Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 Istanbul, 15. marz. Al*. TVÍHÖFÐA barn dó í dag vegna öndunarerdðleika, aðeins 36 stundum eftir fædingu. F'ormælandi sjúkrahússins, sem barnið fæddist í, sagði það hafa fæðst með tvö sjálfstæð hjörtu og tvö taugakerfi, er starfað hefðu óháð hvort öðru. Einnig var barnið, sem tekið var með keisaraskurði, með kyn- færakerfi beggja kynja. Óljóst er hvað olli þessari vansköpun. Fæddist tvíhöfða Símamynd AP Fangar pyntaðir í hel í Tyrklandi Ankara, 16. marz. AP. TYRKNESKA stjómin viðurkenndi í dag að minnst 15 raenn, sem sitja í fangelsi vegna pólitískrar hryðjuverkastarfsemi, hefðu látizt í fangelsi vegna pyntinga síðan herinn tók völdin fyrir 18 mánudum. Þetta kom fram í svari stjórnar- innar við ásökunum Amnesty Int- ernational um að 70 pólitískir fangar í Tyrklandi hefðu verið pyntaðir til dauða. Ráðherrann Ilhan Oztrak sagði að þeir sem ábyrgð bæru á dauða fanganna hefðu verið leiddir fyrir rétt. Hingað til hafa níu starfs- menn öryggissveita og fangelsa verið dæmdir. Hann skýrði ekki frá því hvaða dóma mennirnir hefðu fengið eða hve margir ríkisstarfsmenn væru viðriðnir pyntingarnar. Oztrak sagði að 15 menn aðrir hefðu látizt af öðrum orsökum, átta sem Amnesty nefndi væru látnir en hefðu aldrei verið fang- elsaðir, fjórir væru í haldi en á lífi, einn væri á lífi en ekki í haldi og sex hefðu látizt í skotbardögum við pólitíska andstæðinga eða ör- yggissveitir. Oztrak sakaði Amnesty um að setja fram ásakanir gegn Tyrkjum án þess að kanna gildi upplýsinga sem væru hafðar eftir ýmsum heimildum. Hann sagði að afstaða Amnesty væri „ekki hlutlæg eða alvarleg". Hann varði meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í Tyrklandi og sagði að stjórnin hefði aldrei leyft pyntingar í fangelsum og kynnti sér rækilega allar ásakanir um pyntingar. Skæruliðaárás á San Salvador San Salvador, 16. mars. AP. TUGIR SKÆRULIÐA óku í flutningabifreiðum inn í þrjár útborgir norður af San Salvador á mánudagskvöld og gerðu samræmdar árásir á herstöðvar. Sumir sögðu að allt að 200 skæruliðar hefðu tekið þátt í árásunum. Skæruliðar sögðu að leiðtogi árásanna væri Anna Sonia Medina. Þeir kváðust hafa fellt allt að sex þjóðvarðliða í Cuscatancingo og pólitískur fundur hefði verið hald- inn þar. Itrekaðar voru áskoranir til fólks um að undirbúa uppreisn með söfnun matvæla, lyfja, benzíns og efnis í götuvígi. I Mejicanos leituðu skæruliðar hælis í kaþólskri kirkju þegar her- menn gerðu gagnárás og bardagar geisuðu umhverfis kirkjuna. Skæruliðar skutu a.m.k. fjórum sinnum eldflaug á herstöð í bænum. Liðsauki hermanna kom fljótlega á vettvang, sótti í norðaustur og réðst á stöðvar skæruliða með fall- byssum og sprengjuvörpum. Her- menn báru burtu nokkra særða her- menn og óbreytta borgara og tóku tvo menn til fanga. Undanhald skæruliða hófst tveimur tímum eft- ir að árásin hófst. Stjórnartalsmaður sagði að a.m.k. 100 skæruliðar og 10 her- menn hefði fallið í vikulöngum að- gerðum landhersins í vesturhérað- inu San Vicente. Hann sagði að 17 búðum skæruliða hefði verið eytt þar og í suðurhéraðinu Cabanas. Á Costa Rica var tilkynnt að ör- yggissveitir hefðu fundið gífurlega miklar vopnabirgðir, sem senda hefði átt til E1 Salvador. Verðmæti vopnanna er talið 2,5 milljónir doll- ara. Níu hafa verið handteknir vegna málsins, þar af fjórir Salvador- menn. Einnig fannst prentvél, fjar- skiptabúnaður, fjarstýrisútbúnaður til sprengjunota, lyf og 150 gas- grímur. 