Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 Geir Hallgrímsson, formaður utanríkismálanefndar: 3 þingflokkar styðja utanríkisráðherra Hvað gerist í næsta Löðurþætti ríkis- stjórnarinnar, spurði Olafur G. Einarsson GEIR Hallgrímsson (S), formadur utanríkismálanefndar Al- þingis, sagði í umræðu á Alþingi í gær, að utanríkisráðherra hefði gert nefndinni þá um morguninn grein fyrir fram- kvæmd þingsályktunar um flutning eldsneytisgeyma varnar- liðsins. Sagði Geir það mat fulltrúa Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks í nefndinni, að meðferð utanríkisráðherra á málinu hafi verið og sé að öllu leyti eðlileg — og í samræmi við einróma samþykkt Alþingis. Þingflokkur Framsóknar flokksins hafi og lýst yfir samstöðu með utanríkisráðherra. Ljóst sé því að þrír af fjórum þingflokkum standi að baki utanríkisráðherra í málinu. Alþýðubandalagið sé eitt á báti. I Björgvinsson, formaður þing- sama streng tók Sighvatur flokks Alþýðuflokksins. Forsætisráðherra skeri úr um verkaskiptingu Sighvatur Björgvinsson (A) vitn- aði til ásakana ráðherra Alþýðu- bandalags, þess efnis, að utanrík- isráðherra hafi farið út fyrir verk- svið sitt, varðandi svokölluð Helguvíkurmál, sem og útgáfu bæði félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra á reglugerðum, er snerta skipulag varnarliðs- svæða, og ekki komi heim og sam- an. Þá vitnaði Sighvatur til laga- ákvæða, þess efnis, að ef deilur væru um það undir hvaða ráðu- neyti mál heyri; beri forsætis- ráðherra að skera úr því. Af þessu tilefni hafi þingflokkur Alþýðu- flokksins gert samþykkt um að krefja forsætisráðherra úrskurðar í deilumáli því, sem risið væri milli utanríkisráðherra og félags- málaráðherra. Ekki þörf úrskurðar Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, svaraði efnislega svo: I því máli, sem hér er um spurt, er ekki þörf úrskurðar, samkvæmt tilvitnaðri lagagrein. Ef til þess kemur að slíkt verði gert verður úrskurðurinn að sjálfsögðu kunngjörður opinberlega. Hvad gerizt í næstu löðurviku? Ólafur G. Einarsson (S) sagði klögumálin gánga á víxl hjá ráð- herrum og að stór orð hafi fallið um yfirgang þeirra, hvers í annars garð. Utanríkisráðherra segi vinnubrögð félagsmálaráðherra markleysu. Félagsmálaráðherra segir, að orð utanríkisráðherra séu ekki lög (hér var kallað fram í: Ólafslög). Félagsmálaráðherra skipi eina skipulagsnefnd til að fjalla um málefni varnarsvæð- anna, utanríkisráðherra setji aðra. Iðnaðarráðherra fyrirskipi Orkustofnun, er undir hann heyri, að hafa að engu undirritaðan verksamning við innlent verktaka- fyrirtæki um jarðvegskönnun á fyrirhuguðu eldsneytisgeyma- svæði — og færi þannig verk upp á 1 milljarð g.króna úr höndum Is- lendinga í hendur útlendra. Þetta er líklega hin margumtalaða ís- lenzka atvinnustefna! Þannig tek- ur iðnaðarráðherra einnig fram fyrir hendur utanríkisráðherra. Það var því ekki að ófyrirsynju að forsætisráðherra er krafinn úr- skurðar um verkaskiptingu, er fagráðherrar hans deila svo harkalega. En svarið var svo sem eins og við var að búast: ekki neitt að innihaldi. Forsætisráðherra kappkostar að hafa enga skoðun í þessum deilumálum. í gegnum þennan leik allan geta menn svo séð þá „virðingu Alþing- is“, sem ríkisstjórnin var mynduð til að verja. Og það er engin afsök- un að þeir ráðherrar