Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.03.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 19 Janúar—nóvember 1981: Ríkissjóður tók tvö erlend lán að upphæð 372,7 milljónir króna segir m.a. í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Matthíasar Á. Mathiesen um erlendar lántökur á tímabilinu kosmngar færu illa í vor og kjara- samningar drægjust á langinn. Gunnar Tboroddsen, forsætis- ráðherra, rifjaði upp tilefni þess- ara umræðna utan dagskrár; fyrirspurn Alþýðuflokksins um hvort hann hefði kveðið upp úr- skurð í ríkisstjórninni um vald- svið ráðherra. Hann sagði að slíks hefði ekki verið þörf, en ef slíkur úrskurður yrði kveðinn upp myndi hann skýra frá því opinberlega. Þar með hefði spurningunni verið svarað. Forsætisráðherra sagði, að utanríkisráðherra hefði gert grein fyrir stöðu Helguvíkurmáls- ins í ríkisstjórn og það hefði verið rætt á fleiri en einum ríkisstjórn- arfundi. Hann sagði það ekki venjulegt, að forsætisráðherra væri krafinn sagna um traust til einstakra ráðherra, en sagði síðan: „Ég taldi það mikinn feng og styrk fyrir rík- isstjórnina er Olafur Jóhannesson tók sæti utanríkisráðherra. Hátt- virtur utanríkisráðherra hefur notið og nýtur trausts forsætis- ráðherra." Svavar Gestsson (Ab) sagðist hafa rætt ýmsa minnispunkta um ríkisstjórnarsamstarfið á stjórn- arfundi á þriðjudagsmorgun. í til- efni af Helguvíkurumræðunum sagði hann yfirleitt vilja í ríkis- stjórn fyrir að leysa ágreinings- mál. Svavar sagðist andvígur þeim hugmyndum, sem utanríkisráð- herra hefði lagt fram til lausnar mengunarvandamálum Suður- nesjabúa og sagðist sjálfur hafa ákveðnar hugmyndir þar að lút- andi, sem hann hefði kynnt. Sighvatur Björgvinsson (A) sagði, að úrskurður forsætisráðherra hefði fallið og hann væri afdrátt- arlaus. Geir Hallgrímsson (S) sagði, að ráðherrarnir hefðu ekki verið langorðir við þessar umræður. Þeir væru málglaðari við fjölmiðla og sýndu þeim meiri tillitssemi heldur en alþingismönnum. Geir sagði, að það væri eins og það kæmi forsætisráðherra á óvart, að þingheimur krefðist svara um brigzlyrði milli háseta hans. Hann sagði, að þingmenn hefðu túlkað svör forsætisráðherra og sagðist vilja gera það á þann veg, að auð- vitað fælist í þeim, að utanríkis- ráðherra hefði fulla heimild til að halda framkvæmdum áfram. Geir sagði, að vilji meirihluta Alþingis væri ljós, ef frá honum yrði vikið væri það skylda Alþingis að grípa í taumana. Hersvæðið minnkað — byggingarsvæði eykst Karl Steinar Guðnaaon (A) sagði, að hætta á mengun yrði enn meiri ef olíugeymarnir yrðu fluttir ofar í hæðina. Auk þess væri það at- hyglisvert er Alþýðubandalagið gripi upp tillögur fyrirtækis, sem flokkurinn hefði áður kennt við hermang, en fyrirtækið hefði með tillögum sínum eingöngu verið að þjóna eigin hagsmunum. Þá sagði Karl Steinar að þetta væri í fyrsta skipti, sem hersvæðið væri minnk- að, samt sem áður væri Alþýðu- bandalagið á móti framkvæmdun- um. Það skipti flokkinn engu máli þó á móti kæmi byggingarsvæði, tífalt stærra en það svæði sem færi undir geymana í Helguvík. Ólafur Ragnar Grímsson (Ab) sagði, að tillaga sú, sem Alþingi hefði samþykkt um olíugeymana, hefði verið bundin mengunarvörn- um byggðarlaga á Suðurnesjum. Nú væri hins vegar komið í ljós, að tillögur utanríkisráðherra væru annars eðlis og meðal annars ætti að byggja sérstaka