11% skuldaaukning A-Evrópuríkja (ii*nf, 16. marz. AP. SKULDIR kommúnistaríkja Aust- urEvrópu við Vesturlönd jukust um 1 \% í fyrra og námu alls 80,4 millj- örðum Bandaríkjadala. Illutur Rússa í skuldunum hefur aukizt og þeir bera megnið af skuldaaukning- unni. Búlgarar voru eina Austur- Evrópuþjóðin sem grynnkaði á skuldum sínum samkvæmt skýrslu Efnahagsnefndar SÞ fyrir Evrópu. Raungildi skuldanna er talið hafa minnkað um allt að sex millj- arða dollara vegna batnandi stöðu dollarans, þar sem ríkin skulda mikið í öðrum gjaldmiðlum. Pólverjar skulda mest, 22,4 milljarða dollara, miðað við 22,1 milljarð dollara 1980. Auk þess skulda þeir öðrum Austur- Evrópuríkjum 2,6 milljarða doll- ara. Bent er á að Pólverjar þurfi að greiða á þessu ári þrjá til fjóra milljarða dollara í vexti auk endurgreiðslu á tæplega sjö millj- arða dollara láni. Tekjur Pólverja af útflutningi til Vesturlanda og þróunarlanda námu 7,5 milljörð- um dollara 1980 og 5,4 milljörðum dollara í fyrra. Skuld Rússa er talin hafa aukizt um 44%, úr 13,5 í 19,5 milljarða dollara. Jafnframt hafa Rússar aukið gullsölu á Vesturlöndum úr 90 lestum 1980 í 200—300 tonn í fyrra, að verðmæti 2,7 til fjórir milljarðar dollara. Halli á viðskiptum Rússa við Vesturlönd er talinn hafa numið 2,1 milljarði dollara, en það er fyrsti viðskiptahalli þeirra síðan 1976. Heildarskuldir Austur-Evrópu við Vesturlönd eru sem hér segir (í milljörðum dollara): 1979 1980 1981 Búlgaría 3,7 3,2 2,3 Tékkóslóvakía 3,1 3,5 3,6 Austur-Þýzkaland 8,1 9,6 11,3 Ungverjaiand 7,3 7,4 7,8 Pólland 20,1 22,1 22,4 Rúmenía 6,9 9,1 9,€ Sovétríkin 12,1 13,5 19,6 Comecon-bankar 4,0 4,0 4,2 Alls 65,3 72,4 80,7 Susan Sontag slær vinstra fólk út af laginu: Hafnar kommúnisma - segir hann fasisma SU8AN SONTAG, rilhöfundur og þjóðfélagsgagnrýnandi („Styles of Radical Will“, „On Photography") sem hefur dásamað byltingarhreyf- ingar frá llavana til llanoi, hefur snúið baki við kommúnisma og valdið miklu uppnámi í röðum vinstrisinna. „Kommúnismi er fasismi," sagði hún á fundi til stuðnings Samstöðu í Póllandi í New York. „Fasismi og kommúnismi eru hlutskipti allra kommúnistalanda og í sjálfu sér er kommúnismi líka afhrigði, árangursríkasta afbrigði fasisma. Fasismi með mannlegu yfirbragði," sagði hún. Fundarmenn urðu ókvæða við og gerðu hróp að henni. Þeir vildu ekki láta hendla sig við hægri- sinnaða „óvini", sem þeir telja einfalda kommahatara. Meðal fundarmanna voru þjóðlaga- söngvarinn Pete Seeger og rithöf- undurinn Fl.L. Doctorow. „Imyndið ykkur einhvern sem las aðeins „Reader’s Digest" á ár- unum 1950 til 1970 og einhvern sem las aðeins „Nation" eða „New Statesman”. Hvor þeirra hefði verið betur að sér um veruleika kommúnismans? Eg held við ætt- um að staldra við svarið. Gæti verið að óvinir okkar hafi haft rétt fyrir sér?