Morgunblaðið - 31.03.1982, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MARZ 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 110 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið.
Hlutverk
stjór nmálamanna
Ráðherrar í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens sýnast einbeita sér að
öllu öðru en því, sem er raunverulegt hlutverk stjórnmálamanna.
Ráðherrarnir sinna ekki öðru en fyrirgreiðslu og ákvörðunum frá degi
til dags, annað hvort vegna innbyrðis ágreinings í ríkisstjórninni, innan
stjórnarflokkaóna eða milli þeirra þingmanna, sem ríkisstjórnina
styðja. Ráðherrarnir eru orðnir kolfastir í eigin feni og allur þeirra
kraftur fer í að sinna vandamálum, sem eiga rætur að rekja til stjórnar-
samstarfsins sjálfs. Ráðherrarnir láta með öilu undir höfuð leggjast að
skýra höfuðdrættina í þjóðarbúskapnum, þróun efnahagsmála, framtíð-
arverkefni og markmið.
Ræða Steingríms Hermannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á
miðstjórnarfundi flokksins í síðustu viku er dæmigerð fyrir þá skamm-
sýni, sem einkennir stefnu og störf ríkisstjórnarinnar. Ekkert í ræðunni
kemur i sjálfu sér á óvart. Hitt vekur meiri athygli, sem ráðherrann
nefnir ekki. Þar er nefnilega engin tilraun gerð til að lýsa afleiðingum
þess, að þjóðarframleiðslan dregst saman í ár. Hvaða áhrif hefur það, að
loðnuveiði er bönnuð? Hver eru áhrif þess, að járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga er rekin með jafn miklum halla og raun ber vitni? Spurn-
ingum eins og þessum lætur formaður Framsóknarflokksins ósvarað, en
ver þeim mun meiri tíma í að fjalla um „niðurtalninguna" — gerviheim-
inn, sem ríkisstjórnin lifir í og verður að halda áfram að lifa í að mati
framsóknarmanna, því að annars eiga þeir að eigin sögn ekkert erindi í
þessari ríkisstjórn.
Það er síst af öllu hlutverk stjórnmálamanna að draga upp falsmynd
af eigin þjóðfélagi og láta eins og þar sé öllu borgið, þegar kraumar
undir niðri, óvissa grefur um sig meðal borgaranna, misrétti magnast og
vegið er að sjálfum undirstöðum atvinnustarfseminnar. Þeirri skoðun
eykst sífellt fylgi, að ríkisstjórnin hafi gengið sér til húðar. Ræða
formanns Framsóknarflokksins og ályktanir miðstjórnar hans staðfesta
réttmæti þessarar skoðunar. Miðstjórnarfundur framsóknarmanna
staðfestir einnig, að þar á bæ telja menn hlutverk stjórnmálamanna
felast í því að sitja við katla kerfisins og halda í völdin eins iengi og
kostur er. Auðvitað þarf til þess hugrekki að viðurkenna, að manni hafi
mistekist. Þetta hugrekki skortir Framsóknarflokkinn og forystusveit
hans, þar með bregst flokkurinn hlutverki sínu.
Greinilegt er, að áætlanir ráðherranna um líf ríkisstjórnarinnar eru
aðeins nokkrar vikur fram í tímann. Þótt þeir tali eins og stjórnin muni
sitja út kjörtímabilið, eru slíkar yfirlýsingar ávallt með þeim fyrirvara,
að stjórnin lifi af einhver yfirvofandi átök. Ríkisstjórn, sem lítur á það
sem sitt helsta hlutverk að koma í veg fyrir, að rifrildi og innbyrðis
ágreiningur ráðherranna verði á allra vörum og sér sjálfri að fjörtjóni,
bregst auðvitað þeirri meginskyldu að móta stefnu til heilla fyrir land
og lýð.
Ráðherranefndir,
viðræðunefndir
og undirnefndir
Formaður Framsóknarflokksins telur það þessari ríkisstjórn helst til
ágætis, að þar séu skipaðar ráðherranefndir, þegar deilur verða milli
stjórnarliða. Reynslan sýnir, að skipan þessara ráðherranefnda þjónar
tvíþættum tilgangi: 1) að draga úr rifrildi innan ríkisstjórnarinnar; 2)
að þagga niður í framsóknarmönnum. Er það í samræmi við annað, að
formaður ^Framsóknarflokksins skuli vera mjög fylgjandi slíkum
starfsháttum.
