Morgunblaðið - 31.03.1982, Side 12

Morgunblaðið - 31.03.1982, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Eftir Björn Friófinnsson Talið er, að á árabilinu 1980—2000 þurfi að fjölga störfum hér á landi um a.m.k. 30.000, ef hér á að haldast sama atvinnustig og nú er. Ljóst er að mikið fjármagn þarf til uppbyggingar þeirra at- vinn'ufyrirtækja, sem störfin eiga að veita og ekki síður til þess að skapa þeim starfsumhverfi með kostnaðarsömum aðgerðum á sviði skatta- og tollamála, menntunar- og félagsmála, samgöngu- og menntamála. Ríkissjóður mun eiga fullt í fangi með að fjármagna aðgerðir til þess að bæta starfsumhverfi fyrirtækjanna og það þótt skatt- heimta aukist frá því sem nú er. Vandséð er því, hvernig skatt- sem fyrir einkennilega tilviljun hefjast öll á bókstafnum „S“. Sameiginlega eru þau því kölluð „stóru essin“. 1. S. Steinullarverksmiöja Sett hafa verið lög, sem heimila ríkissjóði að leggja fé til steinull- arverksmiðju. Athugun ku leiða í ljós, að hagstæöast muni vera að byggja slíka verksmiðju í Reykja- vík, næst hagkvæmast muni vera að byggja hana í Þorlákshöfn, en óhagkvæmast að byggja hana á Sauðárkróki af þeim stöðum, sem teknir voru til samanburðar. Með rökfræði, sem kennd er við ákveðna tegund ferfætlinga, er því síðan slegið föstu, að „þar af leið- andi“ skuli velja verksmiðjunni stað á Sauðárkróki. Steinull er einangrunarefni, sem átt hefur í vök að verjast á er með því að bræða saman er- lendan kvarzríkan sand og sóda. Erlendis vinnur þó glerullar- framleiðsla stöðugt á, m.a. sökum þess að auðveldara er að halda jöfnum gæðum á framleiðslunni. 2. S. Sykurverksmiðja Til þess að friða Sunnlendinga eftir að þeir misstu af ríkisstyrk til byggingar steinullarfabrikku, á nú að heita þeim þátttöku ríkis- sjóðs í byggingu sykurverksmiðju að því er fréttir herma. Það sem meira er: hún er sögð munu vera tvöfalt dýrari en stein- ullanverksmiðjan — og gírugir kjördæmisforsprakkarnir brosa út að eyrum. Sykurverksmiðjuáætlunin er í hæsta máta tortryggileg. Hún byggist á lítt reyndri framleiðslu- aðferð, sem upphafsmennirnir Björn Friðfinnsson áhugamanna og er ákaft sótzt eft- ir þátttöku ríkissjóðs í því. Stál- iðjuverið á að byggja á vinnslu brotajárns, sem til fellur hér á landi. Allar stálverksmiðjur Evrópu eiga nú í miklum erfiðleikum og stál er víðast selt undir kostnaðar- verði. Engin merki eru um bata á stálmarkaðnum í bráð, þar eð orkukreppan hefur valdið því, að önnur efni vinna á og ný stáliðju- ver eru nú byggð við jarðgaslindir olíuríkjanna. Þótt hér falli talsvert til af brotajárni, þá er það ósamstætt að samsetningu og erfitt er að finna nægilegt magn af einni teg- und brotajárns til þess að hægt sé að halda hámarks gæðum á fram- leiðslu t.d. steypustyrktarstáls án þess að fiytja þurfi inn verulegt hráefni til viðbótar. Varnaðarorð um hin fjögur Ess greiðendur eiga einnig að leggja út fjármagn til stofnunar fyrirtækj- anna með gjöldum sínum til hins opinbera. I>vinguð þátttaka almennings Þessar línur eru settar á blað í tilefni af þeim umræðum, sem nú eiga sér stað um ný fjármagnsfrek framleiðslufyrirtæki. Það er alltaf erfitt að fá fólk til þess að hætta fé sínu í atvinnurekstur og því hafa frumkvöðlar hugmynda um hin nýju fyrirtæki brugðið á það ráð, að fá þingmenn og ríkisstjórn til þess að þvinga skattgreiðendur