Alþýðu- bandalagsins, sem hér koma við sögu, hafi enga reynslu haft af stjórnunar- eða þingstörfum, er þeir settust á ráðherrastóla. Svo alvarlegt sem þetta ástand er þá fer það að minna mann á vitleysuna sem sýnd er í sjónvarp- inu, og nefnd er Löður. Hvað ger- ist í næsta þætti? • Verður Ólafur áfram utanrfk- isráðherra? • Eta kommarnir allt ofan í sig (?), svo notuð sé orð utanríkisráð- herra. • Hvort fer skipulagsnefnd Ólafs pi smmw ,f: 'i Ólafur Jóhannesson utanrfkisráðherra eða Svavars með mál varnarliðs- svæða í næstu viku? • Verður samningur um Blöndu- virkjun staðfestur í ríkisstjórn eða var Hjörfeifur bara að stríða Páli? • Hvor ræður meiru í þingflokki Framsóknar, Páll Pétursson eða iðn- aðarráðherra? Löðurþáttur ríkisstjórnarinnar verður æ meira spennandi. Óheil- indin og baktjaldamakkið minna þó ekki síður á annan sjónvarps- þátt: Dallas, en Alþýðubandalagið gengur upp í einhverskonar sam- blandshlutverki úr þessum banda- rísku sjónvarpsþáttum. Að slepptu öllu gamni ætti for- sætisráðherra að vera það bæði skylt og auðvelt að skera úr, hvort gjörðir utanríkisráðherra séu í samræmi við stjórnarskrá Islands — eða hvort afskipti félagsmála- og iðnaðarráðherra séu eðlileg. Eða er ríkisstjórnin sem heild ekki bundin við venjulegar leik- reglur. Upphaf hennar og tilurð var það ekki. En ráðherrar skulda bæði þingi og þjóð skýringar á deilum sínum í fjölmiðlum að und- anförnu. Ekki sæmandi forsætisráðherra Sighvatur Björgvinsson (A) sagði það ekki sæmandi forsætisráð- herra að svara svo út í hött sem hann hafi gert og ganga þannig á svig við tvímælalausar skyldur sínar. Sighvatur sagði það sitt mat að utanríkisráðherra hafi í engu farið út fyrir valdsvið sitt, enda sé ljóst, að hann sé aðeins að framfylgja og framkvæma þings- ályktunartillögu, sem allir þing- flokkar hafi staðið að. En eins og mál horfi nú við sé æskilegt að ráðherrann geri Alþingi grein fyrir framkvæmd hans á viðkom- andi þingsályktun við þóknanlegt tækifæri. Þrír þingflokkar að baki utanríkisráðherra Geir Hallgrímsson (S) rakti gang þess máls allt frá því er nokkrir þingmenn Reyknesinga fluttu fyrst tillögu til þingsályktunar um flutning eldsneytisgeyma varnar- liðsins, en að baki hafi legið þrennskonar röksemdir: 1) meng- unarvarnir, en vatnsból viðkom- andi byggðarlaga hafi verið talin í hættu, 2) skipulagsmál, er byggð- ust á eðlilegri samtengingu núver- andi byggðasvæða, 3) að búa þess- um þætti í öryggissamstarfi okkar og bandalagsþjóða okkar aðstöðu annarsstaðar. Hann sagði utanríkismálanefnd hafa orðið sammála um, hvern veg bæri að afgreiða þessa tillögu þingmanna Reyknesinga, og Al- þingi samþykkt hana í endanlegu formi samhljóða, þ.á m. þingmenn Alþýðubandalags. í þessari tillögu hafi utanríkisráðherra verið falið að framfylgja efnisatriðum henn- ar og hann fengið til þess frjálsar hendur, innan ramma íslenzkra laga. Síðan rakti Geir Hallgrímsson þróun þessa máls síðustu daga og vikur, sem leitt hefði í ljós stig- magnandi ágreining milli utanrík- isráðherra annarsvegar og félags- mála- og iðnaðarráðherra hins- vegar. Hann las gagnstæðar yfir- lýsingar þessara ráðherra, eins og þær hafa birzt í blöðum liðna daga, og gerði grein fyrir útgáfu reglugerða, er færu á víxl, og fyrirskipun iðnaðarráðherra til Orkustofnunar um að