Morgunblaðið - 31.03.1982, Page 1
56 SIÐUR
71. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
PóUand:
Þriggja
ára verð-
stöðvun?
Varsjá, 30. marz. AP.
í KJÖLFAR mestu verðhækkana
sem orðið hafa i Póllandi hefur her-
stjórnin i landinu nú gefið í skyn að
á næstunni verði sett á þriggja ára
verðstöðvun. Háttsettur embættis-
maður lýsti því yfir í dag, að slík
verðstöðvun væri nauðsynleg um leið
og hann spáði því að þaö kynni að
taka Pólverja sex ár að reisa við
efnahagslífið í landinu, en ólíklegt
væri að framleiðsla væri komin í
samt horf og hún var áður en Sam-
staöa fór að láta til sin taka, fyrr en
eftir þrjú til fjögur ár.
Fregnir bárust af því í dag að
Lech Walesa hefði fengið að taka á
móti eiginkonu sinni og yngstu
dóttur, Maríu Viktoríu, um helgina
þar sem hann er í stofufangelsi í
úthverfi Varsjár. Hefðu mæðgurn-
ar dvalist hjá honum á laugardag
og sunnudag en komið aftur til
Gdansk á mánudag. Fregn þessi
hefur ekki fengizt staðfest, en sé
hún sönn er þetta í fyrsta skipti
sem Walesa fær að sjá telpuna,
sem fæddist sex vikum eftir að
herlög voru sett í Póllandi og
verkalýðsleiðtoginn var sviptur
frelsi.
Myndin er tekin um leið og nefhjól geimferjunnar kom niður kl. 16.06 að íslenzkum tíma, en um leið skauzt þota frá NASA fram úr. AP-símmmynd.
Lendingin tókst frábærlega
Nýju Mexíkó, 30. marz. AP.
GEIMFÖRUNUM Jack Lousma og
Gordon Fullerton var fagnað sem
hetjum eftir lendingu Kólumbíu á
Hvítu söndum í Nýju Mexíkó í dag.
Þóttu aðflug og lending takast frá-
bærlega vel, en endanleg ákvörðun
um lendingarstað var ekki tekin fyrr
en hálfum öðrum tíma áður en lent
var, og allt þar til ákvörðun var tek-
in var tvísýnt hvort lending í dag
væri möguleg vegna veðurs. Tíu
minútum eftir lendinguna skall á
hvassviðri á lendingarstað og leið
ekki á löngu þar til skyggni var tekið
að versna til muna, enda þótt ekki
jafnaðist veðrið á við sandstorminn
sem kom i veg fyrir lendingu Kól-
umbíu í gær, eins og upphaflega var
ráðgert.
Á lendingarstað voru um 10
þúsund manns samankomin til að
fagna geimförunum, en í gær
höfðu um 25 þúsund safnazt þar
saman. 39 mínútum eftir lendingu
stigu geimfararnir út úr ferjunni
og virtust þeir í fyrstu nokkuð
stirðir. Við læknisskoðun kom í
ljós að þeir eru við beztu heilsu
eftir þessa átta daga för sína út í
geiminn. Skömmu eftir lending-
una ræddu þeir við Reagan forseta
í síma. Óskaði forsetinn þeim til
hamingju með afrekið og hældi
þeim á hvert reipi fyrir frammi-
stöðuna sem hann kvað til mikils
sóma fyrir Bandaríkin. Geimfar-
arnir léku á als oddi og sögðust
hafa orðið varir við hross forset-
ans er þeir flugu yfir búgarð hans
í Kaliforníu.
Vísindamenn telja að þessi
þriðja ferð Kólumbíu hafi verið
mjög árangursrík og segja þeir
farkostinn tvímælalaust hafa
sannað ágæti sitt þar sem allt hafi
gengið að óskum þrátt fyrir ýmsa
tæknilega erfiðleika.
Veröur hún léttari á afmælinu?
læeds, 30. marz. AP.
DÍANA prinsessa, sem stödd er í Leeds ásamt sínum ektamaka, heiðr-
aði í gær elliheimili með nærveru sinni og tók þá m.a. tali Edwin
nokkurn Wilson. Talið barst að barneignum og afmælisdögum og lét
Wilson þess getið að prinsessan og barnið yrðu á grænni grein ef
fæðingin yrði 10. júní, en þann dag ættu þeir afmæli, Filippus drottn-
ingarmaður og hann sjálfur. „Þannig verður þaö nú ekki,“ sagði prins-
essan og hló. „Það er von á því 1. júlí, á mínu cigin afmæli.“
Eins og nærri má geta ollu fjölmiðlamanna sé réttur, að
þessi ummæli miklu annríki hjá
fjölmiðlum og í Buckingham-
höll. Konunglegur fæðingalækn-
ir vill ekkert láta hafa eftir sér
og þeir hallarbúar segjast ekki
hafa neinu að bæta við orð
prinsessunnar, en vilja sízt af
öllu staðfesta að sá skilningur
barninu verði hjálpað í heiminn
á afmælisdegi móður sinnar.