“ Sontag, sem er 49 ára gömul, hefur verið ákafur byltingarsinni síðan á árunum eftir 1960 þegar bókmenntaspekingar í New York krýndu hana arftaka Mary McCarthy. í grein um ferð til Hanoi 1968 kallaði hún sig „vest- rænan nýróttækling sem telur byltinguna ekki aðeins leið til að koma á pólitísku og efnahagslegu réttlæti, heldur aðferð til að veita útrás og afla staðfestingar á per- sónulegri orku af öllu tagi, þar á meðal ástarhneigð." McCarthy, sem lengi hefur ver- ið ein af hetjum andsovézkra vinstrisinna, var ein þeirra sem tóku upp hanzkann fyrir Sontag eftir Samstöðuræðuna. „Eg fæ ekki séð hvernig það getur hjálp- að nokkrum að skilja (ástandið í Póllandi) með því að kalla það fasisma," skrifaði McCarthy. „Samt sem áður styð ég Sontag í því að taka af skarið og nota orð, sem áheyrendur hennar greini- lega töldu klúr, til að lýsa ástandi, sem er klúrt." Flestir aðrir félagar Sontag svöruðu henni hins vegar með há- værri gagnrýni, m.a. í „Nation". Margir sögðu að bandarískir sósí- alistar, þar á meðal Sontag, hefðu lengi gagnrýnt Sovétríkin fyrir að afskræma marxisma og þyrftu ekki að hafa samvizkubit af áframhaldandi syndum Moskvu- manna. Ralph Schoenman, sem skipulagði fundinn, skrifaði: „Þeim sem hafa þekkt Sontag vel og tekið þátt í fyrri tilraunum hennar til að verja þá sem sæta árásum í kommúnistaríkjum þótti átakanlegast að hún játaði hluti sem hún hefur ekki verið sek um.“ Sontag fékk einnig á baukinn hjá þeim sem höfðu sagt skilið við kommúnisma löngu áður. Diana Trilling, sem réðst á þá, sem enn væru trúaðir marxistar í bók sinni „Við verðum að marséra elskurnar mínar“ (1977) sagði: „Það þykir greinilega ennþá and- legt hugrekki að sjá og viður- kenna það sem liggur í áQgum uppi.“ I sama streng tók Bernard- Henri Lévy, höfundur „Villi- mennsku með mannlegu yfir- bragði“ (1979) og leiðtogi fyrrver- andi marxista í Frakklandi er kalla sig „nýheimspekinga": „Bandarískir menntamenn hafa nú skilið að ríkisstjórn sem lokar gagnrýnendur sína inni, sem pyntar verkamenn sína ... og dregur fram gömlu andgyðinglegu skotfærin úr ruslahaug sögunnar er fasistastjórn. Hvað finnst mér um þessa stórfenglegu uppgötv- un? Einfaldlega að það var tími til kominn." Andrew Kopkind blaðamaður sagðist hafa verið með Sontag í loftvarnabyrgi í Hanoi 1968 þegar bandarískar B 52-sprengjuflug- vélar gerðu árás. „Eg vissi þá hverjir þorpararnir voru og hverj- ir voru hetjur." Sontag svaraði með því að kalla Kopkind, sem hún dáði eitt sinn fyrir bækur hans, „hinn kunna diskósérfræð- ing áttunda áratugarins". Gagnrýnendum sínum yfirleitt svaraði Sontag með því að leggja áherzlu á að nýleg sinnaskipti hennar væru mikilvæg, þótt þau væru varla frumleg: „Eins og margir aðrir lýðræðissinnaðir vinstrimenn skildi ég ekki harð- stjórnina sem er grundvallareðli kommúnistakerfisins.“ Þjooverji í næstæðstu stöðu NATO Briisnel, 16. marz. Al*. GÚNTER Kiessling hershöfðingi frá Vestur-Þýzkalandi hefur verið skipaður annar æðsti yfirmaður her afla NATO í Evrópu. Kiessling verður gerður að fjög- urra stjörnu hershöfðingja 1. apríl og tekur við af Gtinter Luther aðmíráli sem staðgengill Bernard W. Rogers hershöfðingja. Kiessling hefur verið yfirmaður liðsafla bandalagsins í Slésvík, Holstein og á Jótlandi í tvö og hálft ár. Hann gekk í þýzka herinn 1940 og varð lautinant 1945. Hann gekk í þýzka sambands- herinn, Bundeswehr, 1956 og hefur m.a. verið yfirmaður 10. bryn- vædda herfylkisins. Móðir keisara Irans er látin l*arís, 16. marz. Al*. MOÐIR íranskeisara, Taj Ol Mol- ouk Pahlavi, lézt 10. marz í Acapulco í Mexíkó, 90 ára gömul, að sögn fjölskyldunnar í dag. Hún vissi ekkert um dauða son- ar síns, þar sem fjölskyldan ákvað að segja henni ekki frá fréttinni svo að hún kæmist ekki í uppnám.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.