Utanríkisráðherra, Ólafur Jóhannesson, hefur áttað sig á þessu tví-
þætta hlutverki ráðherranefndanna, enda staðfastlega neitað að leggj-
ast svo lágt að taka þátt í þeim. Kommúnistar átta sig líka á þessu
hlutverki ráðherranefndanna, enda fara þeir ekki með önnur mál inn í
nefndirnar en þau, sem þeir ætla að láta framsóknarmenn kokgleypa.
Hjörleifur Guttormsson hrifsaði til dæmis álmálið úr höndum ráðherra-
nefndarinnar, þegar hann taldi flokkshagsmuni krefjast þess — auðvit-
að kyngdu framsóknarmenn því.
Sjónarmiðum framsóknarmanna er ekki aðeins drepið á dreif með
skipan ráðherranefnda. Meðferð kröfu þeirra um „vissar breytingar á
vísitölukerfinu" er dæmigerð. Henni er vísað til viðræðunefndar, þar
sem fulltrúar stjórnaraðila eiga að ræða við talsmenn launþega og
atvinnurekenda. Ekkert bendir til þess, að viðræðunefndin fái nokkru
áorkað. í kjaraviðræðunum, sem nú eru að hefjast, vilja atvinnurekend-
ur halda sig að þeirri skipan á viðræðum um vísitöluna, sem ríkisstjórn-
in hefur ákveðið. Hins vegar vilja forystumenn Alþýðusambandsins ekki
una þeirri skipan heldur koma á fót undirnefnd um málið án aðildar
fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Með undirnefndinni telja alþýðubanda-
lagsmenn sig eiga auðveldara með að koma sjónarmiðum framsóknar-
manna í þessu efni fyrir kattarnef.
Þetta nefndafargan þjónar augsýnilega þeim tilgangi að drepa málum
á dreif. Væri ekki einfaldast að setja Framsóknarflokkinn og stefnu
hans alla í nefnd?
Aðalfundur miðstjómar Framsóknarflokksins:
Harðar deilur frams<
armanna um utanrík
„Aldrei séð annað eins vantraust á nokk-
urn ráðherra“ sagði einn miðstjórnarmanna
HVÖSS orðaskipti urðu á aðal-
fundi miðstjórnar Framsóknar-
flokksins á sunnudag vegna
kaflans um utanríkismál í
stjórnarmálaályktun fundarins.
Kom fram í máli manna
óánægja með drögin og margar
tillögur komu fram um niður-
fellingu hluta þeirra. Einn mið-
stjórnarmanna, Hákon Hákon-
arson frá Akureyri, lýsti því yfir,
að hann hefði aldrei séð annað
eins vantraust á nokkurn ráð-
herra, eins og í ályktunardrög-
unum fælist á utanríkisráð-
herra. Ályktunin var samþykkt í
fundarlok, án niðurfellingar
þess kafla sem Hákon og fleiri
töldu að fella ætti út. Áherzlu-
breyting var gerð hvað varðar
aðstæður til brottfarar hersins,
auk þess var samþykkt viðbót
um að átelja beri allar tilraunir
varnarliðsins til afskipta af inn-
lendum málefnum.
Steingrímur Hermannsson lýsti
því yfir vegna ummæla Hákonar um
að í drögunum fælist vantraust á
utanríkisráðherra, að Ólafur Jó-
hannesson hefði lesið drögin yfir og
ekki gert athugasemdir við þau, að
sér væri kunnugt. Steingrímur
sagði að gefnu tilefni, að sér væri
ekki kunnugt um hvernig varnarlið-
ið myndi verja landið, ef til styrj-
aidar drægi. Það myndi a.m.k. verja
það fyrir sjálft sig.
Upphaf ályktunarinnar fjallar
um að íslendingar eigi að gera hvað
þeir geta til að draga úr hættunni á
því að kjarnorkustyrjöld brjótist út
í heiminum og einnig segir að nauð-
synlegt sé að Framsóknarflokkur-
inn hafi frumkvæði í þeim efnum.
Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður
sagði i upphafi máls síns að honum
virtist Steingrímur Hermannsson
hafa nægileg verkefni að fást við, þó
svo þessu væri ekki bætt við. Var
fundarmönnum skemmt við þessa
yfirlýsingu og var hlegið að. Þá
gerði Ólafur sérstaklega að um-
ræðuefni stuðningsyfirlýsingu við
„frjálsar og óháðar friðarhreyf-
ingar sem vinna að gagnkvæmri af-
vopnun" og sagði friðarhreyfingar
þær sem verið hefðu á ferð í V-Evr-
ópu í haust hafa siglt undir fölsku
flaggi og lagði hann til að fyrri hluti
tiilögunnar væri felldur niður. Þá
vildi hann einnig að síðari hlutinn,
sem fjallar um að nauðsynlegt sé að
gera grein fyrir því með hverjum
hætti ætlunin sé að verja ísland ef
til átaka kæmi, ónauðsynlega og
lagði til eins og margir fundarmenn
aðrir að hún yrði einnig felld niður.
Garðar Hannesson, Hveragerði,
var harðorður í garð Ólafs Þ. Þórð-
arsonar og sagði yfirlýsingar hans
sennilega stafa af því að hann hefði
sofið um borð í flugvélamóðurskipi.
Hann sagði andstöðuna við frið-
arhreyfingarnar líkjast þeim tíðar-
anda sem ríkt hefði um það leyti
sem Hitlerstíminn hélt innreið sína
í Þýzkalandi. Hann bar fram tillög-
una um að inn í ályktunina kæmi
kaflinn um að átelja bæri allar til-
raunir varnarliðsins til afskipta af
innlendum málefnum.
Eysteinn Jónsson fyrrverandi
formaður Framsóknarflokksins
deildi einnig á Ólaf vegna ummæla
hans um friðarhreyfingarnar og
sagði að ef við tryðum ekki á þær þá
værum við algjörlega vonlaus. Hann
sagðist fagna því að þessi mál væru
sett á oddinn. Ólafur krafðist þess í
lok ræðu Eysteins að fá að taka til
máls um fundarsköp og sagði óverj-
andi að menn flyttu tillögur og
væru með persónulegar svívirðingar
NSi
ELDUR kom upp í Skuggabjörgum, geymsluhúsnæði í eigu Mosfellshrepps, á sunnudag. Slökkviliðinu í Reykjavík barst tilkynnii
eldinn kl. 16.17. Þegar slökkviliðið kom i vettvang logaði húsið stafna i milli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Engin verðmæt
í húsinu en skemmdir i því urðu talsverðar.
88 rithöfundar
fá starfslaun
STJÓRN launasjóðs rithöfunda
hefur úthlutað 88 rithöfundum
starfslaunum fyrir árið 1982. í
frétt frá stjórninni segir, að 150
rithöfundar hafi sótt um sem
næst 816 mánaðarlaun, en fjár-
veiting til sjóðsins nam jafngildi
297 mánaðarlauna. Starfslaun
til niu mánaða hlutu fjórir, til
sex mánaða tólf, þriggja mánaða
laun hlutu 45 og 27 tveggja mán-
aða laun.
Hér fer á eftir listi yfir þá
rithöfunda, sem starfslaun
hlutu:
9 mánaða laun hlutu:
Böðvar Guðmundsson,
Einar Bragi,
Stefán Hörður Grímsson,
Þorsteinn frá Hamri.
6 mánaða laun hlutu:
Auður Haralds,
Einar Már Guðmundsson,
Erlingur E. Halldórsson,
Guðbergur Bergsson,
Guðlaugur Arason,
Guðmundur Steinsson,
Jón Óskar,
Magnea J. Matthíasdóttir,
Norma E. Samúelsdóttir,
Steinunn Sigurðardóttir,
Thor Vilhjálmsson,
Þorgeir Þorgeirsson,
3ja mánaða laun hlutu:
Anton Helgi Jónsson,
Ásgeir Jakobsson,
Birgir Sigurðsson,
Dagur Sigurðarson,
Egill Egilsson,
Einar Kárason,
Elísabet Þorgeirsdóttir,
Filippía Kristjánsdóttir,
Geir Kristjánsson,
Guðbjörg Þórisdóttir,