höfn, sem Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið ættu að borga. Hann sagði, að hreini tónninn í þessum um- ræðum væri lof og traust á utan- ríkisráðherra. Þingmaðurinn óskaði utanríkisráðherra til ham- ingju með það, en spurði hvað væri að baki slíkum dýrðaróði. Ólafur Ragnar sagði það ný tíð- indi fyrir sig, ef Framsóknar- flokkurinn ætlaði að gerast for- gangsflokkur um aukningu hern- aðarumsvifa í landinu. Ef slíkt yrði væri komin upp ný staða í íslenzkum stjórnmálum og það yrði þá Framsóknarflokkurinn, sem ryfi stjórnarsamstarfið, en ekki Alþýðubandalagið. Arni Gunnarsson (A) sagði tvær leiðir vera fyrir hendi til að leysa þetta mál; að Alþýðubandalagið kokgleypti öll stóru orðin eða sliti stjórnarsamstarfinu. Hann sagði það greinilegt, að utanríkisráð- herra ætlaði ekki að láta Alþýðu- bandalagið stjórna sér heldur fylgja fram ályktun Alþingis. Hann benti á að Esso, Olíufélagið hf., fengi 4 milljónir dollara á ári frá Varnarliðinu fyrir aðstöðu í Hvalfirði, þetta vildi Alþýðu- bandalagið styðja, en ekki væri það göfugt. Misjafn skilningur á lýðræðinu Gunnar Thoroddsen, forsætisr áðherra, benti á að lögmál lýðræð- is og samsteypustjórna væri að leita málamiðlana og samkomu- lags í lengstu lög og sagði, að í þessu efni hefði komið fram grundvallarmisskilningur hjá Arna Gunnarssyni. Sagði forsæt- isráðherra að slíkra leiða yrði leit- að í þessu máli. Arni Gunnarsson (A) sagði, að það væri greinilega ætlunin að beygja utanríkisráðherra og sveigja hann frá samþykkt Al- þingis um þetta mál. „Ef það er lýðræði þá lít ég lýðræðið ekki sömu augum og forsætisráð- herra,“ sagði Árni Gunnarsson. Halldór Blöndal (S) sagði, að hugmynd forsætisráðherra væri nú sú, að ekki yrði staðið við þingsályktun Alþingis og alvar- legur brestur væri í ríkisstjórn- inni. Kjartan Jóhannsson (A) sagðist leggja þann skilning í síðustu orð forsætisráðherra að beygja ætti utanríkisráðherra í þessu máli. Kjartan sagði það með öðrum orð- um þýða, að forsætisráðherra segði utanríkisráðherra hafa farið út fyrir valdsvið sitt í málinu. Það væri þó hvorki skilningur meiri- hluta Alþingis né meirihluta þjóð- arinnar. Guðrún Helgadóttir (Ab) lýsti hneykslan sinni yfir þessum um- ræðum og líkti þeim við kennslu- stund í ræðumennsku í smábarna- skóla. í þeim skóla hefði þing- heimur fengið núll i einkunn. Hún sagði samstarf í ríkisstjórn byggj- ast á því að finna lausn á deilu- málum, ef hún fyndist ekki ætti slík stjórn að segja af sér. Hún sagði, að Alþýðubandalagið myndi aldrei sætta sig við, að einhver ráðherra sigldi án samráðs að eig- in marki. „Á (ímabilinu 1. janúar til 30. nóvember 1981 hefur rík- issjóóur tekið tvö erlend lán, 15 milljónir sterlingspunda og 30 milljónir dollara, en síðara lánið er til skamms tíma. Hluta af andvirði fyrr nefnda lánsins var varið til greiðslu lántökukostnaðar og erlends skammtímaláns frá árinu 1980, en innkomið and- virði þessara lána er 372,7 milljónir króna á gengi 30. nóvember sl.,“ sagði m.a. í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Matthíasar Á. Mathiesen á Alþingi um lán- tökur ríkissjóðs og ríkis- stofnana á þessu tímabili. — Þá segir, að framkvæmda- sjóður hafi á árinu 1981 tekið lán að upphæð tæplega 212,5 milljónir króna reiknað á gengi lántöku- dags. Áburðarverksmiðja ríkisins tók lán vegna byggingar saltpét- urssýruverksmiðju. Hinn 30. nóv- ember