Morgunblaðið - 31.03.1982, Síða 14

Morgunblaðið - 31.03.1982, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982 Biskupar deila á ungverskan prest Vín, 29. marz. AP. MNG biskupa í Ungverjalandi hefur harðlega fordæmt „villukenningar" prests, sem er sagður leiðtogi herskárra hópa kaþólskra manna, að sögn austurrísku fréttaþjónustunnar Kathpress. Þessi gagnrýni varð kunn vegna ferðar Luigi Poggi, erkibiskups, sendimanns páfa, til Ungverjalands. Hann ræðir við stjórnvöld um erfið- leika í kirkjunni og reynir að semja við þau um skipun nýrra manna í æðstu stjórn kirkjunnar. Séra Gyoergy Bulanyi er sagður andlegur leiðtogi róttækra kaþói- ikka, sem sumir hverjir hafa hvatt til þess að menn verði undaþegnir herskyldu, ef þeir telji sig ekki geta gegnt henni af samvizkuástæðum, og beitt sér fyrir auknu sjálfstæði sóknarpresta. Heimildir í kirkjunni segja að samtökin saki yfirmenn kirkjunnar um að lifa ekki í anda guðspjallanna og vinna of náið með ríkisstjórninni. Stjórnin verður að samþykkja skipun manna í biskupsembætti og tilnefningar í stöður sóknarpresta og kirkjunnar menn hafa svarið rík- isstjórninni trúnaðareiða. Biskupastefnan samþykkti á vor- fundi sínum fyrr í mánuðinum að vara við „alvarlegri undirróðurs- hreyfingu, sem sæti gagnrýni trú- aðra og réttsýnna manna og breiði út rangar kenningar". Með tali um undirróður virðast biskuparnir eiga við að kenningar Bulanyi séu skað- legar kirkjunni fremur en ríkis- stjórninni. Um 60% Ungverja, sem eru 10,7 milljónir, eru rómversk-kaþólskir, a.m.k. í orði kveðnu. Samkomulag virðist vera á næsta ieiti í viðræðum Poggi og embætt- ismanna um skipun biskupa og vara- biskupa í fimm biskupsdæmum. Hugiaðu vel um lcnnumai þær eru beitarfrá BOFORS framleiðir eingöngu gæðastál, sem notað er í gröfu- tennur og marga aðra fylgihluti fyrir vinnuvélar. BOFORS hannar alla fylgihluti þannig að hámarksnýting fæst úr allri vélavinnu. BOFORS lækkar ekki aðeins viðgerða- og viðhaldskostnað; hönnunin tryggir betri nýtingu vélarinnar og þar með ódýrari rekstrarkostnað líka. Það munar um minna. BOFORS er betra en annað stál , — það er sannað mál! BOFORS á Islandi. *Ð- Tækjasalan hf .....tæki í takt vió tímann. Pósthólf21 200 Kópavogur S91- 78210 Leikkonan Jane Fonda flytur þakk- arávarp eftir að hafa tekið við Óskarsverðlaununum fyrir hönd föð- ur síns, Henry Fonda, en þau fékk hann fyrir bestan leik í aðalhlut- verki í kvikmyndinni „On Golden Pond“. Henry Fonda gat ekki tekið við þeim sjálfur þar sem hann er rúmfastur og hefur verið i nokkra mánuði. APsimamynd „Eldvagn- arnir“ kjörin besta kvikmyndin 1981 Hollywood, 30. nutre. AP. „ELDVAGNARNIR“, bresk mynd, sem fjallar um Óiympíu- leikana 1924, kom öllum á óvart með því að vinna Óskarsverð- launin sem besta kvikmynd síð- asta árs. Að auki var hún svo verðlaunuð fyrir tónlistina, bún- inga og upphaflegt handrit. í myndinni segir frá tveimur spretthlaupurum, sem keppa á Olympíuleikunum í Amsterdam 1924. Eric Liddell (Ian Charle- son) leikur trúaðan Skota, sem ætlar að helga Drottni almátt- ugum sigur sinn á hlaupabraut- inni, en Harold Abrahams (Ben Cross) er gáfaður Gyðingur, sem einnig ætlar sér að sigra og sýna um leið fram á þröngsýn- ina og fordómana, sem honum finnast allsráðandi í bresku þjóðlífi. Á hlaupabrautinni tak- ast þeir svo á í fleiri en einum skilningi. Leikstjóri myndar- innar er Hugh Hudson en handritshöfundur Colin Wel- land. Carl Orff látinn Miinchen, 30. mars. AP. GARL Orff, tónskáldið þýska, sem samdi „Carmina Iturana", er látinn i Miinchen 86 ára að aldri, að því er talsmaður Ríkisóperunnar í Bæjara- landi tilkynnti í dag. Carl Orff var hvað þekktastur fyrir kantötuna „Carmina Bur- ana“ fyrir einleikara, kór og hljómsveit, en verkið samdi Orff árið 1936 og er það byggt á latn- eskum drykkjuvísum frá 13. öld. Einnig gat hann sér gott orð fyrir tilraunir með tólf tóna tónlist og naut í því efni brautryðjendanna, Schönbergs, Weberns og Bergs. Orff var prófessor við Tónlistar- háskólann í Bæjaralandi og for- seti Bach-félagsins og hefur skrif- að kennslubók í tónlist, sem haldið hefur nafni hans hátt á loft. Carl Orff var fæddur 10. júlí 1895 og hóf tónlistarferil sinn í Múnchen, höfuðborg Bæjaralands, þar sem hann stundaði hljómsveitarstjórn. ísknattleiksmenn flýja í Austurríki Klagenfurt, Austurríki, 30. mars. AP. ÞRÍR pólskir landsliösmenn i is- knattleik, sem hurfu úr hópi félaga sinna í síðustu viku, hafa nú beðið um hæli í Austurríki sem pólitískir flóUamenn, að því er haft var eftir talsmanni lögreglunnar í dag. Pólverjarnir tóku þátt í B-riðli heimsmeistarakeppninnar í ís- knattleik, sem lauk sl. laugardag, en nokkrum stundum eftir lokin létu tveir leikmannanna sig hverfa í leigubíl, sem þeir stukku upp í, og sá þriðji komst úr greip- um gæslumanna sinna með því að stökkva út úr hraðlestinni til Vín- ar. Að sögn lögreglunnar dvelja mennirnir nú á heimilum vina sinna. Höfundur Nancy- bókanna látinn New Jersey, 29. mars. AP. HOFUNDUR Nancy-bókanna, sem svo mörg íslensk ungmenni kannast við frá bernskuárum sínum, Harriet Ntratemeyer Adams, lést af hjartaslagi aðfaranótt sunnudags að heimili sínu; 89 ára gömul. Það var faðir hennar, Edwart Stratemeyer, sem lagði grunninn að Nancy-bókunum. Hann skrifaði fjöldann allan af bókum áður en hann lést 1930, auk þess sem hann lagði til hugmyndir í fjölda ann- arra, sem hinir og þessir fullgerðu síðan. Er hann lést var hann með þrjár Nancy-bækur tilbúnar. Dóttir hans, Harriet, tók við verkinu. Endurskrifaði bækurnar undir dulnefninu Carolyn Keene. Undir því nafni skrifaði hún meira en 200 bækur fyrir útgáfu- fyrirtækið, sem faðir hennar stofnsetti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.