi á veg- um varnarliðsins um að byggja hafnargarð frá ysta tanga Hólmsbergsins þvert fyrir Helguvíkina og loka henni þann- ig. Við þennan garð yrðu olíu- skip losuð og olíunni dælt eftir leiðslum um Hólmsbergið til eldsneytisgeyma, sem yrðu í reitnum, sem merktur er með brotinni línu á myndinni. Svarta línan, sem gengur út í sjó við brotnu línuna, sýnir mörkin milli Keflavíkur og Gerða- hrepps. Hins vegar er þessi hluti Gerðahrepps norður að hinni svörtu línunni á myndinni „agreed area" eins og segir á myndinni eða „samningssvæði" samkvæmt varnarsamningnum og því á valdi utanríkisráðherra að ráðstafa því og ákveða skipu- lag og framkvæmdir þar. Sé litið á þessa mynd og hún skoðuð miðað við þá deilu um skipulagsmál, sem risið hefur milli Ólafs Jóhannessonar, utanríkisráðherra, og Svavars Gestssonar, félagsmálaráð- herra, þá hefur Ólafur sett reglugerð, sem nær til varnar- svæðisins, þar sem reisa á elds- neytisgeymana. Svavar telur sig hins vegar hafa úrslitavald um skipulagsmál á Hólmsbergi og í Helguvík og sýnist, ef marka má orð hans, vilja ganga í því efni þvert á samþykkt Keflavíkur- kaupstaðar, eiganda Helguvíkur og Hólmsbergs. Ætli Svavar Gestsson að beita ráðherravaldi til að koma í veg fyrir hafnar- gerð í Helguvík og lagningu veg- ar og olíuleiðslna á Hólmsbergi gengi hann með því ekki einung- is gegn vilja bæjarstjórnar Keflavíkur í skipulagsmálum. Pólland: Gerðu hróp að óperi Gmdon, 15. marz. AP. UM EITT hundrað félagsmenn pólsku verkalýðsfélaganna Sam- stöðu fjölmenntu í óperuna í Varsjá um helgina og trufluðu sýningu sem þar stóð yfir á „II Trovatore" eftir Verdi. . Mennirnir gerðu hróp að Leonard Mroz, aðalsöngvaranum, þegar hann birtist á sviðinu og héldu síðan uppteknum hætti með frammíköllum, blístri og púi. Samstöðumennirnir sögðu, að þeir hefðu ákveðið að fara í óper- una til að láta í ljós andúð sína á Mroz, sem hefði verið sérstaklega samvinnuþýður við herstjórn landsins eftir að herlög voru sett 12 létust um helgina í Gronoblc, 15. marz. AP. BJÖRGUNARSVEITIR fundu lík skíðamanns, sem saknað hafði ver- ið um helgina, síðla mánudags, og var þá ljóst að tólf manns höfðu farizt um helgina í Frönsku ölpun- um í mörgum minniháttar snjó- flóðum sem urðu í Taillefert- fjöllum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.