til þess að leggja fram fjármagnið að drjúgum hluta. Auðfundin eru rök, sem bita á Alþingi. Nægilegt er að höfða til byggðastefnu og kjördæmisástar viðkomandi þing- manns. Fjárhagsleg rök þarf ekki fyrir pólitískri fjárfestingu. Til þess að kjósendur finni ekki strax fyrir útgjöldunum, skal fjár- magna framlög ríkissjóðs í upp- hafi með lánsfé. Síðar er hægt að fela afborganir og vexti lánanna í ósundurliðuðum skuldagreiðslum ríkissjóðs á fjárlögum. Ásóknin í þátttöku ríkissjóðs, bendir til þess, að talsmenn fyrir- tækjanna séu ekki eins bjartsýnir á afkomu þeirra og um getur í skýrslum, enda sýnir reynslan, að frumáætlunum er lítt að treysta. Kostnaður fer að jafnaði langt fram úr áætlun og hin hagstæða rekstrarútkoma á pappírnum er fengin með því að viðhafa óraun- hæfa bjartsýni í framleiðslu- og sölumálum. Stóru essin Ég ætla hér að gera að umtals- efni fjögur fjárfestingaráform. markaðnum fyrir öðrum efnum, einkum glerull og ýmsum frauð- efnum. I markaðsáætlunum er gert ráð fyrir því að snúa þessari þróun við hér á landi. Gerir sú verksmiðjuáætlunin, sem smærri er í sniðum, ráð fyrir því að byggja verksmiðju, er fullnægt getur núverandi steinullarmark- aði hér á landi með 7—8 vikna framleiðslu á ári. Við þetta munu nokkur störf myndast við framleiðslu steinull- arinnar, en nokkur störf við fram- leiðslu einangrunarplasts hverfa jafnframt því sem innflutningur einangrunarefna mun minnka. Innlend steinullarframleiðsla myndi búa við verulega fjarlægð- arvernd, þar sem steinull er rúmfrek og því dýr í flutningi frá útlöndum. Talsverðar tekjur myndu því færast frá íslenzku skipafélögunum til hinnar nýju verksmiðju og viðskiptavina henn- ar, ef allar áætlanir ganga eftir. Málið er þó ekki einfalt. Erlendar steinullarverksmiðjur fullnýta ekki framleiðslugetu sína og munu því fúsar til þess að selja framleiðslu sína hingað á verði, sem rétt nægir fyrir breytilegum kostnaði, ef þess er þörf vegna samkeppni á markaðnum. Þá eru ný frauðefni að koma á markað- inn, sem síður brenna en það ein- angrunarplast, sem mest hefur verið framleitt af hingað til. Að steinullarframleiðsla verður fyrir valinu en ekki t.d. glerull, virðist ráðast af þjóðernissjónarmiðum. Menn vilja trúa því, að íslenzkur sandur hljóti að vera betra hrá- efni til einangrunarframleiðslu en innflutt ódýrt gler, sem framleitt hafa ekki sjálfir viljað nota af ein- hverjum ástæðum. Hún byggist einnig á því að kaupa sykurrófu- melassa, sem venjulega er notaður til skepnufóðurs, vinna úr honum sykur, en selja síðan orkusnauðan úrganginn til fóðurs á lítið lægra verði en innkaupsverð melassans var. Þá er látið að því liggja, að þeir, sem hyggjast selja fram- leiðsluleyfi og vélar til verksmiðj- unnar, kunni að vilja leggja fram eitthvert hlutafé. Áætlunin er sett fra, þegar sykurmarkaður er í mikilli og varanlegri lægð. Allir sykurframleiðendur veraldar eiga í markaðsörðugleikum meðan við getum keypt sykur lágu verði. Manneldisfræðingar reyna nú að fá almenning í þróuðum ríkjum til þess að minnka sykurneyzlu sína og nýjar framleiðsluaðferðir gera það kleift að vinna sætuefni úr korni og fleiri hráefnum, sem bæði er ódýrara og sætara en sá fjölsykrungur, sem við þekkjum undir nafninu „hvítur sykur“. 