sniðganga undirritaðan verksamning, sem utanríkisráðherra kallaði „vald- níðslu". Hinsvegar hafi félags- málaráðherra kallað gjörðir utan- ríkisráðherra „valdarán". I ljósi þessa fjölmiðlastríðs „valdníðslu" og „valdaráns“, sem háð hafi verið á milli ráðherra sé það skýlaus skylda ráðherra að gera Alþingi grein fyrir stöðu mála og gagnstæðum orðum sín- um í fjölmiðlum. Utanríkisráðherra hafi í morg- un (þ.e. í gærmorgun) gert utan- rikismálanefnd grein fyrir þessu máli. Engum blöðum sé um það að fletta að utanríkisráðherra hafi í einu og öllu verið að framkvæma þingvilja, þ.e. að framfylgja ein- róma þingsályktun, og sagðist hann hafa umboð til að kunngjöra það álit fulltrúa Alþýðu- og Sjálfstæðisflokka í utanríkismála- nefnd, að vinnubrögð utanríkis- ráðherra séu að þeirra mati eðli- leg og innan starfsviðs ráðuneytis hans. Þingflokkur Framsóknar- manna hafi ályktað í sömu veru. Það er því ljóst að þrír þingflokk- ar standa að baki utanríkisráð- herra í þessu umdeilda máli — og að Alþýðubandalagið rær eitt, eins og fyrri daginn í þessum mála- flokki. Ég undirstrika, sagði Geir, að í framkvæmd þessa máls þarf að gæta hagsmuna sveitarfélaga á Suðurnesjum, bæði hvað varðar mengunarmál, skipulagsmál og eðlilega tengingu byggðahverfa, samhliða því sem við búum í hag- inn fyrir öryggishagsmuni okkar og bandalagsþjóða okkar. Geir sagðist ekki hafa neina trú á því að þetta mál leiddi til stjórn- arslita nú. Ljóst væri að vísu að Alþýðubandalagið væri að búa sér til ýmsar útgöngudyr úr stjórn- arsamstarfinu, sem e.t.v. yrðu nýttar síðar, ef flokkspólitískir hagsmunir krefðust og innan- flokksóánægja með frammistöðu ráðherra þess færi enn vaxandi. Viðbrögð ráðherranna í þessu máli væri dæmigerð sýndar- mennsku til að hressa upp á minnkandi álit sitt og draga at- hygli almennings frá öðrum vandamálum, s.s. á sviði efna- hagsmála, atvinnumála, kjara- mála og orkumála. En það er mis- skilningur hjá ráðherrum Alþýðu- bandalagsins, ef þeir halda, að hægt sé að slá svo ryki í augu hins almenna borgara með Helguvík- urmálum, að hann sjái ekki nekt flokksins í þjóðmálum. Matthías Á. Mathiesen (S) fjall- aði í upphafi máls síns um að það væri virðingu Alþingis ekki sam- boðið hvernig ráðherrar hefðu staðið að svonefndu Helguvíkur- máli. Brigzlyrði og svívirðingar hefðu gengið þeirra á milli í fjöl- miðlum, en þegar alþingismenn óskuðu eftir að þeim yrði gerð grein fyrir stöðu þessara mála, þá hefðu ráðherrar ekki tíma til að sitja þingfundi. Hann bað þing- menn að taka þetta til athugunar og forsætisráðherra að gefa þessu gaum og sagði, að ekki væri nóg að hugsa um virðingu Alþingis þegar verið væri að mynda ríkisstjórn. Matthías vék sérstaklega að þögn ráðherra Alþýðubandalagsins og fjarveru formanns þess, Svavars Gestssonar. „Hann er kannski að gera Alþýðubandalaginu grein fyrir þessu máli, sem hann hefur ekki séð ástæðu til að gera Alþingi grein fyrir," sagði Matthías. Ólafur ánægður með sinn skilning Ólafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra, sagðist telja sér skylt að greina Alþingi frá því við þénan- legt tækifæri hvernig að svonefndu Helguvíkurmáli hefði verið staðið af hans hálfu, þar sem framkvæmdir væru byggðar á þingsályktunartilögu frá Alþingi. Ólafur sagði, að forsætisráðherra hefði ekki neitað því, að ágrein- ingur væri um mál þettá innan ríkisstjórnarinnar. Hins vegar hefði hann sagt, að ekki væri ástæða til að kveða upp.