Stjörnuspámenn fóru á kreik
þegar í dag og spá þeir barninu
löngu og ljúfu lífi, fæðist það
þennan dag. Myndin hér að ofan
er tekin í Leeds.
Andstæðingar Duartes í E1 Salvador:
Stefiia að myndun
samsteypustjórnar
San Salvador, 30. marz. AP.
ÞÓTT treglega gangi að telja atkvæði í
kosningunum til stjórnlagaþings í El
Salvador, sem fram fóru um helgina, er
mikið lagt upp úr því að kjörsókn hafi
verið mikil, enda þótt skæruliðar hafi
gengið hart fram í því að meina kjós-
endum aðgang að kjörstöðum. Þær töl-
ur sem fyrir liggja hafa ekki raskað
þeim hlutróllum sem fram komu i
fyrstu, en samkvæmt þeim hefur flokk-
ur Duartes forseta hlotið 40% greiddra
atkvæða en fimm flokkar sem orðaðir
eru við hægri stefnu 60%. Flokkarnir
fimm lýstu því yfir í dag að þeir
stefndu að myndun stjórnar en í sam-
eiginlegri stefnuskrá sem þeir birtu í
dag er áherzla á það lögð að þeir muni
hver um sig ekki haggast í hugmynda-
fræðilegri afstöðu sinni. í stefnu-
skránni er þjóðin lofuð fyrir að hafna
kommúnisma og ofbeldi.
Flokkarnir fimm eru sagðir hafa
boðið Duarte aðild að fyrirhugaðri
stjórn, en hann mun hafa hafnað til-
boði um slíka samstjórn. Af opin-
berri hálfu hefur óvíða verið fjallað
um kosningarnar, en helztu blöð á
Vesturlöndum eru á einu máli um
það að hin mikla kjörsókn sé áfall
fyrir skæruliðana í landinu, en kosn-
ingaúrslitin muni sízt af öllu hafa í
för með sér lok borgarastyrjaldar-
innar. Le Monde, hið virta franska
blað, sem aðhyllist vinstri stefnu,
segir að kjörsóknin ein feli í sér ósig-
ur uppreisnarmanna, um leið og hún
sé vatn á myllu valdhafa í E1 Salv-
ador og Bandaríkjastjórnar. Komm-
únistamálgagnið franska, Le Matin,
segir að kosningagrímuball herfor-
ingjaklíkunnar hafi verið ömurlegur
skrípaleikur, en gagnvart Banda-
ríkjastjórn sé nú búið að innsigla
einræðið, eins og komizt er að orði.
Aftenposten í Osló spáir áframhald-
andi borgarastyrjöld í kjölfar kosn-
inganna og Die Welt og Frankfurter
Allgemeine í V-Þýzkalandi eru sam-
mála um að kosningarnar hafi verið
ósigur skæruliða. The New York
Times varar við því að of mikið mark
sé tekið á niðurstöðum þeim sem
virðist í sjónmáli en bendir á að
kjörsóknin bendi til þess að lýðræð-
islegir stjórnarhættir í E1 Salvador
séu ekki eins fráleitir og margir hafi
talið. Kosningafréttirnar virðast
fara mjög í taugarnar á Sovétstjórn-
inni, ef marka má árás TASS í dag,
þar sem sagt var að Salvador-búum
hafi verið smalað á kjörstað með
morðhótunum og úrslitin séu „sigur
ógnarinnar".
Mexíkó:
Þrjú þorp undir hraun
Villahermosa, Melikó. 30. mars. AP.
ÞRJÚ þorp hafa grafizt undir ösku og
hrauni frá því að eldfjallið El Chichon-
al í SA-Mexíkó tók að gjósa á mánu-
daginn, auk þess sem slysfarir hafa
orðið miklar i þessum hamförum.
Björgunarmenn vita ekki til þess að
fólk hafi grafizt undir rústum þorp-
anna, en frá þvi í dögun á mánudag
hafa um fimmtíu þúsund manns verið
flutt á brott frá heimilum sinum í nám-
unda við eldfjallið.
I nágrenni eldstöðvanna eru
helztu olíulindir í landinu, en ekkert
tjón hefur orðið á mannvirkjum þar.
Tugir manna eru í sjúkrahúsi
vegna áverka sem þeir hafa orðið
fyrir þegar gosefni hafa þeytzt upp
úr gígnum. A.m.k. þrír eru í lífs-
hættu. Björgunarsveitir eiga í mikl-
um erfiðleikum með að sinna störf-
um sínum, þar sem næsta nágrenni
fjallsins er hulið gosefnum og brenn-
andi ösku. Þó eru horfur á því að
unnt sé að komast að fjallinu á
næstu dögum og er óttazt að þá muni
tala slasaðra hækka mjög.