sl. hafði verksmiðjan tekið 550 þúsund dollara af 2,2 milljón- um dollara, sem lánsfjárloforðið hljóðaði upp á. Ennfremur hafði verksmiðjan tekið liðlega 3,3 milljónir franskra franka af öðru lánsfjárloforði, sem var upp á lið- lega 17,2 milljónir franskra franka. Á þessu tímabili tók Sements- verksmiðjan eitt erlent lán að upphæð 1.272.500 dollarar til 7 ára. Þá má nefna, að Útgerðarfé- lag Norður-Þingeyinga tók lán að upphæð liðlega 1,9 milljónir doll- ara, sem jafngilti á lántökudegi 27,2 milljónum íslenzkra króna. Búlandstindur hf. tók liðlega 2,8 milljóna dollara lán, sem jafngilti um 23 milljónum íslenzkra króna á lántökudegi. Varðandi innlendar lántökur kom fram, að seld hafa verið spariskírteini að andvirði 37,7 milljónir króna. Seld hafa verið happdrættisbréf fyrir 5 milljónir króna. Bankar og sparisjóðir höfðu 30. nóvember sl. keypt skuldabréf af ríkissjóði fyrir 53,9 milljónir króna og lífeyrissjóðir höfðu 30. nóvember sl. keypt skuldabréf af ríkissjóði fyrir 52,2 milljónir króna. Húsnæðismálastofnun fékk lánsheimild hjá Seðlabankanum ENDANLEGUR framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Siglufirði til sveitarstjórnarkosninganna í vor var ákveðinn á fjölmennum fundi full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna hér I Siglufirði í dag. Er hann skipaður eftirtöldum mönnum: 1. Björn Jónasson, sparisjóðs- stjóri, 2. Birgir Steinþórsson, kaupmaður, 3. Axel Axelsson, rit- ari, 4. Guðmundur Skarphéðins- son, verkstjóri, 5. Konráð Bald- vinsson, húsbyggingameistari, 6. Listi sjálfstæðismanna á Hellis- sandi hefur nú verið kunngerður. 10 efstu sæti listans skipa eftirtaldir: 1. Hákon Erlendsson, kennari, 2. Ólafur Rögnvaldsson skrif- stofumaður, 3. Örn Hjörleifsson, skipstjóri, 4. Haukur Mattíasson, skóla- stjóri, 5. Kristján Guðmundsson, hreppstjóri, 6. Ingibjörg Óskarsdóttir, hús- fyrir 40 milljónum króna. Um sl. áramót hafði stofnunin notað 20 milljónir króna af þessari -lán- tökuheimild. Hinn 30. nóvember sl. höfðu lífeyrissjóðirnir keypt skuldabréf af fjárfestingarlána- sjóðum ríkisins fyrir 323 milljónir króna og loks má geta þess, að Áhaldahús Vegagerðarinnar tók lán hjá Framkvæmdasjóði að fjár- hæð 5,7 milljónir kréna og er það lán gengistryggt. Óli J. Blöndal, bókavörður, 7. Kristín Halldórsdóttír, frú, 8. Gunnar Ásgeirsson, vélstjóri, 9. Valbjörn Steingrímsson, verka- maður, 10. Karl Pálsson, kaup- maður, 11. Haukur Jónsson, skip- stjóri, 12. Sigurður Ó. Hauksson, forstjóri, 13. Soffía Andersen, frú, 14. Runólfur Birgisson, fulltrúi, 15. Matthías Jóhannsson, kaup- maður, 16. Margrét Árnadóttir, frú, 17 Hreinn Júlíusson, verk- stjóri, og 18. Knútur Jónsson, skrifstofustjóri. FréttariUri. móðir, 7. Baldur Kristinsson, skipstjóri, 8. Steinunn Kristjánsdóttir, hús- móðir, 9. Guðrún Haraldsdóttir, hús- móðir, 10. Sigurður Kristjónsson, skip- stjóri. Til sýslunefndar verða í kjöri Óttar Sveinþjörnsson, rafvirkja- meistari, og Ólafur Rögnvaldsson, skrifstofumaður. Sveskjusulta Blonduð ávaxtasulta Appelsínumarmelaði Biaberjasulta og Jarðarbeijasulta Sanitas sultan er nú fáanleg í m.a. 650 gr. og 800 gr. glerkrukkum í 5 tegundum. Sanitas Siglufjörður: Framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins ákveðinn Siglufirði, 16. marz. Listi Sjálfstæðismanna á Hellissandi (Neshreppi)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.