úrskurð um valdsvið ráðherra í ríkis- stjórninni vegna málsins. Ólafur sagði, að menn legðu eflaust mis- munandi skilning í orð forsætis- ráðherra. „Ég legg minn skilning í þau og er ánægður með minn skilning," sagði utanríkisráðherra. Halldór Blöndal (S) spurði hvers vegna forsætisráðherra svaraði ekki spurningu þeirri, sem fram hefði verið borin. Spurningin hefði verið einföld; um það hvort ráð- herrar hefðu brotið lög eða ekki. Hann sagði, að sér sýndist lítill sómi að þögn forsætisráðherra eins og mál þetta hefði verið rekið af ráðherrum Alþýðubandalags- ins. Halldór sagðist skilja svar forsætisráðherra á sinn hátt og „það breytir ekki því áliti, sem ég hafði áður á manninum," sagði Halldór Blöndal. Kjartan Jóhannsson (A) sagðist telja það einsdæmi, að forsætis- ráðherra skyldi ekki verja utan- ríkisráðherra sinn og það væri eft- irtektarvert, að forsætisráðherra skyldi ekki verja utanríkisráð- herra, sem væri að framkvæma vilja Alþingis. Kjartan ítrekaði traust þingflokks Alþýðuflokksins á utanríkisráðherra og sagðist skora á forsætisráðherra að lýsa yfir stuðníngi við hann. Albert Guðmundsson (S) tók und- ir stuðning við Ólaf Jóhannesson í Helguvíkurmálinu. Hann sagðist hins vegar ekki vilja taka þátt í að pína Ólaf og Gunnar Thoroddsen til að segja meira heldur en þeir hefðu þegar gert og forsætisráð- herra sagði hann vera í klemmu milli Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks. Hann sagði, að að- eins lítill minnihluti þingheims væri andvigur byggingu olíugeym- anna og framkvæmdir yrðu því ekki stöðvaðar, slíkt væri ólýðræð- islegt. Albert fór þess á leit við Svavar Gestsson að Alþingi yrði upplýst um það, hvort Alþýðu- bandalagið myndi slíta stjórnar- samstarfi vegna þessa máls. Hann sagði, að héldi valdníðslutal áfram í fjölmiðlum hlyti ríkisstjórnin að verða óstarfhæf og slíkt yrði Al- þingi að láta til sín taka. Albert sagði, að þessar deilur væru um keisarans skegg, olíugeymarnir í Helguvík væru framfaraspor, en málið snerist um lífsskoðanir. Annars vegar væru þeir, sem styddu varnarsamstarf vestrænna ríkja og hins vegar þeir, sem væru andvígir þvi. Jóhann Einvarðsson (F) lýsti full- um stuðningi við Ólaf Jóhannes- son og sagði, að hann hefði haft fullt samráð við heimamenn um framkvæmdir. Þetta væri eitt af fáum málum, sem sveitarstjórnir á Suðurnesjum hefðu getað fylgst með og haft áhrif á frá byrjun. Að hafa olíugeymana á svipuðum slóðum og þeir eru nú, sagði Jó- hann, teldi mikill meirihluti heimamanna fráleitt. Alþýðubandalagið alls staðar í erfiðleikum Friðrik Sophusson (S) sagði, að ráðherrar Alþýðubandalagsins hefðu valið þann kostinn í þessu máli að tala digurbarkalega af síð- um Þjóðviljans. A Alþingi væri samsæri þagnarinnar í gildi hjá ráðherrum flokksins. Hann spurði hvort þetta upphlaup væri sýndar- mennska ein eða til þess að höfða til hernámsandstæðinga. Hann sagði, að Alþýðubandalagið ætti alls staðar í erfiðleikum og flokksforystan væri nú að reyna að skapa sér stöðu til að geta farið úr ríkisstjórn ef sveitarstjórnar- Ráðherrar Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson, ræðast við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.