3. S. Saltverksmiðja Hafin er bygging saltverk- smiðju á Reykjanesi og hafa verið sett lög, sem heimila verulega þátttöku ríkissjóðs í byggingu hennar og rekstri. Ekki skal dreg- ið í efa að hægt sé að framleiða salt hér á landi, en vafamál er, hvort fjárhagslega sé hagkvæmt að framleiða það með mikilli fjár- festingu í verksmiðju og jarðgufu- holum meðan hægt er að gera það suður við Miðjarðarhaf með lítilli fjárfestingu og sólarorku og ís- lenzk flutningaskip eiga þar leið um hálftóm, hvort eð er. Skipin þurfa að flytja þangað „Ásóknin í þátttöku rík- issjóðs bendir til þess, að talsmenn fyrirtækj- anna séu ekki eins bjartsýnir á afkomu þeirra og um getur í skýrslum, enda sýnir reynslan að frumáætl- unum er lítt að treysta.“ saltfisk og fái þau ekki saltfarm til baka, hækkar bara farmgjaldið fyrir saltfiskinn. Þá er ekki víst, að saltfiskunnendur þar um slóðir sætti sig við annað bragð af fisk- inum sínum en það bragð, sem „mengað" Miðjarðarhafssalt gef- ur. Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er nú hafin herferð gegn ofnotkun salts í matvælum. Sann- að þykir, að natríum, sem er ann- að frumefnið í venjulegu salti, valdi háum blóðþrýstingi. Enginn veit, hvaða áhrif sú herferð kann að hafa á saltfiskmarkað og þar með saltþörf Islendinga á kom- andi árum. Nýjar blaðafregnir herma, að kostnaður við byggingu saltverk- smiðjunnar sé þegar kominn úr skorðum. Það kemur ekki á óvart. Aðferðin við að selja hugmyndir er að skila nógu lágri kostnaðar- áætlun með þeim. Við munum enn eftir Kröfluvirkjun. 4. S. Stálfélagið hf. Islenzkt stáliðjuver hefur lengi verið baráttumál harðsnúinna Hvað ræður fjárfestingar- ákvörðunum á íslandi? Með fjárfestingarákvörðunum hvers tíma er lagður grunnurinn að lífskjörum okkar næstu 1—2 áratugi. Takist fjárfestingin vel, skilar hún sér fljótt í fjármunum eða öðrum gæðum. Mistakist fjár- festingin, verður hún baggi á þjóð- arheimilinu og dregur úr getu þess til áframhaldandi framfara. Við höfum fjárfest of mikið í flota veiðiskipa að undanförnu. Um það mun nú tæpast deilt, enda eru vandamál veiðiflotans þegar farin að koma niður á lífskjörum þjóðarinnar. Kynt var undir þess- ari fjárfestingu með lánastefnu stjórnvalda. Eins og að framan greinir, hef ég verulegar efasemdir um ágæti þeirra fjárfestingaráforma, sem kennd eru við „essin fjögur". Auk þess að vera öll vafasöm frá fjár- hagslegu sjónarmiði, þá fylgja þeim öllum erfið umhverfisvanda- mál og mikil fjárfesting er sam- fara hverju nýju starfi sem þau skapa. Og ég spyr: Getur ríkissjóður virkilega fjármagnað kostnaðinn við hvert nýtt starfstækifæri á þennan hátt? Verðum við ekki að leita hag- kvæmari leiða í atvinnuuppbygg- ingu, leiða, sem ekki byggja á þvingaðri þátttöku skattgreiðenda í áhættusömum ráðagerðum? Er ekki augljóst, að áformuð þátttaka ríkisins hefur öðrum þræði það markmið að afla stjóm- málamönnum atkvæða á kosn- ingaári? 29. mars 1982. ffHuggagrinrtnr úr furu, með færanlegum rimlum. HURÐIR HF Skeifcm 13-IOS Reykjavík-Sítni 816 55 Ný umferðarljós í Reykjavík Á gatnamótum BúsUðavegar og RétUrholtsvegar í Reykjavík hafa verið tekin í notkun umferðarljós. Eru þau sett upp m.a. vegna síaukins umferðarþunga á BúsUðavegi og vegna mikillar umferðar skólabarna yfir Bústaðaveg og ætti því öryggi að vera meira. Er því vakin athygli á því að þessi Ijós hafa nú verið tekin í notkun. Krtatju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.